Mjölnir


Mjölnir - 09.12.1966, Page 2

Mjölnir - 09.12.1966, Page 2
Minningrarorð Þann 18. október sl. lézt í Sjúkrahúsi Siglufjarðar frú Sal- björg Jónsdóttir, Norðurgötu 17. Hafði hún átt við langa van- heilsu að búa tvö síðustu árin. Hún fæddist 16. sept. 1897 að Vémundarstöðum í Ólafsfirði. Eins árs að aldri fluttist hún með foreldrum sínum að Bakka í Fljótum. Til Siglufjarðar kom hún er hún var á fermingaraldri og hefur verið búsett hér síðan. 22. desember 1923 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Magn- úsi Magnússyni frá Gili í Öxna- dal. Eignuðust þau þrjú börn, Vigdísi, búsetta í Bolungarvík og Jóhann og Kristínu, sem bæði eru búsett á Suðurlandi. Þá ólu þau upp dótturdóttur sína, Mögnu Sigurbjörnsdóttir og gengu henni í foreldrastað. Er hún gift og búsett hér í bæ og hefur reynzt þeim sönn stoð í ellinni. Mig langar til að minnast þess- arar ágætu konu og kveðja hana með örfáum orðum. Eg kynnt- ist henni fyrst eftir að ég fór að Aðalfundur Kvenfélogs Sjúhrahússíns Kvenfélag sjúkrahússins hélt aðalfund sinn 23. nóv. s.l. Frú Hildur Svavarsdóttir, sem verið hefur formaður félagsins s.l. 10 ár, baðst undan endurkosningu, vegna væntanlegs brottflutnings úr bænum. í stjórn félagsins voru kjörnar: Formaður frú Kristín Þorsteinsson, varafor- maður frú Anna Snorradóttir, ritari frú Ragnheiður Sæmunds- son, gjaldkeri frú Jóna Einars- dóttir og meðstjórnandi frú Dagbjört Einarsdóttir. Félagið hefur nú lagt til nýju sjúkrahússbyggingarinnar 2,1 milljón kr. samtals. Félagið hélt bazar í haust, og komu þar inn um 54 þús. kr. Þakkar félagið bæjarbúum inni- lega fyrir góða aðsókn að baz- arnum, svo og fyrir vinsamlega afstöðu til starfsemi þess fyrr og síðar. Vonast er til þess, að nýja sjúkrahúsið geti tekið til starfa um miðjan þennan mánuð. Má fullyrða, að af þeim aðilum sem lagt hafa hönd að verki við að koma því upp, á Kvenfélag Sjúkrahússins stærsta framlagið og mesta og fórnfúsasta starfið. 2) — Mjölnir starfa í Verkakvennafélaginu Brynju. Hún var ein þeirra kvenna sem aldrei lét sig vanta á félagsfundi þar, meðan heilsa liennar leyfði, og alltaf var hún reiðubúin, þegar til hennar var leitað, að leggja sitt lið í félags- ins þágu. Hún var ætíð glöð og létt í lund, og hógvær í allri fram- komu, þannig að maður bar ósjálfrátt hlýhug í brjósti til hennar og leið vel í návist hennar. Hún var ein af stofnendum Verkakvennafélagsins Brynju, og var áður félagskona í Verka- kvennafélaginu Ósk, sem var hið róttækara af félögunum tveimur sem sameinuðust þegar Verka- kvennafélagið Brynja var stofn- að. í Sósíalistafélagi Siglufjarð- ar var hún frá byrjun og var þar ásamt manni sínum ein af þeim trausta stofni sem aldrei lét haggast í viðleitninni fyrir bætt- um kjörum alþýðunnar. Með henni er gengin ein af hetjum hversdagslífsins, ein al- þýðukonan, sem barst lítt á, en vann störf sín í hljóði, í þágu heimilis og barna. Mér er það ljóst, að ég þekkti Salbjörgu heitna ekki til fulls og því hlýtur með þessum fáu orð- um mínum að vera margt ósagt um ævi hennar og mannkosti, enda tilganguirnn sá einn að votta henni látinni virðingu mína og þökk fyrir samstarf og góða viðkynningu. Blessuð sé minning hennar. G. A. Skemmtileg1 og fjölbreytt kTöldiskemmtun Tónlstarfélögin í Siglufirði efndu til fj ölbreyttrar kvöld- skemmtunar 30. nóv. í Nýja bíó. Hófst skemmtunin á stuttu ávarpi Hafliða Guðmundssonar, form. Tónlistarráðs, sem lét þess getið að allur ágóði af skemmtuninni rynni