Mjölnir

Eksemplar

Mjölnir - 18.12.1946, Side 3

Mjölnir - 18.12.1946, Side 3
y V i f Baráttan gegn kommúnismanum Á f lokksþingi sósíaldemókrata komu því miður fram raddir, sem skýrt og umbúðalaust heimtuðu baráttu gegn komm- únismanum. Og þó undarlegt sé, þá hefur það sýnt sig að undanförnu, að viss öfl innan flokksins hafa tekið þetta gagnslausa og hættulega slag- orð alvarlega og haga sér eftir því, sem geta leyfir í samræmi við það. Það er því ekki ótímabært nú — meðan þetta brjálæði hefur enn ekki hlotið almenna út- breiðslu — að athuga hvaða þýðingu slagorðið: baráttan gegn kommúnismanum, hefur haft frá sögulegu sjónarmiði, og hvaða þýðingu það getur haft í framtíðinni, ef þv'í verður enn einu sinni framfylgt. Þá er fyrst að gera sér ljóst, að kommúnistarnir eru ekki aðeins fulltrúar þess, sem verka lýðsstéttin skilur með hugtak- inu f járhagslegt lýðræði, heldur einnig eðlilegur, framfarasinn- aður vinstri armur á vettvangi flokkaskipunar hins borgarlega lýðræðis. Þetta þýðir með öðrum orð- um það, að kommúnistarnir eru framfarasinnar, sem berjast fyrir leiðréttingum á hinu póli- tíska lýðræði, umbótum á sviði fjármála og félagsmála, þannig, að hið pólitíska lýðræði vegi á móti þeim breytingum og aflög- unum, bæði pólitískum, efna- hagslegum og stéttalegum, sem orðið hafa innan ramma borg- aralegs þjóðfélags á þeim 100 árum, sem liðin eru síðan þetta lýðræðisform sigraði. Að berjast á móti leiðrétt- ingum og umbótum á formi lýð- ræðisins og áframhaldandi þró- un þess, að berjast móti áfram- haldandi lýðræðisþróun innan þjóðfélagsins, í pólitískum og efnahagslegum skilningi, og að reka þessa baráttu í nafni lýð- ræðisins, er hið sama og að saga 'i sundur greinina, sem maður situr á sjálfur, að grafa gröf, sem maður fellur sjálfur í fyrr eða síðar. Þetta ætti að vera grundvallarkenning, ekki aðeins verkalýðshreyfingarinnar, held- ur einnig hinna borgaralegu lýð- ræðisafla í heild. Árin á milli styrjaldanna sýndu það greinilega, að ekkert borg- aralegt þjóðfélagskerfi fær staðizt, ef baráttan gegn komm- únistunum er rekin til hins ýtr- asta og nær sínum rökrétta og eðlilega árangri: Fullkominni kúgun og undirokun kommún- istiskra flokkssamtaka. Árin milli styrjaldanna sýndu einnig, að baráttan gegn kammúnistum var það kjörorð, sem mest jók framgang óvina lýðræðisins, og bar þá fram til sigurs um stund- arsakir. Undir þessu kjörorði, sem í raun og veru dylur aðeins baráttu afturhaldsins gegn verkalýðnum og sósíalisman- um, skaut nazisminn og fas- isminn alls staðar upp höfðinu Grein sú, er hér fer á eftir, er eftireinnaf þingmönnum danska kommúnistaflokksins, Martin Nielsen. Gerir hún grein fyrir rökum kommúnista gegn sundr- ungarstefnu hinna „gömlu“ for- ingja sósíaldemókrata þar í landi. Á hún einnig erindi til íslenzkra lesenda. og náði fótfestu, og lét sér þá ekki nægja að yfirbuga komm- únistana, heldur kæfði niður öll form og afbrigði lýðræðisins. f Weimar-Þýzkalandi var bar- áttan gegn kommúnismanum sá stökkpallur, sem nazistom nægði í baráttunni gegn lýðræð- inu og til þess að ná hinu