Mjölnir - 18.12.1946, Síða 4
Miðvikudagion 18. des. 1946
55. tölublað.
9. árgangur.
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
MALVERKASlNING
Herberts Sigfússonar stendur nú yfir í Gildaskálaniun. Er
liún opin f rá kl. 11 árdegis til kl. 9 síðdegis.
Á sýningunni eru um 30 málverk, olíu- og vatuslitamyndir.
Eru þarna ýmsar athyglisverðar myndir, og er ekki ólildegt, að
mörgum Ieiki hugur á að skoða hana. Verður hennar nánar getið í
næsta blaði.
Síðasti dagur sýningarnnar er í dag.
I JÚLAMATINN
Svínakjöt í steik og kótelettur
Nautakjöt buff og steik
Nýjar rjúpur
Ný sviðin svið
Hangikjöt og m. fl.
Þá verða til salöt, reyktur Iax, áleggs pylsur, margar teg.,
niðursoðin síld og sardínur. Harðfiskur og liákarl og m. fl. Eplin
eru með Selfoss en því miður fáiun við ekki meir af ávöxtum fyrr
en eftir nýár.
Komið, hringið eða sendið.
Við erum í yðar þjónustu.
JKjötbúð Sigluf jarðar
JÚLAEPLIN
eru væntanleg með s.s. Selfoss. /Jeim verður skipt milli fé-
lagsmanna og sennilega tilbúin til afgreiðslu á Þorláksdag.
Kaupfélag Siglfirðinga
TIL ATHUGUNAR
.. Hentugasta jólagjöfin er fallegt málverk.
Til svnis í Suðurgötu 10
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Söltunarfélag kaupfélagsins h f.
Pélagsmenn ! Munið hluthafafundinn í Suður-
götu 10 kl. 8,30 e. h. föstudaginn 20. þ. m.
Stjórnin
ENSKAR SILFURVÖRUR
svo sem EGGJABIKARAR, KERTASTJAKAR, SKÁLAR o.fl.
teknar upp í morgun. Lítið af liverri tegund.
ÁSGRfMUR ALBERTSSON
gullsmiður
M O N T E S
Eftír FRANK HARRIS
Þegar hann sá, að ekki þýddi að reyna að telja
mér hughvarf, sagði hann, að ég mætti fara.
Litlu síðar yfirgaf ég heimili mitt og fór gang
andi til Sevilla. Þar vann ég fyrir mér í nokkrar
vikur við ýmiskonar störf, sem til féllu 'i sam-
bandi við nautaötin. Ég var látin gefa nautun-
um, hjálpa til að skilja þau og annað þess hátt-
ar. Þar eignaðist ég kunningja, sem síðar varð
vinur minn, Juan Valdéra. Hann var í atliðinu
í Girvalda, venjulegur miðlungs nautabani. —
Hann var ættaður frá Estramadura og okkur
gekk í fyrstu illa að skilja hvor annan. En hann
var vingjarnlegur og kæruleysislegur og mér
geðjaðist mjög vel að honum. Hann var vörpu-
legur maður, hár, sterklegur og fríður sýnum,
með stutt, dökkt, hrokkið hár, dökkt yfirskegg,
svört augu. Honum féll vel við mig, sennilega
vegna aðdáunar minnar á honum, og vegna
þess að ég þreyttist ekki á að hlustaá hann segja
frá sigrum sínum meðal kvenþjóðarinnar, jafn-
vel meðal göfugra kvenna. Auðvitað sagði ég
honum, að mig langaði til að sýna mig á at-
sviði, og hann lofaði að hjálpa mér til að fá
stöðu í Madrid, þar sem hann þekkti ýmsa. ,,Þú
gætir sennilega orðið góður klæðisberi,“ sagði
hann lítillátur, ,,eða jafnvel spjótamaður, en
þú kemst aldrei lengra. Sjáðu nú til. Til þess að
verð^, æðsti nautabani, eins og ég ætla að verða,
þarf maður að vera hár vexti og sterkur.“
Hann teygði úr sér og þandi út brjóstið.
. „Eg býst við,“ hélt Montes áfram eftir
lynda. Ef til vill hafði hann og faðir minn rétt
fyrir sér og það var ekki v'lst, að ég yrði
nokkurn tíma nógu sterkur til að verða nauta-
bani. 1 fáum orðum sagt hóf ég nú að spara
saman dálitla fjárhæð, og tókst að komast til
Madrid seint um haustið, þegar nautaötin voru
um garð gengin. Eftir að hafa íhugað málið
vandlega, ákvað ég að reyna að fá atvinnu í
járnsmiðju og tókst það von bráðar. Erfiðið jók
mjög krafta mína, eins og ég hafði búizt vð,
og vorið, sem ég varð tvítugur, tókst mér loks,
með hjálp Juans, að komast til reynslu sem
klæðisberi á atsviðið í Madrid.
„Ég býst við við,“ hélt Montes áfram eftir
dálitla þögn, „að samkvæmt reglunni hefði ég
átt að vera æstur og óstyrkur þennan sunnudag,
sem ég sýndi mig á atsviðinu í fyrsta skipti. En
það var ég ekki. Ég bara lagði mig fram um að
gera vel til þess að verða ráðinn á meðan nauta-
ötin færu fram um sumarið. Járnsmiðurinn,
Antonio, hafði greitt mér nokkra fjárupphæð
fyrirfram, svo ég gæti keypt mér búning, og
Juan fylgdi mér til klæðskera, sem saumaði
hann. Skuld mín við Antonio og klæðskerann
olli mér dálitlum áhyggjum. Jæja, þennan sunnu
dag þótti mér ekki takast vel 'i fyrstu. Ég tók
þátt í skrúðgöngunni inn á sviðið, breiddi síðan
úr rauða klæðinu um leið og hinir. En þegar
nautið renndi sér á mig, hljóp ég ekki i burtu
eins og þeir, heldur vafði klæðinu utan um mig.
