Mjölnir

Tölublað

Mjölnir - 11.09.1946, Blaðsíða 4

Mjölnir - 11.09.1946, Blaðsíða 4
41. tölublað. 9. árgangur Miðvikudagmn 11. sept. 1946 TILKYNNING frá Efnaiaug Siglufjarðar h. f. Þeir, sem eiga ósóttan fatnað hjá okkur, eru liér með beðnir að sækja liann fyrir næstkomandi laugardag. Efnalaug Siglufjarðar h. f. Umakstur bifreiða Blaðinu barðt fyrirspurn um akstur bifreiða til mannflutn- inga, sem birt var í síðasta blaði. Var hlutaðeiganda boðið rúm til svars, en það hefir ekki borizt enn. Vil ég því lítillega gefa skýringar á þessu, og eru þær byggðar á bifreiðalögunum frá 16. júní 1941. Vil ég þá fyrst benda á 4. málsgr. 14. gr., sem endar svo: „-----Eftirltsmaður ákveður, hvort, og þá með hvaða skil- yrðum heimilt er að nota vöru- flutningabifreið til flutnings farþega endrum og sinnum. Skal það skráð á skrásetningarvott- orð------ Þá er 4. málsgr. 20. gr. áður- nefndra laga svohljóðandi: „Enginn getur fengið leyfi til að aka leigubifreið til mann- flutninga, nema hann sé fullra 20 ára að aldri, hafi staðizt við- bótarpróf og fullnægi frekari skilyrðum, er dómsmálaráð- herra ákveður nánar um í reglu- gerð.“ Af þessu er ©kki annað að sjá frá sjónarmiði okkar ólögfróðra manna, en eftirlit með mann- flutningum á vörubifreiðum, er bæjarltúi talar um, heyrir undir lögreglustjóra. Það virðist því hans verkefni að láta athuga um þá mannflutninga, sem fara fram á vörubifreiðum hér í lög- sagnarumdæminu, hvaða heim- ild bifreiðin hafi til mannflutn- inga, og hvort b'ílstjórinn, sem ekur hafi innt af hendi við- bótarbróf. En úr því að ég fór að vitna í áðurnefnd lög vil ég benda á tvennt, sem mjög er ábótavant hjá bifreiðastjórum allflestum. Það er, að þá götur eru blautar, hve oft er ekið hratt fram hjá vegfarendum og ekki ósjaldan, að forarsletturnar lendi á fötum manna, en 5. máls- gr. 26. gr. enda svo: ,,— Sé bleyta eða fór á vegum, skal aka svo gætilega að ekki slett- ist á aðra vegfarendur.“ Má af þessu sjá, að vegfarendur, sem verða fyrir því, að fá slettur á föt sín vegna kæruleysis bif- reiðastjóra í aksitri, hafa sinn fulla rétt til bóta og ætti að nota þann rétt meira en til þessa hefur verið gert. Gæti það orðið til þess að hægara yrði keyrt þegar for er á götunum. Þá skal bent á 3. málsgrein 28. gr., sem oft er gróflega brotin, og getur haft hinar al- varlegustu afleiðingar, endar liún á þessa leið: „Einnig skal bifreiðastjóri, ef hann mætir bifreið eða öðrum vegfarendum á ljósatíma, lækka framljósin ef unnt er.“ Minnist ég þess varla, aðþáfólkmætirbifreiðum með ljósum að þau séu lækkuð (minnkuð) en ljóst er, að þá er fólk í fær í augun birtu af svo sterkum ljósum sem bifreiðar hafa, þá blindast það 'í bili, og getur því ekki að fullu fylgst með umferð á veginum. Getur því þessi trassaskapur bílstjór- ans orðið þess valdandi, að um- ferðaslys hljótist af, sem flest- um bílstjórum hér mundi falla illa, og vil ég því benda þeim á, að umferðareglur ættu þeir að halda betur en gert hefur verið, og því meiri