Mjölnir


Mjölnir - 30.06.1939, Blaðsíða 2

Mjölnir - 30.06.1939, Blaðsíða 2
2______________M J Ö L N í R Lýðræðið ofsótt í nafni „lýðræðisins“. Nú síðustu mánuðína hefir það hvað eftir annað komið fram á opinberum vettvangi, að þess hefir verið krafizt, að Sósialistaflokkur- inn og öll starfsemi hans yrði bönnuð. — Og það sem mestum firnum sætir er, að það er Alþýðu- flokkurinn, sem kennir sig við al- þýðu landsins, lýðræði og sósíal- isma, sem mest hampar þessum kröfum. Blöð íhaldsins hafa að vísu að- eins tæpt á þessu, en hálfvelgt við að halda því nokkuð til streitu, en Alþýðublaðið, málsvari »SkjaId- borgarinnar., klifar nú á þessu dag frá degi með þeirri ósvífni ör- væntingarinnar, sem áðeins algert fylgishrun og pólitískt gjaldþrot geta gefið. 15. júní s. 1. skrifar blaðið grein um byggingar-félagsmálið, þar sem Héðni Valdimarssyni er líkt við A1 Capone, illræmdasta glæpa- mann heimsins, og sé hann þó það verri, að hann hafi unnið lögum og rétti landsins trúnaðareiða sem II. Friedrich Engels í greinarkorninu um Karl Marx í næstsíðasta tölubl., er minnst á hið nána samstarf Marx og Engels- ar. Engels átti það mikinn þátt i því að móta og skapa fræðikenn- ingu marxismans, að hann verður að teljast höfundur hans ásamt Marx. Engels er fæddur í Barmen í Þýzkalandi 28. nóv. 1820 Hann var sonur verksmiðjueiganda. Stundaði nám við menntaskólann í Elberfeld, en tók aldrei próf. Faðir hans tók hann úr skóla og setti hann á skrifstofu í Bremen 1837. Þar fer Engels strax að leggja stund á vísindi og stjórnmál. Hallaðist hann að þeim róttækari stefnum, er þá voru uppi í Þýzkalandi, og í apríl 1842 er hann orðinn samstarfsmað- ur Marx við timaritið »Reinische Zeitung. í árslok 1842 fór Engels til Englands og vann þar á skrifstofu þingmaður, og sé brot hans því meira en glæpir A1 Capone, sem aldrei hafi verið þingmaður, né bundinn slíkum hollustueiðum. Og blaðið heldur áfram: »A1 Capone og flestir félagar hans sitja i fangelsum og lögreglan vinnur að því að uppræta illþýðið«. — Lesendunum er svo ætlað að draga sínar ályktanir, hvaða örlög Héðni Valdimarssyni og félögum hans séu ætluð. 13. júní skrifar blaðið smáklausu líks efnis, sem það kallar »þýzk- rússnesku pestina*. Með þessu nafni mun átt við stefnu Sósial- istaflokksins. Nazistana er »Skjald- borgin. ekki feimin við, enda hefir hún sjálf myndað þjóðstjórn með Kveldúlfsbröskurum og þeim öðrum hlutum afturhaldsins, sem í núverandi stefnuskrá Alþýðu- flokksins, eru taldir aðal-smitberar fasismans hér á landi. Segirblaðið að Sósialistarnir séu það verri en sjúklingarnir á Kleppi, að þeir séu með eilífa uppivöðslu og vilji ekki vefnaðarverksmiðju í Manchester. Framleiðsluhættir Englands voru þá í hraðfara þróun og honum gafst kostur á að kynnast enskum þjóðarbúskap og vinnuskilyrðum iðnaðarverkamanna. Sú raunhæfa þekking, sem Engels aflaði sér þarna, leiddi hann að sömu niður stöðum um þjóðfélagsmál og Karl Marx hafði þegar all skýrt sett fram í ritum sinum, og eftir fund þeirra í París 1844 hefst þeirra nána samstarf. Næstu ár gefa þeir félagar út nokkur rit, þar á meðal eitt mjög mikið »Die deutsche Ideologi«, og Engels sérstaklega rit um »Kjör verkalýðsstéttarinnar í Englandi*. í ritum þessum setja þeir fram kenningar sínar — hinn visindalega sósíalisma, um baráttu- aðferðir verkalýðsins fyrir sosíal- isma, gagnrýna þýzku heimspekina og þýzka sósíalista. Engels sat stofnþing »Kommúnistasambands- ins«, skrifaði drög að stefnuskrá sætta sig við, að þeim sé engin eftirtekt veitt, og loks hrópar svo blaðið í örvæntingu og æsingi: »Og þeir (þ. e. sósíalistarnir) ganga(!!!) lausum hala«. Veslings greinarhöfundinum er svo mikið niðri fyrir, að hann klæmist á al- gengum orðatiltækjum eins og að »leika lausum hala«. — Honum liggur svo mikið á að kotma »þeim« í svartholið. Það hafa ýmsir verið hissa á skrifum Alþýðublaðsins upp á síð- kastið. En menn trénást upp á því að undrast, þegar ösköpin fara að verða daglegt brauð. Það er þó nokkuð hlálegt, að Alþýðublaðið skuli heimta Sósíal- istaflokkinn bannaðan í nafni frels- is og lýðræðis. Þó hefir hann sama markmið og nauðlíka stefnuskrá og Alþýðuflokkurinn. Munurinn er bara sá, að Sósíalistaflokkurinn fylgir stefnuskrá sinni, en Skjald- borgin traðkar stefnuskrá Alþýðu- flokksins niður i sorpið, og ekki síst þau lýðræðisákvæði, sem þar eru. Allir kannast við lýðræðið i Alþýðusambandinu — og síðasta afrekið gagnvart byggingarfélag- inu o. s. frv. Alþýðublaðið hefir með þessum skrifum sínum gerst- opinber mál- svari fasismans og verður það fyrir það, (Grundvallaratriði Komm- unismans) sem eru í raun og veru frumdrög að »kommúnistaávarp- inu«, er þeir Marx og hann sömdu síðar eftir ósk sambandsins. 1848 var Engels vísað úr París og fór til London og siðan til Þýzkalands. Með Marx gaf hann þar út blað og tóku þeir virkan þátt i baráttu verkamanna, sérstak- legá í Rínarhéruðum, þá mestu iðnaðarhéruðum Þýzkalands. Hann varð samt brátt að flýja land, en kom þó strax aftur, árið 1849, fer til Köln og þaðan til Elberfeld, en þar hafði brotist úr uppreisn. 19. mai sama ár var blað þeirra Marx bannað og er þeir ætluðu áleiðis til Baden, en þar var uppreisn, voru þeir hand- teknir og sendir til Frankfurt. Marx fer þá til Parísar og London, en Engels tókst að komast til upp- reisnarmanna, og barðist með þeim með vopn í hönd og var með þeim, er þeir voru hraktir yfir landamærin til Sviss. Þaðan fer hann til ítaliu og síðar Englands. Merkir verklýðsforingjar.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.