Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2004, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2004 Menning DV Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is DYLAN gamli hefur aftur komist á lista yfir Nóbelinn sem verður veittur á morgun. Ekki er að efa að ævisaga hans, fyrsta bindi, er komin I dreifingu þó hún komi ekki út fyrr en eftir nokkra daga. Eru gagnrýnendur stjarf- iryfir prósanum. Hún er væntanleg í verslanir hér fljótlega. MEÐAL efnis i nýrriævisögu Dóra frá Laxnesi eru lýsingar á átökum i sænsku akademíunni þegar okkar maður fékk Nóbelinn. Það er rann- sóknarmaðurinn Halldór Guðmunds- son sem grófþetta upp. SYNFÓNÍAN er að láta undan pressu og ætlar jafnvel að endurskoða efnis- skrá vetrarins eftir kurteisa gagnrýni i Mogganum. Tónskáld hljóta að fagna. Flugan ZIKZAKhefur fengið misjafna dóma fyrir mynd Friðriks Þórs. Þeir geta aftur glaðstyfir Euroima- ges-styrk sem þeir fengu í Gargandi snilld sem Ari Ergir erað vinna fyrirþá. Auk fyrir- " tækis Ara, ErgisogZikZaker Palomar Sigurjóns Sig- hvatssonar að framleiða. Er það í fyrsta sinn sem heimildamynd fær úr sjóðnum, þessari mjólkurkú islenskra kvikmyndahöfunda. ÚT er komin I Danmörku slðasta bók Thorkild Hansen um dauða Camus. Menn ytra geta ekki stillt sig um að bera saman kringumstæöur við dauða Camuss sem dó I bilslysi og Thorkilds sem fórst við dularfullar að- stæður i Karabíska hafinu. Stóra spurning kversins sem er rétt 75 síöur er þessi: Hvers vegna eru það alltaf þessir einstöku menn sem deyja þegar nóg lifir afhálfvitum? Alliance frangaise býður á tónleika annað kvöld Franskt par spilar á gítar Francisco Bernier og Gaelle Chiche eru að leggja af stað í tön- leikaferð um heiminn og hefst hún í Reykja- vík. Þau ætla að halda konsert í Norræna hús- inu á föstudagskvöld kl. 20. Dúett sinn kalla þau “Duo Astor" og stofnuðu til samstarfs 1996. Þau eru bæði margverðlaunuð fyrir flutning sinn, bæði á hljómleikum og á diskum, og eru tal- in einn af bestu gítar- dúettum nýrrar kyn- slóðar gítarleikara. Héðan halda þau til Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Há- punktur tónleikaferð- arinnar verður upp- taka breiðskífu þeirra ásamt “Berkeiey Symphonic orchestra ofSan Francisco". Að- gangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Blanda af gospel og Vínarlögum hjá Sumar- óperufólki í Iðnó á sunnudaginn Var Mozart negri? Inga. Black Mozart iIðnó er yfirskrift tónleika sem þau Inga Stefánsdóttir, Hrólfur Sæmundsson, Valgerður Guðnadóttir og Steinunn Birna Ragnars- dóttir halda á sunnudaginn í Iðnó. Þar verður teflt saman svertingjatónlist og vínarklassík í huggulegu húsi með sál. Hrólfur, Valgerður og Inga eru öll í kompaníi Sumaróperu Reykjavíkur sem hefur undanfarin misseri kynnt unga söngvara sem náð hafa árangri er- lendis. Á tónleikunum ætla þrjú þeirra að spreyta sig á innblásinna svartri trúartóniist í bland við Mozart, Verdi, Brahms og fleira. Það verður því forvitnileg blanda sem IpBA, áheyrendur fá að njóta á sunnudaginn kl. 16 í Iðnó. aaj£ ; Valgerður er nú á förum til Frakklands þar sem hún mun starfa næstu miss- eri. Þetta verða því síðustu tónleik- ar hennar hérlendis í bili. Hrólfur í hópi góðra kvenna Frá vinstr'r.Mar- grét, Steinunn, Hrólfur og Öllum til furðu seldist upp á svipstundu á tónleika sænsku söngkonunnar Lisu Ek- dahl sem verða um næstu mánaðarmót. Öðrum konsert var bætt við og hefst sala miða á hann í dag. Hvernig getur einhver sænsk ljóska verið svona spennandi Vegna gríðarlegrar eftirspurnar hefur verið ákveðið að halda aukatónleika með Lisu Ekdahl. Tónleikarnir verða haldnir föstu- daginn 29. október kl. 20.30 í Austurbæ. Miðasala fer fram í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg og á midi.is fímmtu- daginn 7. október og hefst kl. 9. Uppselt er á hljómleikana þann 30. og var því bætt við öðrum konsert. Ástæða þess að tónleik- arnir eru haldnir á undan „aðaltónleikunum" er einfaldlega sú að mánudaginn 1. nóvember heldur hún tónleika í Svíþjóð. Lisa Ekdahl er bæði hissa og glöð yfir frábærum viðtökum íslenskra tónleikagesta. Hún er á fleygiferð þessa