Mjölnir


Mjölnir - 26.05.1964, Blaðsíða 4

Mjölnir - 26.05.1964, Blaðsíða 4
SKARÐSMOTIÐ Skarðsmóf-ið var að venju haldið um Hvítasunn- una. Þótttakendur voru 71, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Mótið fór vel fram í ógætis veðri. Mesta athygli vakti tvöfaldur sigur Sigríðar Júlíusdóttur í svigi og stórsvigi kvenna. Eftir skíðakeppnina kepptu þótttakendur fró Siglufirði og annars stað- ar fró í knattspyrnu og unnu utanbæjarmenn 5:1. 8. Skarðsmótið Miölnir ÚTG. ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA ÁbyrgSarmaður: Hannet Baldvinuon. Afgreiðtla: Suðurgötu 10, SiglufirSi, simi 194. Árgjald 75 kr. — Prenttmiðja Björnt Jónttonar h.f. Akureyri Frá sveit til sjávar Skarðsmótið 1964 hófst laug- ardaginn fyrir Hvítasunnu kl. 14.00. Sverrir Sveinsson, móts- stjóri setti mótið og gat þess, að keppendum á Skarðsmóti hefði ■sífellt fjölgað og væri það orðið langstærsta mót ársins fyrir ut- an íslandsmót. Keppendur voru skráðir 71 frá 6 félögum. Frá Siglufirði voru 28, frá Reykjavík 19, frá Akureyri 11, frá Ólafsfirði 7, frá ísafirði 5 og 2 frá Seyðis- firði, en þetta er í fyrsta sinn, sem keppendur frá Seyðisfirði eru skráðir til mótsins. Þetta er í áttunda sinn, sem Skarðsmótið er haldið. Svig unglinga Mótið hófst með keppni í svigi unglinga 12—14 ára. Kepp endur voru 9, þar af 5 frá Siglu- firði. Úrslit urðu þ au, að fyrst- ur varð Eyþór Haraldsson, R., á tímanum 28.5 -f- 27.0 = 55.5 sek. Annar varð Tómas Jónsson R. á tímanum 28.5 + 27.6 = 56.1 sek. Þriðji varð Kristján Bjarnason, S., á tímanum 35.0 + 31.5 = 66.5 sek. Hlið voru 25, en keppt var um bikar, sem Ellen Sighvats- son, formaður Skíðaráðs Reykja víkur, hefur gefið. Úrslitin í þessum flokki ættu að vera áminning til forráða- manna skiðamála hér, að leggja meiri rækt við þjálfun ungling- anna, því að það eru þeir, sem taka eiga við, þegar þeir eldri flEYRZT HEFIIIt AÐ formanni Orðunefndar, Stein- grími Steinþórssyni, hafi eitt sinn orðið á að segja: Mikið andskoti væri gaman, ef það væri nú einu sinni hægt að lóta heiðarlegan mann hafa Fólkaorðuna. AÐ fyrrverandi forstjóri ófengis- verzlunarinnar, Guðbrandur Magnússon, hafi eitt sinn ver- ið á ferð í Skotlandi og verið gefið 100 óra gamalt Whisky í verksmiðju einni. Varð hon- um þó að orði: Og þetta er svona fjandi gott. Ég hélt bara, að það væri nýtt. hætta. Að vísu má segja, að Reykj avíkurdrengirnir séu fædd ir hér og Tómas alinn hér upp, en okkur vantar samt breiddina í unglingaflokkinn. Svig kvenna Næst var keppt í svigi kvenna og farin 35 hlið og keppt í sömu braut og karlar. Aðeins tvær af fimm keppendum luku keppn- inni og varð Sigríður Júlíusdótt- ir, Siglufirði, fyrst á tímanum 41.6 + 44.9 = 86.5 sek. Önnur varð Kristín Þorgeirsdóttir, S., á tímanum 39.8 + 86.6 = 126.4 sek. íslandsmeistarinn, Árdís Þórð ardóttir, varð úr leik, en hinar tvær luku ekki keppni. Sigríður var vel að sigrinum komin, enda hefur hún ásamt Ár- dísi, æft mjög vel í vetur. Krist- ín er greinilega í sókn eftir árs- hlé frá æfingum. Svig karla Svigbraut karla var 50 hlið. 40 keppendur af 56 skráðum mættu til leiks. Árangur