ástæða, sem meiri straumur aðkomufólks leggzt hingað til bæjarins, en það verður tvímælalaust afleiðing af opnum Skarðsvegarins. Einn úr blaðnefndinni. NYJAR BÆKUR Ljóðmæli Einars Ben., compl. íb„ Gleðisögur eftir Balzac Pólsk bylting Prinsessan á Marz Einkabréf emræðislierranna Litli rauður o. fl. o. fl. Dönsk blöð og bækur í miklu úrvali. Bókaverzlun Lárusar Þ. J. Blöndal SfGLUFJAROARBlÖ sýnir miðvikudaginn kl. 9: BRIM í síðasta sinn, vegna f jölda áskorana. F/mmtudaginn kl. 9: MYRKRAVERK Amerísk sakamálamynd, afar spennandi með JANE WYMAN og JEROME COWMAN í aðalhlutverkunum. Pantaðir aðgöngumiðar, sem ekki er búið að taka 10 mínútmn fyrir kl. 9, verða seldir öðrum. NÝJA BlÖ Miðvikudaginn kl. 9: Fimmtudaginn kl. 9: SVIKARINN með JEAN GABIN Afarspennand/ stríðsmynd, er gerist í Frakklandi. Smábarnaskóli minn byrjar 3. okt. n. k. Guðm. Sigurðsson Ævintýri herra Janiks Eftir KAREL CAPEK góður,“ hugsaði hann, „hvern skollann hef ég nú verið að reka nefið í?“ „Herra Janik,“ sagði sá þreklegi allt í einu. „Eg ætla ekki að fara að skjalla yður neitt, en við þörfnumst krafta yðar. Þér eruð stálheppinn. Menn tala um aðferðir, en leynilögreglumaður, sem ekki er f jandanum heppnari er vita gagns- laus. Við kunnum sitt af hverju hérna, en okkur þætti gott að geta fengið dálítið af hundaheppni líka. Hvað segið þér um að ganga í lögregluna?" „En hvað þá um fyrirtækið ?“ tautaði herra Janik feiminn. „Félagi yðar getur séð um það. Það væri há- borin skömm, ef hæfileikar yðar yrðu aldrei not- aðir. Jæja, hverju ætlið þér að svara?“ ,, Ég — ég verð að hugsa mig um,“ stamaði hinn óheppni herra Janik. „Ég skal koma og tala við yður að viku liðinni — og ef ég hef í raun og veru hæfileika-------ég get ekkert sagt um þetta enn. Eg kem aftur. Áður en vikan var liðin stakk herra Janik kollinum inn fyrir dyrnar á lögreglustöðinni. „Jæja, hér er ég kominn,“ skríkti hann. Ánægj- an geislaði af honum. „Eruð þér nú búinn að taka ákvörðun," spurði kraftalegi maðurinn. „Já, ég held nú það,“ svaraði herra Janik og andvarpaði ánægjulega. „Og ég kom til þess að segja yður að þetta starf hæfir mér ekki og ég ekki því.“ „Vitleysa! Hversvegna ekki?“ „Hugsið yður,“ skríkti herra Janik, „að nú er framkvæmdastjórinn minn búinn að rýja mig 'i fimm ár, og ég grunaði hann ekki frekar en sjálfan mig. Hvílíkur bölvaður grautarhaus! Eg mundi verða dálaglegur leynilögregluþjónn, eða hitt þó heldur. Guði sé lof! 1 fimm ár trúði ég versta svindlara eins og bróðui mínum, og grunaði hann aldrei um græzku. Þér getið ímyndað yður hversu mikið lið væri í mér. Mig var líka farið að gruna það. Drottinn minn! Það gleður mig, að ekkert verður úr því. Jæja, þetta er víst leiðin út. Ha? Þakka yður fyrir!