Mjölnir

Tölublað

Mjölnir - 18.12.1946, Blaðsíða 2

Mjölnir - 18.12.1946, Blaðsíða 2
2 MJÖLNIR f % ÍMJÖLNIR — VIKUBLAÐ — i| Útgefandi: Sósíalistafélag Sigluf jarðar !; Ritstjóri og ábyrgðarmaður: !; Beaedikt Sigurðsson j! Sírnar 194 og 270 Blaðið kemur út <! alia miðvikudaga, !| Áskriftargjald kr. 15,00 árg. Afgreiðsla Suðurgötu 10 <! Útflutningur og afturhald Sjaldan mun fraumvarp á Alþingi hafa verið jafn umtal- að og umdeilt, eins og frum- varp Áka Jakobssonar um ábyrgð á fiskverði. Afturhalds- öflin stimpla frumvarpið, sem hið mesta ábyrgðarleysi og segja ríkið eklki geta staðið undir útgjöldunum, sem af því leiði, ef illa fari. Hinir frjáls- lyndari og framsýnni menn benda á, að bátafloti lands- manna geti ekki farið á veiðar, nema fá verðið tryggt, þó báta- eigendur vildu, segja bankarnir stop. Það sé því meira ábyrgð- arleysi að samþykkja ekki frumvarpið og stöðva þar með fiskveiðarnar, heldur en að rík- ið taki ábyrgð á því fiskverði, sem bátarnir geta veitt fyrir. Enda eru nokkrar líkur til, að fiskur seljist fyrir það verð, er bátarnir þurfa að 'fá og ríkis- sjóður þar með laus við tap af ábyrgðinni. En þessar líkur eru aðeins til, ef stjórnarvöld landsins losa sig við það póli- tíska ofstæki í afurðasölumál- unum, sem þau eru uppvís að undanfarnar vikur. Undirlægjuháttur ýmsra Is- lendinga við Ameríku og andúð í garð Rússlands og hinna nýju sósíalistaríkja Evrópu,\ er sprottið af pólitísku ofstæki og skammsýni, sem getur stórskað að íslenzku þjóðina. Ameríka með s'inu vilta braski og skipu- lagsleysi verður ekki framtiðar- markaður fyrir íslendinga, enda þarf Ameríka ekki að flytja inn fiskafurðir.. En Evrópulöndin með sinn áætlunarbúskap, sem þarfnast fiskiafurða og líða nú af matarskorti, verða tvímæla- laust ágæt markaðslönd ef rétt er á haldið. Og það mega ís- lenzkir afturhaldsmenn vita, að cngin áhrif hafa þeir á stjórnar háttu Rússlands og annarra landa, þó þeir vilji neita að selja þeim íslenzkar fiskiafurðir. Afurðasölumálin eru flækt inn í umræðurnar um ríkis- stjórnarmyndun, illu heilli, en vonir þær, sem menn gerðu sér fyrir nokkrum dögum, um að nú myndi hrökkva eða stökkva með r'ikisstjórn, hafa nú slokkn að og virðist allt í óvissu um myndun ríkisstjórnar. Hins- 'i Verkalýðssamtökin, alþýðuæskan og jafnaðarstefnan. Það eru nú allir orðnir sam- mála um það, að íslenzk verka- lýðshreyfing sé nú sterkari en nokkru sinni fyrr, og að hún sé ein af sterkustu félagssam- tökum landsins. Saga verkalýðshreyfingar- innar yfirleitt er stórt og yfir- gripsmikið viðfangsefni, sem nauðsynlegt er fyrir ungafólkið að glíma við, því að þar getur það kynnst reynslu liðinna kyn- slóða. Én því er nú ver, að saga verkalýðshreyfingarinnar ligg- ur ekki fyrir í námsbókarformi eða þ. u. 1., hún er eins og þáttur af mannkynnssögu og stjórnmálasögu, — þróun verka lýðshreyfingarinnar hefur átt sér stað jafnhliða þróun þjóð- skipulaganna, og því verður að 'kynna sér stjórnmálaþróunina jafnhliða sögunni. Það er ekki ætlun mín hér að fara að rekja þessa sögu, en vildi aðeins benda ungu alþýðu- fólki á það, að undirstaðan undir styrkleika verkalýðs- hreyfingarinnar er hin stjórn- málalega leiðarstjarna, sem verkalýðurinn hefur haft frá því hugmynd jafnaðarstefn- unnar skaut upp. Jafnaðar- stefnan var í fyrstu ómótuð hugmynd manna, sem sáu galla og lýti þess þjóðskipulags, sem þeir bjuggu við. En þessi hug- mynd varð þó æ fastari í skorð- um er timar liðu og stéttaskipt- ing varð skýrari i þjóðfélaginu. Þessi hugmynd fékk þó fyrst á sig form fræðikenningar og vísinda, þegar