Mjölnir

Issue

Mjölnir - 12.06.1946, Page 3

Mjölnir - 12.06.1946, Page 3
MJÖLNIR S FRANCO - SPÁNN er griðarstaður fasista og bœkistöð þeirra til endurskipu- lagningar hinnar fasistísku árásarstefnu Fyrir einu ári síðan var mestu styrjöld, sem mannkynið hefur háð, því nær lokið. Það var styrjöld, þar sem lýðræðisþjóðir heimsins börðust fyrir tilveru sinni við árásar- og ofbeldis- stefnu nazistanna, styrjöld, þar sem um var að tefla líf eða dauða heilla þjóða. í nærfellt sex ár hefur ein hugsun, ein ákvörðun, gagntek- ið verkalýð og alla alþýðu í löndum bandamanna og gefið henni eldmóð og styrk til ein- stæðra dáða, bæði á vígstöðvum og vinnustöðvum, sú ákvörðun að útrýma fasismanum og koma í veg fyrir, að hann gæti nokkurntíma risið upp aftur og ógnað mannkyninu. Fiiðurinn er kominn og eftir- stríðsvandamálin taka nú hugi fólksins. Sorgirnar og þjáning- arnar, eyðileggingin og blóðsút- hellingamar eru byrjaðar að gleymast. Það er mannlegt að gleyma hjáliðnum þjáningum. Lífið stendur ekki kyrrt. Ný vandamál og ný áhugamál breiða yfir fortíðina og það fyrnist yfir gamlar minningar. En ef við viljum koma í veg fyrir að hryllingar fortíðar- innar, dauði og eyðing komi yfir okkur að nýju, þá megum við ekki gleyma. Við verðum að út- rýma hverju því,' sem ógnar friði og öryggi í hei’minum, við verðum að minnast þeirra mörgu milljóna mannslífa, sem fórnað hefur verið, allra þeirra auðæfa, sem tortímt hefur verið og tára milljóna mæðra, ekkna og munaðarleysingja. í sex ár börðust lýðræðisþjóð- irnar gegn Hitler-fasismanum, skæðasta óvini frelsis og sjálf- stæðis þjóðanna. En Hitler stóð ekki einn. Naz- istaklíkunni tókst, vegna hug- lausrar undanlátsstefnu og fjandskapar sumra þjóðarleið- toga til lýðræðisréttinda fólks- ins, að koma upp fasistískum leppstjórnum í mörgum löndum Ein ' * þessara stjórna er Francostjórnin á Spáni. Flestum þessara fasistísku leppstjórna hefur verið koll- varpað í styrjöldinni. Undan- tekning er þó Spánn, þar sem fasisminn ræður ennþá og hon- um hefur ekki verið hnekkt. Meira að segja hefur Spáni verið breytt í griðastað, þar sem nazistískir stríðsglæpa- menn hafa fundið hæli og bæki- stöð til endurskipulagningar árásaraflanna og stríðsæsinga- mannanna. Það er sorglegt, að tvö hinna stærstu lýðræðisríkja, Bretland og Bandaríkin, skuli ennþá við- halda afstöðu til Francos, sem ekki aðeins felur í sér umburð- arlyndi, heldur það sem er enn- þá alvarlegra, vernd og aðstoð. Það er ekki þörf á því, að minna á fortíðina, því að þeir, Grein þessi er eftir hina lieims- frægu, spönsku frelsishetju, konuna PASSIONARIU, sem gat sér ódauðlegan orðstír, þegar spánska lýðveldið barðist fyrir tilveru sinni og fyrir mál- stað allra frelsiselskandi þjóða. sem sterkastir voru gagnvart spánska lýðveldinu vegna hlut- leysisstefnunnar, hafa þegar verið látnir gjalda þess grimmi- lega af þeim, sem þó hefðu átt að þakka þeim, nazistunum. En það er hugsunin um nútíð og framtíð, sem veldur oss áhyggjum ekki aðeins vegna sjálfra vor heldur vegna allra þjóða. Um nútíðina \ ogna þeirrar kúgunar og örbirgðar, sem þjóð vor cr ofurseld og um framtíðina vegna þeirrar hættu, sem áframhaldandi fasista stjórn á Spáni felur í sér gagn- vart friðnum í heiminum. Sumir segja, að það sé ómögu legt að veita spönsku þjóðinni aðstoð t'l þess að steypa Franco á annan hátt en að hrinda af stað borgarastyrjöld. Ef til vill vitd ekki þeir, sem svo mæla, eða vilja ekki vita, að á Spáni Francos líður ekki svo dagur, að ekki sé úthellt blóði í bardögum milli hersveita Francos og sveita skæruliða. Það er þegar ríkjandi stöðug borgarastyrjöld á Spáni. Það að viðhalda Francostjórninni þýðir einungis að lengja þjáningar spönsku alþýðunnar og auka á það hatur meðal spánskra manna, sem alltaf er samfara borgarastyrjöld. Þeim, sem halda því fram, að útrýming fasistastjórnarinnar leiði til borgarastríða, skjátlast