Mjölnir - 10.08.1962, Blaðsíða 1
Síldarsöltun leyfð aftur
Nölusiamuiugfuiii loklð þegfar gera má ráð
fyrir að vertíöinni sé lokið. Afskipti rík-
isistjornariunar af síklariitveg'iiiiiiii eru
sanifellclur öliapfiaferill
Háffsmártaðar
sölfunarsföðvun
Sl. þriöjudagskvöld, hálfum
mónuði efir að Síldarútvegsnefnd
tilkynnti að söltun síldar upp í
gerða samninga væri lokið, og
meira en hálfri annarri viku eftir
að söltunarbannið var tilkynnt,
kom loks tilkynning um, að söltun
væri leyfð á ný. Þegar þetta leyfi
loksins kom, var hlé á veiðum
vegna veðurs, og horfur á, ef
höfð er hliðsjón af reynslu undan-
farinna ára, að sumarsíldarvertíð-
inni væri lokið.
Vildi ekkerf ábyrgjasf
Síldarsaltendur fóru þess á
leit við ríkisstjórnina, þegar sölt-j
un upp í fyrirframsamninga var
langt komin, að hún ábyrgðist
82% afurðalán af nokkru magni,
sem saltað yrði umfram samninga.
Síldarútvegsnefnd mælti með
beiðni þeirra, enda stóðu þá yfir
samningar við Sovétríkin. En
ríkisstjórnin neitaði, og mun sú
neitun liafa átt stærstan þáttinn í
söltunarbanninu.
Þessi framkoma ríkisstjórnar-
innar hefur komið mörgum til að
rifja upp afstöðu vinstri stjórnar-
innar 1956, er söltun upp í gerða
samninga var lokið. Það mun hafa
verið fyrsta embættisverk Lúð-
víks Jósefssonar, þáverandi sjáv-
arútvegsmálaráðherra, að gefa út
tilkynningu um að ríkisstj órnin
ábyrgðist söltun á allt að 50 þús.
tunnum umfram gerða samninga.
Varla einleikið
Það er merkilegt fyrirbæri, og
tæplega einleikið, að samningar
við einn helzta síldarkaupandann,
Sovétríkin, skyldu hafnir svo seint,
að ekki voru horfur á að þeim lyki
fyrr en í lok síldarvertíðar, miðað
við reynslu undanfarinna ára.
Ástæðan mun vera sú, að við-
skipti við Sovétríkin og önnur
Austur-Evrópulönd eru illa séð í
Efnahagsbandalagi Evrópu, en
þar eygir ríkisstjórn íslands nú
helzt hjálpræði. Er markmið ríkis-
stjórnarinnar að draga sem mest
úr þessum viðskiptum. Hins vegar
þorir hún og erindrekar hennar
ekki að ganga opinberlega í ber-
högg við hagsmuni almennings
með því að banna síldarsölu til
Sovétríkjanna. Hitt er talið hyggi-
legra, að draga gerð þeirra á
langinn, í von um að ekki saltist
upp í þá.
Onnur ástæða en þessi mun
ekki vera til fyrir þeirri kynlegu
aðferð, sem höfð hefur verið við
þessa samningsgerð.
Ohappaferill.
Annars var söltunarstöðvunin
ekki eina tjónið, sem ríkisstjórn-
in hefur valdið síldarframleiðsl-
unni á þessu sumri. Allar gerðir
hennar í sambandi við þessa þýð-
ingarmiklu framleiðslugrein hafa
verið einn samfelldur skemmdar-
verka- og óhappaferill, sem ef-
laust hefur valdið hundraða
milljóna framleiðslutapi nú á
nokkrum mánuðum.
Með því að banna vélsmiðjun-
um að scmja við jórniðnaðarmenn
í vor, stöðvaði ríkisstjórnin í
margar vikur vinnu við nýju síld-
arverksmiðjurnar ó Austurlandi.
Sú stöðvun hefur valdið geysilegu
veiðitapi.
Með stuðningi sinum við verk-
bann bótaeigenda í vor, stöðvaði
ríkisstjórnin flotann í hólfan món-
uð. Allan þann tíma bókstaflega
mokuðu Norðmenn upp síld ó ís-
landsmiðum, og íslenzk leitarskip
fundu mikið magn af auðveiðan-
legri síld skammt hér norður af
Siglufirði.
Loks kemur svo söltunarstöðv-
unin, sem var undirbúin með því
að draga ó langinn samningana
við Sovétrikin, unz sýnt þótti,
miðað við reynslu undanfarinna
óra, að þeim yrði ekki lokið fyrr
en að vertið lokinni. Það er sann-
arlega ekki ríkisstjórninni að
þakka, ef þetta tilræði veldur
ekki þjóðinni tugmilljóna tjóni.
Með úrskurði gerðordómsins um
sildveiðikjörin, sem kveðinn var
upp cð undirlagi rikisstjórnarinn-
ar, er svo sjómannastéttinni,
þeirri stétt, sem þjóðin ó mest
undir i efnahagslegu tilliti, rétt
lítilmótlegt spark ó miðri beztu
síldarvertíð sem komið hefur um
órabil, og sýnt var að mundi færa
útgerðarmönnum stórgróða.
Er ekki mól, að slikum ódæm-
um linni? Hvenær losnar þjóðin
við þessa gæfusnauðu rikisstjórn?
»Stráhaveflirim«
„Aðfaranótt 7. ágúst tepptist
vegurinn yfir Siglufjarðarskarð
vegna snjóa. Yta var send upp til
að ryðja snjónum af veginum og
var hann aftur opinn til umferðar
um morguninn.
