Mjölnir


Mjölnir - 19.11.1958, Blaðsíða 2

Mjölnir - 19.11.1958, Blaðsíða 2
2 M J ö L N I R MJOLNIR Otgftiandl: SÓSlAUSTATtLAG SIGLUFIAHDAI RUetJórl og dbyrgfiarmaður: BENEDIKT SIGUBÐSSON AlgraMtla SnBugSin II. Simnn 11« og 131. SlgluljoiSaipnnUmiSJa b. i. .............................» Ofbeldi Breta á Islandsmiðum f ærist í aukana Hóta að skjóta nlður íslenzkt varðskip við skyldustörf innan alþjóðlegu þriggja mílna land- helginnar. 12. nóv. s.l. kom varðskipið Þór að brezkum togara með ólöglegan útbúnað veiðarfæra innan alþjóð- legu þriggja mílna landhelginnar, út af Látrabjargi. Brezkt herskip hindraði Þór í að taka togarann og hótaði að skjóta varðskipið niður, ef það léti ekki veiðiþjófinn afskiptalausan. Sögðu þeir skip- herranum á ísl. varðskipinu að f jallað yrði um mál togarans eftir venjulegum diplomatiskum leiðum. Sýnir það gerla iað þjófafor- ingjarnir í Lundúnum, telja heppi- legra að eiga við Guðmund 1. um máL þetta, heldur en láta íslenzka dómstóla fjalla um málið. Er þessi afstaða yfirþjófanna mjög vel skiljanleg, því enn skirrast íslenzk stjómarvöld við að siíta stjórnmálasambandi við Breta og segja sig úr Atlanzhafs- bandalaginu, þrátt fyrir áskoranir og tilmæli þar að lútandi, sem ríkisstjóminni hafa borist frá yfirgnæfandi meirihluta þjóðar- innar. Með þessu athæfi sínu hafa Bretar eim einu sinni berað úlfs- tennurnar framan í Islendinga og það svo greinilega að ekki verður um villst. Jafnvel þær þjóðir, sem tekið hafa þær staðhæfingar Breta trúanlegar, að fyrir þeim vaki aðeins að vemda alþjóðlegar rétt- arreglur á hafinu umhverfis ís- land, hljóta nú að sjá að ekkert slíkt yakir fyrir Bretum, þar sem þeir brjóta sjálfir þessar alþjóða- reglur, hvenær sem þeim býður svo við að horfa. NEI! Islendingar og raunar allur heimurinn, em nú að komast að raun um að réttlæti það, sem Bretar bera fyrir brjósti og vilja vemda hér við land, er samskonar réttlæti og konur og börn suður á Kýpur fá nú daglega smjörþefinn af; Það er réttlætiskennd hins ó- tínda glæpamanns, sem í skjóli vopnavalds, kúgunar og ofbeldis, hyggst ná fram vilja sínum, þó það kosti smáþjóðir eins og Is- lendinga lífið. Útrýming íslenzku þjóðarinnar, yrði ekki stór blettur á hinum blóði drifna ofbeldisferh brezka heimsveldisins, í augum brezkra ráðamanna. En við Islendingar eigum eftir að þvo af okkur stærri smánarblett, sem settur var á sögu þjóðarinnar með inngöngu okkar í Atlanzhafsbandalagið, árásarbandalag Breta og annarra þjóða með svipaða virðingu fyrir tilvemrétti smáþjóða. Að þeirra áliti eiga smáþjóðir eins og Islendingar, því aðeins til- vemrétt, að þeir reynist vikalipur þý hinna erlendu ofbeldismanna, samanber afstöðu bandarísku „vemdaranna“ til landhelgisdeil- unnar. íslenzk stjómarvöld hafa lýst því yfir að þau telja fyrrnefndan atburð alvarlegasta atvikið í land- helgisdeilunni til þessa. En hvað þurfa alvarleg atvik að ske, til að við slítum öllu sam- starfi við Breta ? Em íslenzk stjórnarvöld að bíða eftir að sjá brezka „bandamenn“ myrða ís- lenzka sjómenn, eða hvað? Erþettahægt? Síðasta tölublað ,,Neista“ ber með sér, að hr. borgarstjórinn hefir lesið smáklausu í „Mjölni“ frá 18. okt. er spurði: Er þetta hægt? Er þar í fáum örfáum orð- um drepið á viðskipti forráða- manna bæjarins við einstaklinga bæjarfélagsins og dregið í efa að slíkt sé hægt. Ekki getur „Mjölnir“ gert að því, þótt hr. borgarstjórinn fari úr jafnvægi við lestur svona smá- klausu, en vill enn sem fyrr spyrja: Er þetta hægt? „Mjölnir" gat þess að einn hús- byggjandi hefði orðið að selflytja byggingarefni sitt, neðan af eyri og upp að Hávegi vegna þess að illfært var þangað með nokkurt magn af byggingarefni. Á öðmm stað í bænLim er tugum þúsunda varið til að hækka Hlíðarveg á ca. 40 -100 metra kafla. Fyrir mann- anna sjónum er ekki annað unnið við þessar framkvæmdir en það, að skattsjóranum okkar verði síður hnotgjarnt er hann leggur leið frá heimih sínu, en á þessum stað hefir hann búið nokkra mán- uði. Enn utar í bænum er að lokum eftir bið sem tekið hefir á annan tug ára komið holræsasamband við bæjarkerfið, en ahan þennan tíma verið opið frárennsh, til holl- ustu fyrir uppvaxandi kynslóð og þrifnaðar fyrir