Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST2004 3 =0" RESTRICTED AREfl W NO ADMIHANCE _ PORT OF HEYKJAtflK “jarni á höfninni Tóksig óneitanlega veiút í búningnum sem hann kieeðisti vinnunni. Skyndimyndin Bjami Þór Arnason sat í skúr niður á bryggju og vaktaði sægræna girðingu sem nýlega hafði verið komið upp. „Ég er að vakta þetta skip hérna,“ sagði Bjarni og benti á risastórt skemmtiferðaskip. „Þetta er tilkomið vegna þessara nýju laga sem voru sett 1. júlí. Þetta er svona í flestum höfnum út um ailan heim.“ Bjarni segir þessi lög um lokun hafna meðal annars vera vegna atburðanna 11. september. „Ég er bæði að vakta skemmtiferðaskip og líka komskip og fleira í þeim dúr,“ sagði Bjami rétt eftir að hann hafði ýtt á pásu á Simpson-þætti sem hann var önnum kafinn við að horfa á. Bjarni er á vakt ásamt einum öðmm og sér hann allt sem gerist við höfnina úr skúrnum góða en fer þó stundum í eftir- litsferðir meðfram girðingunni. „Þessi hlið eiga nú að vera miklu hærri en það er svona verið að móta þetta ennþá. Það em svo eldgömul lög í gangi varðandi hafnir þannig að það tekur smá ú'ma fyrir fólk að venjast þessu," sagði Bjarni, sem aðaUega er að fylgjast með því hvort allir séu ekki með skír- teini sem fara um borð í skipin. Félagi okkar í skúmum kvaddi okkur í rokinu og tók sig óneitanlega vel út í hvítri skyrtu með bindi. Spurning dagsins Hver er uppáhalds líkamshlutinn þinn? Tærnarámér eru vellyktandi „Ætli það séu ekki tærnar vegna þess að það er svolítil táfýla afmér. Þetta er mjög vel lyktandi svæði hjá mér. Svo fer ég að sjálfsögðu í fótabað til þess að láta tánum á mér líða vel." Birgir Örn Birgisson markaðsstjóri „Ég veit það nú ekki alveg.Ætli ég segi ekki bara andlitið á mér. Ég er frek- ar ánægð með andlitið á mér og það segir lang mest um manneskjuna." Björg María Oddsdóttir nemandi „Ég segi rass- inn. Hann er mjög flottur en allur vöxturinn skiptir samt máli en þó aðallega rass- inn á mér. Eva Helgadóttir, starfsmað- ur Bónuss „Það eru augun vegna þess að þaðersvo margthægtað sjá I gegnum augun. Það má segja að augunséu spegill sálar- innar." Rakel Ýr Káradóttir, starfsmaður Subway „Bíddu nú við, ég held nú bara mest upp á andlitið og finnst það lang huggulegast og er mjög ánægður með það. Allur vöxturinn hefur sitt að segja en þó aðallega andlitið." Carl Bergmann úrsmiður Sumir eru sífellt að hugsa um útlitið og vilja vera sáttir í sínum líkama. Flestir halda mest upp á einhvern ákveðinn líkamshluta sem þeir reyna að flagga við hvert tækifæri. Fór í frí og fann pensilíniö Skoski sýklafræðingurinn Alex- ander Flemming stundaði rann- sóknir á sjúkrahúsi heilagrar Maríu í Lundúnum. Hann var sendur ásamt samstarfsmönnum til vígvallanna í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni og þeir reyndu að lækna sýkingar í sámm breskra hermanna. Það var strembið í þá daga og lést fjöldi her- manna af sárum sínum. Að stríðinu loknu hélt Flemming til starfa á sjúkrahúsinu í Lundúnum. Nokkrum árum seinna uppgötvaði hann bakteríueyðandi ensím í munnvatni, tárum og eggjahvítu en það var ekki nógu sterkt til að vinna á hættulegstu smitgerlunum svo hann missú áhugann. í september 1928 var Flemming að rannsaka inn- flúensuveiru á stofu sinni, en þá var komið að sumarleyfi sýklafræðings- ins. Flemming gekk nokkuð ffjáls- lega um rannsóknarstofu sína og var ekkert að taka til eða ganga frá fyrir fríið. Þegar hann sneri aftur, tveimur vikum síðar, sá hann að hann hafði skilið efúr ræktunardisk með sýkl- um á borðinu. Hann sá að mygla hafði myndast á diskinum og hún hafði drepið sýklana umhverfis. Flemming rannsakaði því mygluna og komst að því að hún var af penicillium-fjölskyldunni og hét peniciilium notatum. Ekki varð uppi fótur og fit meðal sýklafræðinga þegar Flemming greindi ffá niður- stöðum sínum en efnafræðingar hófu að rannsaka myglu þessa nán- ar. í seinni heimsstyrjöldinni var hún þróuð á form sýklalyfs og síðan hófst fjöldaframleiðsla á lyfinu. Flemming varð Sir Alexander Flemming árið 1944 fyrir þetta fram- lag sitt til lyfjafræðinnar og hann starfaði á sjúkrahúsi heilagrar Maríu í Lundúnum til dauðadags, 11. mars 1955. Alexander Flemming fæddist á Skotlandi 6. ágúst 1881. ÉG HRÓSA HÁRRI RÖDDU, ÉGÁSAKA LÁGRI RÖDDU. KATRfN MIKLA, KEISARAYNJA AF RÚSSLANDI. 1729-1796. Þau eru hjón Þróunarstjórinn & rítstjórmn niölafrumvarp Daviðsuddssonar hefur margv Y Fjölmiðlafrumvarp Daviðsuddssonar hefur margvísieg áhrif. Meðai annars eru þar í andstæðum fylkingum feðgarnir Hjáimar Árna- son, þingmaður Framsóknarfiokksins, og blaðamaðurinn Kristján Hjálm- arsson hjá Fréttablaöinu sem er i eigu Norðurljósa. Móðir Kristjáns er fyrr- verandi kona Hjálmars, Bergljót Kristjánsdóttir. Hjálmar var spurður hvort honum þætti hann vera að svíkja son sinn meðþviað styðja frumvarp sem beindistgegn vinnustað hans. Hann svaraði aöeins:„Mér finnstþað bæði lágkúrulegt og ómálefnalegt að blanda fjöl- skyldu manns inn I pólitisk deilumál." Skemmst er þó að minnast þess að Davið sagði ÓlafRagnar Grimsson „vanhæfan“ til að gera annað en skrifa orðalaust upp á fjölmiðlafrumvarp- ið vegna þess m.a. að dóttir hans ynni hjá Baugi, einum eigenda Norðurljósa. aawid aö Suðurlandsbraut 8 (viö hliðina á Fálkahúsinu) Föstudaginn 6. ágúst til sunnudagsins 15. ágúst. Opið frá kl.10-19 alla daga vikunnar Hundruðir titla af tónlistar DVD á betra verði Urí: fy jgee?* MOVIES*MUSIC aa? .strswjfia,: * | V® Þúsundir titla af geisladiskum á góðu verði Íá lincii; f \\ lll i I \KKH m VERIÐ VELKOMIN OQ QERIÐ GOÐ KAUP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.