Mjölnir - 05.01.1948, Side 3
f
HlOLNIB
s
Hitt og þetta
Maður er nefndur Helgi
Hannesson. Var hann eitt sinn
warnakennari, síðar erindreki
Alþýðuflokksins o.fl. o.fl. Helgi
þessi er mikill verkalýðsfor-
ingi, formaður Baldurs á Isa-
firði o.fl. o.fl. Hann er eins og
fleiri Alþýðuflokksmenn traust
ur maður hverjum þeim mál-
stað, sem hann leggur lið. —
Sparar þá livorki erfiði né
tíma til að vinna að heill þeirra
mála, sem á hann kalla hverju
jsinni.
Á s.l. vori háðu norðlenzk og
reylivísk verkalýðsfélög eina
hörðustu og viðtækustu kjara-
baráttu, sem ísl. verkalýðsfé-
lög hafa háð.
Fomraður Baldurs, verka-
lýðsforinginn Helgi Hannes-
son, heyrði ekki kall stétta-
samtakanna. Auðvaldsöfl lands
ins kölluðu svo hátt til fylgis-
^nanna sinna, hrópuðu á hjálp
gegn hinni voðalegu hætlu, er
yfir vofði: Verkalýðurinn
heimtar hærra kaup og sam-
ræmd kjör.
Helgi Hannesson, hinn
trausti maður hvers þess máls,
sem á hann kallar og hann
leggur lið, hann brá við skjótt
er kallið kom. Kall auðvalds-
ins var sterkara en kall stétta-
Jsamtakanna, það átti greiðari
leið að eyra hans og fann þar
betri hljómgrunn. Hann beitti
sér fyrir því, að Baldur gerðist
verkfallsbrjótur. Hann tólc sér
ferð á liendur í austur-átt. —
Kom við á Skagaströnd, en
verkamenn vildu lítið nieð
þendan ísfirzka „verkalýðs-
foringja" hafa. Lagði hann þá
leið sína til Raufarhafnar. Þar
skildi sigurinn vinnast — að
sundra einingu hinna norð-
lenzku verkalýðsfélaga. En
verkamenn Raufarhafnar tóku ‘
honum enn fálegar en Skaga-
strendingar; kunnu ekkert bet-
ur að meta hann þótt hann
tjáði sig vera fulltrúa ríkis-
stjórnarinnar.
I
Launarán ríkisstjórnarinnar.
1 (Framhald af 2. síðu).
þegar muni ekki sætta sig
þegjandi við að vera rændir
stórum hluta af kaupi sínu, og
liafa menn fyrir »att, að það
muni ætla að reyna að vekja
upp fimmtu herdeild innan
launþegasamtakanna, og þú
r væntanlega nota Alþýðuflokks-
foringja á hverjum stað til
þess að veita henni forustu.
En verkamenn og aðrir laun-
þegar munu ekki láta blekkj-
ast í þetta sinn. Spor Alþýðu-
flokksins undanfarin ár innan
verkal.hreyfingarinnar hræða.
Fylgið hrynur nú sem óðast af
hinum auðnulausu foringjum
f þessa flokks, og þeim mun ekki
takast að kljúfa samtök verka-
lýðsins á Islandi næst þegar
kemur til átaka við fjandmenn
hans.
| Hvarf hann svo til haka úr
! sinni austur-för.
★
Vestur á Isafirði lcemur út
blaðið Skutull. Ritstjórinn er
Helgi Hannesson. Blað þetta er
nýlega orðið eign Alþýðufl.,
en var áður eign alþýðusam-
takanna á Vestfjörðum og
einkaeign síðasl.
Skutull hefur oft reynzt mál-
um verkalýðsins skeleggur
inálsvari hér á árum áður. Þá
voru stjórnendur hans og eig-
endur traustir og trúir málurn
verkalýðsins. En gæfuhjól
Skutuls snerist ört á ógæfuhlið
og má kannske segja, að ógæfa
lians sé mest nú.
