Akranes - 01.01.1943, Blaðsíða 1

Akranes - 01.01.1943, Blaðsíða 1
II. árgangur. Þeim sé pkk Þó ekki sé langt af, hefur þegar komið í ljós að æskilegt er og nauðsynlegt, að Jmenningur eigi J:ess kost að fá fræðslu um ýms mál, sem eru í framkvæmd eða bíða úrlausnar í bæjarfélagi voru. Þetta verður ekki á annan hátt betur gert en með blaði, sem fyrst og fremst vill inna þessa skyldu af hendi málefnanna vegna. Gagnsemi þess verður þó enn meiri, ef blaðið gæti að öðru leyti haft nokkurt menningarlegt gildi, beint eða óbeint. Þó ekki sé fengin mikil reynsla, hefur hún sannað, að þetta hefur að einhverju Ieyti tekist. En kaupendatala blaðsins er eðli- lega enn of Iítil til þess að öruggt sé um framtíð þess. Þáð er hvorki æskilegt né mögulegt til langframa, að lifa á bón- björgum í þessum efnum. Kaupendatalan þarf að áukast svo verulega, að blaðið geti helzt af þeim einum staðið sæmilega að vígi fjárhagslega. Enn eru ekki nema 500 kaupendur, og er alveg ljóst, að það hrekkur skammt til að standa straum af útgáfunni eins og allir hlutir eru nú orðn- ir dýrir. Menningarlegt gagn, sem vér leggjum mikið upp úr, verður heldur ekki unnið nema með miklum tilkostnaði, m. a. í mynda- og myndamótagerð. Þess vegna heitum vér á alla stuðningsmenn, að geia ítrustu tilraun um fjölgun kaupenda, svo takmarki voru með blaðinu verði sem fyrst náð, og áframhald þess verði þannig tryggt. Til merkis um að vér förum ekki villir vegar um skilning manna, og að þeir séu oss samdóma í þessum efnum, viljum vér nota tækifærið til að þakka þeim sérstak- an velvilja og ra sn. Maður nokkur úr nágranna sjóþorpi bauðst til að kaupa 10 árganga áframhaldandi. Annar maður í Reykjavík, sem nýlega yfirborgaði tvo ár- ganga, bauðst til að senda blaðmu til við- bótar 100 kr. eftir nýár, eins og hann sagði til stuðnings útgáfunni, og sem vott þess, að hann metti þetta starf og vildi að því yrði haldið áfram í sama eða svipuðu formi. Útgefendur. Akranesi, janúar 194$. 1. tölublað. Bækur og bókasöfn Bókahillan. Þær voru flestar fátæk- legar gömlu baðstofurnar, ekki sízt með- an eina skíman kom frá skjágluggum og grútarlömpum. Þar voru nálega engir hús- munir aðrir pn einfalt borð, nokkrar hill- ur hjá rúmum og rúmin sjálf, sem voru venjulega á torfbáiki. Stóll var oft enginn til. Það brást þó sjaldan, að dálítil hilla væri á gafli hjónahússins eða hjá rúmi húsbóndans. Þetta var bókahillan. Þar voru geymdar guðsorðabækur, sögur, rím- ur og meira eða minna af öðrum heimilis- bókum, ljóðmælum o. þvíl. Þótt sjaldnast væri um auðugan garð að gresja á bókahillunni, þá má segja, að hún væri einskonar undraljós í myrkrinu. Það lýsti að vísu ekki herbergin eins og rafmagnið á vorum dögum, en skein beint inn í sálir mannanna. Bækurnar voru töfragripir engu síður en útvarpið á vorum dögum. Það þurfti ekki annað en að taka Heimskringlu ofan úr hillunni, þá kom sjálfur Snorri Sturlu- son og sagði fólkinu sögur frá löngu liðn- um öldum. Þá kunnu þeir líka að segja skemmtilegar sögur, mennirnir, sem skrif- ‘ uðu íslendingasögur, ef einhver þeirra varð fyrir valinu! Stundum sýndi Hall- grímur Pétursson rímsnilld sína, stundum kvað Sigurður Breiðfjörð