Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1939, Síða 17

Freyr - 01.06.1939, Síða 17
I FRÉ YR 95 annast hafa útgáfuna í ár, og ritstjóri er Gunn- laugur Björnsson, kennari á Hólum. Ritið er nú með sama svip sem í fyrra, og þá var lýst hér í blaðinu, og stærðin sama (160 bls.). Ritið er fjölbi'eytt a'ð efni og í því margar gagn- legar greinar, sem allir bændur hafa gott af að lesa, en hér er ekki rúm til að rekja það nánar. Þó skal þess getið að fremst í ritinu er ágæt minn- ingargrein um Theódór Arnbjörnsson ráðunaut fx'á Ósi, eftir Kolbein Kristinsson frá Skriðulandi. Og síðast eru skýrslur um ‘bændaskólann á Hólurn skólaárin 1934 til 1937. Hefir á þessum árum nemendatalan vei'ið frá 39—47, og fleii’i nem- endur getur skólinn ekkí haft, húsrúms vegna. Búfræðingurinn á skilið mikla útbreiðslu og fyrst og fremst ættu allir búfræðingar landsins aö taka vel þessum nafna sínum, og sem flestir þeirra að leggja honum eitthvert veganesti til að færa bændum. Og vitanlega tekur hann með þökkum góðum greinum um landbúnaðarmál, hvaðan sem þær koma, því að, eins og segir í kvæðinu Mold og menning, sem Búfræðingurinn flytur, eftir A. Dalmanns: „Allir þui’fa að vera með í vei'ki. Yiðfangsefni bíða meir en nóg. Það er hægt að hefja þjóðarmerki hátt til vegs með reku og plóg“. „Þetta er engin frumleg furðukenning. Flest, sem lifir., vitni ber um það. Stofninn visnar, þegar mold og menning megna ekki lengur fylgjast að“. Og „Heill sé þeim, sem hönd á plóginn leggja, hefja nýja sókn í ræktun lands. Heill sé þeim, sem einnig innan veggja ei'u með í stai'fi gróandans". 5. Prófessor Olav Moen: Tomatboka. Höf. er prófessor við búnaðai'héskólann í Asi, og- þetta er önnur útgáfa bókarinnar, en fyrri út- gáfan kom 1932. Bókin er 112 síður og gefur glöggar leiðbeiningar um í'æktun tómata, bæði í gróðurhúsum og á bersvæði, eftir því, sem þekk ing og reynsla hefir nú bezt að bjóða. Nú er farið að rækta töluvert af tómötum hér á landi, í gróðurhúsum, og efalaust geta þeir, sem við þá ræktun fást hér, fengið mai’gar góðar og gagnlegar leiðbeiningar í „Tómatbókinni“ og ættu að not.a sér það, með því að kaupa liana og lesa. Útgefandi er Gröndahl & Sön, Oslo. Nautgripasýningarnar 1938. LeiSrétting. í 12. tölubl. Freys f. á. (bls. 191—2), var skýrt frá búfjársýningum þeim, er haldnar voru sum- arið 1938. Úm nautgripasýningarnar var, eftir tilvísun naiutgi'iparæktarráðunauts, farið eftir grein, er hann hafði skrifað um þær sýningar í Tímann s.l. sumar, og þaðan var tekin taflan yfir sýnda gripi og veitt verðlaun á sýningunum. 1 Tímanum var samtala nauta með II. verðl. 46 og með III. verðl. 19, en réttar samtölur samkv. töflunni sjálfri voru 47 og 18, og var þetta, talið svo í Frey. Skömmu síðar en skýrslur þessar birtust, barst ritstjóra bréf frá Jóni Kr. Jónssyni á Másstöðum, þar sem hann bendir á, að það sé rangt, sem tafl- an sýnir, að einungis 1 kýr hafi hlotið 1. verðlaun í Húnavatnssýslum, því að í Sveinsstaðahreppi ein- um hafi 5 kýr hlotið I. verðl., eða 17,2% af sýnd- unx kúm þar, og sé það langt yfir meðallag í hinurn sýslunum, því að samkv. töflunni hafi I. verð- launin í þeim vei'ið frá 3,5%—11,8%. Þessvegna telur hann líka of mikið gert úr áhugaleysi Hún- vetninga um nauðgriparækt, samanborið við hinar sýslurnar. Hann bendir o" á., að veður hafi verið rnjög óhagstætt, er sýningin var haldin í Sveins- staðahi'eppi (og í Húnavatnss. voru þær fyx'st). Ráðunauturinn viðurkennir að þessar athuga- semdir, um I. verðlaunin í Sveinsstaðahreppi séu réttar og hafi I. verðlaunakýrnar þar fallið niður í töflunni í Tímanum, sem Freyr tók upp, enda kemur þetta líka heim við „Skýrslur nautgripa- ræktarfélaganna árið 1937“, sem nú ern komnar xit í fjölritun, ásamt skýrslum um nautgripasýning- arnar 1938. Við samanburð á þessum skýrslum og töflunni í. Frey, kemur og í ljós, að hér ber fleira á milli um tölu sýndra gripa og verðlaunaveitingar. — Þykir því rétt að taka hér upp töflu yfir þettu, í einu lagi fyrir hverja sýslu, eins og hún verður eftir „Skýrslum nautgriparæktarfélaganna14 — (Skýrslur B. I. nr. 16. Nautgriparæktin, 10. skýrsla). Til hægðarauka við samanburð é þessari töflu og hinni fyrri, eru tölurnar settar með breyttu letri, þar, sem é milli ber:

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.