Mjölnir - 05.01.1948, Síða 2
2
M J 0 L N I B
l
MJÖLNIR
— VIKUBLAÐ — ..
Ctgefandi :
Sósíalistafélag Siglufjarðar
Símar 19't og 210
Ritstjóri og ábyrgðarraaður:
Helgi Guðlaugssou
Blaðið kemur út
alla raiðvikudaga.
Áskrifturgjald kr. 20,00 árg.
Afgreiösla Suðurgötu 10
SiglufjarZarprentsmiðja h
Launarán ríkis-
stjórnarinnar
Almenningu'r á Islandi mun
sjaldan hafa vænt sér jafn
lítils góðs af nokkutri ríkis-
stjórn og þeirri, sem nú situr.
Aldrei hefur heldur jafn sam-
vulið lið braskara, agenta og
verkalýðssvikara setið á ráð-
herrastólunum.
Ríkisstjórn þessi saman-
stendur af fulltrúum aftur-
haldssamasta liluta auðstéttar-
innar í Reykjavík og leiguþý-
um hennar. Draumur liennar
er þjóðfélag með „hæfilegu at-
vinnuleysi,“ þar sem ekki er
„hætta á kauphækkunum;“
snauð, samtakalaus, fáfróð, úr-
ræðalaus og svartsýn alþýða,
sem í krafti örbyrgðarinnar er
hægt að fá til að fallast á þá
kenningu, að það sé „glæpur
að heimta kauphæklcanir,“ þeg
ar atvinnurekendur eru á móti
því. Og hvenær eru þeir ekki
á móti því?
Og stjórnin brást ekki hlut-
verki sínu. Ekki var hún fyrr
sest að völdum, að hún tók að
mjálma hrunsönginn, sem stöð
ugt hefur kveðið við í málgögn-
um afturhaldsins, meira að
segja á mestu velgengnistíma-
bilum þjóðarinnar. Síðan hóf-
ust aðgerðir. Lagðir voru á
tollar, sem námu um 1800 kr.
á lwerja fimm manna fjöl-
skyldu í landinu. Var reynt að
telja almenningi trú um, að
þeir hækkuðu ekkert verðlagið
í landinu. Var helzt á stjórn-
inni að skilja, að enginn þyrfti
að borga þá, eða þá að þeir
væru teknir af dvergum og
huldufólki. En almenningur sá
við þessu hrekkjabragði ríkis-
stjórnar afturhaldsins, og
krafðist launahækkunar, sem
næmi þeirri aukningu dýrtíðar
innar, sem tollarnir næmu. —
Stjórnin spyrnti við klaufum
og stofnaði til tangvarandi og
harðvítugru verkfalla, og eru
mönnum of kunn úrslit þeirra
til þess að þörf sé á að rifja
þær upp hér.
En stjórnin var ekki af baki
dottin. 1 stað þess að segja af
sér, eins og hver ríkisstjórn
með einhvern snefil af sóma-
tilfinningu hefði gert í hennar
sporum eftir aðra eins útreið
og hún féklc í verkföllunum í
vor, tók hún að undirbúa nýja
árás.
