Sjómannablaðið Nútíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 3
3
Móögun.
Eitt af því, sem oft velclur oss
ama á æficlögum vorum heitir:
Móðgun. Það er bæði eitt og ann-
að, sem vekur hjá oss viðkvæmni.
Að þetta kemur oft fyrir í ver-
aldlegu lífi, þar sem heimshyggj-
an ríkir, er ekki svo undarlegt.
Heimsmaðurinn hugsar vissu-
lega mest um sinn eigin hag nu
á tínnim, og þetta mikla »ég«
hefir húsbóndasætið.
En á meðal Guðsbarna á það
ekki að vera þannig.
Þegar þú sem ert kristinn
freistast til að álíta það móðgun,
ef einhver hefir gengið fram hjá
þér, án þess að líta við þér, mis-
skilið þig og" því um líkt, nem
þá staðar litla stund. Er það
sjálfselska þín, sem hefir verið
særð?
Gott og vel, hún á að deyja.
Látum þá þessa móðgun verða
til þess, að þú losnir sem fyrst við
sjálfselskuna.
Salómon var vitur maður, og
hann kennir oss það, sem hér fer
á eftir:
»Hyggni mannsins gerir hann
seinan til reiði«. (Orðskv. 19, 11).
Lyftu því huga þínum til
Guðs sjálfs, sem býr í himninum.
Seg honum frá þessu og bið þú
hann að gefa þér sigur. Bið hann
að kenna þér að gleyma allri
móðgun. Og bið þú fyrir þeim,
sem móðgaði þig. Vertu ekki á-
nægður fyr en Guð hefir dregið
hrodd móðgunarinnar út úr hjarta
j)ínu.
NOTÍÐIN
Þá getur þú farið leiðar þinnar
glaður í huga. Og minnstu
þess, að Guð vill, að þú sýnir
þeim, sem hefir móðgað þig ein-
læga velvild.
Einn vegur.
Það er sagt, að það hafi aðeins
legið einn vegur til hins gamla
bæjar Trjóu. Úr hvaða átt sem
komið var, þá urðu menn að fara
eftir þessum eina vegi, til þess
að komast inn í borgina. Á sama
hátt er því varið þegar maður
vill komast heim til föðurhúsanna
með hinum mörgu Irústöðum, til
hinnar himnesku Jerúsalem.
Jesús er vegurinn, hann, sem
sagði: »Það kemur enginn til
föðursins nema fyrir mig«. Ef
vér ekki hreinsumst í hans dýr-
mæta blóði, og fyllumst hér af
löngun eftir að gera vilja vors
himneska föður, þá getum vér
ekki komist þangað — og ef vér
nú samt sem.. áður kæmumst
þangað, þá yrðum vér að biðja
um að komast út aftur, því þar
væri ekkert, sem væri ytðj ycty,
hæfi.
Tvírætt svar
1 borg einni var borgarstójri,
sem var kumiur fyrir góðgerða-
semi sína.
Meðal þeirra sem leituðu hjálp-
ar hjá honum, var maður sem
var dálítið einfaldur. Hann bað
borgarstjórann um að lána sér
hundrað krónur, til þess að kaupa?
fyrir asna og kerru.
»Nú, Pétur«, sagði borgarstjór-
inn, »ef ég lána þér þessar hundr-
að krónur, hvernig getur þú þá
borgað mér þær?«
Pétur hugsaði ráðalaus um þetta
fram og aftur, en alt í einu hug-
kvæmdist honum eitthvað, og
hann sagði ánægjlega:
»Æ, herra borgarstjóri, ef þér
gerið þetta virkilega fyrir mig,
þá skal ég láta asnan heita eftir
yður!«
Geislar-
Það er mikið betra að liafa
hrausta sál í sjúkum líkama, eu
að hafa sjúka sál í hraustum
líkama.
Ef þú hefir ekkert til að tala
um, þá þegiðu heldur en að láta
tungu þína saurga sig á því að-
lasta aðra.
Vér erum leirinn í höndrnn hins.
himneska leirkerasmiðs. Hann
notar stundlegleika, örðugleika,
sorg og gleði, til þess að rnóta
okkur eftir vilja sínum«.
»Allt, sem ég geri, er andlegt*
ef ég sjálfur er andlegur«<
Laurentsíus,
»E[, vér gerum það, sem vér get-
um, þá gerir Guð fyrir oss það,
«i
sem vér ekki getiun.«
Starfið er lífið. Letin er dauðinn.