póli- tíska markmiði sínu, að búa Þýzkaland undir heimsvalda- sinnaða árá^arstyrjöld. í Austuri'iki var valdbeiting- in gegn kommúnistunum for- leikurinn að undirokun verka- lýðshreyfingarinnar, gróður- setningu nazismans og innrás Hitlers. Fyrsta verk franska aftur- haldsins eftir styrjaldaryfirlýs- inguna 1939 var að banna kommúnistaflokkinn. Með þvi var brotin leið til árása á verka- lýðsstéttina og það lýðræði, er stóð í vegi fyrir svikaáformum Lavals og fylgifiska hans. Hvað Finnlandi viðvíkur, þá vita allir, sem nokkra þekkingu hafa á hinni sorglegu sögu finnsku þjóðarinnar, að aðalor- sökin til hins pólitíska gengis Lappó-fasismans og Hvít-Finna var sú, að hinir svonefndu lýð- ræðisflokkar landsins höfðu í meira en tuttugu ár bannað lcommúnistaflokkinn. Með því hindruðu þeir verkalýðshreyf- inguna í því að taka 'i tíma upp baráttu gegn þeirri þróun, sem leiddi til hruns fyrir alla þjóð- ina. Á sama hátt imá benda á hin hálf fasistisku og alfasistisku lönd í Austur- og Suður-Evrópu, þar sem afturhaldinu og naz- istiskri herforingjastétttókstað leiða þjóðir sínar í styrjöld við hlið Möndulveldanna. Þetta hefði heldur ekki tekizt, ef menn hefðu ekki kúgað og of- sótt kommúnista þessara landa í nafni ,,Iýðræðisins“, og á þann hátt svift verkalýðshreyfing- una og alþýðunni sinni eðlilegu forystu. Þessar staðreyndir, og margar fleiri, sanna það, að bar- áttan gegn kommúnistunum hefur aðeins gagnað afturhald- inu og mun ekki gagna neinum öðrum í framtíðinni. Þær sanna það, að hinir svo nefndu „lýð- ræðisflokkar“, sem vilja teka þátt 'i slíkri baráttu eða jafnvel hafa forystu í henni, styðja með því afturhaldið og grafa sér sjálfum gröf. Það er vert að hafa þessar staðreyndir í huga, þegar maður virðir fyrir sér það brjálæði, sem nú virðist hafa grigjð ýmsa af foringjum sósíaldeimókrata hér á landi. Það skal tekið fram, að óbreyttir verkamenn, sem fylgja sósíaldemókrötum að málum, eru yfirleitt ekki sömu skoðunar. Kjörorð flokksþingsins virð- ist enn fávíslegra, e'f litið er á það, að þingið samþykkti ein- róma stefnuályktun, er komið- gæti til mála sem grundvöllur nýrrar framþróunar í átt til aukins pólitísks lýðræðis og sós'.alisma. Sem kunnugt er um, eru kommúnistar og sósíal- dt'mókratar í höfuðatriðunum sammála um hvaða stefnu skuli haldið í viðreisnarmálunum eftir stríðið. Að minnsta kosti er ágreiningurinn ekki meiri en svo, að auðvelt er að eyða hon- um, ef vilji til samstarfs .er fyrir hendi. En fyrst þessu er þannig varið gengur það brjál- semi næst, þegar sósíaldemó- kratar lýsa nú yfir af sinni hálfu baráttu gegn kommúnist- um, og gera hana að kjörorði sínu. Slík barátta hlýtur óhjá- kvæmilega að þýða það, að verkalýðurinn eyði í innbyrðis baráttu þeirri orku, sem annars yrði notuð til baráttu út á við, gegn afturhaldsöflunum. Þetta hefur aftur þá þýðingu, að verkalýðsstéttin, sem er það áhrifavald, er hefur því sögu- lega hlutverki að gegna að hafa hönd 'i bagga með þróun lýð- ræðisins unz hinu fullkomnasta lýðræði, sósíalismanum, hefur verið náð, veiklast í gagnslausri og þýðingarlausr