Sjómannablaðið Nútíðin - 01.08.1941, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Nútíðin - 01.08.1941, Blaðsíða 4
4 N Ú T í Ð I N Gimsteirminn Pað var fagur sólskinsdagur. Himininn bar þennan sterkbláa litblæ, sem aðeins er að finna í hitabelíinu. Vinnan í gimsteina- námunni gekk sinn venjulega gang. Námumennirnir strituðu sveittir og móðir við að höggva samanrunnið, stáihart grjótið úr námuveggjunum, er síðan var fiutt í vatnsþrónnar til að skolast þar og hreinsast, ef ske kynni, að f því fyndist fáeinir gimsteinar. Jörðin var frjóvguð og endur- nærð af nýföiinu regninu, og sandsíeinsfjallið gritraði i sólskin- inu, nýþvegið af regnskúrinni. Námustjórinn var á eftirlitsferð, athugaði umhverfið og vinnubrögð- in og ræddi við verkstjórann. Allt í einu nam hann staðar og horfði á glitrandi smádepil á klettastalli í fjallshlíðinni. Var það mögulegt að þetta væri einn af hinum dýr- mætu steinum, sem þeir Ieituðu að í iðrun jarðarinnar? Nei, það var ómögulegt! Par auk virtist þessi glitrandi depill alltof stór til þess að geta verið gimsteinn. Petta varð samt sem áður að rannsaka, og námustjórinn klifraði upp þverhnýpt fjallið, til þess.að ganga úr skugga um, hvað þetta væri; og innan stundar var hann kominn að þessum einkennilega hlut, sem braut sólargeislana svo einkennilega líkt gimsteini. — Hann losaði með vasahnífnum sínum þennan gljáandi hlut, og nú var hann ekki lengur í neinum efa um það, að þetta var ekta gimsteinn. Hann var svo ósvikinn sem nokk- ur gimsteinn gat frekast verið, og auk þess alveg óvenjulega stór og þar af leiðandi ótrúlega verðmæfur. Nýtt úrval at KRULI.TJPINNUM. Púður, Krem, Hárnet, Greiður. Hannyrðaverzl. Ragnh. 0. Bjðrnsson. Pað var regninu að þakka, sem skolaði af honum aurinn og leðj- una, að hann sagði sjálfur til sín. Og það var sólargeislunum að þakka, sem skinu svo skært á hann, að hann var nú fyrirhafnar- laust leystur úr dróma samrunn- inna sandsteinslaganna. Pesskonar gimsteinar eru Ouðs- börn, glitrandi í aurnum. Peim er af og til sendar regnskúrir sorgar og mótlætis, til þess að skola af þeim óhreinindin, sem varna því, að þeir fái endurkastað geislum frá réttlætisins sól. En þótt þeir glitri og Ijómi, þá tekur samt vor himn- eski faðir þá og flytur að síðustu burt úr saurugum jarðvegi þessa heims, ti! síns dýrðarríkis á himn- um, að þeir megi skína þar sem gimsteinadjásn í dýiðarkóiónu hans að eilífu. Nú til hvíldar halla ég mér höfgi á augun síga fer; alskygn Drottinn augun þín yfir vaki hvílu mín, Enn í dag ég of margt vann, er þig guð minn styggja kann. Herrans Jesú blessað blóð bæti ég hvað yfirtróð, Ég nú íel í umsjón þér alla hjartakæra mér. Gjörvalt fólk um gjörvöll lönd geimi trútt þín föðurhönd. Steingr, Thorst. Hvít sænprveraefni á kr. 2,80 m. tvíbreið. 8RAIÍHS-VERZLUN PÁLL SIGURGEIRSSON TÖKTTM ekkí á móti film- um til framköll- unar copieringar fyrst um sinn. Ljósmyndastofa E. Sigurgeirssonar. Akureyri. KAUPUM DAGLEGA meðalaglös, hálfflöskur, pelaflöikur, smyrslaglös, tablettuglös, pilluglös og bökunardropagiös. — Akureyrar Apótek, Sfmi 32. Ritsjóri. BOYE HOLM

x

Sjómannablaðið Nútíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Nútíðin
https://timarit.is/publication/868

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.