Mjölnir


Mjölnir - 25.09.1964, Blaðsíða 6

Mjölnir - 25.09.1964, Blaðsíða 6
Aldarafmœli Einars Benedihssonar Hinn 31. október 1964 eru liðin 100 ár frá fæðingu þjóð- skáldsins Einars Benediktssonar. Svo sem að líkum lætur, verður aldarafmælisins minnzt á marg- víslegan hátt, og mun útgáfu- félagið BRAGI, félag Einars Benediktssonar, hafa þar for- ystu. Félag þetta var stofnað í janúarmánuði árið 1938 fyrir forgöngu nokkurra trúnaðar- vina skáldsins, og skyldi það „kaupa af Einari Benediktssyni eignarrétt á öllum verkum hans, og annast útgáfu þeirra“, svo sem segir orðrétt í stofnfundar- gerðinni. Af tilefni aldarafmælis Einars Benediktssonar hefur stjórn út- gáfufélagsins BRAGA fyrir all löngu síðan ákveðið að gefa út heildarsafn af kvæðum skálds- ins, ásamt þýðingu hans á Pétri Gaut. Kvæðasafnið verður gefið út í einu hindi, samtals í 5000 eintökum. Verða 500 eintök gefin út í sérstakri viðhafnar- útgáfu, er verður tölusett og bundin í alskinn (geitarskinn) og til vandað á allan hátt. Þá hefur verið bundið fast- mælum, að prófessor Sigurður Nordal riti formála að kvæða- safni Einars Benediktssonar, auk þess sem prófessorinn er stjórn Braga til ráðuneytis í sambandi við útgáfuna. Svo sem að líkum lætur, telur félagið sér mikinn áv.inning að samstarfinu við þennan mikilsvirta fræði- mann. Að athuguðum öllum aðstæð- um, og eftir vandlegan saman- burð á tilboðum hefur verið samið við Hafstein Guðmunds- son prentsmiðjustjóra fyrir hönd Prentsm. Hólar h/f um prentun kvæðasafnsins, einnig um bókband. Miðar þessum framkvæmdum vel áfram, setn- t ingu að mestu lokið, en þegar hafa verið gerð sýnishorn af bókinni í samráði við stjórn Braga. Innan skamms mun verða haf- izt handa um söfnun áskrifenda að Kvæðasafni Einars Benedikts- sonar, bæði að viðhafnarútgáf- unni og hinni almennu útgáfu. Eru útgefendur vongóðir um árangur af þeirri starfsemi. Svo sem áður hefur verið skýrt frá opinberlega, hefur Bragi h/f ákveðið að reisa Ein- ari Benediktssyni minnismerki á aldarafmælinu. Hefur Ásmund- ur Sveinsson myndhöggvari gert mynd skáldsins. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið minnismerkinu stað í hinum fyrirhugaða skemmtigarði borg- arinnar á Klambratúni. Svo er ráð fyrir gert, að þess- um framkvæmdum verði lokið fyrir aldarafmælið í haust. Auk þess, sem nú hefur verið talið, hefur Bragi með höndum undirbúning ýmissa fram- kvæmda, í samræmi við tilgang og markmið félagsins. Ber þar fyrst að nefna útgáfu á bók eftir séra Sigurð Einarsson skáld í Holti, en þessi bók mun hafa að geyma skýringar á 25 viða- mestu kvæðum Einars Bene- diktssonar. 30 áraj 9. september voru liðin 20 ár frá stofnun alþýðulýðveldis í Búlgaríu. Búlgarar voru fyrir bylting- una fremur frumstæð bænda- bjóð, eins og fleiri Balkanþjóðir. Nokkrar tölur sýna gleggra en langt mál, í hvaða átt þróunin hefur gengið þessi 20 ár. Iðnaður landsins hefur seytján- faldast að magni. Sjötti hver íbúi landsins fæst við nám af ein- hverju tagi, en fyrir stríð var stór hluti íbúanna ólæs og al- þýðumenntun léleg. Fyrir stríð voru aðeins fjórar borgir í land- inu með meira en 50 þús. íbúa. Nú eru þær þrettán. Tala íbúa í þessum 13 borgum hefur um það bil tvöfaldast. 85% af út- flutningi landsins eru iðnaðar- vörur. 