Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST2004
Fréttir TSV
Skjáreinn
vill styrk
Stjómendur Skjás eins
hafa sett sig í samband viö
nokkur sveitarfélög sem
ekki njóta útsendinga
stöðvarinnar og boðist til
að setja upp senda gegn
því að heimamenn greiði
helming kosmaðar. Fram
kemur á vefrium vikari.is
að Bolvíkingar safni nú fé
til að setja upp endur-
varpa. Hiutur heima-
manna yrði 900 þúsund
krónur. Skjár einn hefur
áöur leitað til almennings
um fjárstuðning en það
var í tíð Áma Þórs Vigfús-
sonar og Kfistjáns Ra
Kristjánssonar.
Tíolíið fer
Tívolíið sem staðið hef-
ur á bílastæðinu við Smára-
lind síðustu vikur er á
fömm. Lokadagur
tívolísins verður á
sunnudaginn, en það
er opið frá 13 til 23.
Verður ísland þá aftur
tívolílaust. Auk þessa em
útsölulok í verslunum
Smáralindar.
Bíða Batmans
íbúar nærri Öræfasveit
við Svínafellsjökul bíða þess
í ofvæni að kvikmyndin
Batman Begins verði frum-
sýnd næsta sumar, en hún
var tekin upp í sveitinni að
hluta. Nýlega var kynning-
armyndband um myndina
sýnt, en þar má sjá leik-
myndina við jökulinn sem
haldið var leyndri fyrir aug-
um forvitinna. Hornfirðing-
ar vísa inn á myndbandið á
heimasíðunni horn.is.
Ætlar þú í
berjamó?
Björgvin G. Sigurðsson
alþingismaöur
„Já, það eru allar llkur á því að
ég fari I þerjamó í haust, þvl
það eru gjöful berjalönd allt I
kringum mlnar heimaslóðir.
Aldrei að vita nema maður
fariog tíninokkrar dollur
Hann segir / Hún segir
„Já, ég ætla I berjamó á Þing-
völlum I haust eins og ég hef
gert áður. Ég hefvoða gaman
afþví, þegar ég heftök á því.
Berin fara bæði I munninn og
ílát, en ég er nú ekki aö sulta
eðasafta."
Tíu loftbyssur voru teknar af drengjum í 4. flokki knattspyrnudeildar Fjölnis þegar
hópurinn kom heim úr knattspyrnuferð til Glasgow í fyrrakvöld. Fararstjóri hóps-
ins fór fram á að leitað yrði í öllum farangri strákanna sem eru 14 ára og urðu að
vonum vonsviknir þegar þeir misstu nýfengin vopn sín.
Knattspyrnuferöin
endaði með rassíu í
Leifsstöð
„Allur farangur drengjanna var gegnumlýstur
og þá kom þetta í Ijós. Hins vegar skil ég ekki
hvernig þetta slapp i gegnum vopnaleitina á
flugvellinum íGlasgow."
Heimsfrægur kokkur í heimsókn
Hitnar í kolunum í Heimdalli
enda eða þeim eytt. Algengast sé að
varningi sem þessum sé eytt enda
kveða lög og reglur svo á um að inn-
flutningur sé bannaður með þessum
hætti.
Vonsviknir
Að vonum urðu drengirnir í
Fjölni vonsviknir þegar þeir sáu
hverja byssuna á fætur annarri
hverfa úr farangrinum og yfir borðið
til tollvarðanna:
„Auðvitað voru þetta mikii von-
brigði og settu strik í annars vel-
heppnaða ferð,“ segir Bryngeir
Torfason, þjálfari strákanna sem var
með í ferðinni. „Allur farangur
drengjanna var gegnumlýstur og þá
kom þetta í ljós. Hins vegar skil ég
ekki hvernig þetta slapp í gegnum
vopnaleitina á flugvellinum í Glas-
gow,“ segir Bryngeir.
Aðalfararstjóri í knattspyrnuferð
drengjanna í Fjölni var Kristján Jó-
hannesson og það var hann sem
óskaði eftir því að leitað yrði í far-
angri drengjanna: „Ég bar ábyrgð á
hópnum og vildi að allt væri á
hreinu áður en ég sleppti höndum af
hópnum," segir hann.
Sem fyrr greinir hafa tollverðir í
Keflavík í auknum mæli orðið varir
við loftbyssur í farangri drengja sem
koma heim úr sumarleyfum og hafa
vart tölu á þeim byssum sem teknar
hafa verið af farþegum. Hér er ekki
um venjulega loftriffla að ræða held-
ur nýja gerð í skammbyssuformi
sem lýtur sömu lögmálum gagnvart
lofti og hefðbundnir loftrifflar.
Velheppnuð knattspymuferð 4. flokks Fjölnis í Grafarvogi til
Glasgow endaði í uppnámi þegar drengirnir komu til landsins í
fyrrakvöld. f fórum þeirra fundust ekki færri en tíu loftbyssur
sem stranglega er bannað að flytja til landsins og voru þær gerð-
ar upptækar.