“ ENDIR Horfni kaupsýslumaðurinn Eftir AGATHE CHRISTIE Við Poirot sátum við teborðið og biðum eftir vini o'kkar Japp umsjónarmanni í Scotland Yard. Poirot dundaði við að rétta bollana á undirskálunum; ráðskonan okkar hafði sem sé þann vana að fleygja borðbúnaðinum fremur en leggja hann á borðið. Hann hafði einnig tekið tepottnn, sem var úr málmi, andaði á hann og fægt hann vandlega með silkivasaklút. Á borð- inu stóð dálítill' postulínsketill, sem í var brenn- heitt, þykkt og sætt súkkulaði, er Poirot var meira að skapi en teið, er hann nefndi „brezka eiturseyðið.“ Allt í einu var drepið snöggt á dyrnar. Ráðs- konan fór fram, og eftir stundarkorn kom Japp vaðandiinn. „Eg vona, að ég komi ekki of seint,“ sagði hann þegar hann hafði kastað á okkur kveðju. „Miller tafði mig, ég lenti í stælu við hann; það er hann, sem hefir Davenheim-málið til rann- sóknar.“ Eg sperrti eyrun. Undanfarna þrjá daga höfðu öll blöð verið full af frásögnum og til- gátum um hið einkennilega hvarf Davenheims bankaeiganda og kaupsýslumanns. Davenheim var annar aðalmaðurinn í-Davenheim & Salmon, hinni alkunnu lánastofnun. Síðastliðinn laugar- dag hafði hann farið út úr húsi sínu, og síðan ekki sést. Eg gerði mér vonir um að geta veitt eitthvað nánar um málið upp úr Japp. ,,Það er óhugsandi,“ sagði ég, „að menn geti horfið þannig nú á dögum, að hvorki tangur né tetur sjáist af þeim framar.“ Poirot færði brauðfatið örlítið til og sagði snöggt.- „Verið nákvæmur, vinur minn. Hvað eigið þér við með „að hverfa“?“ Hverskonar hvarf eigið þér við?“ „Mér finnst nú, að ég geti ekki skilgreint öllu nákvæmar hvað ég á við,“ svaraði ég hlæj- andi. Japp brosti einnig. Poirot hnyklaði brýrnar. „Það er hægt að flokka hvörf í þrennt. Fyrst og fremst það, þegar viðkomandi týnist, hverfur um stundarsakir, sem er mjög algengt. Annað: hið margumtala minnistap — mjög sjaldgæft, en kemur þó fyrir. Hið þriðja er morð, þegar tekst að fela líkið, svo það finnist ekki. Eigið þér vð það, að yður finnist óhugsandi, að eitthvað af þessu þrennu geti átt sér stað?“ „Já, mér finnst það nærri því óhugsandi. Þó maður 'tapi allt ’í einu minninu, er nærri því úti- lokað, að hann rekist ekki á einhvem, sem þekkir hann — sízt af öllu gæti alkunnur maður eins og herra Davenheim horfið þannig. Nú, ekki er hægt að láta lík gufa upp og verða að lofti. Þau finnast ætíð, fyrr eða síðar, hversu vel, sem þau kunna að hafa verið falin. Morð er því óhugsandi í þessu tilfelli. Þá er hið þriðja, sem er mjög algengt, að menn reyni að „hverfa“ viljandi, en það tekst sjaldan eða aldrei. Alls- staðar er höfð gát á, dulbúnir lögreglumenn halda vörð á járnbrautarstöðvunum, við hafn- irnar og á flugvöllunum, svo gjaldkerinn, sem strýkur með sjóðinn, fjárkúgarinn eða svika- hrappurinn kemst ekki úr landi. Og innanlands getur hann ekki dulizt, blöðin flytja daglega myndir af honum og verðlaunum er heitið hverj- um þeim, sem geti veitt upplýsingar um dvalar- stað hans. Hann hefir allan heiminn á móti sér.“ „Kæri vinur,“ svaraði Poirot, „þér gleymið einu. Þér reiknið ekki með kæna mannnum, sem ætlar að ryðja öðrum úr vegi — eða hverfa sjálfur — skynsama, kaldrifjaða náunganum, sem leggur allan frumleika sinn, einbeittni sína

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.