80% af utanríkisvið- skiptum landsins eru við sósíal- istaríkin, þar af 54% við Sovét- ríkin. Árið 1939 fluttu Búlgarar út 140 vörutegundir, nú um 600. — Þótt viðskiptin við önnur lönd en þau sósíalistisku sé að- eins 20% af utanríkisviðskipt- um landsins, eru þau nú mörg- um sinnum meiri en fyrir stríð. Búlgarar rækta feikn af ávöxt- um og grænmeti. Þeir flytja út allra þjóða mest af nýjum tóm- ötum og eru einn stærsti út- flytjandi grape-ávaxta. Tóbaks- NIÐURLAGNING SÍLDAR Ohœlt er að fullyrða, að fáar fregnir hafa vakið eins mikla athygli hér norðanlands eins og frétt Þjóðviljans fyrir hálfum mánuði um að komið hefði í Ijós í viðrœðum, sem nokkrir af foruslumönnum Sósíalistaflokksins áttu við ráðamenn austur í Moskva, að möguleikar vceru á að selja þangað mikið magn af full- unnum síldarvörum, fyrst og fremst niður- lagðri síld, ef um það vœri samið að kaupa af Sovétmönnum í staðinn framleiðsluvörur þeirra, og gera um þetta samninga til nokkurs tíma. Norðurland hefur nú um nokkurra ára bil átt um sárt að binda vegna þess, að grund- vallaratvinnuvegur sjávarþorpanna, síldveiðin, hefur brugðizt. Það er nú stærsta vandamál fjölmennra byggðarlaga á Norðurlandi að koma í veg fyrir atvinnuleysi og fólksfœkkun, sem blasir við, ef ekkert kemur í staðinn. Séu hins vegar möguleikar opnaðir til þess að leggja niður síld til útflutnings í allstórum stíl, og þeim iðnaði komið upp á þeim stöð- um, sem nú hafa mesta þörfina fyrir slíka framleiðslu, en engum mun blandast hugur um, að sjálfsagt sé að koma honum upp hér norðanlands, — þá mœtti snúa straumnum við á örskömmum tíma, jafnvel einu til tveim ár- um, ef röggsamlega vœri staðið að verki. Talið er, að verksmiðja, sem legði niður síld úr 10 þús. tunnum mundi veita 100—120 manns atvinnu meginhluta ársins. Hvað þýðir atvinna fyrir 120 manns við framleiðslustörf? Hún þýðir, þegar til lengdar lœtur, atvinnu fyrir allt að því eins mikinn fjölda fólks við alls konar þjónustustörf og aðra framleiðslu. Hún þýðir aukna verzlun, meiri atvinnu fyrir alls konar verkstœði og þjónustuiðnað, auknar húsbyggingar, hœkkun tekna hjá sveitarsjóði viðkomandi staðar, sem aftur leiðir af sér meiri opinberar framkvœmdir og þar með aukna vinnu. Slík verksmiðja mundi skapa kjölfestu í efnahagslífi viðkomandi staðar, gera fólki fœrt að líta með öryggi til framtíðarinnar, gera œskufólkinu fœrt að una í heimabyggð sinni. Fólk mundi ekki þurfa að horfast stöðugt í augu við óttann um það, að verða að flytjast burtu innan skamms tíma, hvort sem því lík- aði betur eða verr, og þurfa að skilja hús sín og aðrar eignir eftir verðlaust og einskisnýtt. I slíkri verksmiðju, sem hér er rœtt um, myndi líklega %—% starfsfólksins verða kon- ur. Þetta mundi að líkindum leiða það af sér, að fá yrði húsmœður til starja á stuttum vökt- um, en alkunna er, að víða tíðkast það, að húsmœður starfa í verksmiðjum stuttar vaktir daglega, allt niður í tvo tíma á dag. í smábœ eins og Siglufirði, Sauðárkróki eða Skaga- strönd vœri óhjákvæmilegt að taka upp slíka vaktavinnu. Gœti slíkt fyrirkomulag orðið mikill tekjuauki fyrir heimilin, og fullnœgt óskum margra kvenna um aukavinnu, einlcum húsmœðra, sem eiga stálpuð eða uppkomin börn og vantar verkefni. Forustumenn Sósíalistaflokksins eiga skild- ar þakkir fyrir frumkvœði sitt í þessu máli. Nú ber