Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar. Illugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hva^veist þú um gmku %> goðin ' 1 Ilverjir voru foreldrar Seifs? 2 Hvað hét kona hans og alsystir? 3 Hvað hét sonur þeirra? 4 Hvert var verndargoð Aþenuborgar? 5 Hvað hét tvíburasystir Apollon? Svör neðst á síðunni Örnefni mánaðarins Hlutverk örnefnastofn- una íslands er að safria ör- nefrium ff á öllum tímum þjóðarsögunnar, skrá þau og Vefsíðan ornefni.is varðveita. Henni ber einnig að stuðla að fræðastörfum á svið ömefnafræða með út- gáfu, leggja rækt við sam- starf og samráð við aðrar stofnanir og einstaklinga, taka þátt í fjölþjóðlegu sam- starfi. Á heimasíðu Örnefna- stofnunar má kynna sér ým- islegt um stofhunina, nafn- ffæði, söfnun og glöggva sig á helstu aðferðum við ör- nefnaskráningu. Einnig er hægt að glugga í veffitið Nefni, átta sig á manna- nöfnum í Vestmannaeyjum og fræðast um örnefni mán- aðarins. Bjargvætturin Samsetta orðið bjargvættur getur reynst mönnum þungt ískauti. Merking þess vefst þó ekki fyrir; fyrri hlutinn merkir að.frelsa eða forða en sá seinni eryfír- náttúrleg vera. Kyn orðsins er hins vegar á nokkru reiki á vorum dögum. Elsta gerð orðsins vættur er kvk. og beygist eins og Auður. En á síðari öldum hefur kk. verið að seilast til áhrifa yfir orð- inu, sumir beygja yfírnátt- úrlega veruna eins og oröið hestur. Kynin eru sem sagt að takast á um vætti og svo viröistsem kk. hafí betur, einkum ísamsettum orðum eins og bjargvættur og óvættur. Nemandi sem skrifar „Bjargvætturin kom hlaupandi" í staf- setningaræfingu færekki athuga- semd en sá sem skrifar „Bjarvætturinn kom hlaup- andi“fengi hugsanlega at- hugasemd en ekki endilega villu fyrir. Enda segir í nú- tíma orðabókum að vættur sé kvk. no., sfðan fylgir (stundum kk.). Málið 1. Krónos og Rhea. 1 Hera. 3. Hefæstos. 4. Pallas-Aþena. 5. Artemis. Yfirstéttin sleppur kattur af vinnutekjum venjulegs fólks er fjörfalt hærri en skattur af fjár- magnstekjum yfirstéttarinnar. Hún borgar 10% af tekjum sínum, en almenning- m rúmlega 40%. Yfirstéttin kemst upp með þetta, af því að fjármagn er hreyfanlegra en vinnuafl og getm flotið milli landa efdr hentugleikum. Skúringakonan getm ekki flutt vinnu sína til útlanda, ef henni finnst of mikið að borga 40% skatt. Stórforstjórinn getm hins vegar flutt fjármagn sitt tíl útlanda, ef þar bjóðast betri skattakjör en hér á landi. í hnattvædd- um heimi nútímans er hann nokkrar sekúndm að koma fénu í betri höfn. Þótt stjómvöld hefðu eins mikið dálæti á skúringakonunni og þau hafa á stórfor- stjóranum, gætu þau ekki eytt mismuninum á skattlagningu fjármagns og vinnu. Þau gætu dregið úr honum, en verða jafnframt því að fylgjast með stöðu og framvindu skattamála í öðrum löndum, einkum þeim, sem næst standa. Ifnattvæðing fjármála veldm því, að smá- ríki getm ekki eitt og sér jafnað skattpró- sentuna. Það verðm að sigla svipaðan sjó og önnm ríki. Ef það vill auka skattinn, er bezta ráðið að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um sameiginlega stefnu margra rfkja í skattamálum, einkum í Evrópusam- bandinu. Spumingin er því ekki, hvort ríkisstjóm fslands vill koma á jafnvægi í skattheimtu fjármagns og vinnu, heldm hvort Evrópu- sambandið fæst til þess. Á því em tormerki, því að sum ríki, einkum Bretland, em alger- lega andvíg forræði Evrópusambandsins í skattamálum eins og ýmsum öðrum málum. Ef Evrópusambandið getm komið á jafn- rétti í skattamálum, getm það um leið notað risavaxna stærð sína til að þvinga skatta- paradísir til að makka rétt, svo að fjármagn- ið flýi ekki til eyríkja í Karabíska hafinu. Evropusambandið er orðið stærsta efna- hagsveldi heims og getm ráðið við þetta. Ef hér á landi kemst tfl valda ríkisstjóm, sem hefm sama áhuga á skúringakonunni og stórforstjóranum, er hægt að minnka misræmið. Skattar álaunum em tiltölulega háir hér á landi miðað við Evrópusamband- ið og skattar á fjármagni em langtum lægri hér á landi en í mörgum nálægum Evrópu- löndum. En tilraunir til algers réttlætis koma ekki að gagni, nema tryggt sé, að hliðarverkanir á marka. f hnattvæddum heimi vinnst réttlæti ekki á vettvangi Alþingis eða rfldsstjómar fslands, heldm á samevrópskum vettvangi fjöldans, íEvrópusambandinu. Sjálfsagt