Mjölnir - 04.04.1967, Blaðsíða 1
Mrölnir
XXX. árgangur
Þriðjudagur 4. apríl 1967
5. tbl.
Fmmsóhn jetur hvergi unnið
hingsœti of stiórnarflokhunum
Nigrur Alþfðubandalag:sins er eina
leiðin Éil að fella rikissstjornina
Eins og hér verður sýnt fram á, hefur Framsókn-
arflokkurinn hvergi möguleika til aðvinna þingsæti
af stuðningsflokkum ríkisstjórnarinnar. Ef ríkis-
stjórnin á að falla í kosningunum nú í vor, verður Al-
þýðubandalagið að vinna uppbótarþingsæti af
stjórnarflokkunum, helzt tvö til að vega upp á móti
atkvæði Björns Pálssonar á Alþingi, en eins og kunn-
ugt er, má alltaf búast við, að hann snúizt til fylgis
við núverandi ríkisstjórn, ef hún þarfnast þess.
í seinustu þingkósningum mun
aöi ekki miklu, hvor flokkurinn
hlyti 11. uppbótarsætiö, Alþýðu
bandalagið eða Sjálfstæðisflokk
urinn. Alþýðubandalagið tapaði
þessu þingsæti og hlutu Sjálf-
stæðismenn fjóra landskjörna
þingmenn, Alþýðuflokkurinn
fjóra og Alþýðubandalagið þrjá.
Urslitin-í næstu kosningum velta
á því, hvort Alþýðubandalaginu
tekst að vinna eitt eða tvö upp-
bótarþingsæti af stjórnarflokkun
um. Til þess að vinna eitt þarf
Alþýðubandalagið að bæta við
sig um 1000 atkvæðum og
minna, ef Sjálfstæðisflokkurinn
tapar fylgi, en til þess að vinna
tvö þingsæti þarf viðbótin að
vera um 2500 atkvæði. í sein-
ustu bæjarstjórnarkosningum
bætti Alþýðubandalagið við sig
990 atkvæðum í Reykjavík einni
miðað við seinustu þingkosning-
ar og 1554 atkvæðum miðað við
bæjarstjórnarkosningarnar 1962.
Framsóknarflokkurinn fékk
engan landskjörinn þingmann í
seinustu kosningum og vantaði
meira að segja 5623 atkvæði til
að fá úthlutað uppbótarþingsæti.
Flokkurinn vann þá tvö ný þing-
sæti. Mörg atkvæði greidd Fram
söknarflokknum í næstu kosning
um munu því falla dauð, þ. e.
koma að engu gagni í hinni tví-
sýnu baíáttu um líf núverandi
ríkisstjórnar. En hins vegar mun
hvert atkvæði greitt Alþýðu-
bandalaginu koma að fullum not
um og getur jafnvel ráðið úr-
slitum.
Til þess að menn skilji, hve
mikilvægt er, að vinstri menn
veiti Alþýðubandalaginu braut-
argengi í næstu kosningum, er
rétt að rekja 'hér, hve mörg at-
kvæði Framsókn vantaði seinast
í hverju kjördæmi til að vinna
þingsæti af stjórnarflokkunum:
í REYKJAVÍK voru atkvæða
tölur flokkanna í seinustu þing
kosningum þessar — í sviga
þingmannafj öldi:
A Alþýðuflokkur 5730 (2)
B Framsöknarfl. 6178 (2)
Ð Sjálfstæðisfl. 19122 6)
G Alþýðubandal. 6678 (2)
Framsókn var nær því að fella
Alþýðuflokksmann én Sjálfstæð-
ismann, en til þess að þriðji mað
ur Framsóknar felldi annan
mann krata, hefði B-listinn orð-
ið að bæta við sig 2417 atkvæð-
um og fá 8595. Þótt flokkurinn
auki ef til vill fylgi sitt, er slík
atkvæðaaukning útilokuð. í bæj
arstjórnarkosningunum jókst
fylgi Framsóknar um 536 at-
kvæði og þótti mikið.
Á REYKJANESI urðu úrslit-
in þessi:
A 2804 (1), B 2465 (1), D
5040 (2), G 1969 (1). Til þess
að fella annan mann Sjálfstæð-
isflokksins hefði Framsókn þurft
að fá tvöfalt meira fylgi, eða
yfir 5040 atkvæði og enn meira
til að fella kratann.
VESTURLAND:
A 912 (1), B 2363 (2), D
2019 (2), G 739 (0). í þessu
kjördæmi er Framsókn næst þfa
Úrslit Skíðamóts
íslands 1966
Skíðamót íslands jór fram á Þórðardóttir frá Siglufirði, sem
Siglufirði um páskavikuna. Ekki- varð þrefaldur íslandsmeistari í
var hörgull á snjó að þessu alpagreinum kvenna, skari fram
sinni, því að hann var einhver úr. I stökki yngri og eldri flokka
sá mesti, ef ekki sá mesti, sem áttu Siglfirðingar alla keppend-
gamlir menn muna eftir. Veður urna, sem luku keppni, — nema
var leiðinlegt alla keppnisdag-
ana nema einn, og torveldaði
það og snjórinn framkvæmd
mótsins á ýmsan hátt. Þó munu
flestir sammála um, að það hafi
farið vel fram og verið móts-
stjórninni og bæjarbúum til
að vinna mann. Þó vantar flokk-
inn að minnsta kosti 373 atkvæði
til að fella þingmann Alþýðu-
flokksins, en til þess þarf Fram-
sókn 2736. Jafnvel bjartsýnustu
Framsóknarmenn gera sér ekki
vonir um, að slíkur sigur vinnist,
enda er Jónas Árnason, fram-
bjóðandi Alþýðubandalagsins,
miklu nær því að fella Benedikt
Gröndal og vantar aðeins 173
atkvæði til þess.