að vona, að stjórnarvöld landsins bregðist skjótt og röggsamlega við og noti þá möguleika, sem þarna er bent á. Hér hefur aðeins verið bent á þá breytingu, sem það gœti skapað smábœ eða þorpi, ef þar vœri komið upp niðurlagningariðnaði, sem aðeins ynni úr 10 þús. tn. á ári. Með byggingu stœrri verksmiðja mœtti hins vegar leggja grundvöll að vexti og varanlegri vel- gengni í viðkomandi bœ. Og þegar málið er athugað nánar, sést ekki að neitt geti verið því til fyrirstöðu, að hœgt sé að koma upp á fáum árum iðnaði til fullvinnslu á tugþúsundum eða jafnvel hundruðum þúsunda tunna af síld. Nútímatœkni krefst verkaskiptingar. Hvað vœri eðlilegra en það að við, eyþjóðin, fram- leiddum sjávarafurðir handa meginlandsþjóð eins og Rússum, og keyptum aftur af þeim í staðinn framleiðsluvörur þeirra, sem jafngott er að kaupa þaðan eins og frá öðrum þjóðum? Auk þess, sem verksmiðjur til fullvinnslu síldar í stórum stíl gœtu gerbreytt atvinnu- ástandinu og allri afkomu fólksins á Norður- landi, mundu þœr stórbœta gjaldeyrisafkomu landsins. Talið er, að niðurlagning síldar allt að því fimmfaldi verðmœti hennar, miðað við að selja hana út óunna í tunnum. Þess ber að vœnta að stjórnvöld landsins Láti strax hendur standa fram úr ermum við að notfœra þann möguleika, sem forustumenn Sósíalistaflokksins hafa bent á til fullvinnslu síldarinnar með stóran markað í Rússlandi fyrir augum. Og þess ber líka að vœnta, og á það ber að leggja mikla áherzlu, að slíkur iðnaður verði staðsettur þar, sem hans er mest þörf frá þjóðhagslegu sjónarmiði, en það er fyrst og fremst á Norðurlandi. Hitt vœri glópska, að fara að hrúga upp slíkum iðnaði í landshlutum, sem alls ekki hafa þörf fyrir hann, og vantar meira að segja fólk til þess að fullnýta þau atvinnutœki, sem þeir hafa. Að óreyndu skal það ekki dregið í efa, að stjórnvöld landsins og Alþingi, og þá fyrst og fremst þingmenn Norðurlands og aðrir ráða- menn í þessum landshluta, grípi þetta tœki- fœri. Og þeir mega vera vissir um það, að al- menningur norðanlands mun fylgjast vel með frammistöðu þeirra í þessu máli. rækt er geysimikil, og eru þeir þriðji stærsti útflytjandi heims af tóbaki og vindlingum (næstir Bretum og Bandaríkjamönnum). Sem útflytjandi niðursoðins grænmetis og ávaxta eru þeir í öðru sæti, næst á eftir ítölum. — Þá flytja Búlgarir út rafmót- ora, hreyfla, vörubifreiðar, lyfti- tæki, landbúnaðarvélar og efna- vörur. Húsagerð Búlgara er mjög nýtízkuleg. Næstum þriðji hver íbúi landsins býr í húsi, sem byggt hefur verið eftir byltingu. Húsaleiga er mjög lág, yfirleitt um 5% af launum. Gerð hefur verið byggingaráætlun sem nær til 1980. Er gert ráð fyrir, að þá verði íbúðarhúsnæði orðið a. m. k. 16 fermetrar á hvern íbúa. I höfuðborginni Sofiu á að byggja 160 þús. íbúðir á þessu tímahili. Mikill straumur ferðamanna hefur legið til Svartahafsstrand- ar Búlgaríu síðustu árin, og fer stöðugt vaxandi. M. a. sækja Austur- og Vestur-Þjóðverjar mikið þangað í sumarleyfum sínum, en einnig Bretar, Norður- landabúar og fleiri þjóðir í vax- andi mæli. Hótel og gestaheimili eru þar ágæt, matur góður og baðstrendur einhverjar hinar beztu í Evrópu, en sagt er, að Norður-Evrópumönnum þyki heldur heitt þar yfir hlýjasta sumartímann. *

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.