1 29. tbl. 14. nóv. s.l. flytur
Skutuli grein, sem nefnist:
„Kommúnistar halda hátíð.“
Er hún rituð í tilefni þess, að
Sósíalistafélag tsafjarðar
minntist 30 ára afmælis rúss-
nesku byltingarinnar.
Er greinin öll harmagrátur
höf. yfir því, að svikurum við
byltinguna skildi vera hegnt.
Segir þar svo: „1 Rússlandi
hefur hjól athurðanna snúist
ört á ógæfuhlið. Byltingin, sem
hafin var gegn einræði keis-
arans, i'æddi af sér ennþá
hræðilegra einræði en áður
ríkti.“ (Leturbreyting hér).
()g enn segir:
„Draumrinn glæsti, sem gaf
hinui þrautpíndu rússnesku
alþýðu þor og ])rek til að bera
byltingarfánann fram til sig-
urs, gegnum hverskonar ógnir
og hættur, var lmepptur í viðj-
ar harðstjórnarinnar af valda-
sjúkum mönnum, sem unnu að
því með moldvörpustarfi að ná
kverkataki á flokkunum og
þjóðinni, á meðan frumherjar
byltingarinnar einbeittu kröft-
‘ um sínum að enduiTeisn lands
og lýðs.“
í svipuðum tón heldur grein-
in áfram, og síðar segir svo:
„Hver man nú Trotzky, Radek
eða Buckarín og aðra ónafn-
greinda samherja þeirra frá
árdögum bylting'arinnar?
Þeir voru hinir miklu ger-
endur byltingarinnar. Það var
þeirra ódrepandi þori og óbug-
andi elju að þakka að alþýðan
rússneska fékk sigrast á erfið-
leikunum.“ (Leturbr. Mjölnis).
Nú kann einhver að spyrja:
Hvað meinar ábyrgðarmaður
Skutuls með því að birta slíkar
firrur sem þessar? Eins og öll-
uin sé ekki fyrir löngu ljóst,
að þessir gömlu byltingar-
menn, sem Skutull nefnir, vorul
ötulir byltingarmenn, en þeir
voru ekki að sama skapi færir
til að leiða þjóðina að sigri
náðum. Þeir voru valdasjúkir
og þoldu ekki að völdin færu
í hendur þeim færari manna.
Þá reyndi á manndóminn og
hann brást. Þeir gerðust f jand-
menn við það, sem þeir börð-
ust fyrir áður.
Meining Helga Hannessonar
með því að birta þessa umtöl-
uðu grein er því sú, að gera
þessa svikara að dýrlingum í
augum fjöldans, reyna að
skapa þá skoðun, að rússnesk-
ir kommúnistar hafi rutt þeim
úr vegi og gefið íslenzkum
sósíalistum fordæmi til að fara
eins með Alþýðuflokksmenn.
Eorystulið Alþýðuflokksins
heí'ur reynzt verkalýðnum svik
ult. Það var einu sinni trútt og,
ötullt alveg eins og Trotzky og
Buckarín, en sveik alveg eins
og þeir. Þessvegna fékk iielgi
llannesson kaldar móttökur á
sinni verkfallsbrotareisu í vor.
Þetta dæmi er tekið vegnja
þess, að það er óvenjugott um
skinhelgi og hræsni ísl. Alþ.fl.
forustumanna, en ekki af því
að H.H. sé verri en aðrir.
Þeir eiga flestir sama sadið
í huga ísl. alþýðu og Trotzky,
Radek og Bucharin í huga
hinnar rússnesku.
Sósíalisti.
Dýrtíðarráöstafanir
ríkisstjórnarinnar
(Framhald af 1. síðu).
er miklu meira en áður, og verð-
lag erlendis fer s'íhækkandi.
Af hverju stafa þá erfiðleik-
arnir? Er hlutur launamannsins
af heildartekjum þjóðarinnar
stærri en hann hefir verið undan
farið? Því svara allir neitandi.
