Mjölnir


Mjölnir - 24.01.1945, Blaðsíða 2

Mjölnir - 24.01.1945, Blaðsíða 2
MJÖLNIR og Sovétríkin 'Eftir B ÁRÐ DANIELSSON, stud. polyt. Island Sennilega hefur aldrei önnur eins herferð verið hafin gegn vitsmnnalífi íslendinga eins og sú, sem íhaldið hefur gengizt fyrir undanfarin ár. Það er upphaf þeirrar sögu, að nokkrir hugsjónamenn, er höfðu kynnt sér fræði sósíal- ismans og hinar visindalegu kenningar hans um það, hvernig fyrirbyggja megi styrjaldir og kreppur en í þess stað hagnýta vísindi og tækni í þágu mann- kynsins, tóku að flytja Islend- ingum þennan boðskap. Þessir menn gerðust svo djarfir að benda á það máli sinu til stuðn- ings, að þjóðir Rússaveldis hefðu komið þessu skiplagi á hjá sér og það hefði fært ein- staklingum þessara þjóða mikla blessun, og að mörgu leyti sýnt yfirburði sína umfram önnur þjóðskipulög. Islenzka íhaldið brázt hið versta við þessum kenningum, en í stað þess að ræða málið á vitrænum grundvelli og hrekja hinar nýju kenningar með rök- um eins og mönnum sæmir, var þar allur málaflutningur upp- tekinn með slíkum endemum, að fymum sætir. Ihaldspressan sagði Sovét- ríkjunum stríð á hendur og stóð árum saman fyrir aftökum á rússneskum herforingjum, stjómmálamönnum og almenn- ingi í nafni Stalíns, auk þess sem hún lét sig ekki muna um að halda uppi hungursneyðum og hverskyns óáran í því frjó- sama landi. I upphafi núverandi heimssstyrjaldar hafði þessi blaðakostur náð slíkum árangri í stríði sínu gegn Sovétríkjun- um, að sjálfur Hitler þarf ekki að vænta sér annars eins. Kúg- un rússneskrar alþýðu hafði náð slíku hámarki, að búast mátti við byltingu þá og þegar, Rauði herinn var lítt vígfær sökum vöntunar á foringjum og hergögnum. Ofan á allt þetta bættist svo það, að Rússar hugðu á heimsyfirráð og voru þar með hættulegustu fjendur mannkynsins. Það sýnir bezt með hvílíku ofurkappi þessi barátta var rek- in, að heilastarfsemi þeirra manna, sem að henni stóðu, skildu geta samrímt það tvennt, að samtímis því sem Rússland rambaði á glötunarbarmi sök- um upplausnár og eymdar, skildu foringjar þess ætla sér þá dul að leggja undir sig jörð- ina gjörvalla. Herferðin gegn Sovétríkjun- um var þó ekki nema einn tónn í því margraddaða veini, sem íhaldið laust upp gegn túlkun sósíalismans á íslenzkum vett- vangi. Þeir menn, sem léðu hin- um nýju kenningum eyra, voru stimplaðir sem úrhrök þjóðar- innar, föðurlandsleysingjar og landráðamenn. Tilgangur þeirra var sá að koma landinu undir yfirráð Rússa, og aðferðin sú að sprengja þjóðfélagið í loft upp með öfgum og íllindum. Þó að íslenzkur almenningur sé yfirleitt ekki mjög hvatvís í dómum sínum um náungann, og fáir haldnir þeim ófögnuði að ætla meðbræðrum sínum illar hvatir að ástæðulausu, þá ork- aði hinn ólistræni áróður aftur- haldsins furðanlega á taugar fólksins. Um langa hríð voru áhöld um það í augum margra heiðarlegra borgara, hvort væri meiri svívirða að vera kommún- isti eða sauðaþjófur. Ihaldið taldi sig því vera á réttri braut í baráttu sinni gegn sósíalism- anum og var harla ánægt með hugkvæmd sína og dugnað. En skamma stund verður hönd höggi