Færð á veginum var þó svo
slæm, að áætlunarbíll, sem venju-
lega er ekki nema tæpan klukku-
tíma inn að Brúnastöðum í Fljót-
um, var þrjá og hálfan tíma að
fara þessa leið.
Mikill fjöldi siglfirzkra híla
tepptist fyrir innan Skarðið."
Oviðunandi ástand
samgöngumáia.
Ofangreind frétt lætur ekki
mikið yfir sér, en hún minnir okk-
ur þó all óþyrmilega á hið óvið-
unandi ástand samgöngumála, sem
Siglfirðingar eiga við að búa.
Eftir að komið er fram í ágúst
er vart óhætt að bregða sér úr
bænum, öðruvísi en að eiga það
á hættu að teppast fyrir innan
Skarð í lengri eða skemmri tíma
sökum shjóa, og enginn veit hve-
nær vegurinn lokast algerlega á
haustin.
Það eru því engin undur þó að
raddir, sem krefjast tafarlausra
úrbóta, gerist nú æ fleiri og há-
værari. En því miður verður ekki
sagt að undirtektir ráðamanna
séu að sama skapi.
Tómlæti ríkisstjórnarinnar og
þingmannaliðs hennar gegnir
hreinustu furðu. Nær engar þær
kröfur, sem héðan hafa borizt
hafa fengið jákvæðar undirtektir
og sáralítið miðar lagningu
RAd
síldarverksmiðja Siglufjarðar-
kaupstaðar, hafði um síðustu
helgi tekið á móti rúmlega 87 þús-
und málum síldar í suinar. Er það
mesta síldarmagn, sem verksmiðj-
unni hefur borizt. Að auki hefur
hún svo fengið um það bil 27
þúsund mál af síldarúrgangi frá
söltunarstöðvum.
Unnið hefur verið úr allri þess-
ari síld og eru afurðirnar um það
bil 2.400 tonn af lýsi og 2.400
tonn af mjöli. Rúmlega helmingur
afurðanna hefur þegar verið seld-
ur og unnið er að sölu á eftir-
stöðvunum.
Mörg brýn verkefni bíða fram-
Ð K A
kvæmda við verksmiðjuna, svo
sem stækkun á þróarplássi verk-
smiðjunnar, sem nú rúmar aðeins
18—20 þúsund mál. Þá þarf og
nauðsynlega að koma upp vinnslu-
tækjum fyrir soðkjarna og stækka
mjölgeymsluhús, steypa utan um
reykháf og stórbæta aðbúnað þess
verkafólks, sem við verksmiðjuna
vinnur, en hann mun vera með
því allra lélegasta, sem hér gerist
og er þó ekki allt í sómanum í
þeim efnum annars staðar.
Engar ákvarðanir hafa verið
teknar um framangreindar fram-
kvæmdir nema steypingu reyk-
háfsins.
Ólík viii
Þann 27. júlí s.l. kom til lands-
ins nýr og glæsilegur bátur,
Skarðsvík SH 205, 155 brúttó-
lestir að stærð. Þessi glæsilegi bát-
ur kemur í stað Skarðsvíkur, sem
fórst þann 11. febr. s.l. er hún var
að koma frá leit að skipverjum af
b/v Elliða, sem fórst daginn áður.
Það er vissulega ánægjuefni,
að kominn skuli góður bátur í
stað Skarðsvíkur, en Siglfirðing-
um er það harmsefni, að enn
skuli enginn bátur kominn í stað
hins góða og fengsæla skips, Ell-
iða. Viðbrögð og vinnubrögð
mannanna, sem ráða á Sandi og
Siglufirði eru svo gerólík, að engu
nubrögð
tali tekur. Þar snúa menn sér
strax að því í alvöru að fá nýtt
skip. Hér snúast menn kringum
sjálfa sig og ekkert gengur. Þegar
líður að kosningum í vor gerir
bæjarstjórinn og hans menn báta-
málið að kosninganúmeri, aug-
lýsa næstum upp á dag hvenær
hinn nýi bátur muni hefja veiðar
og telja sér allt til fremdar í at-
höfnum til þess að „hinir bát-
arnir“ komi sem fyrst á eftir.
Enn eru athuganir og vanga-
veltur, grobb og gaspur það eina
sem almenningur veit að ráða-
menn Siglfirðinga hafa aðhafzt í
bátakaupamálinu.
Þeir stjórna vinnu við lagningu Strókavegarins: Jóhann Lúðviksson, verkstj.
t. v. og Gísli Felixson, eftirlitsm. t. h.
Strákavegarins, sem þó verður
eins og allir vita eina viðunandi
lausnin á samgönguvandamálum
Siglufjarðar.
Fjárveitingar hlægilega
lágar.
Fjárveitingar til Strákavegar-
ins eins og Siglfirðingar kalla
hann, eða Siglufjarðarvegar ytri,
eins og hann er nefndur á fjárlög-
um eru hlægilega lágar, miðað við
þá miklu fjárupphæð, sem vegar-
lagningin í heild mun kosta. Því
að það mun ekki ofmælt að lögn
Strákavegarins muni verða í
hópi dýrustu vegalagna á land-
inu, enda óhemjumiklar torfærur
við að etja.
En með áframhaldandi fjárveit-
ingum, svipuðum að upphæð og
undanfarin ár, er óhœtt að full-
yrða að verkið muni taka að
minnsta kosti 30 ár til viðbótar,
eða jajnvel enn lengri tíma.
Fjárveitingin til vegarins í ár
var 700 þúsund krónur, en gerð
var tilraun til að útvega 300 þús-
und krónur til viðbótar, og stóðu
vonir til að það tækist, en þó með
því skilyrði, að sú upphœð yrði
dregin jrá fjárveitingu nœsta árs.
(Framliald á 2. síðu)