Er fararstjórum og drengjunum
sjálfum huhn ráðgáta hvernig hægt
var að komast með vopnin í gegnum
flugstöðina í Glasgow þar sem smá-
vægilegustu hlutir eru teknir af far-
þegum áður en þeir fara í loftið.
Drengirnir sem hér um ræðir eru 14
ára gamlir.
Byssuæði
"Þetta er búið að vera hálfgert
æði hjá strákum og sérstaklega þeim
sem koma frá Spáni," segir Björg
Valtýsdóttir, deildarstjóri hjá Toll-
gæslunni á Keflavíkurflugvelli.
„Strákar eru og verða alltaf strákar
en það er eins og þegar einn ákveð-
ur að kaupa svona hlut þá fylgja hin-
ir á eftir," segir Björg en félagar
hennar í tollgæslunni gerðu tíu
byssur upptækar af þessu tilefni.
Björg segir að byssurnar verði af-
hentar sýslumanninum á Keflavík-
urflugvelli sem sfðan taki ákvörðun
um hvort þeim verði skilað til eig-
Höfuðstöðvar Fjölnis í Graf-
arvogi Skuggi byssumálsins
hvíliryfir annars velheppnaðri
ferð 14 ára drengja.
Jamie Oliver eldar
hreindýr á Vatnajökli
Matreiðslumeistarinn, sjónvarps-
kokkurinn, rithöfúndurinn og fjöl-
miðlastjaman Jamie Oliver kom hing-
að til lands í fyrradag ásamt kvik-
myndatökuliði. Erindið er að taka upp
einn af matreiðsluþáttum hans sem
njóta mikilla vinsælda í
Bretlandi og reyndar víða um
heim. Jamie Oliver fékk eig-
endur veitingastaðarins La
Primavera sér til aðstoðar og
fóru þeir Leifúr Kolbeinsson og
ívar Bragason með „nakta
kokkinn" upp á Vatoajökul í
gær. Honum mun ekki hafa
orðið kalt.
Samkvæmt heimildum
DV eldaði Jamie Oliver hreindýrakjöt
á Vatoajökli og mun það vera í fyrsta
sinn sem breskur kokkur eldar hrein-
dýr á jöklinum. íslendingar munu
hafa gert það áður. Þeir félagar komu
niður af jöklinum síðdegis í gær og
þegar síðast fréttist hafði bæði ferðin
og matseldin gengið að óskum. Var
Jamie Oliver mjög hrifinn af hrein-
dýrakjötinu og ekki síður jöklinum
sjálfitm. Þáttur Jamies Oliver sem
tekinn var upp á Vatoajökli í gær
verður svo sýndur í bresku sjón-
varpi innan tíðar. Vinsældir
nakta kokksins teygja sig langt út
fyrir Bretíandseyjar.
Uppi voru raddir
um að Jamie Oliver
kæmi til með að
elda fyrir gesti veit-
ingastaðarins La
Primavera í Hafiiarstræti en allt var
það á misskilningi byggt.
Jamie Oliver Með upptökulið,
hreindýraskrokk og eigendum La
Primavera á Vatnajökli.
Sigurður Kári að baki
„girl power"
Mikil ólga er innan Heimdallar, fé-
lags ungra sjálfstæðismanna í Reykja-
vík, fyrir væntanlegar kosningar í félag-
inu. Helga Ámadóttir er í framboði og
gegn henni er Bolli Thoroddsen sem
bauð sig ffam í fyrra en dró sig þá til
baka eftir að þáverandi stjóm neitaði
að samþykkja inngöngu nýrra félags-
manna á vegum fylkingar Bolia. Á
þeim tíma var Helga varaformaður.
„Sigurður Kári Kristjánsson er maður-
inn á bak við framboð Helgu vil ég
meina," segir Bolli, en Sigurður Kári er
fyrrum formaður Heimdallar og nú-
verandi þingmaður. „Þeir studdu hina
L í fyrra og áttu stóran þátt í að
Bolli Thoroddsen Óttastað
svindlað verði á framboði hans
aftur en hann dró sig til baka í
fyrra eftir ieiðindi innan félags-
íV |
þrýsta á Magnús Þór Gylfason, þáver-
andi formann, að hafna þessum þús-
und meðlimum sem var svo hleypt inn
mánuði síðar eftir að Kjartan Gunnars-
son, framkvæmdastjóri flokksins, tók
þá á beinið," segir Bolli. „Það er búið að
vera eitthvað „girl power moment" í
gangi sem á að bola mér í burtu."
Helga neitar því að aðrir séu á bak við
framboð sitt og segist bjóða sig fram
sem einstaklingur með stuðningi góðs
fólks. „Þetta er merkileg kenning og ég
vona að það komi morgunljóst fram að
ég býð mig fram á mínum forsendum
með stuðningi góðs fólks," segir Helga.
Helga Árnadóttir Andstæð-
ingur hennar segir að Sigurður
Kári Kristjánsson þingmaður
tefli henni fram í eins konar
„girl power"-hreyfingu innan
Heimdatiar.