Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Page 5
íslandsmótið í holukeppni í boði Nevada Bob og Callaway í dag hefst íslandsmótið í holukeppni á Grafarholtsvelli. 80 stigahæstu kylfingar landsins munu kljást um Islandsmeistaratitilinn fram á sunnudag. Holukeppni er eitt skemmtilegasta leikform sem völ er á, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Spennan hefst strax á fyrsta degi og magnast með hverri umferð og nær hámarki í úrslitaleikjum á sunnudag. Við hjá Nevada Bob hvetjum áhugafólk um golf að fjölmenna í Grafarholtið um helgina og fylgjast með okkar bestu kylfingum spila sitt besta golf á frábærum velli. GOLFLEIKNI NEVADA BOB OG CALLAWAY Við bjóðum almenningi að koma upp í Grafarholt laugardaginn 7.ágúst milli kl. 11 og 14 og taka þátt í golfleikni Nevada Bob og Callaway. Golfleiknin er bæði fyrir byrjendur og lengra komna og fellst í því að slá með driver í Básum, vippa bolta inn á flöt og pútta mislöng pútt. Við verðum með kylfur og púttera frá Callaway á staðnum. Ókeypis þátttaka og teiggjöf fyrir alla. Þeir sem standa sig vel í golfleikni fara í pott þar sem dregnir verða út fjölmargir glæsilegir vinningar, s.s flugmiðar með lcelandair, platínum kort í Básum, vallarkort í Grafarholti og á Korpunni og gjafakort í Nevada Bob. Drögum út flugmiða fyrir tvo til London með lcelandair úr nöfnum allra þátttakanda. Þeir sem taka þátt í golfleikni fara síðan upp í golfskála og skila inn “skorkortinu” og fá kaffi og kleinu í boði Nevada Bob og Callaway. 80L7VIISL0N mmm i®i Húsgagnahöllinni www.nevadabob.is • Sími: 577 2525 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.