fegin. Seiður Finna- galdursins var tæplega hljóðn- aður þegar Þjóðverjar réðust á Sovétríkin. Og hvað skeður? Hin kúgaða þjóð, sem aðeins beið færis um að gera uppreisn gegn kvölurum sínum, stendur saman sem einn maður, og það svo, að þar var engan kvisling eða svikara að finna. Rauði herinn, sem sagður var aum- astur allra herja í heimi svar- ar árásinni á þann veg, að hann er langtkominn að gera útaf við eina ægilegustu hernaðar- ófreskju allra tíma. Þetta var beizkur kaleikur fyrir óvini sósíalismans á Islandi. Málin voru nú komin í það horf, að fólkið varð að gera það upp við sig, hvoru bæri að trúa, reynslunni eða rógberunum. íslénzka íhaldið hefur þannig beðið fullkominn ósigur á Rúss- landsvígstöðvunum. Sá ósigur hlýtur að hafa og hefur þegar haft talsverð áhrif á viðhorf og skoðanir almennings á Is- landi. Fyrsta skilyrði fyrir því, að heilbrigður maður geti að- hyllst sósíalisma er, að hann trúi því, að skipulag hans færi hverri þjóð og heiminum öllum meiri blessun en auðvaldsþjóð- skipulagið. Margir hafa öðlazt þá trú einungis með því að kynna sér hinar vísindalegu þjóðskipulagskenningar marx- ismans, en fyrir þá menn, sem eru ákveðnir í að koma því skipulagi á með fullkomlega lýð ræðislegum aðferðum, hlýtur það að vera mikill styrkur, að geta bent fjöldanum á með ó- yggjandi rökum, að þetta fyrir- komulag sé framkvæmanlegt og hafi gefizt vel, þar sem því hef- ur verið beitt. Sigur Rússa í stríðinu, ásamt þeim kynnum, sem lýðræðis- þjóðir heimsins hafa fengið af hinni traustu sósíalistisku menn ingu Sovétríkjanna hafa sann- að þetta svo áþreifanlega, að jafnvel gömlum og harðsvíruð- uðum Sovétlygurum, þykir nú vænlegast að hafa hægt um sig vegna almenníngsálitsins. Þetta hefur að vísu dregið nokkuð úr baráttugetu þeirra Islendinga, sem hafa hagsmuni af að vinna gegn sósíalisman- um, en enginn skildi þó ætla að íhaldið hugsi sér að leggja árar í bát, þó það hafi orðið fyrir því smá óhappi, að reynslan ónýtti höfuðrök þess gegn sam- virku þjóðfélagi, sem sé þau, að skipulag þess hafi mistekizt á þeim hluta jarðarinnar, sem það hefur verið reynt. Nú er sagt: isminn eigi vel við Rússa og hafi inn eigi vel við Rússa og hafi reynst vel í því landi, en við íslendingar erum þeim svo ólíkir að það er engin vissa fyrir því, að slíkt skipulag henti hér. Ekki ber að neita því, að Rússar eru oss að mörgu leyti ólíkir, en hinsvegar mun á- stæðulaust að efast um það, að ýmsir sameiginlegir eiginleikar í skapgerð allra manna, munu svipaðir með þessum annars ó- líku þjóðum. I þessu sambandi væri ekki úr vegi að athuga lítilsháttar hvað muni valda því, að þjóð- ir Sovétríkjanna una skipulagi sínu, og álíta, að það hafi fært sér blessun og gengi. Þar kem- ur auðvitað margt til greina, en eitt mun þó eflaust valda þar miklu um. Margra alda kúgun rússneskrar alþýðu hefur gert það að verkum, að hún hefur fengið djúpa andúð á arðráni og arðræningjum, en með bylt- ingunni 1917 losnaði hún að mestu við þessa plágu. Varla mun ástæða að efast um það, að íslendingar eru að þessu leyti svipaðir Rússum. Is- lenzka þjóðin varð öldum sam- an að