Akranes - 10.06.1942, Blaðsíða 2
2
AKRANES
um þessum, óheimilt að leggja útsvör
á hærri tekjur en kr. 200.000,00,
sökum þess að stríðsgróðaskattur og
tekjuskattur námu samtals 90% af
þeim tekjum, sem fram yfir voru kr.
200.000,00. Á tekjur, sem fram yfir
voru kr. 45.000,00, var lagður allhár
stríðsgróðaskattur auk tekjuskatts,
svo möguleikar bæjarfélaganna til
útsvarsálagningar voru að því leyti
einnig skertir. Á 200.000,00 tekjur
var stríðsgróðaskattur kr. 40.600,00
og tekjuskattur kr. 40.950,00 auk:
eignarskatts. ef um eignir var að ræða.
Ríkissjóður var því búinn að taka bróð-
urpartinn af tekjum hátekjumanna
áður en bæjarfélagið kom til með út-
svarsálagningu. Það tjón, sem bæjar-
félögin urðu fyrir vegna þessarar laga-
breytingar var þeim bætt með því að
til þeirra féll 45% stríðsgróðaskatts-
ins.
Tekjur allra bæj,arbúa voru árið
1940 kr. 3.350.00,00, en árið 1941
voru þær kring um kr. 6.800.000,00,
og eru þá ekki taldar með þær tekjur,
sem bæjarfélaginu var óheimilt að
leggja útsvar á. Tekjurnar hafa því
tvöfaldast, en möguleikar bæjarbúa
til þess að greiða útsvar höfðu meir
en tvöfaldast. Maður með kr. 10.000,
00 tekjur á léttara með að greiða kr.
900,00 útsvar en maður með kr. 5000,
00 tekjur að greiða kr. 300,00 útsvar.
Niðurjöfnunarnefndin jafnaði nið-
ur á bæjarbúa því, sem bæjarstjórn-
in hafði ákveðið, að viðbættum 9%.
Lög mæla svo fyrir að jafna skuli nið-
ur 5—10% um fram áætlaðar tekjur,
til þess að mæta væntanlegum van-
höldum á útsvarstekjum bæjarins. —
Útsvörin námu samkvæmt þessu kr.
585.042,00. í fyrra námu útsvörin kr.
321.000,00. Verður það ekki dregið í
efa, að bæjarbúum er mun léttbærara
að greiða kr. 585 þús. af kr. 6.800.000,
00 tekjum en kr. 325 þús. af kr. 3.350.
000,00. Hluti bæjarsjóðs af stríðs-
gróðaskattinum mun nema rúmum kr.
100.000,00. — Með tilliti til áður-
greindrar breytingar á lögunum um
stríðsgróðaskatt var því lagt fyrir
bæjarstjórnina á fundi hennar 3. þ. m.,
hvort lækka skyldi útsvörin, sem svar-
aði væntanlegum stríðsgróðaskatti,
eða halda fyrri ákvörðun bæjarstjórn-
arinnar um útsvarshæðina. Bæjar-
stjórnin leit svo á, að tíma sem þessa
bæri að nota til þess, að bæta hag
bæjarins, og með því að útsvörin væru
ekki óbæruleg fyrir bæjarbúa, og út-
svarsstiginn lækkaður til mikilla
muna frá því, sem áður var, fól bæjar-
stjórn fjárhagsnefnd að gera tillögu
um það, á hvem hátt heppilegast væri
að ráðstafa hluta bæjarins af, stríðs-
gróðaskattinum.
II.
Starf niðurjöfnunarnefndar er í því
fólgið að jafna heildarupphæð út-
svarsins réttlátlega niður á bæjarbúa,
og er þetta, sem kunnugt er, hið óvin-
sælasta verk.
Undanfarin ár hefir verið stuðst við
framtöl manna og lagt á eftir útsvars-
stiga, þó þannig, að frá honum var vik-
með einstaka mcnn, sérstaklega þann-
ig, að útsvör gamalmenna og sjúkl-
inga voru lækkuð frá þvl, sem útsvars-
stiginn gerði ráð fyrir.
Þegar ákveða átti útsvarsstigann í
ár, Var augljóst að hann mátti lækka
til mikilla muna frá því sem áður var.
I síðasta blaði var gerður saman
burður á útsvarsstiganum nú og í
fyrra, og geta menn gert sér ljósasta
grein fyrir breytjngunum, með
því að athuga samanburð þennan. —
Skal hér aðeins bent á nokkur atriði
í þessum samanburði.
Nú í ár voru opinber gjöld, sem
greidd voru síðast liðið ár, ekki frá-
dráttarhæf. — Þessi breyting hafði
nokkra þýðingu að því er snertir
hæstu gjaldendurna, en minni þýð-
ingu en ætla mætti á útsvör almenn-
ings.
Þessari nýju reglu fylgja ýmsir
kostir, og sérsxaklega þó sá, að útsvör-
in verða jafnari frá einu ári til annars.
Kemur þetta sérstaklega fram hjá
þeim sem greiða há útsvör.
önnur höfuð breytingin á útsvars-
stiganum er sú, að nú er tekið miklu
meira tillit til ómegðar en áður var,
sérstalélega hjá þeim, sem hafa lægri
tekjur en kr. 15.000,00. Sést þetta
greinilegast á þeim samanburði, sem
birtur var í síðasta tölublaði. í fyrra
var lagt jafnt útsvar á einhleypinga
sem hjón. Nú greiða hjón nokkru
lægra útsvar en einhleypingar.