iinnbyrðis bar áttu ,til gagns og gleði fyrir afturhaldið, sem ekki aðeins vill kommúnismann feigan ,heldur lýðræðið í öllum myndum þess. Við vonum því, að sósíaldemó- kratarnir fái vit sitt aftur, áður en það verður of seint. Dönsk verkalýðshreyfing hefur í dag nauðsynlegri störf- um að sinna en því, að standa í innbyrðis illdeilum. Með sam- einingu hinna sósíalistisku afla verkalýðsstéttarinnar væru nú fyrir hendi möguleikar til að hefja umsköpun þjóðfélags okkar 'i sósíalistiska átt. Þeim möguleika imá ekki spilla með gagnslausum deilum, sem ekki aðeins veikla þrótt stéttar vorr- ar, heldur orsaka einnig, að þeir hópar manna utan hinnar eiginlegu verkalýðsstéttar, er hafa sömu eða svipaðra hags- muna að gæta, og skoða verka- lýðsstéttina að nokkru leyti sem pólitíska forgöngusveit sína, fælast frá henni að nýju, hverfa að nýju'í faðm afturhaldsins og verða að nýju fórnardýr lýð- skrumara í þjónustu afturhald- ins. Á grundvelli þessara raka og annarra, neita kommúnistar nú alls staðar að taka þátt í þeirri óheillastarfsemi að blása nýju lífi að hinum óheillaríku deilum fortíðarinnar og taka að nýju r.*, r- upp dauð kjörorð fortíðarinnar. Og við ál'itum, að það sé í sam- ræmi við vilja verkalýðsins, sem hinn harði skóli styrjaldarinnar kennd tvö miklsVerð atrði: I fyrsta lagi það, að einingin er skilyrði þess, að sigur nást, og í öðru lagi, að verkalýðurinn hefur því sögulega hlutverki að g«g«ia, í krafti einingar sinn- ar um meðul og markmið að vera forustusveit lýðræðisins í baráttunni fyrir fullkomnun þess og fullnaðarsigri. Þess- vegna hlýtur líka meginhluti dansks verkalýðs að vera komm únistunum sammála um það, að það er bæði gagnlegra og hagfelldara, að sósíaldemókrat- ar og kommúnistar berjist sam- einaðir gegn Knud Kristensen og atvinnurekendum, en að kommúnistar og sósíaldemó- kratar rífi augun hvor úr öðr- um! VERTÍÐIN (Framhald af 1. síðu) málin á hagkvæman hátt, eins og hann hefur sýnt í landsölu- málunum, þá væri tilkoma þessa frumvarps l'iklega óþörf. Andstæðingar sósíalista, og þó sérstaklega Alþýðublaðið og Vísir, .hafa ráðist á atvinnu- málaráðherra fyrir að koma með frumvarp þetta. Vilja láta allar aðgerðir bíða þangað til búið sé að semja milli flokk- anna, mynda stjórn og þess- háttar. Búast má þó við, að ganga þorksins bíði ekki eftir slíkum samningum, þannig að hægt sé að fresta vertíð þess- vegna. Fyrir forgöngu atvinnumála- ráðherra tók rikissjóður fyrir síðastliðna vertíð nákvæmlega samskonar ábyrgð á sig gagn- vart bátaútveginum og hrað- frystihúsunum. Hefur það nú sýnt sig, að þessi ábyrgð hefur orðið algjörlega kostnaðarlaus fyrir r'ikissjóð. Jafnvel þó slík ábyrgð kynni að hafa einhver útgjöld í för með sér fyrir ríkis- sjóð í þetta skipti, má ekki hika við að veita hana. Bátaflotinn verður að halda áfram. Ekkert er þó líklegra, en að ábyrgðin reynist kostnaðarlaus fyrir ríkissjóð aftur, að minnsta kosti ef sæmilega er haldið á afurðasölumálunum. Samkvæmt hagskýrslunni hefur það sýnt sig, að á yfir- standand iári höfum vér flutt mikið meira inn en út. Hafa