hinir miklu hugs- uðir og fræðimenn Karl Marx og Friedrich Engels höfðu haft hana til meðferðar langan tíma. Þeir sköpuðu í sameiningu þjóð- félagsvísindi marxismans eða hina vísindalegu jafnaðarstefnu Þessi stefna hefur s'iðan á mark vissan hátt vísað verkalýð heimsins leiðina til frelsis og valda. Þessi stefna var sú, sem leiddi rússneska verkalýðinn og bændalýðinn til sigurs og valda, og gaf þeim land sitt að fullu. Og það verður þessi stefna, sem að lokum leiðir allan heimsins verkalýð til sigurs í frelsis og réttindabaráttu hans. Jafnaðarstefnan, eða sósíal- isminn, hvoru nafninu, sem það er nefnd, er algerlega andstæð stefnu auðvaldsins, kapitalism- anum. Jafnaðarstefnan gerir ráð fyrir rekstri þjóðarbúsins á félagsgrundvelli, sameign at- vinnutækjanna, áætlaðri fram- leiðslu og sölu afurða og full- komnum réttindum og frelsi vegar þola afitrðasölumálin enga bið og verður þingið strax að samþykkja frumvarp Áka Jakobssonar, ef það vill halda heiðri sínum, jafnframt verður að byrja strax sölutilraunir á fiski og ganga að því verki for- dóma- og ofstækislaust. hverjum einstakling til handa. Auðvaldstefnan gerir ráð fyrir, að þjóðarbúið sé rekið á grundvelli einstaklingshyggj- unnar. Einstaklingar eigi at- vinnutækin og heyi samkeppni um framleiðslu og sölu afurða, allt verði miðað við hag þeirra einstaklinga, sem einhverjum eignum ráða og lög sett til verndar þeim. Minna sé hugsað um hag 'þeirra, sem við atvinnutækin vinna og eignalausir eru, ráð þeirra allt sé í hendi hinna góðu herra., sem náðarsamlegast lofa þeim að vinna við atvinnutækin og skapa gróða eigendunum til handa. Þannig getur atvinnu- rekandi í fulium rétti og án nokkurrar ábyrgðar sagt verka- mönnum sínum upp vinnu 'fyrir- varalaust. Hann ber enga ábyrgð á því, hvort þessir menn fara á vonarvöl eða eigi. Á móti þessu réttleysi verka- manna hefur barátta fylgis- manna jafnaðarstefnunnar beinzt og fyrir þá baráttu hefur mikið á unnizt, hagur verka- lýðsins hefur batnað og réttur- inn aukizt. Og nú er víða svo komð, að völdin eru í höndum auðvaldssinna aðeins fyrir til- stilli þess krafts, sem peninga- valdinu fylgir. Takmark jafnaðarstefnunnar er þó eigi það eitt að vinna að endurbótum og ýmiskonar álöppunum á þjóðfélagi auð- valdsins. Hún vill það feigt, og vinnur þv'i ötult að því að koma þvi á kné og stofnsetja þjóðfé- lag jafnaðarstefnunnar, sósíal- ismans. En þarna er við ramm- an reip að draga. Auðvaldið er sterkt í krafti peninga og valda, og það hefur með áróðri sínum smátt og smátt skajpað almenningsálit, sem er því hliðhollt og lítur á jafnaðarstefnuna sem plágu eða drepsótt. Og svo hefur auðvaldið smám saman eignast bandamann, sem að nokkru leyti er innan verka- lýðsins, en það er hinn svokall- aði sósíaldemókratismi, — hon- um 'fyigja þeir, sem í eðli sínu eða af persónulegum ástæðum eru hvorki jafnaðarmenn eða auðvaldssinnar, en vilja þó eiga vingott við báða, og eru þv'í stór Þrándur í Götu samstilltr- ar baráttu jafnaðarmanna gegn auðvaldinu. Einn slíkur flokkur starfar nú hér á landi og kallar sig Alþýðuflokk. Hann hefur á ný- afstöðnu flokksþingi samþykkt ályktun, sem ber það ljóst með sér, að flokkurinn er haldinn þessum tvískinnung, sem ég lýsti áðan. I þessari ályktun segir, að flokkurinn sé sósíalist- iskur verkalýðsflokkur er starfi á grundvelli lýðræðis og berjist gegn öfgum til hægri og vinstri auðvaldi og komm- únisma. Það er vitaskuld ekkert und- arlegt þó verkalýðsflokkur, sem er sósíalistiskur, berjist gegn auðvaldi og fasisma, en það er undarlegt, að hann skuli lýsa því