Sjómannablaðið Nútíðin - 01.08.1941, Qupperneq 3
N Ú T í Ð I N
3
Sunnudagaskólinn.
^iiiuiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiniiiim^^BsaaBeaBMMinimiiiiiiniiiiiiiinminiiiHniniiiiiiiininnnniiiiniiiiiiiiiiiiininiimniiiinm
jjlH1111
’ Lasarus og Páll Huggun ]
^tilH Lesið Lúk. 16. 19.—21. jfF
^lllIIIIDIIllIIIIIIIIIIIIIiiilllltlllIUI IIIIIIIIIIHÍIIIIIHIIUIimillQlllllll1111
Pið viljið sjálfsagt ógjarnan eiga
við sömu kjör að búa og Lasarus
fyrir dauðann, því hann var fátæk-
ur, sjúkur og hiaðinn kaunum,
sem hundarnir sleiktu. Og þið
viljið sjáifsagt ógjarnan búa við
sömu kjör og ríki maðurinn átti
eftir dauðann; því hann var úti-
lokaður frá Ouði og svo fátækur
að hann hafði ekki einu sinni
vatnsdropa til þess að slökkva
með þorsta sinn. Pað er þung-
bært að vera Lasarus hér á jörð,
en það er þungbærara að vera
ríki maðurinn í kvalastaðnum.
Leggið þess vegna framtíð ykkar
í Guðs hönd, biðjið hann að leiða
ykkur eftir sinni vi!d, og gleymið
aldrei þessari gömlu bæn: »Qef
mér hvorki fátækt né auðæfi, en
veit mér minn deildan verð«. Ef
þér hlotnast auðæfi, þá láttu ríka
manninn vera þér til aðvörunar.
En ef þú átt við þröngan kost
að búa, þá minstu Lasarusar og
minstu einnig Páls Huggunar.
Pað er sagt um Pál Huggun,
að hann hafi vtrið fátækur dreng-
ur, sem síðar meir varð mjög
auðugur maður, er áfti mörg skip
í förum, sem flutti fjársjóði heim,
frá fjarlægum löndum. Allt í etnu
misti hann öll auðæfi sín og vaið
bláfátækur maður, sem allir aumk-
uðust yfir og kölluðu óhamingju
saman mann. En hann hafði altat
bestu fjársjóðí sína á himnum;
og á meðgangs tímunum hélt
hann sig í nálægð Drottins. Pess
vegna sagði hann: »Eg er ekki
óhamingjusamur, því Quð er
huggun mín«. Árin iiðu, menn
prettuðu hann, baktöluðu, tor-
tryggðu og sögðu við hann: »Pú
ert nú samt sem áður óhamingju-
samur maður!« »Ekki nú ennþá,
því Guð er huggun mín«, svar-
aði hann. Svo varð hann fyrir
þeirri mestu sorg, sem fyrir hann
hafði komið, hann missti bæði
konuna sína og einka barnið sitt,
um líkt leyti. Nú var hann ein-
mana í heiminum, fátækur og
hjálparlaus. »Nú verðurðu þó að
viðurkenna, að þú ert óhamingju-
sarnur*, sagði fólk við hann. En
hann svaraði því bara með þess-
um sömu orðum : »Nei, ekki nú
ennþá. því Ouð er huggun mín«.
Nú sá fólk að þetta var árang-
urslaust, og þess vegna gaf það
honum auknefni og kallaði hann
»Pál Huggun*. Eift hið síðasta
sem hann sagði áður en hann dó,
voru þessi orð: »Guð er hugg-
un mín«, — »Margar eru raunir
réttláts manns, en Drottinn frels-
ar hann úr þeim ölium«. (Sálm.
34, 20), Pannig sagði Davíð
konungur og eg hugsa að Lasarus
og Páll Huggun syngi það ásamt
honum, heima hjá Guði.
Biblíuvers
til að læra utan að,
Kærleikurinn gerir ekki náung-
anum mein; þess vegna er kær-
leikurinn fylling lögmálsins,
Sunnudagur 3. ágúst.
44, — Daníel í Ijónaryfjunni.
Danfel 6: 1 — 11, 16—23, 25 — 27*
Lærdómsgrein: »Guð minn sendi
engil sinn og hann lokaði munni
ljónanna, svo að þau gjörðu mér
ekki rnein*. — Dan. 6:23.
Sunnudagur 10. ágúst.
45. — Heimför hinna herleiddu
Gyðinga,
Esrabók 1: 1 — 6; 2 1, 64, 65; 4! 4-7
17, 23, 24; 5: 1, 2; 6: 14-16, 22.
Lærdómsgrein: >. . . EnginnGuð
er sem þú á himni og jörðu, þú
sem heldur sáttmálann og miskunn-
semina við þjóna þá, er ganga fyrir
augliti þínu af öllu hjarta sínu«. —
2. Kron. 6: 14.
Sunnudagur 17. ágúst.
46. — Háskaför Esra.
Esra 7: 8-13, 25-28; 8: 21—32
(segið frá 33. og 34, v.)
.Lærdómsgrein: »Óttast þú eigi,
því að ég er með þér; lát eigi hug-
fallast, því að ég er þinn Guð.« —
Jesaja 41: 10.
Sunnudagur 24, ágúst.
47. — Hið göfuga áform
Nehemiasar.
Nehem. 1: 1—4, 11; 2: 1—10 (segið
frá 9—11. 19. og 20. v.)
Lærdómsgrein: »Fel Drottni vegu
þína og treystu honum, hann mun
vel fyrir sjá«. — Sálm, 37: 5.
Sunnudagur 31. ágúst.
48. — Hin viturlega stjórn.
Nehemíasar.
Nehem. 4: 1—23.
Lærdómsgrein: »En vér héldum
áfram að byggja múrinn . . . og
allur lýðurinn hafði áhuga á verk-
inu«, — Nehem, 4: 7,
Prentsmiðja Björns Jónssonar.