Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Qupperneq 17
EINN FÉLAGIKOM UM DAGINN
OG SAGÐIST1TERA MEÐ SLAG-
/ORÐFYRIRMIGSEMVAR
nfOHU6ÐANDI,ÞETTA ER ENG-
IN VIGT FYRIR BENEDIKT."
ENGIN VIGT...! BENNIRÍFUR
UPP HUNDRAÐ KÍLÓA STEIN
meðbrosAvör.
„í fyrstu þegar ég byrjaði að lyfta var markmiðið að
ná fjögur hundruð kílóum í réttstöðunni,11 segir
Benedikt Magnússon, Benni Tarfur hlæjandi. Honum
hefur tekist það og gott betur. Hann á heimsmetið sem
stendur í 440 kílóum en að mati flestra spekúlanta í
kraftasportum þá er réttstöðulyftan sú grein sem reynir
mest á hreinan styrk af öllum kraftagreinum.
ÞYNGDIST AF KANAFÓÐRI
Hvernig verður maður svona sterkur? „Ég hef alltaf
sagt að það geti allir orðið sterkir. Sjálfur byrjaði ég ekki
að lyfta fyrr en ég var að verða 17 ára. Ég var alltaf stór
og þungur sem krakki. Þegar ég var 14 ára var ég orðinn
hundrað kíló,‘‘ segir Benedikt sem er Grafarvogsbúi í
húð og hár og lék með Fjölni í körfubolta fram á
unglingsár.
Ég meiddist á baki í skíðaferðalagi með skólanum og
þurfti að hætta í körfuboltanum. Svo eftir grunn-
skólann fór ég til Bandaríkjanna í nám og fór að éta
kanafóður. Þar þyngdist ég alveg ofboðslega og þess
vegna byrjaði ég í líkamsrækt. í fyrstu fór ég til þess að
reyna að létta mig en flæktist síðan einhvern vegin inn
í lyftingarnar,'' segir Benedikt sem er 180 sm og 155 kíló
en er samt minnstur í sinni fjölskyldu. Hann á ekki
langt að sækja kraftana, eldri bróðir hans Magnús
Höskuldur Magnússon vann eitt sinn keppnina,
sterkasti maður íslands árið 2002.
GÓÐ FYRIRMYND
Eru kraftlyftingamenn góðar fyrirmyndir? „Já ég vil
meina það. Én auðvitað eru svartir sauðir inn á milli
eins og í öllum íþróttum. Ég held að við séum ekkert
FRUMSTÆÐAR AÐSTÆÐUR! BENNI
TARFUR ÆFIRIUTLU ÆFINGA-
HÚSNÆÐISEM MAGNÚS VER
MAGNÚSSON, EINN BESTIAFLRAUNA-
MAÐUR ALLRA TlMA, BJÓ TIL FYRIR
BENEDIKT OG FÉLAGA.
„ÍG HELD AD VIÐ SÉUM EKKERT
VERRIFYRIRMYNDIR EN STRÁK-
ARNIR í BOLTANUM. ÞAR SNÝST
ALLT UM AB REYKJA MALB0R0
SÍGARETTUR, TROBA fVÖRINAÁ
SlR 0G DREKKA CORONA OG
CARLSBERG."
verri fyrirmyndir en strákarnir í boltanum. Þar snýst allt
um að reykja Malboro sígarettur, troða í vörina á sér og
drekka Corona og Carlsberg.
Sjálfur legg ég mikið upp úr því að gera það sem ég
get til að vera góð fyrirmynd," segir heimsmethafinn
sem notar hvorki áfengi né tóbak.
Heimsmet hans í réttstöðulyftu er ekki gilt heims-
met því sambandið sem hélt mótið er ekki viðurkennt
af alþjóða lyftingarsambandinu.
„Ég vissi alveg áður en ég tók þátt í keppninni að
metið fengist ekki staðfest. En ég gerði þetta því ég vissi
að ef ég myndi ná að bæta heimsmetið í réttstöðulyftu
yrði mér boðin þátttaka á Arnold Classic mótið," segir
hinn 22 ára Benedikt. Arnold Classic er alhliða
aflraunakeppni sem er í eigu ríkisstjórans sjálfs, Arnold
Schwartzenegger.
VARÐ OFAR EN MARIUS PUDZIANOWSKI
Benedikt fór á kostum á Arnold Classic sem er
alhliða aflraunakeppni sem fram fór í byrjun mars og
lenti í fimmta sæti. Árangur Benedikts er sérstaklega
athyglisverður fyrir þær sakir að hann meiddist mjög
illa strax í fyrstu grein er hann missti tvöhundruð kfló á
hælinn á sér og keppti það sem eftir lifði keppninnar
sárþjáður. Einnig vakti það athygli að Benedikt endaði
fyrir ofan Pólverjann Marius Pudzianowski, núverandi
sterkasta mann heims. Þá keppni unnu þeir Jón Páll og
Magnús Ver báðir fjórum sinnum.
JÁKVÆÐUR
„Arnold Classic opnaði margar dyr fyrir mig. í
þeirri keppni er verðlaunafé og það munar um allt í
þeim efnum auk þess sem ég hlaut keppnisrétt á
næsta ári og þá ætla ég að gera enn betur," segir Bene-
dikt sem æfir mjög mikið og þarf því að treysta á styrki
og verðlaunafé. „Það gefur augaleið að það er ekki
ókeypis fyrir mig að lifa. Vinur minn hjá BK kjúldingi
hefur hjálpað mér mikið með því að styrkja mig. Svo
keyri ég leigubfl um helgar og reyni þannig að ná
endum saman."
Áttu þér einhveija fyrirmynd? „Jón Páll heitinn var
alltaf fyrirmynd mín sem barn. Hann var alltaf
jákvæður og ég hef reynt að temja mér þann sið. Því
með jákvæðni er allt hægt."
Ertu mikfll grínari eins og Jón Páll var og ertu
kannski kominn með svona slagorð eins og hann átti?
„Það er alltaf stutt í grínið hjá okkur strákunum.
Einn félagi kom um daginn og sagðist vera með slagorð
fyrir mig sem var svohljóðandi: þetta er engin vigt fyrir
Benedikt," segir tarfurinn og hlær. „Ég held að ég eigi
samt ekki eftir að nota svona slagorð. Læt svona rugl
ekki trufla einbeitinguna í þessar tíu sekúndur sem
lyftan tekur."
ÍSLAND AFTUR Á KORTIÐ
Benedikt sem er hógvær maður og frekar feiminn
losnar ekki við spurningu um kvennamálin. Benedikt
verður hljóðlátur þegar hann er spurður um lcvenna-
málin og vill helst ekki ræða þau enda erfitt fyrir
mann eins og hann að vera í sambandi sem er á
sífelldu keppnisflakki eins og hann orðar það sjálfur.
Að lokum var rætt um framtíðina. „Eg veit ekki
hvað gerist í framtíðinni. Ég gæti þess vegna meiðst á
morgun eða eitthvað. Kraflyftingarnar veita mér
ekkert öryggi. En það væri gaman að geta komið
íslandi aftur á kortið í aflraunum. Ég veit ekki hvort ég
eigi eftir að vinna keppnina sterkasti maður heims en
einhver okkar á eftir að gera það."
Hjörvar Hafliðason