fyrstu manna varð sem hér segir: 1. ( 3) Samúel Gústafsson, í 2. (39) Reynir Brynjólfss. A 3. (37) Ásgrímur Ingólfss., S 4. ( 9) ívar Sigmundsson, A 5. (34) Jóhann Vilbergsson, S 6. (28) Kristinn Benediktss., I Veður var mjög gott, sólskin framan af og snjórinn sólblaut- ur. Brautin grófst fljótt illa og háði það keppendum. Var mikið um byltur, sem marka má af því, að aðeins 17 keppendur luku keppninni. Jóhann hafði beztan brautar- tíma í fyrri ferðinni, en Krist- inn Benediktsson í seinni. En báðar þessar kempur duttu í ann arri ferð sinni. Samúel varð ekki óvæntur sig- urvegari með svo gott rásnúm- er, en ekki hefði hann trúað því klukkan ellefu um morguninn, að hann ætti eftir að sigra í Skarðsmótinu klukkan sjö, því að för þeirra Isfirðinganna var ekki ákveðin fyrr en um hádegi, en þeir komu með flugvél klukk- an rúmlega fjögur og fóru beint í keppni. Athygli vakti, hve lipurlega Akureyringarnir fóru brautina. Þeir hafa greinilega mesta leik- fimiæfingu þessara keppenda. Stórsvig kvenna Á Hvítasunnudagsmorgun kl. ellefu hófst keppni í stórsvigi kvenna. Brautin var 21 hlið. Úr- slit urðu þau, að Sigríður Júlíus dóttir, S., var fyrst á tímanum 76.4 sek., önnur varð Árdís Þórðardóttir, S., á tímanum 78.5 sek., þriðja Karolína Guðmunds- dóttir, R., á tímanum 79.8 sek. Kristín Þorgeirsdóttir hafði rennt sér á mjög góðum tíma en datt illa rétt við markið og missti nægan tíma til að verða aðeins fjórða. Stórsvig karla Úrslit í stórsvigi karla urðu sem hér segir: 1. Jóhann Vilbergss. S. 88.3 2. Kristinn Benediktsson í 90.4 3. Svanberg Þórðarson Ó 96.4 4. Hafsteinn Sigurðsson í 96.5 5. Hjálmar Stefánsson S. 97.6 6. Björn Þór Ólafsson Ó. 100.8 Brautin var miklu betri en daginn áður, enda ekki farin nema ein ferð, og luku 31 kepp- andi af 45 mættum til leiks. — Hliðin voru 32 og farið alveg upp undir tinda. Þessi úrslit komu ekki á óvart. 53.5 + 60.0 = 113.5 sek. 56.2 + 57.4 = 113.6 — 58.8 + 56.3 = 115.1 — 50.8 + 70.9 = 121.7 — 50.5 + 74.2 = 124.7 — 73.9 + 53.5 = 127.4 — Alpatvíkeppni Alpatvíkeppnin er reiknuð út sem frammistaða í svigi og stór- svigi samanlagt. Þar urðu úrslit hjá stúlkunum þau, að aðeins tvenn verðlaun komu til úthlut- unar. Sigríður Júlíusdóttir með 0.00 stig og Kristín Þorgeirs- dóttir með 40.59 stig. Sigríður vann því í fyrsta sinn farandbik- ar, sem Jónas Ásgeirsson hefur gefið. Vinnst hann til eignar í þriðja sinn. í karlaflokki urðu úrslit þessi: 1. Jóhann Vilbergss. S. 6.01 st. 2. Krist. Benediktss. í 9.69 — 3. Reynir Brynjólfs. A 19.36 — 4. ívar Sigmundss. A 19.87 — Jóhann vann því í fyrsta sinn bikar þann, sem Einar Ingi- mundarson alþm. hefur gefið og AFMÆLI. Þorvaldur Þorleifsson, Grund, varð 65 óra hinn 21/5 s.l. SIGLUFJARÐARKAUPSTAÐUR varð 46 óra hinn 20/5 s.l. Mjölnir óskar afmælisbörnunum til hamingju. SIGLUFJARÐARSKARÐ var loks opnað ó laugardagskvöld. Voru þrjór ýtur að verki undir lokin. Von- andi verður nú opið til hausts. I haust fara menn svo að hlakka til mónaðarins ógúst 1965, en allir Siglfirðingar vita hvað skeður þá samkvæmt framkvæmdaáætlun rík- isstjórnarinnar. LANDSSÍMINN er nú fluttur með