Mjölnir - 26.08.1954, Side 1
17. tölublað.
Fimmtudagur 26. ágúst 1954.
17. árgangur.
Skeiðsfossstöðin stækkuð um helming
Heildarframleiðslugeta orðin 3300 kílóvött.
Þann 10. ágúst s.l. var síðari
vélasamstæða Skeiðsfossvirkjun-
arinnar tengd við háspennulín-
una til Siglufjarðar og tekin í
notkun í fyrsta skipti. 'Þessi nýja
samstæða eykur framleiðslugetu
DUGUR EÐA DREP
Þau eru orðin tíu í röð árin,
sem síldveiðin hefur brugðist við
Norðurland að meira eða minna
leyti. Algerastur er þó veiðibrest-
urinn í ár, þar sem segja má, að
ekkert einasta skip komi með
hagnað af vertíðinni, en svo að
segja öll með stór töp. Hér á
Siglufirði tapa allar söltunar-
stöðvar í sumar og flestar miklu
fé. iVerkafólkið, jafnt karlar og
konur með litla og enga þénustu.
Síldarleysið kemur víða illa við,
því bátar víðsvegar að af landinu
stunda síldveiðarnar fyrir Norð-
urlandi á sumrin, en enginn stað-
ur á landinu verður þá eins hart
úti, af þeim sökum og Siglufjörð-
ur. — Aðrir staðir byggja af-
komu sína að meira og minna
leyti á þorskveiðum og ýmsum
öðrum atvinnurekstri. Siglufjörð-
ur einn hefur byggt sína afkomu,
svo að segja eingöngu á síldveið-
unum og verkun síldarinnar. —
Áfallið er því meira og tilfinnan-
legra fyrir Siglufjörð en nokkurn
annan stað á landinu; svo aug-
ljóst er það, að ekki er ástæða
til að færa að því frekari rök.
Hvert síldarleysisárið eftir
annað hefur skapað Siglufirði
meiri og meiri fjárhagsörðug-
leika, enda vaxandi hópur með
hverju ári flúið bæinn og leitað
sér lífsafkomu annarsstaðar, þar
sem atvinna og afkomumöguleik-
ar hafa verið meiri. Ekki er ólík-
legt, eftir þetta hallæris sumar,
að hópurinn, sem flýr bæinn
verði stærstur. Það er ekki sann-
gjarnt að áfellast menn fyrir að
flytja burt úr bænum, þegar þeir
sjá ekki fram á að geta séð sér
og sínum farborða hér heima, en
næg atvinna er í boði annars-
staðar. En samt sem áður er það
ekki æskilegasta og réttasta leið-
in, heldur hitt að menn þrauki
hér og taki saman höndum um
að skapa og byggja upp atvinnu-
líf hér á Siglufirði á öðrum
grundvelli en síldinni Við höfum
hér á Siglufirði ágæta höfn og í
námunda við Siglufjörð eru beztu
ORÐSENDING
Eins og a<5 undanförnu ætlar Sósi-
alistafélagió aö efna til hlutaveltu lil
ágóöa fgrir húsbyggingarsjóð sinn.
Hlutaveltunefndin hefur verið kosin,
og cr tekin til slarfa. Eru þaó tilmæli
hennar, aS allir sósíalistar og stuón-
ingsmenn þeirra veiti liðsemd sína
til að vel gangi meö söfnun muna og
gnnars, sem að gagni má veröa.
fiskimiðin fyrir Norðurlandi. —
Auknar þorskveiðar og vinnsla
aflans hér heima, er leiðin, sem
fara verður og það er leið, sem
er ekkert neyðarúrræði. Hitt er
svo annað mál, að margt vantar
til þeirra hluta, og þá fyrst og
fremst fiskibáta. Þá er það og
stórt atriði að tryggja samfelld-
an, stöðugan rekstur hinna
tveggja togara Siglfirðinga, en
eins og kunnugt er, hafa þeir
legið við bryggju í allt sumar
Grundvöllurinn undir svo að
segja öllu atvinnulífi Siglfirðinga
hefur hrunið og annað tveggja
verður að gera, byggja upp at-
vinnulíf á nýjum grundvelli, eða
fólkið flýi bæinn. Það eru margs-
konar örðugleikar og vandamál
við að byggja upp atvinnulíf svo
stórs kaupstaðar sem Siglufjarð-
ar, á nýjum grundvelli, en það er
hægt og það verður að gera.