Tóbakseinkasala ríkis in: s
R • y k j a V í k
SIMAR 1620—1625 (5 línur) — PÓST HÓLF 427 — SlMNEFNl: TÓBAK
Otsöluverð i smásolu á eftirtöldum vindlateg. má eigi vera hærra en hér segir:
Hollenzkir vindlar: Cabinet Corona de Gusto (í’Ao —) — kr. 34.20 — 32.40
(í % — ) — — 150.00
Carmen (í X/2 - ) — — 94.80
— (í % - ) — — 48.60
La Traviata (í % — ) — — 93.60
Nizam, smávindlar (í Vz —) — — 49.80
— — (íViopk.) pakkinn — 9.60
Senator Ministros (í y2 ks.) kassinn — 102.00
Senator Duquesas (á Vi -) — — 86.40
Senator Subliem, smávindlar (í Vio pk.) pakkinn — 9.00
Senator Select, smávindlar (ÍVio—) — — 8.40
Ameriskir vindlar: E1 Roi Tan Panatelas (í V2 ks.) kassinn kr. 120.00
Jamaica vindlar: Golofina Londres (í V2 ks.) kassinn kr. 216.00
Brazil vindlar: Suerdieck: Cesarios (í Vz ks.) kasinn kr. 75.00
Hollandezes (i ‘4 -) — — 114.00 j
(í % —) — — 58.80 J
Oura de Cuba, Sumatra ( í y2 -) — — 168.00
Florinha-Havana (í y4 -) — — 45.00
Aurora (í Vi -) — — 51.00
Costa Penna:
Luzos, small kr. 38.40
Dannemann: Triunfales (i y2 ks.) kassinn kr 132.00
(í y* -) — — 67.20
Sem Par a y2 —) — — 132.00
a y4 —) — — 67.20
Senadores a y2 -) — — 132.00
. . a % -) — — 67.20
Bella Cubana Media ( í y2 —) — — 156.00
(í % -) — — 79.20
Bella Cubana q a y2 —) — — 174.00
(í % -) — — 88.20
Ministros (1 Vio —) — — 57.60
Habaneiros, smávindlar pakkinn — 10.80
Bahianos Especials, smávindlar — — 8.00
Havana vindlar: La Corona: Corona (í % ks.) kassinn kr. 216.00
Half-a-corona (i y4 —) — — 132.00
Young Ladies (í % —) — — 162.00
Demi Tasse a y2 -) — — 186.00
Bock: Elegantes a % -) kassinn kr. 162.00
Panatelas ( í y2 -) — — 210.00
Henry Clay: Bouquets (í % ks.) kaseinn kr. 150.00
Regentes (í % -) — — 144.00
Petit Bouquet (í % -) — — 135.00
Utan Reykjavíkur og HafnarfjarÖar má útsöluverö á vindlum vera 5% hœrra vegna flutningskostnaöar.
öllum er Ijóst ,að dýrtíðin er
nú komin á hættulegt stig. —
Sósíalistaflokkurinn lagði því
fram á Alþingi í nóvember s. I.
tillögur sínar um lækkun verð-
bólgunnar. Aðalatriði þeirra
eru nú öllum kunn. Með því að
fara þá leið, sem hann benti á,
hefði fljótlega mátt lækka vísi-
töluna um 50—60 stig. Afnám
tollanna á nauðsynjavörum
hefði lœkkað hana um
rúmlega tuttugu stig; með því
að taka utanríkisverzlunina úr
höndum auðsafnara og brask-
ara, og hafa hana að öllu leyti
undir umsjón hins opinbera,
mætti lækka hana um nærri
því annað eins. Kauplækkanir,
sem af þessu hefðu leitt, hefðu
síðan lækkað hana um fáein
stig, og ýmsar ráðstafanir, sem
einnig var bent á í tillögunum,
um nokkur stig.
En þetta mátt ríkisstjórnin
ekki heyra nefnt. Með því hefði
verið kippt fótunum undan á-
framhaldandi gróðabralli hús-
bænda hennar, heildsala og
annars afætulýðs. Hún ákvað
því, að gera engar ráðstafanir
til þess að lækka dýrtíðina,
heldur ákveða með lögum að
ekki skyldi ffreidd full vísitölu-
uppbót á kaup, heldur aðeins
300 stiga uppbót, þótt vísitalan
sé langt yfir 300 stig. Með þessu
er sú dýrtíð, sem almenningur
býr við, aukin verulega, til
hagsbóta fyrir auðstétiina, sem
fær þarna verulega eftirgjöf
á launagreiðslum, en kauplækk
anir eru einn stærsti draumur
hennar.
Launþegar hafa þegar byr j-
að umræður um þetta mál inn-
an samtaka sinna, og hafa ýmis
þeirra þegar mótmælt þessu
gerræði. Munu þær væntanlega
aukast á næstunni. Stjórnarlið-
ið er farið að óttast, að laun-
(Framkaki á 3. síðu).