Þriðja breytingin er sú, að útsvar á
eign lækkaði nálega um helming. —
Þrátt fyrir þetta er eignarútsvar
nokkru hærra hér en t. d. í Reykjavík,
og er það ekki óeðlilegt, því hér er
ekki lagt gjald á fastoignir, svo sem
gert er í öðrum kaupstöðum.
Hér er ekki rúm til að ræða allt
tað, sem menn hafa um hinn nýja
stiga að segja. Á eitt atriði vil ég þó
sérstaklega drepa.
Sumir sjómenn, sem margir
hafa mjög háar tekjur, telja það ekki
svara kostnaði að stunda sjómennsku,
því útsvörin séu svo há, að þeir beri
ekki meira úr býtum en landmenn, og
telja að þeir útsvarsgreiðendur, sem
hafa kringum kr. 15.000,00 árstekjur
séu hvað best settir. Hér er fullsterk
til orða tekið, og skal þetta skýrt nokk-
uð. Giftur maður með eitt barn og kr.
30.000,00 árstekiur greiðir þessi op-
inberu gjöld: Útsvar kr. 3.825,00,
tekjuskatt kr. 2.934.80, lífeyrissjóðs-
gjald kr. 326.00 eða samtals kr.
7.085,80. Giftur maður með eitt barn
og kr. 15.000,00 árstekjur greiðir þessi
opinberu gjöld: Útsvar kr. 1.225,00,
tekjuskatt kr. 569,60 og lífeyrissjóðs-
gjald kr. 176,00, eða samtals kr.
1.976,00. Þegar menn þessir hafa
greitt öll opinber gjöld hefir hinn fyrr
nefndi eftir kr. 22.914,20 en hinn kr.
13.024,00. Mismunurinn er greinileg-
ur.
>
III.
Hér að framan hefir verið gerð stutt
grein fyrir útsvarsálagningunni í ár.
Margir bæjarbúar hafa sagt mér að
þeir væru ánægðir með stefnu bæjar-
stjórnarinnar í þessu efni, og talið
rétt að leggja svo há útsvör á, sem
gert hefir verið. Þessir menn minnast
þeirra ára, þegar hagur bæjarbúa og
Hiiiiimiimiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir
I AKRANES |
E ÚTGEPENDUR: Nokkrir Akurnesingar. =
= RITNEFND: Arnljótur Guðmundsson. =
Ól. B. Björnsson.
| Ragnar Ásgeirsson.
= GJALDKERI: Óðinn Geirdal.
| APGREIÐSLUMAÐUR: Jón Ámason. 5
| Blaðið kemur út 10 sinnum á ári. |
| Áskriftargjald: 8 kr. árgangurinn. |
feafoldarprcntsmiðja h.f. =
5 . 5
•iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii:iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin
•
bæjarins var hvað verstur, þegar ekki
var hægt að fá greidd svo há útsvör, að
tekjur bæjarins hrykkju fyrir brýn-
ustu nauðsynjum, og miklar skuldir
söfnuðust, án þess þó að hægt væri
að koma í framkvæmd þeim nauð-
synjamálum bæjarins, sem enga bið
þoldu. Þeir sjá að nauðsynlegt er að
koma hag bæjarins í gott horf, 1 fjví
góðæri, sem nú er, og búa með því
bæjarfélagið sem bezt undir erfið ár.
Þetta er einkum hægt að gera á þann
hátt, sem hér greinir: .
1. að borga skuldir bæjarfélagsins
svo sem skuldir bæjarsjóðs og skuld-
ir hafnarsjóðs.
2. að hrinda í framkvæmd nauð-
synjamálum bæjarins og það á þann
hátt að engar eða litlar skuldir hvíli
á þeim.
3. að mynda varasjóð. jöfnunar-
sjóð, sem grípa megi til þegar versn-
ar í ári.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hef
ir sýnt að hún mun fara þær tvær
leiðir, sem fyrst greinir, og allir flokk-
ar innan bæjarstjórnarinnar hafa tjáð
sig fylgjandi þriðju lciðinni, með því
að þeir hafa heitið stuðningi sínum
frumvarpi um framfarasjóð Akraness.
I grein minni um fjárhagsáætlun-
ina, sem fyrr er drepið á, var getið
um það, sem gert verður, að því er
snertir fyrsta og annan liðinn. Um
Framfarasjóðinn vil ég segja þetta:
Framfarasjóðurinn er samkvæmt
eðli sínu varasjóður bæjarins. Ef bær-
inn þarf að leggja fé til hafnargerð-
ar, vatnsaflsvirkjunar, land- eða jarða
kaupa, jarðræktar, vegagerðar o.
f 1., getur bærinn tekið lán úr sjóðnum
í því augnamiði. Þetta notfærir bær-
inn sér sérstaklega þegar ekki er unnt
að leggja á nægileg útsvör, til þess
að standa undir slíkum framkvæmd-
um. Á þennan hátt er hægt að draga
úr útsvarsálagningunni á erfiðum tím-
um, án þess þó að draga um of úr
verklegum framkvæmdum. Sjóðurinn
getur styrkt menn til bátabygginga,
ef bæjarstjórnin telur það heppileg-
ustu leiðina til þess að bæta fjárhag
bæjarbúa og þar með fjárhag bæjar-
ins. I þessu sambandi á bað ekki við,
að eins dauði sé annars brauð, heldur
er eins líf annars brauð.
Af sömu ástæðu er sjóðnum heimilt
að lána fé til verkamannabústaða og
bæta á þann hátt kjör og afkomu bæj-
arbúa og þar með afkomu bæjarfé-
lagsins. Þetta er í stuttu máli til-
gangur sjóðsins Um fyrirkomulag hans
skal ekki rætt hér, en það er vandlega
hugsað.
a. g.