Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2004, Qupperneq 21
DV Fókus
FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST2004 2 7
„Andrúmsloftið er
að maður verði
Uppgötvuð í
geðvonskukasti
í banka
Charlize Theron var uppgötvuö þegar
hún missti stjórn á skapi sínu í m
banka. „Mamma hafði sent mig I
banka með ávísun og þegar gjaldker-
inn vildi ekki skipta henni fyrir mig varð \ .
ég brjáiuð," sagði ieikkonan. hegar hún ' ,
hafi hætt að öskra hafi maður gengiö til
hennar og rétt henni nafnspjald.
„Ég hafði ekki mikla trú á
honum en ákvað að slá til."
Á þessum tíma eyddi
Charlize miklum tfma i að
standa fyrir utan ballett-
höllina i New York og gráta.
„Ég hafði slasast áhnéog
draumar minir um að verða
ballerína ónýtir."
Brandy íhugar að
ganga í klaustur
Söngkonan Brandy segir að efhjónaband hennar og
körfuboltastjörnunnar Quentins
Richardson fari i hundana ætli hún
aldrei aftur að giftast. Brandy hef-
ur sætt mikilli gagngrýni upp á
siökastið eftir að fyrrverandi
eiginmaður hennar, Robert
Smith, iét hafa eftir sér aö
hjónaband þeirra hefði aðeins
verið til málamynda svo ímynd
söngkonunnar héldist en hún var
ófrísk þegar þau gengu I það heilaga.
„Efhjónaband okkar Quentins endist ekki ætla ég að
gerast nunna.'Parið hefur ekki ákveðið dagsetninguna
en Quentin bað hennar islöasta mánuði.
Marilyn Monroe
svaf hjá Joan
Crawford
Áður óþekktar upptökur með Marilyn Monroe
þar sem hún játar að hafa átt í lesbískum
skyndikynnum með ieikkonunni Joan Cra
hafa litið dagsins Ijós. Upptökurnar sem voru
gerðar á meðan Monroe var í meðferð sýna
einnig að leikkonan hafi ekki notið kynlffsins.
Matthew Smith sem er um þessar mundir að
skrifa bók um leikkonuna segir: „Hún lýsir kyn-
iífssambandinu f smá-
atriðum, hvernig hún
og Joan athöfnuðu sig.
Á upptökunum heyrist
Marilyn segja: „Ég
sagði henni hreint út
að mér Ifkaði ekki að
gera það með konu.
Eftir það varð hún
grimmlynd". Á upptök-
unum segir leikkonan
einnig frá þvf að eigin-
maður hennar, hafna- :
boltahetjan Joe
DiMaggio, hafi vaidið £
henni vonbrigðum í
rúminu: „Að giftast
honum voru mistök.
Hann var ekki það
áhugasamur".
Tt
'rl
„Mig grunaði að Baldvin væri
hommi þegar við kynntumst en
við töluðum ekkert um þetta,"
segir Erlingur Óttar Thoroddsen
um vin sinn Baldvin Kára Svein-
björnsson. Strákamir eru tveir af
þremur umsjónarmönnum
Hjartsláttar sem er sýndur á Skjá
einum en, eins og kom fram í
Fréttablaðinu í gær, eru allir sem
koma að gerð þáttarins samkyn-
hneigðir, fyrir utan Dagbjörtu
vinkonu strákanna. Baldvin Kári
kom út úr skápnum fyrir um
þremur árum en Erlingur ári
seinna. „Eflaust hefur það hjálp-
að til að fylgjast með reynslu
Baldvins. Manni var alltaf ýtt að-
eins lengra í hvert skipti þegar
einhver annar kom út.“
Strákamir ætla að taka virkan
þátt í Gaypride-hátfðarhöldun-
um á morgun. Þetta er í fyrsta
skiptið sem þeir taka þátt og em
þeir að vonum afar spenntir. „Ég
ætlaði að vera með í fyrra en þar
sem vinkona mín, sem ætlaði að
taka mig með, var svo lengi í
sturtu misstum við af skníð-
göngunni," segir Erlingur. Strák-
arnir fara akandi niður Lauga-
veginn á stórri brúðkaupstertu
en ætla að láta leðurdressin
alveg vera. „Áherslan hjá ung-
liðahreyfingunni er að vera
maður sjálfur svo við ætlum að
para okkur saman og klæðast
hvítum smóking. Þetta verður
ábyggilega rosalega gaman og
við hvetjum alla til að koma og
taka þátt."
Þeir ætla báðir að setjast á
skólabekk í vetur enda fer sýn-
ingum á Hjartslætti senn að
ljúka. „Við eigum aðeins eftir að
sýna þrjá þætti, þátturinn sem
verður endursýndur í kvöld var
algjörlega tileinkaður Gaypride
og samkynhneigð."
Strákamir em nýfarnir að
taka þátt í starfi ungliða-
hreyfingarinnar í Samtökunum
78 og mæla eindregið með því
að krakkar sem em í vafa með
kynhneigð sína kíki á fundi.
„Andrúmsloftið er svo ótrúlega
vinalegt og alls ekkert hátíðlegt.
Því fer fjarri að maður verði að
stíga í púltu og segja: „Ég heiti
Baldvin og ég er hommi". Þú tal-
ar bara ef þú vilt en annars get-
urðu horft á vídeó eða lesið
bækur. Mjög kósí og vinalegt."
Hægt er að senda nafnlausar
fyrirspurnir á unglidar
@hotmail.com og samkvæmt
Erlingi og Baldvini Kára verður
pottþétt tekið vel á móti öllum.