Akranes - 11.05.1942, Blaðsíða 6

Akranes - 11.05.1942, Blaðsíða 6
/ 6 AKRANES Annáll Akraness Setuliðið! ,,Ástandið“ er víða tali'ð mjög slæmt. Er það ekki mest okkur sjálf- u mað kenna? Hjer hefir þetta alger- lega verið árekstralaust frá fyrstu. En Akurnesingar gefa sig ekkert ,,í herinn“. Það er alveg hrein undan- tekning ef hermaður kemur ,,í ’hús“. Gefið yður ekki „á vald þeirra“, og þá hafið þér í „fullu tré við þá“. Höfum verið heppin bæði með for- ingja og óbreytta hermenn. Vér verð- um sem sagt ekkert varir við þessa aumingja menn. Minn'ngarorð. Svo sem frá var skýrt í síðasta blaði andaðist að heimili sínu hér í bæ þ. 26. jan. læknisfrú Guðlaug Sigurðar- dóttir. Hún var dóttir Sigurðar Sig- urðssonar héraðslæknis í Búðardal frá Pálshúsum í Garðahverfi og konu hans Ragnheiðar Vigfúsdóttur, frá Samkomugerði í Eyjafirði. Frú Guðlaug var fædd á Hrapps- stöðum í Laxárdal í Dalasýslu þ. 11. júní 1891. Hún giftist þ. 18. maí 1916 eftirlifandi manni sínum dr. med. Árna Árnasyni, héraðslækni hér. Dr. Árni er fæddur í Skildinganesi við Reykjavík. Hann útskrifaðist sem læknir 1912 og var skipaður héraðs- læknis í Dölum 1913. Hingað fluttust þau vorið 1938. Frú Guðlaug var hin ágætasta eig- inkona og húsmóðir, og manni sínum styrkur í starfi. Var heimili þeirra og heimilislíf hin besta fyrirmynd. Hún lélj á harmóníum og hafði hið mesta vndi af söng. Ekki várð þeim hjónum barna auðið. Á heimili þeirra hjóna dvaldi lengst af systir frúarinnar Guðrún, en þær voru óvenju samrýmdar. Minningarorð. Hinn 10. apríl andaðist að heimili sínu Sjóbúð, svo sem áður var frá skýrt, ald'aður heiðunsm'aður Pétur Daíelsson f. 14. jan. 1866, á Saurum í Staðarsveit. Hann giftist eftirlifandi konu sinni, Steinunni Jónsdóttur, hinni ágætustu konu. í júní n. k. hefðu þau getað haldið gullbrúðkaup sitt. Þau bjuggu á nokkrum stöðum fyrir vest- an, en lengst af í Vatnsholti í Staðar- sveit, þar til að þau fluttu til Akraness 1916. Hafa þau dvalið þar síðan, fyrst á Litlateig, en síðan á Sjóbúð. Þau voru bæði hinar mestu iðju manneskjur og dugandi við búskap- inn og hinir beztu gestgjafar, enda bjuggu þau mjög í þjóðbraut. — Synir þeirra eru tveir: Jón, í Sandvík, er hann kvæntur Guðrúnu Jóhannesdóttur og eiga þau 7 börn. Daníel, í Halidórshúsi, en hann var kvæntur Margréti Sigurðardóttur Jó- hannessonar, er hann misti. Þau áttu einn son. Tveir bræður Péturs heitins eru á lífi, Kristján á Kirkjuvöllum hér, 83 ára og Bjarni, nú til heimilis á Ingjaldshóli 72 ára. Pétur heitinn lá ekki rúmfastur og dó í svefni. Kirkjuafmæli. Hinn 27. marz síðastliðinn voru lið- in 50 ár.frá því kirkja sú, er nú er á Innrahólmi var reist. í minningu þess var í kirkjunni þar haldin hátiðar- guðsbjónusta sunnudaginn 26. apríl. Þorsteinn Briem prófastur flutti messu. Fyrsti máldagi Innrahólmskirkju er frá ca. 1222. Stendur þar kirkja alla tíð til 1815, að hún er lögð niður. En 1892 er þar byggð kirkja að nýju, mest fyrir forgöngu og gjöf bóndans þar, Árna Þorvaldssonar og var hún vígð 27. marz 1892. Á sunnudaginn fór Þuríður í Bæ til Innrahólmskirkju ásamt afkomendum sínum í tilefni af þessari hátíð, en hún er dóttir þess heiðurmanns Árna bónda á Innra- hólmi, og konu hans Ragnhildar Is- leifsdóttur, en hún var systir Guðm. á Háeyri, þess þjóðkunna manns. Vatn8ve'.tan. Eins og sakir standa, vinna að með- altali kringum 30 menn að staðaldri við að leggja vatnsleiðslu í götur bæj- arins. Daglega eru lagðir kringum 100 metrar, og er áætlað að verkinu verði lokið um mánaðamótin júní—júli. Á þeirri leið, sem lögð hefir verið, hafa flestir fengið vatnið inn til sín, og er nú búið að leggja vatn í hérum- bil 200 hús. Er að heyra eins og fólk hafi „himinn