I þessu sameiginlega vanda-
máli allra bæjarbúa, verður bæj-
arstjórn að hafa forustuna; það
er hennar skylda að finna leiðir
og sameina krafta bæjarbúa um
framkvæmd þeirra. — Hingað til
virðist svo sem meirihluti bæjar-
stjórnar hafi látið sér þessa
skyldu í léttu rúmi liggja, ekki
verið haldinn einn einasti fundur
um þessi mál og yfirleitt látið
eins og allt sé í bezta lagi
Á hraðfrystihús S.R.
að hljóta sömu örlög?
Núna, þegar séð virðist fyrir,
að síldarvertíðinni sé lokið
vegna veiðibrests, hugsa menn
til þess livað muni bezt getað
bjargað, og afstýrt fjöldaflótta
úr bænum. Og hugurinn stað-
næmist við hið nýja hraðfrysti-
hús S.R., sem sýndi s.l. vetur
hvílíka atvinnu það getur skap-
að, fái það hráefni. .—- Og því
spyrja menn nú: Hvað er gert
til að útvega því hráefni? Á það
að liljóta sömu örlög og síldar-
verksmiðjurnar, að standa dautt
og dofið, starfslaust mestan
hluta ársins?
Atvinnuhorfurnar hafa aldrei
verið verri og því aldrei svo
brýn nauðsyn á að þetta fyrir-
tæki starfi og nú. Allt hér í
bænum sameinast í kröfu um
það.
Að svo komnu máli, skal þetta
lagt út á bezta veg, gengið út frá,
að hér sé aðeins um andvaraleysi
að ræða. En slíkt andvaraleysi
er að verða með öllu óafsakan-
legt, það verður strax að halda
bæjarstjórnarfund um þessi
vandamál. 1 fyrsta lagi, verða
togararnir að komast á veiðar
strax. 1 öðru lagi, verður strax að
taka til athugunar, hvað bærinn
getur látið gera hér í haust, t.d.
við flóðgarðinn, innri höfnina,
(Framhald á 4. síðu)
Togarasamningarnir
Stolt hinnar ísl. þjóðar, togaraflot-
inn, hefir undanfarnar vikur og
mánuði legið bundinn við land. Þeir,
sem stjórna atvinnumálum lands-
manna virðast ekki hafa miklar
áhyggjur af slíku fyrirbrigði. Fyrr
voru veiðar togaraflotans takmark-
aðar af þeim ástæðum, að erfitt var
talið að koma framleiðslunni í verð,
nú mun þeim ástæðum ekki til að
dreifa. Hver kassi sem hraðfrysti-
húsin framleiða, hefir nú aðeins
skamma viðdvöl í geymslurúmum
þeirra, saltfiskbirgðirnar liggja aðeins
skainma hríð, og komi það fyrir, að
íslenzkir sölumenn sýni léttlyndi við
störf sín, eru erlendir starfsbræður
þeirra óðara búnir að kaupa salt-
fiskbirgðír okkar til þess að uppfylla
sölusamninga sína.
Það er viðurkennt, að afköst hins
ísl. togarasjómanns eru þau mestu á
heimsinælikvarða á sínu sviði, og
starfið eitt hið erfiðasta og vosbúð-
in mest.
Ætla mætti því, að laun þau, er
þessi verkamaður fengi væru þau
hæstu, sem hægt væri að vinna fyrir
í hinu íslenzka þjóðfélagi, en sé að
gáð er staðreyndin ekki í samræmi
við það eðlilega.