póststofu og símaafgreiðslu í hús Péturs Björnssonar og verður þar næstu tvö ár til húsa, ef að líkum þarf að vinnast þrisvar til eign- ar. Knattspyrnan Síðasti liður keppninnar var eins og venjulega, að keppendur frá Siglufirði þreyttu kappleik í knattspyrnu við utanbæj arkepp- endur. I þetta sinn fóru leikar þannig, að utanbæj armenn unnu með 5 mörkum gegn 1. í liði utanbæjarmanna voru tveir ÓI- afsfirðingar, fjórir Akureyring- ar og fimm Reykvíkingar. Það háði nokkuð keppninni, að völl- urinn var í slæmu ástandi. Verið var að aka ofan í hann sandi og verkinu ekki lokið þegar leikur- inn fór fram. Mófsslit Mótinu var slitið með verð- launaafhendingu að Hótel Höfn á Hvítasunnudagskvöld. í hóf- inu var sýnd kvikmynd, sem Valdimar Ömólfsson tók af Ólympíuleikunum í Innsbruck í vetur. Sverrir Sveinsson, mótsstjóri, afhenti verðlaun, þakkaði kepp- endum drengilegan leik og ósk- aði utanbæjarmönnum góðrar heimferðar. Mótið hefur þótt takast mjög vel, enda hjálpaði mikil veður- blíða til. Verst var, að Skarðið skyldi ekki vera opið. Þá hefðu áhorfendur orðið fleiri og fram- kvæmd mótsins verið auðveld- ari. lætur. Vel þótti ganga að flytja símann og mun ekki hafa verið sam- bandslaust nema eina kvöldstund, og ekki virðist bera mikið á „vitlaus- um númerum" þrátt fyrir flutning- inn. Sjálfvrki síminn er kominn til Siglufjarðar í sjötíu kistum og verð- ur settur upp í nýja húsið. ÚTBORGANIR ganga nú eitthvað betur en áður hjá bænum. Er sagt, að tvo síðastliðina föstudaga hafi tekizt að greiða öllum aðilum viku- kaupið. TOGARINN HAFLIÐI knm af Nýfundnalandsmiðum í gær með um 170 tonn, mestmegnis karfa. Aflinn verður unninn hér. BÆJARSTJÓRINN er fyrir sunn- an. SUNDLAUGIN. Eftir að yfir 40 manns höfðu skrifað sig á lista og keypt mánaðarkort, var morgunsund hafið að nýju eftir hvítasunnu, og laugin höfð opin frá 8—9.30. Ættu allir, sem því geta við komið, að nota þetta tækifæri. Mikil nauðsyn væri á því, að hafa laugina opna eftir vinnutíma, t. d. frá kl. 8—9 á kvöldin, svo þeir sem vinna frá 7—7 geti haft einhver not af sund- lauginni. PRÓFUM í skólunum er að Ijúka og verður þeim slitið nú um mán- aðamótin. Að því búnu munu hinir elztu bekkir fara í sín árlegu ferða- lög, en að því loknu eiga allir nem- endur frí fram til hausts, það er að segja þeir sem ekki eru búnir með skólann. Athygli skal vakin á því, að samkvæmt samningi bæjarins við tannlækninn -greiðir bærinn helm- ing af kostnað við tannviðgerðir skólanemenda á skólaskyldualdri allt árið, líka yfir sumarið. GESTUR FANNDAL hefur að undanförnu verið að breyta ræki- lega innréttingu og fyrirkomulagi á verzlun sinni. Vaxandi umsetning hjá Gesti, einkanlega í kjötvörum, samhliða tilkomu nýrrar tækni í matvörusölu, er þess valdandi, að hann flytur matvöruverzlunina í suðurhluta verzlunarinnar, sem er rúmbetri. Mun þar verða margt lyst- ugt að fá, bæði súrt og frosið. Þar verða líka á boðstólum djúpfrystir ávextir og grænmeti, en Gestur er frumkvöðull að verzlun með slíkt lostæti í Siglufirði. Verzlun Gests á 30 ára afmæli á þessu ári.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.