höndum tekið“, svo á- nægt er það með vatnið. — Nokkrir menn hafa kveðið svo að orði, að vatns gjaldið, — sem er allhátt, — fái þeir greitt í sparaðri sápu og þvottaefni. Enda þótt þetta séu ef til vill öfgar, mun ánægjan vera almenn og viðvar- andi, því hér er um stórkostlegt menn- ingar og heilbrigðismál að ræða, jafn fram því, sem vatnsveitan sparar mikla peninga í hreinlætisvörum. Sumardvöl barna. Sumardvalarnefnd er slcipuð þessum mönnum: Form.: Svava Þarleifsdóttir, skóla- stjóri; ritari: Sigui’ður Vigfússon, kaupmaður; Þorgeir Jósefsson, vélsm., Sveinbjörn Oddsson, kaupmaður; Jón Árnason, kaupmaður; Petrea Sveins- dóttir, kaupk. og Guðmundur Björns- son, kennari. Nefndin hefir leigt skóla- og sam- komuhúsið Ásbyrgi í Miðfirði, og stofn setur þar barnaheimili í sumar eins og síðastliðið sumar. Tölverður halli varð á rekstrinum í fyrri. Efndi sumardvalanefncl því til samskota á sumardaginn fyrsta nú síðastliðinn, cg mun halda samskotunum áfram og væntir sér stuðnings bæjarbúa til þessa. Til að standa fyrir heimilinu hafa vertð ráðin þau Hálfdán Sveinsson kennari og kona hans Dóróthea Erlendsdóttir, en þau höfðu einnig forstöðu barnaheimilisins í fyrra og önnuðust það með prýði. — Ileimilið mun nú þegar vera fullskipað, en það getur tekið við um 35 börnum, og tek- ur það til starfa strax upp úr Hvíta- sunnp. — Auk þess hefir nefndin unn- ið að því, að lcoma fyrir börnum á sveitaheimili og nokkrum konum með ungbörn sín. Bæjarbúar! Látið vorið og sumarið færa yður tvöfalda gleði, með því að hirða vel garða, tún, lóðir og lendur. — Mun;ð, að hreinlæti og snyrtimenska kostar ekki eins mikla peninga, eins og það hefir varsmlegt menningargildi. Ferming í Akraneskirkju 17. maí 1942. Þessi börn verða fermd: Agatha Þorleifdóttir, óðinsgötu 30. AldLs Albertsdóttir, Heipnisveg 27. Arní'ríður Arnmundsdóttir, Óðins- götu 11. Ársæll Jónsson, Vesturgötu 77. Ársæll Jónssón, Melbæ. Dórá Guðmundsdóttir, Nýborg. Eggert Sæmundsson, Sigtúnum. Einar Jónsson Vesturgötu 67. Elías Þórðarson, Urunnastöðum. Gerða Arthúrsdóttir, Skírnisgötu 26. Grétar Júlíusson, Vestri-Bakka. Gunnar Júlíusson, Vestri-Bakka. Guðm. Ó. Guðmunds- son, Marbakka. Guðm. Elíasson, Vesturgötu 19. Gunnar Erlendsson, Sleipnisveg. Gísli* Gíslason, Litla- Bakka. Gróa Daníelsdóttir, Óðinsgötu 56. Hallbera Leósdóttir, Efra-Nesi. Hallfríður Ásmundssdóttir , Suður- götu 25. Hanna Halldórsdóttir, Graf- arholti. Helga Guðjónsdóttir, Slcírnis- götu 28. Héðinn Hjartarson, Suður- götu 23. Hulda Ólafsdóttir, Auðarstíg 3. Ingibergur Þorsteinsson, Reykhól- um. Ingileif Eyleifsdóttir, Lögbergi. Ingólfur Ingólfsson, Björk. Jóh. Grét- ar Jónsson,. Vesturgötu 95. Jón Odds- son, Vesturgötu 59. Lilja Guðbjarna- dóttir, Baugastíg 10. Oddur Elli Ás- grímsson, Sleipnisveg. Oliver Kristó- fersson. Háteig. Ragnheiður Ásgríms- dóttir, Teig. Rannveig Valdimarsdóttir Sólvöllum. Sigríður Pétursdóttir, Sleipnisveg. Sigrún Guðjónsdóttir, Suðurgötu 21. Sigurður Magnússon, Kirkjubæ. Sigurlaug Sóffoníasdóttir, VesturgPtu 97. Soffía Kahls dóttir, Dalsmynni. Steinar Sigurjónsson, Hlíðarhúsum. Ingiríður Helga Leifs- dóttir, Galtarvík. Sturlaugur Þórðar- son, Hvítanesi. Hreggviður Ingi Sig- ríksson, Márstöðum. Játmundur Árna- son, Sólmundarhöfða. Leiðrétting. 1 greininni „Fjárhagsviðhorf Akra- ness í framtíðinni“ í síðasta blaði, hefir 6. liður í fyrsta dálki á bls. 4 brjálast nokkuð. — Á að vera svona: 6. Á þennan handhæga hátt getur ba^jarféiiagið tiltölulega fljótt, og í allri framtíð séð sjálft fyrír sínum fjárhagnlegu þörfum. Getur tekið sér í munn spakmælið: „Það er betra hjá sjálfum sér að taka, en sinn bróður að biðja“.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.