yfir, að hann berjist gegn kommúnisma. Það er ekki hægt að draga aðra ályktun af svona yfirlýs- ingu en þá, að ekki sé nema annaðhvort að marka í þessari yfirlýsingu; annaðhvort að flokkurinn sé ekki sósíalistisk- ur eða þá, að hann berjist ekki gegn kommúnisma og sé só sósíalistiskur. Það er ekki í al- vöru hægt að halda því fram, að stjórnmálaflokkur berjist f yrj/r sigri\;ósíalismans< og dauða kommúnismans jafntímis. Slíkt er órökrétt og ómögulegt. Sigri sósíalismans hlýtur það að fylgja, að kommúnisminn taki við, að þjóðfélagið komizt á stig kommúnismans. Þetta atriði sýnir svo ljóst hversu erfitt ja'fnaðarstefnan, sósíalisminn á í baráttu sinni við kapitalismann. Svona yfir- lýsingar, gefnar af flokki, sem telur alþýðu trú um, að hann berjist fyrir jafnaðarstefnu, eiga að sanna gildi flokksins og tryggð hans við stefnuna en verka öfugt á þá, sem eitthvað hafa gluggað í kenningu sós'ial- ismans. I þeirra augum verður það yfirlýsing um svik við stefn- una. Þess vegna vil ég, um leið og ég hvet alla alþýðuæsku til öfl- ugri þátttöku í starfsemi al- þýðusamtakanna, hvetja hana til að afla sér meiri fróðleiks um jáfnaðarstefnuna, hina fræðilegu jafnaðarstefnu og eftir það veit ég, að hún mun geta greint hina kratisku villu- kenningu frá hinni réttu. Alþýðuæska! Jafnaðarstefn- an — sósíalisminn, það er stefna framtíðarinnar og hún kallar á þig til starfa. I hennar ljósi átt þú að byggja upp þinn fram- tíðar heim. E. M. A. Eins og að undanförnu höfum við ýmislegt á boðstólum s. s.: Bamasloppar, m. teg. Barnalúffur Kvenundirföt Herranærföt Herra- og kvenhanzkar Kvensokkar, m. teg. Dragtaefn i Herraullarsokkar Vasaklútamöppur Náttermar Treflar, livítir @ Drengjahúfur Skíðahúfur Keramik Skálar Diskar Vasar * Spil, m. teg. Verzl. Sigluf jörður Beztu jólagjaf irnar! í Túngötu 1, svo sem skíða- peysur, skyrtur, bindi, nærföt, sokkar, undirföt, vesld, hanzkar snyrtivörur, skrautvörur, — bamakápur, leikföng og m. m. fleira. Verzlunin Túngötu 1 Sjómannablaðið (Framhald af 1. síðu) Kveðja til ísl. sjómanna frá Richard Beck prófessor, Norð- urhafsveldi, eftir dr. Jón Dúa- son; Málefni dagsins, eftir Ás- geir Sigurðsson; Nút’ima fiski- bátar á Norðurlöndum, eftir Jan Olof Traung Kennslubækur Stýrimannaskólans eftir Grím Þorkelson; Faðir þilskipaút- gerðarinnar á íslandi og fæð- ingarstaður hennar, éftir Einar Bogason frá Hringsdal; Góðar bækur eftir Júlíus Ólafsson. Þá eru einnig nokkrar smærri greinar, Á frívaktinni o. fl., skrítlur, skákdálkur og bóka- fregnir. Forsíðumyndina: Karlinn við Reykjanes, tók Halldór Arnórs- sson. Nýjar bækur Salamöndrustríðið, eftir Karl Capek; Réttlæti en eltki liefnd, eftir ameriska blaðamanninn Lauterbach eru 'komnar út. — Ennfremur 1. og 2. li. af Tíma- rltinu 1946. Nýir meðlimir geta ennþá fengið sumt af eldri árgöngun- um. Nokkur eint- óseld af „Undur veraldar“, kosta aðeins kr. 50,00 til félagsmanna. Meðlimir sæki bækumar hið fyrsta. Mál og menning, afgreiðsla Lækjargötu 8. Hannes Guðmundsson I9LASK0NA er bezt að kaupa hjá okkur. Kaupfélag Siglfirðinga Skóbúð Steinhringar, gull • EYRNALOKKAR HALSMEN, FRAKKASKILDIR KROSSAR ofl. Ásgrímur Albertsson gullsmiður NYKOMIÐ 'borstofustóla- og dívanteppi í mörgiun litum- Mjög mikið úr- val. Verðið lágt. Jóhann Stefánsson Við höfum eins og að undan- fömu mesta úrvalið af JÖLAGJDFUM fyrir kárlmenn, kvenfólk og börn. Vefnaðarvörur, allsk. — Keramik, ritföng, bækur. / Aðalbúðin h. f. Náttkjólar og undirföt Kaupfélag Siglfirðinga Vefnaðarvörudeild * \ i )

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.