þessvegna gjaldeyrisinnstæður landsmanna erlendis minnkað talsvert á árinu. Hvar verðum vér staddir innan skamms í gjaldeyrismálunum, ef báta- flotinn stöðvast? Hvar ætla heildsalarnir þá að fá gjald- eyrir til innflutnings síns? Báta flotinn má alls ekki stöðvast, ef ekki á tiltölulega fljótlega að kom til hruns með tilheyrandi atvinnuleysi. Leið sú, er lagt er til, að far- inn verði með frumvarpinu hef- ur þegar gefist vel einu sinni áður. Því þá ekki reyna hana aftur? Sýni það sig hinsvegar, að ábyrgðin ætli að reynast kostnaðarsöm fyrir ríkissjóð, verður að reyna að finna aðrar leiðir, en meðan l'itið eða eljkert hefur verið gert í afurðasölu- málunum, er ekki hægt að bannfæra þessa leið. ÆFS-félagar! Æskulýðsfylkingin lieklur skemmtífund n.k. lnugardag kl. 9 e. h. í Suðurgötu 10. Dagskrá nánar auglýat f göta- auglýsingum. Félagar! Fjölmennið og takið með ykkur gestí og nýja félaga. ■TJÓRNIN AFURÐAVERÐ (Framhald af 1. síðu) stólum hjá Kjötbúðinni lifur á kr. 11,00 kg. og hausar á kr. j 10,00 kg. Mun fást upp úr þessu nálægt kr. 20,00 úr kind, ef frá er dreginn kostnaður við að svíða hausinn, og tjáð er mér, að s.l. sumar hafi verið fast verð á soðnum lambshaus kr. 20,00, og er þá létt fyrir fólk að fylgjast með hvort ekki »r allveruleg upphæð, sem fer í milliliðina, sem ég endurtók, að eru í þessu tilfelli með öllu óþarfir. Og hver mun neita því, að þessi verzlun beri ekki merki þess, að um fjárgróðalöngun sá að ræða? Þá endar þessi uim- rædda grein með þessari hjart- næmu umhyggju fyrir bænd- unum, en hver alvara á bak við liggur, munu bændur sjálfir bezt skilja gegnum áðurnefnd viðskipti, auk kjötviðskiptanna, sem er hagað þannig eftir sögn tveggja málsmetandi bænda. Á haustin er greitt rúmlega hálft verð, en eftirstöðvar venjulega rétt fyrir slátrun árið eftir, og mun það vera það bezta, því sumir bændur muasu ekki enn vera búnir að fá sitt frá f. á. Er þá kjötbúðin þarna með vaxtalaust fé bænda í allt að einu ári í sínum rekstri og stundum lengur. Kemur þarna ljós, sem oftar, að vöntun á samtökum bænda er þeim all tilfinnanleg um þeirra hags- munamál, því það er ekki sam- tök, sem bændur eru ánægðir með, að þeir fái greitt út á kjötið sitt eins og i haust kr. 4,50 og sjá svo okkur selt sama kjötið i sama húsinu á sama degi fyrir kr. 10,80 og vita svo verzlunarfyrirtækið velt.a sínu fé í allt að ári og fá þá uppgert með kr. 7,13, eins og lokauppgjör var s.l. haust fyrir árið 1945. Að endingu vil ég vænta þsas, að bændur megi sjálfs s'in vegna, sem allra fyrst mynda samtök, sem veita þeim skilyrði til þess að fá bein sambönd við neytendur, og lofa millib.ðnum að vikja til hliðar, og þar með fá sitt fé strax til ráðstöfunar. Mun slíkt aðfarasælla eins og hér er að farið, enda sýnir dóm- ur, sem Kaupfélag Þingeyinga hefur fengið nýlega, að þar er ekki hagur hinnar vinnandi handar settur í fremsta sæti. Væri óskandi, að Alþingi bregðist vel við frumvarpi þessu, þrátt fyrir móttökur meirihluta sjávarútvegsnefndar á því. Málið þohr enga bið.

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.