— Erfiðleikarnir stafa af því
einu, að fámennri stétt okrara
og braskara hefur liðist að ná
svo til allri utanríkisverzluninni
í sínar hendur, og rekur hana
með einokunarsniði, með það
eitt fyrir augum að græða sem
mest á henni. Hún hefur meira
að segja flutt út svo nemur
hundruðum milljóna króna, að
ábti kunnugra, af gjaldeyri iþjóð
arinnar, ýmist lagt hann á
banka þar, til afnota síðar, eða
er þegar farinn að braska með
hann á erlendum vettvangi.
Hin rétta aðferð var því vitan
leg sú, að „stemma á að ósi,“
fara þá leið, sem Sósíalistaflokk
urinn benti á, kippa utanríkis-
verzluninni upp úr því kviksyndi
óreiðu og svindilbrasks, sem
hún er nú í, og koma henni á
heilbrigðan grundvöll. Þá átti
einnig að afnema tollana frá í
vor.
HLUTVERK ALÞÝÐU-
FLOKKSINS
Hlutverk Alþýðúflokksforingj-
anna í þessari grálegu árás á
launþega landsins er sérstak-
lega eftirtektarvert. — Sam-
kvæmt stefnuskrá sinni er Al-
þýðuflokkurinn á móti óbeinum
Sköttum, sem bitna hlutfalls-
lega jafnt á hinum fáttæka og
himun ríka, og þá skiljanlega
um leið á móti slíkri skerðingu
á kaupi lanuþega, sem hér ræð-
ir um, þ. e. án tillits til þess
hvort launin eru há eða lág.
En svo djúpt er Alþýðuflokk-
urinn nú sokkinn, að hann ber
tvisvar á ári fram tillögur um
slíkt. I vor var hann aðili að
tollafrumvarpinu, og nú krefst
hann þess, að jafnvel styrk-
þeginn, sem er á framfæri al-
mannatrygginganna, („hið
mikla umbótamál AIþýðufl.“)
fórni auðstéttinni hlutfallslega
jafnstórum hluta af hinum rýru
tekjum sínum og t, d. bitlinga-
f
VfGLUNDUR JÖNSSON
MINNIN
Víglundur Jónsson, Túngötu
24, andaðist aðfaranótt þess 27.
des. 67 ára að aldri. Víglundur
heitinn var einn af beztu og
traustustu meðlimum Verka-
mannafélagsins Þróttar og
boðin og búin til að vinna þau
störf, sem honum voru falin að
inna af hendi í þágu stéttarsam-
taka verkalýðsins. Kann var um
nokkur ár húsvörður Alþýðu-
'hússins og leysti það starf af
hendi með hinni mestu prýði og
samvizkusemi. Mörg önnur störf
voru Víglundi falin af verkalýðs
hreyfingunni, meðal annars kos-
inn fulltrúi á ráðstefnur og þing
verkalýðsins, enda naut hann
1 mikils trausts félaga sinna.
Víglundur var um mörg ár
hringjari Siglufjarðarkirkju. — |
Bókband stundaði hann um |
mörg ár, aðallega á vetrum og !
á sumrin vann Víglundur aðal-
kratinn, sem einnig er á fram-
færi hjá tryggingunum, þ. e.
tekur há laun hjá þeim.
Auðsætt virðist þó, að ekkj- i
una, munaðarleysingjann eða
öryrkjann dregur meira um að
„fórna“ 85—100 krónum af
þeirn fáu þúsundum, sem hann
hefur til þess að lifa af, en
bitlinga'krata, sem fyrir ótal
störf hefur ‘kannske 50—100
þús.kr.árslaun.En samt klígjar
ekki hræsnarana, sem fyrir
löngu eru búnir að selja sig auð-
stéttinni, við því að leggja þetta
til í frumvarpsformi á Alþingi.
„AÐEINS FYRSTA SKREF1Г
Stjórnin er margbúin að lýsa
því yfir, að þetta sé aðeins
Ifyrsta skreíið í dýrtíðarráðstöf
unum hennar. Blandast engum
hugur um, aö áframhaldið verði
eitthvað svipað byrjuninni.