VESTFIRÐIR:
A 692 (0), B 1743 (2), D
1713 (2), G 744 (1). Framsókn
þurfti að fá 826 atkvæði til við-
bótar, eða 2569 atkvæði til að
fella annan mann Sjálfstæðis-
flokksins.
NORÐURLAND VESTRA:
A 537 (0); B 2135 (3), D
1765 (2), G 663 (0). Til þess
að fella annan mann Sjálfstæðis-
flokksins hefði Framsókn þurft
að fá 3530 atkvæði. Nú hefur
Framsókn 3 af fimm þingmönn-
um í kjördæminu, þótt hún hafi
aðeins rúm 40% atkvæðanna.
NORÐURLAND EYSTRA:
A 1012 (0), B 4530 (3), D
2865 (2), G 1621 (1). Til þess
að fella annan mann Sjálfstæð-
isflokksins hefði Framsókn þurft
Framhald á 2. síðu.
Hér fara á eftir nöfn og árangr
ar stigahæstu manna í keppnis-
greinunum. Það segir þó ekki
alla sögu um viðgang skíðaíþrótt
arinnar á hinum ýmsu stöðum,
sem sendu keppendur. Sé litið á
úrslitaskrárnar í heild, dylst
ekki, að í aplagreinum er mest
„breiddin“ á Isafirði og Akur-
Árdís ÞórSardóttir, íslandsmeijtari í
alpagreinum kvenna
eyri, þótt einstakir keppendur
frá öðrum stöðum, eins og Árdis
Namgönsruerflðleikar
í ótíðinni undanfarnar vikur hefur komið betur í ljós en ella,
hversu ófullnægjandi strandferðir ákipa Skipaútgerðar ríkisins erU.
Fyrir Siglfirðinga er póstbátuinn Drangur hið trausta haldreipi,
sem tengir þá við umheiminn næstum á hverju sem gengur. Með
honum fá þeir alltaf meira og minna af vörum og svo mjólkina úr
Skagafirði og Eyjafirði, og með honum geta þeir ferðast til staða,
sem hafa sæmilegar flugsamgöngur.
En afgreiðslan fyrir Drang, Ríkisskip og Eimskip á Siglufirði
sætir gagnrýni. Ekki svo að skilja, að mennimir, sem annast hana,
séu ekki allra hugljúfi, heldur er það afgreiðslutíminn, sem flestum
finnst of stuttur og óheppilegur, en vöruafgreiðsla þessara fyrir-
tækja er aðeins opin stutta stund eftir hádegi dag hvern, nema
þriðjudaga og föstudaga. Þetta finnst mörgum, sem stærri vörusend-
ingar fá, vera of stuttur og óheppilegur tími, og gildir raunar það
sama fyrir þá, sem setja þurfa vörur á afgreiðsluna.
■■■■■■■■■■■■■■■■HHUIHMHHI
Gunnar Guðmundsson, sigurvegari í
15 km göngu
íslandsmeistarana, sem Ólafsfirð
ingar lögðu til. — Virðist það
vera mikil hæverska af Ólafsfirð
ingum að senda ekki fleiri kepp-
endur i. þessari grein en þeir
gerðu, því tæplega verður því
trúað, að þeir eigi ekki fleiri
góða stökkmenn en þessa þrjá,
sem hófu keppni. í göngugrein-
unum er „breiddin“ greinilega
mest hjá Siglfirðingum og ísfirð
ingum, en „miðað við fólks-
fjölda,“ er þó hlutur Fljóta-
manna e. t. v. beztur. — Fleiri
ályktanir mætti af þessu draga,
en hér skal staðar numið.
Þótt 'hlutur Siglfirðinga eftir
þetta landsmót sé engan veginn
slæmur, eru úrslitin samt nokk-
urt umhugsunarefni fyrir þá. —
Skíðamenn Siglfirðinga eru
sennilega ekki lakari en oft áð-
ur, — en skíðamenn annarra
staða jafnbetri en þeir hafa áð-
ur verið, vegna betri skilyrða til
þjálfunar og æfinga. Á þetta
fyrst og fremst við um Akureyri
og ísafjörð, þar sem bæjaryfir-
völd og íþróttafrömuðir hafa
lagst á eitt um að 'hlynna að þess
ari íþróttagrein.
- ■ / »
Stórsvig karla
Til leiks voru skráðir 41 kepp-
andi, en 23 luku kepþni. Brautin
var 1700 m löng með 46 hlið,
hæðarmismunur 600 m. Hófst
hún nær efst í Hafnarfjalli, á
norðurbrún Jörundarskálar, og
endaði við Leikskála. Logn var
og sólskin. Færi: Nýfallinn
frostsnjór. Þrír efstu menn urðu:
1. Kristinn Benediktss. í 1:44.7
2. Björn Ólsen, R. 1:48.1
3. Árni Sigurðsson, í. 1:49.3
Stórsvig kvenna
Til leiks voru skráðir 5 kepp-
endur og luku allir keppni. Braut
in var 1200 m löng með 30 hlið-
um, 'hæð 400 m, neðri hluti karla
Framhald á bls. 2.