Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 Helgarblað DV Fréttaskýring Skortur á hermönnum í bandaríska hernum er farinn aö segja verulega til sín. Menn sem eru orðnir afar og ættu að vera komnir á eftirlaun eru sendir til að berjast í írak. „Þetta er að verða stríð gamalmenna,“ segir hinn tæplega fimmtugi liðþjálfi James Dickerson sem á fjögur börn og tvö barnabörn. Mannfall Vaxandi mannfall og erfið- leikar við að fá nægilega marga menn til að ganga i Iraska herinn gera það að verkum að Bandarfkjamenn verða isi- auknum mæli að kalla til varalið sitt og sendir afei0 raks Stöðugt fleiri bandarískir her- menn í írak eru með grátt í vöngum, sköllóttir og þykkir um miðjuna. Skortur á hermönnum í bandaríska hernum er farin að segja verulega til sín og hefur það leitt til þess að fleiri og fleiri úr varaliðinu og Þjd'varð- liðinu eru kallaðir til að gegna her- þjónstu í stríðinu. Menn sem komn- ir eru að fimmtugu og þegar orðnir afar eru að verða áberandi í írak. „Þetta er að verða stríð gamal- menna," segir hinn tæplega fimm- tugi liðþjálfi James Dickerson í við- tali við dagblaðið New York Daily News en sjálfur á hann fjögur börn og tvö barnabörn. Blaðið slóst nýlega í för með hópi hermanna í nætureftirlit og leit að jarðsprengjum skammt fyrir utan borgina Baquba. Tveir í hópnum voru orðnir afar. Annar þeirra, Paul East, hafði verið kallaður aftur í her- inn úr varaliðinu en hann hafði ekki gegnt herþjónustu í 12 ár. „Útbún- aður okkar er allt öðruvísi en áður," segir East, sem er 43 ára gamall og á tvær dætur og eitt barnabarn. Með honum í hópnum er Dickerson sem eytt hefur 22 árum ævi sinnar í hern- um. Dickerson var meinað um að fara á eftirlaun vegna skipana frá Pentagon sem banna hermönnum slíkt vega stríðsins í írak. Um helmingur úr varaliðinu Um helmingur þeirra bandarísku hermanna sem nú berjast í írak kemur úr varaliðinu eða Þjóðvarð- liðinu en herinn krefst þess að þess- ir menn séu í þjálfun og geti barist. Þessir miðaldra menn sem kallaðir hafa verið til úr stofusófum sínum hafa í sjálfu sér ekkert á móti því að vera virkjaðir á ný. En það kemur flestum þeirra verulega á óvart að vera sendir í fremstu víglínu. „Ég er hérna og tilbúinn að vinna mín verk," segir Lawrence Turner, 44 ára gamall liðþjálfl frá Dover í Tenn- essee. Hann var kallaður til þjónustu 13 árum eftir að hann hætti í hern- um og er nú staðsettur í herstöðinni við Baquba. Hann er fyrrverandi fallhlífarhermaður og vann í verk- smiðju í heimabæ sínum er honum barst tilkynning um að hann væri aftur orðinn hermaður. „Þegar ég yflrgaf herinn fékk ég eftirlaun frá honum og átti aldrei von á að enda svo hér 13 árum síðar. Og ég hélt að við yrðum staðsettir í baklínunni... Þeir eru að verða uypiskroppa með menn." f miðri skothríðinni Fyrir Dickerson er hættan stöðugt fyrir hendi eins og nýlega þegar bílalest sem hann var með lenti í miðri skothríð uppreisnar- manna eftir að lestin var stöðvuð með tveimur bílsprengjum. Dickerson sem vinnur sem sjúkra- liði í Augusta í Georgíu sá uppreisn- armenn rísa upp um 50 metra frá bíl sínum og hefja skothríð gegn honum. „Ég gat séð kúlnahríðina koma í áttina að bílhurðinni," segir hann. Ein af kúlunum skall á bíl- rúðunni sem hann horfði út um en brynvarið glerið bjargaði honum frá skaða. „Ef ég hefði stigið út úr bílnum um leið og lestin stoppaði hefðu þeir náð mér," segir hann. „Ég held að ég hafi þjónað landi mínu nógu lengi. Ég er orðinn of gamall fyrir þetta." Hefur ekki séð börnin sín í fimm mánuði Peter Mucciarone sem er fertug- ur major frá New York eyddi nýlega morgunstund í árásir á nokkra bóndabæi í níðþungum herklæð- um, kevlar-hjálmi oghríðskotariffli. Heima vinnur hann sem lögreglu- maður. „Það kemur mér á óvart að standa í þessum á mínum aldri," segir hann um leið og hann gengur eftir moldarvegi í þorpi fyrir utan Samarra, sem þekkt er fyrir að vera fullt af uppreisnarmönnum sunni- múslima. „Ég hef ekki talað í talstöð í áratug," segir hann. „Hér hafa þeir mikið að segja en lítið af mönnum." Peter og aðrir úr varaliði Pennsyl- vaniu eru í fremsta sæti víglínunn- ar. „Ég hef verið sprengdur upp þrisvar og lent í 30 skotbardögum," segir Peter og viðurkennir að vera hans í írak sé þung byrði fyrir fjöl- skyldu hans, eiginkonu og tvö börn, átta og tíu ára. „Ég hef ekki séð börnin mín í flmm mánuði." Skólaliði í sprengjuleit Carlos Brown er tæplega fertug- ur skólaliði frá Memphis sem nú leitar að sprengjum á vegunum fyr- ir utan Baquba. Brown segir að her- flokkur hans sé í góðri þjálfun og að mórallinn meðal þeirra sé góður. En hann viðurkennir að hann hafi varann á. „Við munum vinna okkar verk," segir Carlos. „Hins vegar átt- aði herinn sig ekki á því hve mikinn mannskap þeir þurftu til að vinna sína vinnu." Og það er mergurinn málsins fyrir alla þá fertugu og fimmtugu bandarísku hermenn sem nú sinna skyldum sínum í írak. Vaxandi mannfall og erfiðleikar við að fá nægilega marga menn til að ganga í íraska herinn gera það að verkum að Bandaríkjamenn verða í síauknum mæli að kalla til varalið sitt og senda það í fremstu víglínu í stríðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.