þola danska kúgun, og hefur síðan illar bifur á arð- ræningjum og öllu þeirra at- hæfi. Það mundi eflaust eiga mjög vel við íslenzkt lundarfar t. d. ef takazt mætti að koma í veg fyrir óhæfu, sem nú er látin viðgangast í landi voru, að íslenzkir kaupmenn og brask BÆKUR (Framliald af 1. síðu). gegn aðalsmannsveldi og upp- vaxandi auðvaldsherrum, sem höfðu keisarann í þjónustu sinni og voru studd af erlendum heimsvaldasinnum. I þessari baráttu markaði hin sósíalist- iska bylting aldahvörf, færði völdin í hendur hinu vinnandi fólki. En byltingin færði þó eng- an frið. I mörg ár varð rússn- eska alþýðan að berjast fórn- frekri baráttu fyrir þjóðskipu- lagi sínu, bæði gegn erlendum árásarherjum og opinberum og dulbúnum erindrekum auðvalds ins innanlands. Án þessarar baráttu, án þess þroska og þeirrar reynslu, sem þjóðir Sovétrikjanna hlutu í þessari löngu baráttu og þeirra sigra, sem hún þar vann, væri algerlega óhugsandi sá styrkur þrautsegja og eining, sem nú hefur sýnt sig í þessu stríði. En jafnvíst og það er hitt, að árangrar þessarar baráttu hefðu ekki orðið þeir, sem þeir urðu, ef rússneska alþýðan hefði ekki tileinkað sér þá fræði kenningu, sem gaf henni styrk til stórræðanna, fræðikenningu Marx og Leníns og ef hún hefði ekki skapað sér þá forystusveit, sem ávallt visaði veginn og stjórnaði baráttunni á öllum hennar stigum, flokk Leníns og arar sendi menn til Ameríku í þeim erindum að semja við fyrirtæki þar í landi að setja vörurnar dýrari á reikningana en þær nauðsynlega eru, svo að takast megi að græða meira á kostnað neytendanna, heldur en verðlagsákvæðin leyfa. Rússneska þjóðin man þá tíð, er það var miklum vandkvæð- um bundið og oft ómögulegt, jafnvel fyrir unga og hrausta menn, að afla sér og sínum lífs- viðurværir, þrátt fyrir vilja og getu til vinnu. Þjóðskipulag sósíalismans hefur útilokað þennan möguleika, og er það ein ástæðan til þess, hversu vel Sovétþjóðirnar fella sig við það skipulag. Islenzka þjóðin hefur einnig orðið fyrir þeirri reynslu að svelta öðru hvoru í landi sínu, bæði fyrr og síðar. Atvinnu- leysið fyrir stríð var einn þáttur þeirra hörmunga, og það eng- inn sleikjuskapur við Rússa, þó að því sé haldið fram, að við séum þeim að því leyti líkir, að við viljum ekki svelta. Islenzka þjóðin er nú óðum að vakna til skilnings á því að þessi, og fjölmörg önnur mis- tök, í þjóðlífi voru, sem mest eru í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar og réttlætiskennd, eru bein og óumflýjanleg afleið- ing auðvaldsskipulagsins og verða aldrei bætt til neinnar hlítar nema með sósíalistisku fyrirkomulagi, það er því von- lítið verk hjá íhaldinu til hvaða flokks, sem það telur sig að ætla sér að telja mönnum trú um, að við séum svo ólíkir Rússum, að allt það öfug- streymi þurfi að haldazt um aldur og æfi. (Nýja stúdentablaðið) Stalíns, Kommúnistaflokksins. En það er einmitt saga hans,, sem rakin er í bók þeirri, sem minnzt var á í upphafi þessarar greinar. Bók þessi er þó miklu meira en saga kommúnistaflokksins í þröngri merkingu. Hún er saga Rússlands og Sovétríkjanna í nærfellt öld. Og inn í hana