Mjölnir - 30.04.1975, Blaðsíða 3

Mjölnir - 30.04.1975, Blaðsíða 3
HANNES BALDVINSSON: Harðsótt hebreskunám Þormóður Kunólfsson sendir mér kveðju í síðasta Siglfirð- ingi, í grein, sem hann nefnir „Hitaveitufrunnvarp Aliþ.banda- lagsmanna,“ og þó að mér sé nú reyndar orðið ljóst, að það verður állka erfitt að auka skiln ing Þormóðs á aðalatriðum hitavieitumálsins, eins og að kenna honum hebresku, þá get ég ekki á mér setið, að svara honum nokkrum orðum. Samsæri kommúnista Þornióðui' er landsþekktur fyrir baráttu sina við heirns- kommúnismann, og mótar alla afslöðu sína til mála með tilliti til hennar, enda kemur berlega fram í grein lians, að hann eyg ir í flutningi hitaveitufrum- varpsins, samsæri illra komm- únista gegn bæjarstjórnarmieiri- blutanum hér. Og bann nafn- greinir meira að segja þá verstu, sem eru auk min Gunn- ar Rafn, Kolbeinn Friðbjarnar- son og Ragnar Arnalds. Ef Þor- móði hefði verið kunnugt um, að Ragnar var á þeim tíma, sein frumvarpið var flutt, stadd ur suður í Júgóslavíu, hefði hann vafalítið bætt „félaga Tito“ í hóp okkar samsæris- manna, enda er Tito alþekktur fyrir illgirni í garð bæjarstjórn armeirihlutans. Titraunir Þonnóðs, til að lesa fmmvarpið á hebriesku, liindra liann hinsvegar í að sjá, að enginn framangreindra að- ila, er höfundur að hinu „ili- ræmda • liitaveituifrumvarpi,“ heldur er liöifundarrétturinn i liöndum núverandi ríkisstjórn- ar Islands. Ég hefi sem flutn- ingsmaður frumvarps um Hita- veitu Siglufjarðar livergi reynt að eiigna mér iþær hugmyiidir, sem þar er byggt á, heldur þvert á raóti margtekið það fram, að fyrirmyndin er að ölki leyti sótt í stjórnarfrum- varp og lög um Hitaveitu Suð- urnesja, og efnisatriðum þar í engu breytt, nema þar sem aðr- ar kringumstæður en lögin mið- ast við, krefjast breytinga. Ég tek hinsvegar að fullu á mig einan, ábyrgðina á því að hafa með flutningi frum- varpsins gert tilraun til að tryggja siglfirðingum sömu fyrirgreiðslu af hálfu ríkis- valdsins við hitaveitufram- Furulundur 9 Garðahreppi dregið i april '76 Túngata 12 Alftanesi dregið i desember '75 Sala hafin. Miðar ófáanlegir frá skrífstofu en lausir miöar fáanlegir i nokkrum umboðum út um land og i Reykjavik. 100 bilavinningar a haffa milljón og eina miRjón. Auk ótal hiisbúnaöar vinninga á 50-25 og 10 þús. kr. hver. 150 utanlands fer&ir álOOog 250 þús. hver. kvæmdir hér, og sjö sveitar- félög á Suðurnesjum munu verða aðnjótandi. Fjaðrafok í bæjarráði Þormóður dásamar í grein sinni, viðbragðsflýti bæjarráðs gegn þeim voða, sem flutning- ur frumvarpsins viar í augum þeirra, og hælist um, yfir að bæjarráðinu hafi með samþykkt sinni þann 15. febr., tekist að konia óvættinum fyrir lcattar- nef. Sem dæmi um voðann, sem af frumvarpinu stafaði, nefnir hann, að á fáuim árum myndi skuldlaiis eign ríkissjóðs í hita- veitunni aukast úr 8 millj. kr. í 133 miljónir. Með sömu reikn- ingsaðferð hverfur þó þessi hagnaður í skuggann af ofsa- gróða ríkissjóðs af Hitaveitu Suðurnesja. Þar er eignaframlag ríkissjóðs 20 milljónir, sem verða á fáum árum að 1000 milljóna Skuldlausri eign sam- kvæmt „formúlu“ Þormóðs. Já, það verður ek,ki ofsögum sag-t, að þeir eru miklir óláns- menn þarna á isuðurnesjunum, að eiga ekiki í forystu fyrir sveitarstjórnunum þar, andlega jöfra á borð við iþá Þormóð, Sigurjón og Boga, sem eru fljót ir að bregðast við ihættunni og afstýra voðanum áður ein skað- inn er skeður. Maður freist-ast jafnvel til að halda, eftir að Þormóður hefur nú flett ofan af samsærinu, að svieitarstjórn- armenn á suðurnesjum sitji nú og nagi sig í Jiandarbökin yfir því, hvernig þ-eir hafa látið lielv. . . . rikisstjórnina hlunn- fara sig og féfletta. Eða þá, að þeir álykta eins og fleiri,-að það sem er auðskiljanleg í-slenska fyrir sunnan, virðist illskiljan- leg hebresk-a í bæjarráði Siglu- fjarðar. Óleyfilegt að vera á annarri skoðun Fyrir utan „fjármálahneyksl- ið“ í