því, Stríðsógnunin felst í því aftur á móti að viðhalda þessari stjórn. Við Spánverjar óskum að hefja endurreisn á Spáni. Við óskum að lifa í friði. Við vilj- um gera land okkar að lýðræðis- landi. Það er þessvegna, sem við óskum eftir aðstoð allra þjóða. Við spánskir kommúnistar höldum því fram, að einungis með einingu allra afla spönsku þjóðarinnar, sem eru andvíg Franco og myndun samsteypu- stjórnar, sem feli í sér fulltrúa allt frá kommúnistum til íhalds- manna, sé hægt að koma á stjórnarfarsbreytingu án veru- legra blóðsúthellinga. Við viljum koma á stjórn á breiðum grundvelli, sem uppfylli óskir spönsku þjóðarinnar og geti áunnið sér traust allra þeirra þjóða, sem Spánn þarf að eiga viðskipti við. Með það í hug tökum við þátt í Gíral- stjórninni og viljum vinna að því, að hún verði styrkt ennþá meir með þátttöku fleiri flokka og hópa. Við spánskir lýðræðissinnar %ivorki biðjum né óskum eftir innrás erlendra ríkja á Spán. En við óskum eftir, að bætt verði fyrir það mikla ranglæti, sem spanska lýðveldið var beitt meðan stóð á stríðinu 1936— 1939 í skjóli hlutleysisstefnunn- ar. Dýrmætasta hjálpin, sem hægt er að veita spönsku alþýð- unni, er að gera henni auðveld- ari baráttuna gegn Franco með því, að svifta hann öllum fjár- hagslegum og stjórnmálaleg- um stuðningi. Brezka þjóðin, og fyrst og fremst brezki verkalýðurinn, getur veitt virka aðstoð með því, að fá ríkisstjórnina til þess að slíta öllum stjórnmálatengsl- um við Franco og neita að gera nokkuð, sem verða má til að styrkja stjórn hans, síðustu leppstjórn Hitlers í Evrópu. Og þetta ætti hún að gera, ekki aðeins til liðs við lýðræðis- öflin á Spáni, heldur einnig sem nauðsynlegt skref til að tryggja frið og öryggi í Evrópu og D öllum heiminum. Það má ekki líða............. (Framhald af 1. síðu) ur hljótast af því í atvinnulífi þjóðarinnar, að atvinnutækin séu í höndum einstakra manna. Sú hætta er þá alltaf til staðar, að þessir einstaklingar, sem oft- ast stjórnast ekki af öðru en hagnaðarvoninni í það og það skiptið sjái stundarhagsmunum sínum bezt borgið með því að láta atvinnutækin óhreyfð. Þótt þeir séu, sem betur fer fáir, sem sýna jafnmikla tregðu og jafn- litla ábyrgðartilfinningu fyrir almenningsheill og sá atvinnu- rekandi, sem hér var á minnst og spyrni við fótum, þegar jafn langt er gengið til móts við einka- framtakið og hér var gert, þá er alltaf hætta á því, að ein- stakir atvinnurekendur kæri sig kollótta, þótt fiskveiðar stöðvist og fólk gangi atvinnulaust og svelti, ef. þeim býður svo við að horfa. Það v er stefna sósíalista, að atvinnufyrirtækin eigi að vera í höndum þess opinbera og sam- vinnufélaga þeirra manna, sem við þau vinna. Með framkvæmd þeirrar stefnu er tryggt öryggi í atvinnulífinu. Frá sjónarmiði almennings er mestur skaði í því, að fólk gangi atvinnulaust. Það borgar sig betur fyrir heild ina, að atvinnutæki séu starf- rækt, jafnvel þótt það væri á einhverjum stað og einhverjum tíma rekið með halla, heldur en að stöðva þau og kasta sjómönn um og verkamönnum út í at- vinnuleysi. Almenningseign á atvinnutækjunum auðveldar líka alla skipulagningu atvinnu- veganna og tryggir betur sam- vinnu allra aðila, sem hlut eiga að máli. Það má ekki láta ófyrirleitn- um og eigingjörnum einstakl- ingum líðast að leika sér að lífs- afkomu fjöldans. Sá leikur er búinn að standa yfir alltof lengi, þjóðin er búinn að tapa alltof miklu á slíku. Nútíminn krefst öryggis og skipulagningar í at- vinnulífinu. En því takmarki verður ekki náð nema með því, að þjóðin sjálf hafi umráð yfir atvinnutækjunum, sem afkoma hennar byggist á. Vestrænt lýðræði 13 milljónir negra mannréttindalausir ■ í Bandaríkjunum Fyrir hálfum mánuði kom saman í Detroit þing svertingja í Bandaríkjunum. Samþykkti það harðorð mótmæli gegn kúg- un þeirri og réttindaleysi, _sem 13 millj. svertingja verða að sæta í -Bandaríkjunúm. Þingið sendi Tryggve Lie, aðalritara Sameinuðu þjóðanna bréf, þar sem þessi kúgun er kærð og á það bent, að hún sé brot á sátt- mála Sameinuðu þjóðanna, en þar er ákveðið, að allir kyn- þættir skulu njóta jafnréttis. Segir í bréfinu, að svertingjar hafi árangurslaust reynt að fá rétt sinn viðurkenndan eftir venjulegum stjórnarfarslegum leiðum, en það hafi engan ár- angur borið og því hafi þeir ákveðið að snúa sér til Samein- uðu þjþðanna. í Bandaríkjunum er tíundi hluti íbúanna svertingjar, og eru þeir aðallega búsettir í Suður-ríkjunum, en í þeim ríkj- um er meðferðin á svertingjum lang grimmdarlegust. Hefur meðferð þeirra sízt farið batn- andi í seinni tíð, þótt samúð allra frjálshuga manna með þeim hafi aukizt. Réttindaleysi þeirra nálgast mjög réttinda- leysi Gyðinga. og annarra „lægri kynþátta" í ríki nazism- anna þýzku. I hverri borg er þeim ætluð lélegustu og sóðaleg- ustu hverfin til búsetu og bann- að með öllu að setjast annars- staðar að. Þeir eru að mestu leyti útilokaðir frá samgöngu- tækjum, skemmtigörðum, bað- ströndum og sjúkrahúsum. Oft og tíðum fá þeir ekki heldur að njóta þess réttar, sem er frum- skilyrði lýðræðisins: kosninga- réttarins. Sumstaðar í Banda- ríkjunum hefur hin hvíta yfir- stétt (minnir ónotanlega á Herrenvolk) fundið upp það ráð. til þess að útiloka svertingjana frá því að njóta þess kosninga- réttar, sem þeim ber samkvæmt stjórnarskránni, að láta þá þurfa að geiða sérrstakt gjald til þess að mega kjósa. Þetta gjald geta svertingjarnir venju- lega ekki greitt, því þeir eru yfirleitt bláfátækir og merg- sognir af hinum hvítu auðmönn- um. Sumstaðar er þess einnig krafist, að þeir séu læsir og skrifandi. Reyndar eru þar milljónir hvítra manna, sem hvorki kunna að lesa eða skrifa, en til þeirra eru engar slíkar kröfur gerðar. En hinar hvítu dómnefndir úrskurða svertingj- ana ólæsa, jafnvel þótt um há- skólamenntaða menn sé að ræða. Og ékki eru svertingjarnir rétthæ.rri gagnvart dómstólun- um. Hinn frægi rithöfundur og svertingjaleiðtogi W. E. B. Dobbis segir svo: „Fyrir svertingja er engrar verndar að leita hjá dómstól- unum, aðeins auðmýkingar og niðurlægingar.“ Gömul réttarregla hljóðaði svo: Heldur skal hengja 10 sak- lausa svertingja en láta einn sekan sleppa. Hvítir menn þurfa ekkert að óttast í Suðurríkjunum, hvernig sem þeir fara með svertingja og brjóta lög á þeim. Venjulega þora svertingjarnir ekki að leita dómstólanná, en ef svo ólík lega skyldi fara, þarf hvíti mað- urinn ekkert annað en segja, að svertinginn hafi móðgað sig og er það talin næg afsökun. Ef negrinn reynir hinsvegar að hefna sín persónulega á kvalara sínum er hann umsvifalaust tek- inn af lífi án dóms og laga og eru slík morð enn all algeng í Suðurríkjunum og látin afskifta laus eða réttara sagt lögvernd- uð af dómsvaldinu. Þetta er réttarfarið í hinu mikla lýðræðislandi, þar sem dollarinn drottnar yfir mann- réttindum og lífsafkomu þegn- anna. Þrátt fyrir allar fagrar yfirlýsingar um jafnrétti allra kynþátta og fordæmingu á með- ferð nazista á því fólki, sem þeir kölluðu „óæðri kynflokka“ hef- ur ekkert verið gert til að veita negrunum í Bandaríkjunum sjálfum — tiunda hluta allrar þjóðarinnar nokkur mannrétt- indi, heldur er með þá farið sem þræla eða skepnur, að því einu undanskildu, að þeir ganga ekki lengur kaupum og sölum opin- berlega, en það kostaði líka á sínum tíma f jögra ára borgara- styrjöld til að afnema rétt hvítra manna til að hafa svert- ingjana fyrir verzlunarvöru. Andlátsfregn. S. I. fimmtudag andaðist að heimili sínu, Hlíðarliúsi hér í Siglufirði, Stefán Ólafsson 80 ára að aldri. Var Stefán blindur allmörg síðustu ár æfi sinnar og rúmliggjandi síðustu árin. Naut hann á þeim tíma liinnar beztu umhyggju sonar síns Snorra Stefánssonar framkv.stj. og konu lians Sigríðar Jóns- dóttur.

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.