Um leið og horn nautsins snertu mig, steig ég
til hliðar — þó ekki nema svo sem hálft skref.
Áhorfendurnir lustu upp fagnaðarópum og mér
’fannst mér hafa tekizt ágætlega, þar til Juan
kom til mín og sagði:
„Þú átt ekki að halda svona sýningar á þér.
Fyrst og fremst verður þú áreiðanlega drepinn,
ef þú ferð þannig að, og í öðru lagi er verk ykkar
strákanna, sem berið rauða klæðið, aðeins það
að þreyta nautin, svo við nautabanarnir getum
drepið þau.“
Þetta var í fyrsta skipti, sem ég reyndi af-
brýðissemi stéttarbræðra minna. Eftir þetta
hljóp ég um sviðið eins og hinir, en án nokkurs
áhuga á íþróttinni. Mér fannst það bara kjána-
legt, og þar að auki fannst mér ég geta ráðið
það af reiði og fyrirlitningu Juans, að ég mundi
alls ekki verða ráðinn. En smám saman jókst
þó kjarkur minn aftur og þegar fimmta eða
sjötta nautinu var hleypt inn, ákvað ég að láta
það elta mig. Þetta var góðlyndur og hrekkja-
laus boli; hann stóð á miðju sviðinu og var i
talsverðu uppnámi, en þó ekki reiður, þrátt fyrir
öll rauðu klæðin, sem veifað var 'i kring um
hann. Þegar röðin kom að mér, hljóp ég til hans,
nær honum en nokkur annar hafði vogað sér,
og egndi hann með klæðinu. Hann æddi beint á
það og ég lét hann elta mig í hálfhring um
sviðið. Þá nam ég staðar og lofaði honum að
hnoða klæðið, sem ég hélt í tæpri armslengd
frá mér. Eg leit ekki einu sinni við til þess að
gefa honum auga, því ég vissi, að hann mundi
ráðast að klæðinu, en ekki mér. Áhorfendurnir
risu úr sætum sínum og æptu eins og þetta væri
eitthvað sérstakt afreksverk. Þá þóttist ég viss
um, að ég mundi verða ráðinn, og varð harð-
ánægður. En nokkrum mínútum seinna sagði
Juan við mig:
„Þú verður drepinn einhvern góðan veðurdag,
drengur minn, ef þú hagar þér þannig. Þú verð-
ur ekki langlífur, ef þú ætlar þér að treysta
naut.unum.“
En ég gaf engan gaum að því, sem hann sagði.
Eg hélt, að þetta væri aðeins vingjarnleg ráð-
legging, og þráði það eitt að verða ráðinn fasta-
maður. Mér varð líka að ósk minni, því þegar
leikurinn var á enda, sendi forstjórinn eftir mér.
Hann var mjög vingjarnlegur við mig og spurði,
hvar ég hefði leikið áður. Ég sagði honum, að
þetta vær 'i fyrsta skipti.
„Ó, já,“ hrópaði hann og sneri sér að manni,
sem var með honum. „Ég hafði rétt fyrir mér,
senor Duque, slikt hugrekki stafar ævinlega af
— reynsluleysi skulum við kalla það.“
„Nei,“ svaraði hinn, sem ég vissi síðar, að
var hertoginn af Medina Celi, einn bezti nauta-
atgagnrýnandinn og einn göfugasti maður á
Spáni. „Það er ég ekki viss um. Hvers vegna,“
hélt hann áfram og beindi orðum sínum til mín,
„sneruð þér baki að nautinu?"
„Senor,“ svaraði ég, „þetta er hrekkjalaus
boli og ekki reiður, og ég vissi, að hann mundi
gefa sig að klæðinu, en ekki gefa mér neinn
gaum.“
„Einmitt það,“ sagði hertoginn, ,,ef þú ert
eins vel að þér og þú lætur og ert ekki hræddur
við að eiga líf þitt undir kunnáttu þinni, þá
munt þú komast framarlega. Ég verð að fá að
tala við þig seinna, þegar ég hef meiri tíma til
umráða; þú getur komið og heimsótt mig. Segðu
til nafns þíns, þegar þú kemur, ég gleymi því
áreiðanlega ekki.“ Síðan kinnkaði hann kolli til
m’in, veifaði til forstjórans og fór.
Forstjórinn fékk mig nú til að undirskrifa
ráðningarsamning fyrir sumarið og greiddi mér
hundrað duros fyrirfram. Ég gleymi aldrei
stundinni, sem við áttum saman þá um kvöldið,
Juan, klæðskerinn, Antonio og ég. Ég man, hve
stoltur og glaður ég var yfir að geta nú greitt
skuldir mínar, skemmt vinum mínum og eiga þó
60 duros eftir, þegar því var lokið. Ef ég hefði
ekki orðið særður yfir því, hvernig Juan talaði
um fífldirfsku mína, hefði ég sagt þeim frá
kunnáttu minni. En ég gerði það ekki, ég sagðist
bara vera ráðinn fyrir 100 duros á mánuði.
„Hvað,“ sagði Juan, „segðu heldur sannleik-
ann. Voru það ekki 50?“
„Nei,“ svaraði ég, „100 duros,“ og sýndi þeim
peningana.
„Jæja,“ sagði hann, „þetta sýnir, hvaða gagn
er að því að vera ungur, lítill vextiogfífldjarfur.