frumvarpinu, -er Þormóð- ur furðu lostinn yfir þ-eirri ó- svífni, að ég skyldi dirfast að fly.tja þ-etta frumvarp, án þess að biðja hann og bæjarráðið um leyfi, og kallor það „fágæta hegðun“ og „fáheyrð vinnu- brögð,“ því an-d.i frumvarpsins sé í andstöðu við vilja bæjar- stjórnar. Þar er komið að kjarna málsins. Mönnum er sem sagt ekki lengur heimilt að vera á annarri skoðun en meirihlutinn í bæjarstjórn Siglufjarðar, og óheimilt að láta skoðanir sína í Ijósi, og fylgja þeim eftir á opinber- um vettvangi, án leyfis frá Þormóði og co. Þormóður er síður en svo einn urn þessa skoðun í meiri- hlutanuim, því Sigurjón t.d. lýsti því yfir á bæjarst-jórnarfundi nýlega, að sökum þess að Al- þýðubandalagsme-nn væru ek-ki sammála meirihlutanum um stefnuma í hitaveitumálum, h-efði fulltrúi -þeirra ekki verið boðaður -á fun-d til að fjalla um hitaveituna, Al-þýðubandalagið liefði sjálft útilokað sig frá þessum fundum með því að vera bæjarráði ósammála. Svona blint ofstæiki hindrar menn -auðvitað í, að sjá hlutina í réttu ljós; og veldur því, að Þormóður hittir enga fyrir nema flokksbræður sína í rík- isstjórninni og sveitarstjórnium á suðurnesjum, í ímynduðum árásum sínum á mig út af hita- veitufrumvarpinu. Hver er ágreiningurinn? Ágreiningurinn, sem Alþýðu- bandalagið hefur gert við máls- með-ferð meirihlutans, er fyrst og frerast byggður á því sjón- anniði, er að neytendum snýr, og því tillitsleysi við hagsmuni þeirra, sem skín út úr öllum áætlunum. Og þar eru fleiri okk-ur sammála, sbr. álit Áætl- unardeildar Fraimkvæmdastofn- unar ríkisins. Þessu til sönnunar nægir að benda á tvö dæmi: 1 áætlun Vermis í sept. sl. haust, er gert ráð fyrir að heimtaugagjöld v-erði 38 miljónir króna, en í e n du ns ko ð a ð r i ko st n að a r áæ-tlu n þann 19. febr. s.l., -er ráðgert, að hækka heimtaugagjöldin í 53 miljónir, eða náleg-a 40%. Þetta lætur nær-ri -að vera um 90.Ó00 kr. á í-búð að meðaltali, og þegar haft er í huga, að öll útsvör og aðstöðugjöld í Siglu- firði voru ekki nema liðlega 40 miljónir á síðastliðnu ári, sést best af -hvaða stærðargráðu þessi kostnaðarliður verður fyr- ir bæjarbúa. Ekki væri þó ástæða til, að mikla heimtaugagjöldin fyrir sér, ef sjá mætti fram á, að þau skiluðu sér fljótlega í lægra varmaverði. En þá komum við að seinna dæminu. 1 áætlun Verrnis frá því í sept., er gert ráð fyri-r, að hver gigacaloría frá hitaveituuni fcosti kr. 2.840, en þá var kostn aðarverð olhihitunar - að frá- dregnum olíustyrk -kr. 2.233 á gcal. 1 en-durskoðuðu áætlun- inni frá 19. febr., er verðið á gcal frá hitaveitunni komið upp í fcr. 3.930, en i dag er reiknað vierð á Oilíukostnaði kr. 3.773, að frádreg-num olíustyrk. Og í greiðsluáætlun frá Guðm. G. Þórarinissyni dags, 23. mars sl. er reikn-að með að verð frá hitaveitunni verði árið 1977 orðið kr. 5.205 hver gcal. Sé reiknað með 9% hækkun á ol- íuverði árið ’75 og 9% árið ’76 eins og hanin gefur sér sem ,for- sendu, en með oliustyrk eins og hann er í dag verður olíuverð- ið árið 1977 fcr. 4.671 á gcal. Það virðist því allfj-arlæigt að fjárfesting í heimtaugagjöldun- um skili -sér aftur til bæjarbúa. En iþrátt fyrir þetta getur Hitaveita Siglufjarðar orðið þjóðhagslega séð, hagkvæmt og gjaldeyrisspara-ndi fyrirtæki. En til þe-ss að hún verði virki- lega liagkvæm fyrir bæjarbúa, þarf hún að verða aðnjótandi hagstæðustu kjara, -sem fáanleg er-u varðandi fjármögnun og alla fyringreiðslu. Og þó að ég liafi enga oftrú á núverandi ríkisstjórn, þ-á t-el ég, að sú nauðsynlega -fyrirgreiðsla hefði verið best tryggð á þann hátt, að ríkissjóður hefði gerst -eign- araðili aö fyrirtækinu, eins og frumvarpið um Hitaveitu Siglu- fjarðar gerði ráð fyrir. GÓÐ SKEMMTUN Kór Menntaskólans á Ak- ureyri, undir stjórn SigurSar Fr. Demetz, syngur og leikur í Nýja Bíó n. k. laugardag 3. mai kl. 2 e. h., verður það vafalaust góð skemmtun.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.