dag- ana. í fyrradag hélt hún konsert í Höfn fyrir troðfullu húsi og er nú á ferð um Noreg. Hljómleikaferðalagi hennar um Norðurlöndin lýkur ekki fyrr en um miðjan desember og þá á hún þrjátíu og tvo konserta að baki. Ólukkusystir Þann 15. september gaf Lisa út sinn fyrsta sænska disk í nær átta ár. Hann kallar hún Olycksyster og geymir hann ellefu ný lög. Margir líkja þessu verki hennar við Dylan, sem var henni innblástur í upphafi. Þá gleðjast Svíar yfir því að hún skuli aftur hafa snúið sér að sænsk- um sönglögum en ferill hennar á undanförnum árum hefur einkum beinst að djassi og síðast bossanóva. Á þessum diski stígur hún fram sem söngvasmiður. Fædd '71 Lisa er rúmlega þrítug. Hún er fædd og uppalin í smábænum Maríuhöfn, en fluttist til Stokk- hólms þegar hún var átján ára. Þar tók hún að troða upp sem jazz- söngkona. Hún gaf út sína fyrstu sólóplötu 1994 oglagið Vem vefsló í gegn. Er talað um Lísu sem merkasta nýnæmið í sænskri dæg- urtónlist á síðasta áratug. Diskur- inn seldist í 450 þúsund eintökum. Hún gaf út tvær plötur til sem báð- ar slógu sölumet, en þá sneri hún við blaðinu og hætti að semja en tók að flytja efni eftir aðra, söng inn á disk með jassaranum Peter Nordahl og seinna flutti hún lög Lisa Ekdahl Með sjö diska að baki á tiu árum hefur hún náð fótfestu á erf- , iðum markaði. eftir Salvatore Poe með bossa- nova-lögum. Æstir Frakkar Lisa er vinsæl í Frakklandi. Ef vafirað er um vefinn kemur í ljós að hún á tryggan aðdáendahóp þar og menn em ekki að spara stóm orðin. Diana Krall, Norah Jones og fleiri slíkar em nefndar í sömu andrá og þessi sænska díva. Það virðist því ekki vera nein erindisleysa að skella sér í Austurbæ í lok október og líta þetta undur augum. Gömul gretta tekur sig upp þegar litið er aftur á upptökur af KK 1989. Þá var hann með tagl og spHaði stríðan rythmablús með grúppu sem var kennd við kvarn- irnar. Nú er að koma út diskur með efni frá þessum tíma. KK brosmildur við kirkju Nú eru komnar úr gamlar upptökur meðkappanumfrá 1989. af upphafinu. Útsetning- ar og upptökustjóm em í höndum hljómsveitar- innar. Upptökur gerði Eyþór Gunnarsson Um þessar mundir er KK í hljóðveri að taka upp nýjan geisladisk sem stefiit er að því að komi út um miðjan nóvember en á meðan geta menn glatt sig við KK og Kvömina. Upphafsár KK komin í Ijós KK kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf. Þessi ljúfi en alvarlegi tónlistarmaður hafði átt sér skrautlegan feril á götum stórborga Evrópu en kom hingað heim með opinn faðminn og sitt ljúfa bros. Hann á að baki nokkra eftirminni- lega diska, drög að ævisögu og á vonandi fyrir höndum gjöfula framtíð í nábýli við einlæga og glaða áheyrendur. Diskurinn hefur að geyma 10 lög sem tekin vom upp árið 1989. Sveitin kom til íslands þá um sum- arið og fyllti Nýja bíó (Tunglið) fjór- um sinnum. KK hafði mótast sem spilari á ní- unda áratugnum. Hann spilaði öll- um stundum og ástundun og hæfileikar urðu til þess að þegar hann kom heim með götubandið The Grinders 1989 var ljóst að þarna var kominn fram meistari rytmablússins, maður sem hafði vantað á svæðið. Þingholtin ofanverð KK er úr Austurbæjarskólanum - bjó á Frakkastígnum á ofanverð- um sjöunda og áttunda áratugnum. Hann byrjaði ungur að spila, flosn- aði upp úr námi og fékkst við ýmis- legt áður en hann fluttist til Sví- þjóðar sumarið ‘77. Fjórum árum síðar ffontaði hann blúsbandið Vertical Lips og hóf þá vegferð, sem skilaði honum seinna á íslenskan markað með eina bestu fmmsmíð í íslenskri dægurlagasögu, rytma- blúsplötuna Lucky One. Kvörnin kemur í heimsókn Þegar The Grinders komu hing- að vöktu þeir mikla athygli. Þeir ferðuðust einnnig um öll Norður- lönd og komu frarn í sænsku sjónvarpi. Með- leikarar KK vom heldur ekki af verri endanum; munnhörpusnillingur- inn Derek „Big“ Walker og ásláttarleikarinn Professor Washboard fóm á kostum í þessu bandi ásamt æskuvini KK, bassaleikaranum Þorleifi Guðjónssyni. Tíu lög, sem tekin vom upp með KK og The Grinders í lok ní- unda áratugarins, koma nú í fyrsta sinn út á geisladiski og gefa góða mynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.