Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1937, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1937, Blaðsíða 3
Tím. V. F. í. 1937. 2. hefti. Háspennulínan Ljósafoss—Elliðaár. Eftir Jakob Guðjohnsen. Niðurl. Á töflu 4 og 4a sést heildaryfirlit yfir gröft og' sprengingu. Alls voru grafnir 281.7 m3 á 84 vinnu- dögum, eða til jafnaðar 33.5 m3 á dag. Kostnaður liefir orðið ærið misjafn eftir jarðvegi og veður- fari, frá ld. 3.58 lit 8.85 á m3, að meðaltali varð hann kr. 5.44 á m3. Alls var sprengt 1697.2 m3 af klöpp á 78 vinnu- dögum. eða til jafnaðar 21.7 m3 á dag. Notað var s])rengiefnið Minit, 1202.5 kg' alls, eða 0.71 kg á m3 klöpp. Kostnaður við sprenginguna er og' ærið mis- jafn, frá kr. 8.88 til 34.40 á m3, að meðaltali kr. 14.10 á m3. Skiftist kostnaður þessi þannig: Vinnulaun við borun og sprengingu kr. 2.25 pr. m3 Lciga á pressu, borum og bensín 2.10 Sprengiefni ..................... — 1.95 Flutningur á pressu ............. — 0.33 Hreinsun á holunum .............. — 7.47 — — Samtals kr. 14.10 pr. m3 e. TJppsetning stólpanna. (7. tafla). Við aðflutning á grjóti í holurnar unnu 3 menn með 4 hesta og 2 kerrur. Auk þess voru notaðir lítilsháttar bílar þar sem hentugra reyndist að koma 14. mynd. Samselning á fastastólpa. 15. mynd. Uppsetning á hornstólpa nr. 95. þeim að. Aðstaða lil að ná grjótinu var mjög mis- jöfn; kom sumstaðar nóg grjót upp úr holunum við sprengingarnar og' í Hagavíkurlirauni var að sjálísögðu nóg grjót við hendina. Á öðrum stöðum I. d. sumstaðar á Mosfellslieiði, þurfti að sækja 16. mynd. Slrenging víra á stólpa nr. 118.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.