Mjölnir - 07.04.1982, Side 1
45. árgangur Miðvikudagur 7. apríl 1982 2. tölublað
KOLBEINN FRIÐBJARNARSON
SIGURÐUR HLÖÐVESSON
BRYNJASVAVARSDÓTTIR
SVAVA BALDVINSDÓTTIR
GUÐMUNDURLÁRUSSON
SIGNÝ JÓHANNESDÓTTIR,
JOEL kristjánsson
MARTEINN MARTEINSSON
ÞORLEIFUR HALLDÓRSSON
Hvað er á döfinni hjá Þormóði ramma hf.?
Fjármagn tryggt til að Ijúka
byggingu nýja frystihússins
Fjárhagsvandi.
Fyrirtækið hefur lengi búið
við mikinn fjárhagsvanda. Á
síðasta ári var sett á stofn
nefnd til að gera tillögur um
lausn þessa vanda og benda á
leiðir til að ljúka byggingu
fiskiðjuvers fyrirtækisins, sem
alltof lengi hefur verið í bygg-
ingu. Nefndin skilaði tillögum
sínum til fjármálaráðherra í
maí 1981.
Lokið við frystihúsið.
Það verður að segjast eins
og er, að margt í þessum til-
lögum hefur komist alltof
seint í gagnið, og á biðtíman-
um hafa vanskilavextir hrúg-
ast ofan á gamlar skuldir.
Merkasta atriði álitsgerðar
nefndarinnar er tvímælalaust
það, að í henni eru gerðar til-
lögur um leiðir til að ljúka við
nýju frystihúsbygginguna og
koma henni f gagnið. Fjár-
magn til framkvæmdanna hef-
ur verið tryggt.
Stjóm fyrirtækisins hefur
ráðið Sigurð Finnsson til að
standa fyrir framkvæmdunum
þar til verkinu lýkur, sem
væntanlega verður á síðari
hluta þessa árs.
önnur verkefni.
Fleira hefur verið á döfinni
hjá fyrirtækinu, og má þar til
nefna viðgerðir á skipunum.
Seinni hluta s.l. árs fór fram
Kosninga-
skrifstofa
Alþýðubandalagsins í Suðurgötu 10 verður frá
og með 15. apríl opin kl. 5—7 daglega. Bæjar-
fulltrúar og frambjóðendur flokksins til bæjar-
stjórnarkosninganna munu fyrst um sinn ann-
ast rekstur skrifstofunnar og verða til viðtals á
henni á þessum tíma.
G-LISTINN
Framboðslisti
Alþýðubanda-
lagsins
til bæjarstjórnarkjörs 22. maí 1982.
1. Kolbeinn Friðbjarnarson, Hvbr. 2
2. Sigurður Hlöðvesson, Suðurgötu 86
3. Signý Jóhannesdóttir, Suóurgötu 77
4. Brynja Svavarsdóttir, Hávegi 63
5. Guðmundur Lárusson, Hólavegi 73
6. Svava Baldvinsdóttir, Túngötu 43
7. Þorleifur Halldórsson, Suóurgötu 57
8. Jóel Kristjánsson, Grundargötu 14
9. Marteinn Marteinsson, Hverfisgötu 29
10. Kolbrún Eggertsdóttir, Suðurgötu 22
11. Kristján Elíasson, Lækjargötu 6
12. Ingunn Jónsdóttir, Hóiavegi 12
13. Hörður Júlíusson, Hverfisgötu 5
14. Steinunn Hilmarsdóttir, Hólavegi 8
15. Þorsteinn Haraldsson, Hávegi 12
16. Óskar Garibaldason, Hvbr. 25
17. Hannes Baldvinsson, Hafnartúni 2
18. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, Laugv. 7
Á síðustu mánuðum hefur komið í ljós, á hve
veikum fótum atvinnulíf Siglufjarðar stendur. B/v
Sigurey hefur verið seld, áhöfnin misst atvinnu sína
og hráefni til fiskvinnslustöðva minnkað. Loðnu-
veiðar hafa verið stöðvaðar og litlar líkur til að S.R.
fái nokkra loðnu á þessu ári. Sigló-verksmiðjan á
við mikinn vanda að etja og óvíst hvernig mál
hennar þróast.
Þegar þetta blasir við er eðlilegt að augu manna
beinist að því fyrirtæki, sem hefur tryggt stærstum
hópi atvinnu undanfarin ár, Þormóði ramma hf.
Hvemig skyldi ástandið vera þar?
mikil viðgerð á b/v Sigluvík,
og enn eru framundan miklar
viðgerðir á henni, þ. e. að setja
hana yfir á svartolíu og tengja
rafal við aðalvél til að draga úr
notkun ljósavélar og spara
þannig olíu.
I þessu sambandi má nefna,
að núverandi oliunotkun
kostar um 18 þús. kr. á dag, en
færi niður í 10 þúsund með
áðumefndri breytingu.
Þá hefur verið samið um
viðgerðir og endurbætur á b/v
Stálvík og hljóðar sá samning-
ur upp á 13 milijónir kr.
Ánægjulegt er til þess að vita,
Framhaldá'J . síðu