nærhggjandi byggð. „Mjölnir“ mun þrátt fyrir skæting „Neista“, spyrja, þegar honum finnst eitthvað úr hófi keyra: Er þetta hægt? Og meðal annarra orða. Ætlar bæjarstjórnin að bíða með að láta BÆJARPÚSTURINN Afmæli: Sigurður Kristjánsson sparisjóðsiforstjóri, heiðursborgari Siglufjarðar, varð sjötugur hinn 24. obt. s.l. Heimsóttu hann margt manna á þessum merkisde-gi og sýnir það bezt vinsældir þessa aldna athafna- manns. Kristín Margrét Konráðsdóttir varð fimmtug 11. nóv. s.l. og er þess getið á öðrum stað í blaðinu. Andlái: Hér í bænum hafa látist með stuttu milliibili, Ólafía Helga- dóttir húsfrú, Hólmfríður Sigurgeirs- dóttir ekkja, frá Lindarbrekku, Óiafur Gottskálksson verkamaður og Franz Jónatansson. „Mjölnir“ vottar aðstand- endum hinna látnu dýpstu samúð sína. Togararnir: Bæjartogaranir hafa að undanförnu stundað veiðar á hinum nýju miðum, sem kennd eru við togarann Fylki. Hafa þeir aflað ágætlega og. hefur vinnsla afians í. frystihúsunum hér, skapað allmikla atvinnu hjá verkafólki, þó langsótt sá á miðin. Aðalfundur: FéLagið Sjáifsbjörg, hélt aðalfund sunnudaginn 9. nóv. s.l. í stjórn voru kosin: Form. Valey Jónasdóttir; ritari Björn Stefánsson; gjaldk. Hulda Steinsdóttir; og með- stjórnendur: Guðmundur Jónasson, Eggert Theódórsson, Þorgeir Bjarna- son og Eiríkur Jónsson. Félagið ætlar að efna til spilakvölda í vetur, til fjáröflunar fyrir starfsemi sína Einn- ig mun það halda skemmtifundi fyrir meðliini sína, sem margir hverjir eiga óhægt með að sækja al- mennar skemmtanir. Blaðið var beðið að koma á framfæri, sérstöku þakk- læti félagsmanna, til Sigursv.eins D. Kristinssonar tónskálds, fyrir aðild" hans og forgöngu um stofnun fé- lagsins. Kvikmyndir: Þessa dagana er verið að sýna kvikmyndina Carmen Jones. Þessi mynd er raunverulega óperan Carmen færð í nútímabúning og lögin sungin með nýjum texta. Það er ekki oft, sem Siglfirðingum gefst tækifæri til að sjá góðar kvik- myndir, og oft, sem þeir virðast þá ekki kunna að meta þær. En myndina Carmen Jones, ,ætti enginn unnandi góðra kvikmynda láta hjá líða að sjá. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Kaupið miða í happdrætti ÞJÖÐVILJ ANS rífa planið fyrir framan Beina- verksmiðjuina undir Bökkum þar til eitthvert barnið týnir þar lífi? ÍHALDSKRUMMI Það hljóp al- deilis á snærið hjá mér vesenið með hann elsku hjart- ans PASTERNAK þarna fyrir austan Það dregur svo- lítið athyglina frá lýðræðisvinunum mínum brezku í landhelginni. — Því hvað er stol- inn þorskur hjá nóbelsverðlaun- um. Munið spilakvöld verkalýðsfélaganna í Alþýðu- húsinu annað kvöld (fimmtudags- kvöld). Auglýsið í Mjölni Alyktun Þróttarfundar um landhelgismátið Fundur í Verkamannafélaginu Þrótti 15. nóv. 1958, vill benda íslenzku ríkisstjórninnr á, að það er vaxandi óánægja í landinu' með aðgerðarleysi hennar í landhelgis- málinu, og það er eindregið álit fundarins að það sé ástæðulaust og engum til gagns að bíða með að kæra brezku ofbeldismennina eftir því að þeir myrði starfsmenn íslenzku landhelgisgæzlunnar við skyldustörf þeirra. Fyrir það ályktar fundurinn að skora á ríkisstjóm Islands að hún kæri nú þegar til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hemað brez- ku ríkisstjórnarinnar í íslenzkri landhelgi. Þá telur fimdurinn mjög óvið- eigandi að Island láti sendiherra sinn sitja í London meðan starfs- menn brezku ríkisstjómarinnar hóta íslenzkum mönnum lífláti vegna þess að þeir vilja rækja skyldustörf sín innan ísl. lögsögu, og skorar því á rikisstjómina að kalla sendiherrann heim nú þegar. Fundurinn krefst þess að ríkis- stjómin hlutist til um að Island segi sig nú þegar úr Atlanzhafs- bandalaginu til þess að mótmæla því að stjórn þessa bandalags skuli láta það óátalið að Bretar, eitt voldugasta bandalagsríkið, beiti okkur, minnstu bandalags- þjóðina, slíku ofríki sem við höf- um reynt nú um meir en tveggja rnánaða skeið. Telur fundurinn ó- samboðið íslenzku þjóðinni að taka lengur þátt í yfirdrepsskap þessa bandalaga. Að lokum heitir Verkamanna- félagið Þróttur á alla íslenzku þjóðina að hún standi saman um málstað sinn í landhelgismáhnu þar til fullur sigur er imninn.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.