rímur fyrir fólk- ið, og síðan bættust margir aðrir við. Það var einhver töfrakraftur, sem streymdi frá bókunum og olli því, að fá- tæklegu híbýlin ómuðu af sagnalestri kveðskap og sálmasöng áður en gengið var til hvíldar. Þá kom það venjulega fljótt í Ijós, að börnin voru misjafnlega hneigð fyrir bæk- ur, sum sólgin í þær, önnur frábitin þeim, og var þetta oftast ágæt leiðbeining um það* hvort hæfileikar barnsins stefndu í verklega eða bóklega átt. Það voru þá sérstaklega bókhneigðustu sveitabörnin, sem voru send í skóla, og lengi þóttu þau skara fram úr öðrum nemendum. Bækurnar gáfu þá lejðbeiningu um, hvert stefna skylci í Iífinu. LestrarfélÖg. Þótt smábókasöfn á heimilum manna standi enn í fullu gildi, þá lá það í augum uppi, að lestrarfélög gátu aukið bókakostinn stórum og sparað fé. Ef'100 menn stofnuðu lestrarfélag, getur hver fengið 100 bækur, til þess að moða úr, fyrir eitt bókarverð. Lestrarfélög munu ekki hafa verið stofnuð hér á landi fyrr en um miðja 19. öld. Flateyingar og Svínavatns- og Ból- staðarhlíðarhreppur riðu hér á yaðið og bæði félögin tóku þá stefnu að selja ekki bækurnar, heldur safna þeim. Flateyjar- félagið byggði jafnvel sérstakt bókasafns- hús, sem stendur enn með öllum gömlu bókunum. Síðan hafa lestrarfélög verið stofnuð víðsvegar um land, en hvað mest- um þroska munu þau hafa náð í Suður- Þingeyjarsýslu og eiga sum þeirra allálit- leg bókasöfn. I Reykjavík hefur „Lestrar- félag kvenna“ þrifist vel. Aðallega munu það hafa verið skáldrit og skemmtibækur, sem félögin hafa keypt, en slíkar bækur eru einnig mikils virði, ef þær eru sæmi- lega valdar og ólíkt hollara að lesa góða skemmtibók eftir dagsins erfiði en slæp- ingur einn eða drykkjuskapur. Bókasöfn og lestrarsalir eru bezta og fullkomnasta skipulagið til þess að full- nægja Iestrar- og fróðleiksþörf manna, en þau henta bezt í bæjum og fjölmennum þerpum. Það má meira að segja marka menningu bæjarins á bókasafninu. Þar á ekki eingöngu að vera nægur kostur val- inna skemmtibóka, heldur einnig góðra handbóka fyrir þá, sem vilja fræðast um eitthvað sérstakt, og auk þess býðst þeim, sem það kjósa, að dvelja í góðu næði í vistlegum, hlýjum sal, við lesturinn. Þá er og oftast unnt að afla sér ýmsra fræði- bóka í ýmsum sérgreinum, iðnaði o. fl. sem kunna að vera reknar í bænum. Húsa- smiðurinn á að geta fengið góðar bækur um húsasmíði, gullsmiðurinn um gullsmíði, sjómennirnir um sjómennsku og fiskiveið- ar o. s. frv. Slíkt bókvit má oft láta bein- línis í askana. Þess eru dæmi, að iðnaðar- menn hafi fundið leiðbeiningar í einni góðri bók, sem komu þeim að mesta gagni alla æfi. Á síðustu árunum hafa margir óttast, að menning Norðurálfunnar myndi farast í styrjaldarrótinu. Það er engin hætta á því. 011 þekking manna geymist í fjölda bókasafna víðsvegar um heim, og meðan þau eru ekki brennd til ösku, er henni engin hætta búin. G. H. Hin fyrsta mennta- og menningarstöð á Akranesi var bókasafn það, sem komið var á fót fyrir 78 árum síðan, árið 1864. Þetta þarflega menningarspor var vafa- laust stigið fyrir skilning og ötula for- göngu Hallgríms Jónssonar, sem mótsett

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.