Mjölnir


Mjölnir - 18.07.1939, Blaðsíða 2

Mjölnir - 18.07.1939, Blaðsíða 2
2 M J O L N 1 R \ Innilegt þakklæti til allra sem sýndu mér samúð og hlut- tekningu við fráfall og jarðarför Kristínar systur minnar. Guð blessi ykkur öll. Guðm. Þorgrímsson. ef honum sýnist, eins og þegar hann kaus sjálfan sig sem form. ríkisverksm.stjórnar, þrátt fyrir samning Framsoknarflokksins við Alþýðuflokkinn. En það verða Framsóknarmenn að skilja, að það er ekki nóg að þeir sverji Þormóð af sér í einka- samtölum við menn. Þeir verða að afneita honum opinberlega, efvan- virða hans á ekki að skella á flokki þeirra. Og eins og Þormóður er einn allra Siglfirðinga um að gleðjast yfir versnandi veiðiveðri, eins er hann einn í hinni svívirðilegu af- stöðu sinni í »Rauðku--málinu og einn í þessum bæ um að vera pólitiskur svindlari, sem 99 prc. bæjarbúa fyrirlíta. Takist Þormóði að hindra endurbyggingu Rauðku, ættu Siglfirðingar allir, sem einn maður,' að skora á hann að flytja burtu úr bænum, sem hann hefur verið að launa gott með illu. Þ. G. Enn um fasfeigna- * skaff S. R. Einherji heldur áfram að tönnlast á fasteignaskattsmálinu og eyðir í það megninu af sinu »dýrmæta« rúmi. Það eru allt af sömu »pott«- rökin: í fyrsta lagi neituðum við aldrei skattgreiðslunni, í öðru lagi unnum við málið. — Þó er eins og blaðið kinoki sér við þriðja og æðsta stiginu í keðju »pott«-rak- anna, sem sé að neita því, að nokkur málaferli hafi átt sér stað. En það kemur nú kannske síðar. Aðallega er á því klifað, að Jón Gunnarsson hafi aldrei neitað að greiða skattinn, heldur aðeins alla þá upphæð er reikningurinn hljóð- aði upp á. Öll alþýða þessa bæj- ar veit, að þessi staðhæfing er helber ósannindi. Það var, eins og Mjölnir áður hefir bentá, skatt- urinn í heild, sem neitað var að greiða. Það er líka í flestra vitorði, að þegar mál þessi voru á döfinni, sögðu þeir Jón Gunnarsson og Þormóður manna á milli, að þessi skattur væri ólögmætur, verksmiðj- urnar væru ríkiseign og ættu því að vera skattfrjálsar. Og það er líka vitað, að Jón Gunnarsson lét þau orð falla við Friðbjörn Níels- son, að i raun og veru væri þessi skattur í heild algerlega óréttmæt- ur og ekkert nema »dulbúið út- svar«, (sbr. yfirlýsingu Frið- bjarnar Níelssonar hér í blaðinu) en verksmiðjurnar eru sem kunnugt er, útsvarsfrjálsar. Þessi afstaða er líka í fullu samræmi við afstöðu Framsóknarmanna á Alþingi, sem jafnan hafa klifað á óréttmæti þessarrar skattskyldu — og greiddu á síðasta þingi nærfellt allir atkvæði með því að svipta Siglufjarðarbas lögfestum réttindum. — Og að lokum þetta: Bókanir Jóns Gunnarssonar sanna á engan hátt það, sem Einherji vill vera láta, heldur miklu fremur hið gagnstæða. Öll framkoma hans sannar það líka — reikningnum skilyrðislaust neitað sem röngum, engar gagnkröfur eða skýringar settar fram. — Allt það, sem hér er talið, s-errt og YfiráýS' ing Friðbjarnar, sanna það ó« mótmælanlega, aö þaö var réttmæti skattsins í heild, sem jón Gunnarsson var að neita og að Mjölnir hefir sagt rétt frá í þessu máli. Kannski vill Einherji líka skýra siglfirzkri alþýðu frá því, hvers- vegna verksmiðjurnar greiddu ekki strax þessi 17 eða 19 þús., sem þær vildu viðurkenna fyrir Hæsta- rétti, ef Jón hefði yfirleitt viður- kennt réttmæti sjálfs skattsins áður. Annars mun greinahöfundur tæp- Merkir verklýðsforingjar. 3. AUGUST BEBEL (Niðurlag). . Meðan Bismarkslögin voru í gildi sýndi Bebel hina framúrskar- andi hæfileika sína í baráttu verka- lýðsins. Hann varð að berjast á tveim víglínum. Annarsvegar gegn mönnum í flokknum, sem vildu beita ofbeldisstefnu og svara Bis- mark með sprengjum. Þeir voru reknir úr flokknum. Á hinn bóginn barðíst hann fyrir róttækri stefnu í hinu leynilega blaði, sem flokk- urinn gaf út. Bebel var oít á þessum árum fangelsaður fyrir starfsemi sína. 1882 í tvo mánuði, 1889 í níu mánuði. Samanlagt sat Bebel 56 mánuði af æfi sinni í fangelsi. 1880 heimsótti Bebel þá. Marx eg Engels í London og stóð. eftir það í nánu bréfasambandi við þá, og þegar sú frétt barst út 1882, að Bebel væri dáinn, skrifaði Marx til Engels: »Það er sú mesta óhamingja, sem fyrir flokk vorn gat komið. Hann var sér- stæður í hinni þýsku verkalýðs- stétt, já, verkalýðsstétt alls heims- ins«. Lenin hafði mikið álit á Bebel, 1908 skrifaði hann: »Bebel er at- kvæðamaður í hinni alþjóðlegu verklýðshreyfingu, reyndur sósíal- istiskur foringi, sósíalisti með svo næma tilfinningu fyrirkröfum hinn- ar byltingarsinnuðu baráttu, að í 99 af 100 atvikum rataði hann sjálfur út úr örðugleikunum, ef hann hafði gert glapparskot, og fékk aðra með sér«. Á seinni árum Bebels virðist eins og byltingarkraftur hans hafi dofnað. Hann var alla tíð andstæð- ingur þeirra, er vildu endurskoða marxisn)ann, en til þess að halda einingu flokksins gerði hann þar margar málamiðlanir, að hann varð að vissu leyti samábyrgur í hinni »sentristisku« pólitík flokksins undir forustu Kautskys, sem fæddi af sér svikin 4. ágúst 1914. Hvaða afstöðu Bebel hefði þá tekið til stríðsins skal ósagt látið, á flokks- þingi í Jena 1911 sagði Bebel: »Vér stöndum nú andspænis á- standi, sem að mínu áliti aðeins getur endað með miklum vand- ræðum . . . og tilveru hins borg- aralega þjófélags mun verðahætta búin«. Hann hélt þar ákveðiðfram þeirri stefnu, að það væri skylda flokksins að notfæra sér þá fjár- hagslegu og pólitísku kreppu, sem striðið orsakaði, til þess að vinna að uppreisn fólksins og flýta fyrir falli auðvaldsskipulagsins. Ef Bebel hefði lifað á stríðsárunum er ekki ólíklegt, að honum hefði tekist að hafa nokkur áhrif á viðburðina í Þýskalandi til meiri árangurs fyrir verklýðstéttina. Bebel dó 13. ágúst 1913.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.