er að styðja stjómmálaöfl til að minnka bilið í skatti almennings og yflr- stéttar. En full jafnstaða og fullt réttlæti næst aðeins með baráttu innan Evrópu- sambandsins. Jónas Kristjánsson í stríð með fílnum ( NVRRI KVIKMYND bandaríska uppreisnarmannsins Michaels Moore, Fahrenheit 9/11, er ísland stutdega haft að háði og spotti fyrir stuðning sinn við Íraksstríðið. í myndinni er íslandi skipað í flokk með Kyrrahafseyjunni Palá, þar sem 19 þúsund manns búa og engir her- menn, og Mið-Ameríkulandinu Kosta Ríka. Talin em upp þrjú her- laus en viljug ríki sem studdu íraks- stríðið á meðan sýnd em myndskeið af þjóðernismiðuðum skopmynd- um, þar á meðal hópi hlægilegra vík- inga. Myndin er frumsýnd í dag og ef sigurganga hennar um heiminn rennur ekki í sandinn hér má gera ráð fýrir að íslendingar flykkist á heimildarmynd næstu dagana, aldrei þessu vant. VIÐ ÍSLENDINGAR höfum alla tíð fylgst vel með því hvernig aðrar þjóðir sjá okkur og margir hverjir hafa roðnað eins og smástúlkur við spurninguna: „Ertu virkilega íslend- ingur?" Fréttastofur hér á landi greina frá því ef minnst er á landið í erlendum fréttamiðlum og okkur finnst það stórfrétt ef Good Morning America sjónvarpar frá landinu. Það er frétt að ísland sé frétt. Eitt helsta einkenni okkar erlendis er sjálf- hverfa, athyglisþörf og sjálfsupp- hafning. Þess vegna má það teljast áfall að sýndar séu skopmyndir af íslendingum um allan heim og gert h'tið úr okkur. STUÐNINGUR 0KKAR herlausu og friðsömu þjóðar við blóðugt innrás- arstríð er grátbroslegur. Okkur á DV finnst þetta örlítið eins og að fíllinn kalli á músina í árás á kameldýrið. En hvað rekur músina til að gefa út stríðsyfirlýsingu úr holunni sinni? Moore hefur áður bent á þann sturl- aða ótta sem knýr Bandaríkjamenn á vettvangi hins opinbera og í einka- lífinu til þess að vígbúast gegn mögulegri ógn. Óttinn er óseðjandi hungur eftir valdi, sem er innlimað í bandaríska menningu og er rétt- læting fyrir fyrirbyggjandi árásir. HIÐ ILLA ER ÞARNA úti og ætlar að meiða okkur og hættan er orðin svo Með og á móti Moore Michael Moore er án efa einn umdeildasti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna fyrr og síðar. Á netinu er að finna skemmtilegar síður sem segjast fletta ofan af Moore. Ein slík er á veffanginu moorewatch.com og þar er í nýjustu færslunni sagt frá því að myndin Farenheit 9/11 megi í raun ekki keppa um óskarinn í ár. Er þetta án efa vandaðasta síðan sem beinh'nis er miðuð gegn Moore. Sjálfur held- ur hann úti öflugri heimasíðu á slóðinni michaelmoore.com og þar er nýjasta fréttin sú að búið er að banna myndina í Kúveit. Moore segir það þá hafa greini- lega verið þess virði að „frelsa" Kúveita. En áhugaverð- asta síðan er, að mati okkar hér á DV, michaelmoore- hatesamerica.com. Þar er verið að kynna heimildarmynd um Moore og eltinga- leik ungs kvikmynda- gerðarmanns við gúrú- inn. Ef íslendingar fá dellu fyrir heimildar- myndum er kannski von að við fáum þessa mynd líka í kvikmyndahús. Fyrst og fremst mikil að réttast er orðið að vera fyrri til. Slíkur er málflutningurinn. Ef einhver á kannski gjöreyðingavopn er rétt að gera árás á hann áður en hann getur mögulega valdið skaða. Hér er vert að minnast á sögu af manninum sem frétti að nágranni hans hefði keypt sér haglabyssu. í nagandi ótta sínum ákvað hann að sparka upp hurðinni hjá nágrann- anum og skjóta hann áður en hann næði að valda honum sjálfum skaða. Lfldega gerðist þetta þó aldrei svona, enda ekkert vit í slíku framferði. VIÐ ERUM A VALDIÓTTANS. Við hér á DV trúum því reyndar ekki að hið illa sé á eftir okkur og að heimurinn skiptist einfaldlega á milli vondra og góðra, eða illra og góðra. ísland hef- ur hins vegar viðurkennt ótta sinn við að fjarlæg ríki geri árás og þess vegna er ljóst að eitthvað þarf að gera. En hvað getum við gert, þessi litla þjóð sem einhver gæti einhvern tímann vilja ráðast á? Sú „ógn" sem við höfum raungert með nýtilkomn- um áhyggjum okkar af heimsástand- inu er okkur ofviða og líklega gætum við ekki varist henni án hjálpar. í ótta okkar krjúpum við og áköllum bjarg- vætt okkar, með einum eða öðrum hætti. Bandaríkin frelsi oss frá illu. Hlægiði bara að okkur. ^licW Hafcs Amertc*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.