Eins og öllum er kunnugt, þarf
þaulreyndur togarasjómaður, sem að-
dáun vekur hjá skipsfélögum sínum
sökum liæfni sinnar, ekki annað en
leggja fyrir sig eftirlitsstörf á Kefla-
víkurflugvelli eða tiltekt í íhúðum
hermanna, eins og hver önnur starfs-
stúlka, til þess að vera fjárhagslega
betur settur, en meðan hann stund-
aði sjóinn, og sem hafnarverk'amaður
hefir liann möguleika á að vinna
fyrir hærra vikukaupi en togarasjó-
maður. f
Nú hafa verkalýðs- og sjómanna-
félögin tekið sér fyrir hendur að
rétta nokkuð lilut togarasjómanna,
og lagt fyrir útgerðarfélög nýtt
samningsuppkast um kjör þeirra. Er
þar gerð tilraun til að tryggja svo
afkomu þessarar stéttar, að sambæri-
leg verði við aðrar stéttir launa-
fólks. Hitt er svo eftir að vita hvaða
skilningi þessar kröfur mæta af ráða-
mönnum okkar atvinnumála, og út-
gerðarmönnum togaranna. Aðalatriði
þessa samningsuppkasts miðað við
íyrri samninga eru eftiríarandi;
virkjunarinnar um 1650 kw og
er heildarframleiðslugeta orðin
3300 kw
Byrjað var á virkjunarfram-
kvæmdum við Skeiðsfoss árið
1942 og fyrri samstæðan tekin í
notkun 3. marz 1945. Framleiðslu
geta hennar hefur þó ekki full-
næft orkuþörf bæjarins og hefur
að jafnaði orðið að keyra diesel-
rafstöð með, þegar álagið hefur
verið mest.
Uppsetningu nýju samstæðunn-
ar önnuðust þeir Þráinn Ólafs-
son og Eduard Kobbelt. Sveinn &
Gísli h.f. sáu um smíða- og
steypuvinnu til undirbúnings upp
setningunni. Yfirumsjón verksins
hefur Ásgeir Bjarnason rafveitu-
stjóri haft.
Tveir brezkir sérfræðingar frá
framleiðslufirma vélanna, dvöldu
hér hálfan mánuð og fylgdust
með uppsetningu þeirra og
reynslukeyrðu.
Daginn, sem nýja sa-mstæðan
tók til starfa komst orkuþörfin
upp í 2450 kw, en þá va-r ítauðka
í gangi og fékk orku sína frá
Skeiðsfoss.
1 rafmagnsmálum Siglufjarðar
er merkum áfanga náð, og er
vonandi, að rafmagnsþörf bæjar-
ins sé vel borgið í næstu framtíð,
og að þessi bættu orkuskilyrði
geti orðið grundvöllur aukins iðn-
aðar í einhverri mynd hér í bæn-
um.
Að því ber að stefna, hags-
munir bæjarbúa krefjast þess.
Kauptrygging háseta hækki úr kr.
1080,00 í kr. 1700,00.
Kauptrygging netamanna hækki úr
kr. 1230,00 í kr. 1936,00.
Kauptrygging bátsmanns og 1.
matsveins hækki úr kr. 1500,00 í kr.
2361,00.
Hlutaskipti á afla úr ís til sölu
innanlands verði mest í 24 staði í
stað 31 áður.
Aflaverðlaun af fiski úr salti verði
kr. 12,00 pr. smálest í stað kr. 6,00
áður.
Aflaverðlaun skipverja af hverjum
kassa hraðfrystum, þar sem það er
gert, hækki verulega.
Aflaverðlaun af lýsi verði til livers
skipverja kr. 40,00 1. og 2. flokkur,
'en kr. 30,00 fyrir 3. flokk og annað
lýsi pr. smálest. Sé ekki siglt með afla
séu skipverjum tryggðir 6 frídagar á
mánuði hverjum.
Fæðispeningar verði kr. 18,00 á
dag í stað kr. 15,00 áður. Orlofsfé
verði 6%.
Skipverjar fái hlífðarföt, stígvél,
vettlinga og vinnuföt með innkaups-
verði.
Nokkrar fleiri breytingar er lagt
til að gerðar verði á fyrri samning-
xim, en þessar munu þó þær helztu.
Bíða sjómenn nú eftir hverjar undir-
tektir kröfur þeirra fái hjá stjórn
L.Í.Ú.
óhætt er að fullyrða, að svo fremi
að kjör togarasjómanna breytist ekki
til hins betra, ríkir sama öngþveitið
áfram í þessum aðal atvinnuveg:i ís-
Jenzku þjóðarinnar, -J - ....