Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Síða 10
70 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST2004 Fréttir 0V Gunnar Helgason hefurjá- kvæð og uppbyggileg áhrifá alla í kring um sig og veður óhræddur í hvað sem er. Hann er frábær leikari og mikill karakter. Hann er mikill húmoristi og sannur vinur. Hann iítur ennþá út eins og 12 ára strákur. Gunnar Helgason er frekar óskipulagður og á það til að týna símanum sínum. Hann hefur sjúklegan veiði- áhuga og verður leiðinlegur efeitthvað kemur fyrir gler- augun hans. Þegar hann fer í fýlu fer hann í mikla fýlu. Gunni ergargandi snillingur. Hann er rómantískur þjóðern- issini, jákvæður, lífsglaður og barngóður með eindæmum. Hann hefur sterka rétt- lætiskennd og er mikill húmoristi og sannur vinur. Hann er ástríðu- fullur dellukall og mikil keppnismaður, sem hvort tveggja getur verið galli. Hann er frekar óskipulagður eins og sannur eldhugi og týniralltaf símanum þegar ég þarfnauð- synlega að ná I hann. Felix Bergsson lcikari Gunnar er frábær leikari og er þessi týpa sem getur rifið upp jákvæða, uppbyggilega stemningu við hvaða að- stæður sem er. Hann er mikill karakterog metn- aðarfullur. Tókst hið ómögulega, að gera gott og metnaðarfullt leikhús I Hafn- arfirði. Hann virðist vaða óhræddur í hvað sem er. Það gæti lika veriö galli. Svanur Snorrason íþróttafréttamaöur Gunni hefur ótrúlega jákvæð og uppbyggiieg áhrifá alla I kring- um sig, þar með talið eiginkonu sína og drengina. Þegar aðrir menn eldast og fá skalla og bumbu er Gunni alltafeins og 12 ára strákur. Gallarnir hans eru veiðiárátta og þá sjaldan sem hann fer í fýlu verður hann leið- inlegur en það er nær eingöngu þegar eitthvað kemur fyrir gler- augun hans. Björk Jakobsdóttir leik- og eiginkona Gunnar Helgason leikari erfæddur 1965 í Reykjavík. Hann er kvæntur Björk Jakobs- dóttir leikkonu og búa þau í Hafnarfirði. Hann er stúdent frá MS. Hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Islands árið 1991. Hann er einn afstofnendum Hafnarfjarðarleikhúss- ins og hefur leikið mörg aðalhlutverk þar. Hann varlengi vel einn öflugasti auka- leikari á landinu. I seinni tíð hefur hann leikstýrt þremur sýningum hjá Versló og Grease, lék aðalhlutverkið I kvikmyndinni Dansinn, hefur skrifað barnabækur og er annar af tvleykinu Gunni og Felix. Nafn í nefnd Ákveðið hefur verið að sameina Austur-Hérað, Fellahrepp og Norður-Hérað og verður kosið til nýrrar sveita- rstjórnar sam- einaðs sveitar- félags 16. október. Um 3000 íbúar verða í hinu nýja sveitafélagi. Á Egilsstöðum og í Fellabæ búa um 2000 manns. Skoðanakönnun um nafn á hið nýja sveitar- félag. Hugsanleg nöfn eru í nefnd sem mun gera tillög- ur um nafn á Hérað. Lögreglan stendur ráðþrota gagnvart brennuvargi sem gengur laus í Vesturbæn- um. Kveikt hefur verið í níu bílum á mjög afmörkuðu svæði síðan í maí á þessu ári. Vargurinn virðist kveikja i bílum sem eru ólæstir og notar pappír og grill- vökva. Lögreglan segir svona menn þurfa sálfræðiaðstoð og telur að viðkomandi sé fótgangandi við verknaðinn. Grillvökvamaöur gengur laus og brennir bíla fbúum í vesturbæ Reykjavíkur er brugðið vegna brunafárs sem geisað hefur í hverfinu að undanförnu. Kveikt hefur verið í níu ólæstum bflum síðan í maí. Talið er að sami að- ilinn sé að verki og er hann fótgangandi við verknaðinn. Vargurinn brýst ekki inn í bfl- ana heldur kveikir einungis í ólæstum bflum. Aðfaranótt miðvikudags var kveikt í fimm bflum á mjög afmörkuðu svæði. Vargurinn virðist haldinn óstjórnlegri spennufíkn og virðist vera í persónulegum krossferðum gegn ólæstum bflum. Lögreglan stendur ráð- þrota og hafa litlar sem engar vísbendingar í höndunum. Svo virðistsem brennuvargur- inn sé mjög sjúkur brjálæðing- ur sem sé í persónulegum krossferðum gegn ólæstum bíl- um. „Það má segja að við stöndum ráðþrota og höfum sáralitlar