til styrktar tónlistarstarfseminni í bænum. Síðan tók kynnir kvöldsins, Júlí- us Júlíusson við stjórn og kynnti atriðin hvert af öðru. Lúðra- sveitin byrjaði og lék gömul og vel þekkt danslög, þá komu Gautar og léku nokkur lög, en þeir Hlynur Óskarsson og Ger- hard Scmidt léku trompet dúett með Lúðrasveit og Gautum. Þá lék Lúðrasveitin aftur og frú Silke Óskarsson söng einsöng við undirleik þeirra Gerhard Schmidt, Elíasar Þorvaldssonar og Þórhalls Þorlákssonar. Að loknu hléi söng Karlakór- inn Vísir nokkur lög og síðan bættist Kirkjukór Siglufjarðar við og sungu kórarnir saman þekkt óperettulag og einsönginn GERHARD SCHMIDT. söng frú Silke. Að síðustu sungu svo kórarnir syrpu af stúdenta- lögum við undirleik Lúðrasveit- ar og Gauta. Stjórnandi og skipuleggj andi þessarar skemmtunar var Ger- hard Schmidt. Húsið var troðfullt og varð margt frá að hverfa. BÓKAÚ RVALIÐ aldrei meira en nú. Bókaverzlun Hannesar Jónassonar Mikið úrval af SKARTGRIPUM og öðrum gjafavörum. Bókaverzlun Hannesar Jónassonar NAFN í baksturinn: Kg. Hvoiti S | I | 1 | I 1 1 | I i B y I i i i Ö 1 i n ( 1 í I — Hiðishvciti — Rúgmjöl — Kartöflumjöl — Strausykur — Molasykur — Flórsykur — Púðursykur Pk. Skrautsykur — Vanillisykur Ds. Ölger — Royalger Vi—Vz — Millersger Vt—Vi — Ödkersger Vt — Jarðarberjasulta — Aprikosusulta — Fcrskjusulta — Hindberjasulta — Bl. aldinsulta — Sveskjusulta — Ananassulta — Appelsínusulta — Orangemarmilaði — Italskar, cnskar og ís- lenzkar sultur Vt, Vz, L 5 kg. Ds. Syrop — Hunang glært — Hunang venjul. Br. Hcssclhnctur — Möndlur — Jarðhnetur — Hnetukjarna — Italskar hn. — Bl. hnetur — Succat — Kokosmjöl — Marsipan Ds. Kako Vk—Vi eða laust — Súkkulaðiduft Kg. Hjúpsúkkulaði — Suðusúkkulaði Br. Aniskorn — Kúmen — Kökukrydd — Kardimommur — Negull — Kanil — Natron — Hjartarsalt — Engefer — Vanillukrem — Royalhlaup, rautt Gl. Sítrónudropar — Möndludropar — Vanilludropar — Kardimommur Kg. Smjör — Hnctusmjör — Criscofeiti — Smjörlíki — Jurtafeiti — Tólg — Egg,*ný Pk. Appelsínufrosting — Karamellufrosting — Núggat — Súkkulaðifrosting — Blandað frosting — Blandað iceing — Súkkulaði iceing — Hrismjöl í sodak. — Maisena orginal — Rúsínur — Kúrennur — Sveskjur — Döðlur — Epli dönsk — Epli extra del. — Appelsínur Ds. Coctail óvextir 1/1 — Sama í kvartdósum — Perur í 1/1 dós. — Perur í Vi ds. — Ferskjur i 1/1 ds. — Ferskjur i Vi ds. — Jarðarber í V2 ds. — Jarðarber fryst i Vt kg — Appelsínur í Vz ds. — Grófíkjur Vs ds. — Blandaðir óvextir 1 /1 Konfekf fró VÍKING er bezta fóanlcga konfektið ó íslandi i dag. Kass- arnir kosta fró kr. 35.00 upp í 435.00. Úrvals gjafir. Brjóstsykur 15 teg. fró VÍKING. Atsúkkulaði 20 teg. Gleðjið aðra með kassa af VÍK- INGS-konfekti. DORMEYER-hrærivélar með 2 stólskólum og hakkavél, og nóg of kökuformum og alls konar kökuskurðarmótum. Pönnukökupönnur og hnífar. Stól. Ryðfriir. H ö Sendið okkur pöntun yðar ó því, sem þér þurfið ■ baksfurinn. Við höfum nóg til. Beztu fóanlegu vörur. Verðið lægst. Við sendum yður allt heim. Þér bara hringið í 71162, eða, sem er þægileg- ast fyrir yður og okkur, sendið þennan lista útfylltan, eða fóið yður stærri vörulista hjó okkur. Munið: PANTIÐ TÍMANLEGA Gerið yður baksturinn ónægjulegan, þó er brauðið betra. KOMIÐ OG GERIÐ KAUPIN HJÁ OKKUR — SÍMI 71162 Geitnr Faundal 1 ( I ( I ( I ( I i I ( 1 ( I ( 1 1 8 ( 1 ( 1 ( 1 ( I ( 1 | I ( 1 ( 1 ( I ( 1 ( 1 ( 1 y i 1 i i i i i I I , i l y I | I

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.