er ofin á meistaralegan hátt fræði- kenning sósíalismans svo að hvorttveggja verður lesandan- um auðveldara til skilnings, sagan og fræðikenningin, heldur en ef það væri rakið hvort útaf fyrir sig. Við samningu bókar- innar er lagt til grundvallar það meginatriði í söguskoðun sósíalismans, að rannsaka verð- ur fyrirbærin í sínum sögulegu tengslum. Þjóðfélagslegar fræði kenningar skilja menn bezt, þegar þeir skoða þær í ljósi þeirra aðstæðna, sem þær eru vaxnar upp úr. Það er hin sterka hlið þessarar bókar, hve vel hún sameinar þetta tvennt, söguna og fræðikenninguna. Bókin er einnig ólík ýmsum öðrum ágætum fræðiritum um sósíalisma að því leyti, að hún er létt og bráðskemmtileg af- lestrar. Talið er, að Stalín hafi skrifað verulegan hluta hennar, en það eru einkenni á ritum hans, hve þau eru aijðskilin og skemmtileg. Honum er lagið að ræða svo hin erfiðustu viðfangs efni, að þau verði hverjum manni ljós. Byggingarlóð! til sölu á góöum stað í bœnum Lysthafendur snúi sér til undirritaös, sem gef- ur nánari upplýsingar. EMIL ANDERSEN Skátafélagiö Fylkir. (Framliald af 1. síðu). Þá er drykkju var lokið og borð voru rudd, hófst leiksýn- ing, en að henni lokinni sungu nokkrar skátastúlkur og léku á gítara. Að síðustu var svo. stiginn dans. Starfsemi skátafélagsins hef- ur gengið vel þessi 10 ár, þó að stundum hafi dregið úr henni annað slagið, hefur hún orðið öflugri síðar og bætt um deyfð- arkaflana. Skátahreyfingin er eflaust víðfeðmasti æskulýðsfélags- skapur í heimi. Skátafélögin eru bundin bróðurböndum hvar í landi, sem þau starfa. Þar skilur. ekki hörundslitur eða þjóðflokkagreining á milli nýtra og ónýtra. Allir, hvort sem eru svartir, hvítir, gulir eða rauðir, vinna sem ötulast að eflingu hreyfingarinnar, og því, að á- hrifin af starfi hennar verði til sem mestra heilla fyrir lönd og- lýði. Þessi hreyfing, sem vinnur að hollum og skynsamlegum upp- eldisháttum ungra drengja og stúlkna, á enn mikið starf fyrir höndum og væri óskandi, að á- vinningar hennar yrðu alltaf meiri og betri, stærri og stærri. Mjölnir óskar Fylki til ham- ingju með afmælið og óskar því góðs gengis á öðrum áratug starfsæfinnar. Það er nauðsynlegt hverjum sósíalista og hverjum þeim, sem kynnast vill sósíalismanum, að eignast þessa bók og lesa hana af kostgæfni. Hún skýrir fyrir mönnum úr hvaða lind Rauði herinn teigar þrek sitt, hún ger- ir þeim það Ijóst, hvernig stend- ur á þreki og eldmóði sovétþjóð- anna í stríði og friði, eyðingu og uppbyggingu. Það verður einnig greinilegt af lestri henn- ar, hversvegna það.er f jarstæða að öðrum þjóðum stafi hætta af styrk Sovétríkjanna. Það er gagnstætt eðli sósíalismans, sem er grundvöllur stjórnarfars ins í Rússlandi. að ein þjóð ráði yfir annarri. Ég vil að lokum ráða öllum hugsandi mönnum til að lesa þessa bók. Hún er prýðilegt heimildarrit um Sovétríkin og sósíalismann, sem einnig ætti að vera kærkomið þeim, sem telja sig þess umkomna að gagn rýna þá stefnu og sanna fá- nýti hennar. Hún er einnig hið ágætasta vopnabúr allra sósíal- ista. v i t i f 1 í

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.