vís- bendingar," segir Benedikt Lund hjá lögreglunni í Reykjavík. Brunafárið virðist afmarkað við Vesturbæinn en ekki er vitað hvort vargurinn hafi sérstaka andúð á KR. Benedikt segir tuttugu og eitt brunamál hafa komið upp á þessu svæði undanfarið en bílarnir eru níu talsins. Óstjórnleg spennufíkn „Það er einhver óstjórnleg spennuftkn sem þessu fylgir og við- komandi þarf sárlega á sálffæði- aðstoð að halda. Ef glæpir sem þess- ir eru skoðaðir þá eru þetta ekki glæpir þar sem þú hagnast á þínu broti. Þú ert hvorki að græða eitt- hvað eins og við þjófnað eða hefna þín á einhveijum því þetta virðist al- gjörlega tilviljanakennt,“ segir Bene- dikt og hvetur fólk til þess að gefa lögreglunni vísbendingar. Bflarnir virðast allir hafa verið ólæstir og því er ekki brotist inn í þá en í öllum til- fellum er kveikt í innan frá. „Við fáum alltaf upp svona mál annað slagið og þetta stoppar ekkert fyrr en við náum íviðkomandi. Við erum al- veg vissir um að viðkomandi er fót- gangandi og hvetjum fólk til þess að hafa samband við okkur ef það hef- ur séð til manna eða drengja eftir klukkan þrjú aðfaranótt miðviku- dags," segir Benedikt. (krossferðum gegn ólæstum bílum Það má rekja þennan faraldur frá því í maí á þessu ári þegar kveikt var í tveimur bflum á Ásvallagötu. Það var flugmaður sem var á leið í vinn- una klukkan hálf sex sem varð elds- ins var og slökkviliðið mætti á stað- inn. Þá var kveikt í ólæstum Volkswagen Golf og voru viðbrögðin skjót þannig að hægt var að slökkva eldinn áður en mikið tjón varð. Sömu nótt brann Pajero jeppi til kaldra kola í sömu götu. íbúi á Ásvallagötunni var frekar áhyggju- fullur vegna þessara atburða og í aðfaranótt miðviku- Tveir bílanna sem kveikt v, af hverfinu sínu sagði engu líkara en menn væru með gullfiskaminni því ekkert hefði verið talað um þetta í margar vikur og nú væri búið að brenna heila bflasölu í Vesturbænum. Svo virðist sem brennuvargurinn sé mjög sjúkur brjálæðingur sem sé í persónulegri krossferð gegn ólæst- um bflum, fótgangandi með pappír og grillvökva. Fyrir fjórum tfl fimm vikum var kveikt í bfl við Ljósvallagötu og nótt- ina eftir á Kirkjugarðsstíg. Ibúi á Ljósvallagötu sagðist óneitanlega vera áhyggjufullur vegna faraldsins og þeirri staðreynd að vargurinn gengi laus. Morð og íkveikjur í 107 RVK Aðfaranótt miðvikudags var svo kveikt í fjórum bflum og reynt að kveikja í jDeim fimmta. Þrír bflanna stóðu við Reynimel og einn við Brá- vallagötu. Á Grenimelnum var svo reynt að brenna annan bfl sömu nótt en það mistókst. Fyrir tveimur mánuðum var kveikt í bfl Önnu Kristine við Kapla- skjólsveg 41. „Bfllinn er gjörsamlega ónýtur og allt sem í honum var. Þetta er búið að taka svo langan tíma að ég er ennþá bfllaus," segir Anna Kristine. DV birti frétt um íkveikjuna í bfl Önnu og fékk þá senda mynd sem tekin var með gsm-síma af svölum í næsta stigagangi við Önnu. „Mér finnst afskaplega sérkennflegt að fara út á svalir og taka mynd af brennandi bfl og tala hvorki við lög- reglu né slökkvflið. í amerískum bíó- myndum er brennuvargurinn aOtaf viðstaddur og fylgist með einhvers staðar og fær kikk út úr því," segir Anna. Hún segist hafa áhyggjur af því hvernig hið ágæta hverfi 107 Reykjavík er orðið og nefnir íkveikj- ur og morð í því samhengi. breki@dv.is Kveikt hefur verið í níu bílum í hverfi 107: H f maí var kveikt í Volkswagen Golfá Ásvallagötu H ímai var kveikt IMitsubishi Pajero á Ásvallagötu sömu nótt og Golfinum 153 íjúníbyrjun var kveikt i bíl önnu Kristine viö Kaplaskjólsveg HIjúllbyrjun var kveikt i bíl viö Ljósvallagötu á föstudagskvöldi H f júiibyrjun var kveikt íbíl viö Kirkjugarðsveg nóttina eftir fyrra tilfellið H Aöfaranótt miðvikudags var svo kveikt íþremur bílum við Reynimel og einum viö Brávallagötu. Reynt varaö kveikja í öðrum við Grenimei

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.