Eins og menn vita, er raun-
veruleg vísitala nú um 380 stig,
en er greidd ofan í 328 stig með
niðurgreiðslum úr ríkissjóði. —
Þegar búið er að banna að
greiða nema 300 stiga uppbót á
kaup, er auðvitað hægur vandi
að smádraga úr niðurgreiðslun-
um, jafnvel fella þær alveg nið-
ur. Þannig gæti hið raunveru-
lega verðlag á skömmum tíma
orðið sem svarar 350—400 vísi-
tölustigum, þótt laun væru hins-
vegar ekki greidd nema með
300 stiga verðlagsuppbót. Er
stjórninni opin leið að draga úr
greiðslunum, og vel til þess
trúandi.
Auðvitað standa henni opnar
margar aðrar leiðir til þess að
GARORB
lega sem beykir. — — — —
! Við fráfall Víglundar Jóns-
sonar á verkalýðshreyfingin á
Siglufirði á bak að sjá einum
! af sínum beztu mönnum. Við
í Þróttar-félagar á Siglufirði
þökkum Víglundi hin ágætu
störf hans í þágu siglfirzkrar
verkalýðshreyfingar og það
verður með söknuði í hjarta sem
við kveðjum hann nú hinztu
kveðju.
Víglundur heitinn var giftur
hinni ágætustu konu, Maríu
Jóhannsdóttir, er lifir mann sinn
og á nú á bak að sjá hinum
góða eiginmanni. — Þau hjón
eignuðust 4 drengi og eru tveir
þeirra á lífi og búsettir hér í
bænum. Allir, sem þekktu Víg-
lund heitinn Jónsson munu minn
ast hans sem hins mesta dreng-
skaparmanns og hins ágætasta
félaga. G. Jóli.
ræna almenning, ef hún kemst
upp með slíkt, en þéssi leið
virðist liggja einna beinast við.
HVERNIG BREGÐAST LAUN-
ÞEGAR VIÐ ÞESSU ?
Ríkisstjórnin hefur í áróðri
sínum fyrir þessu frumvarpi
ýmist beitt blíðmælum eða hót-
unum, þegar hún hélt, að blekk-
ingar dygðu ekki. Hún hefur
kennt of háu kaupi um erfið-
leikana, nú yrði að lækka kaupið
við menn, þeir yrðu að vera
góðu börnin og taka þessu vel,
og mættu meira að segja þakka
fyrir. Menn yrðu að sýna þegn-
skap. Hún vissi, að alþýðumað-
urinn er gæddur þegnskap og
langlundargeði, og er óiiklegast-
ur allra til þess að heimta meira
en honum ber. En jafnframt
hefur hún hótað atvinnuleysi,
gengislækkunum og jafnvel
hreinum ofbeldisverikum, svo
sem lögfestingu kaupgjalds.
En hún hefur ekki áttað sig á
því, að íslenzk alþýða er nú, af
langri og sáni reynslu, farinn
að þekkja andstæðinga sína bet-
ur en áður, að samtök hennar
og forustulið er nú sterkara og
samræmdara en nokkru sinni
fyrr og að hún er upplýstari og
skilur betur, hvar hún er á vegi
stödd. Afturhaldsstjórninni hef-
ur því yfirsézt. Alþýðan mun
'kref jast réttar síns og ekki láta
þegjandi af hendi neitt það, sem
hún veit, að henni ber með réttu.
Hún hlýtur því að svara þessari
ósvífnu árás afturhaldsins 'i
sömu mynt, láta hart mæta
hörðu.
Frá Verkamannafélaginu Þrótti
Að gefnu tilefni aðvarast allir þeir, sem hafa mel,
vinnu að gera (verkstjórar og aðrir), að taka aðkomu
menn í vinnu, nema að ekki sé hœgt að fá félagsbundnc
Þróttar-meðlimi í vinnuna. — Meðlimir Þróttar eri
alvarlega áminntir um að hafa félagsskírteini sín i
lagi.
Siglufirði, 2. janúar 1948
Stjórn verkamannafélagsins Þróttar