Mjölnir - 07.04.1982, Qupperneq 2

Mjölnir - 07.04.1982, Qupperneq 2
KOLBEINN í FRIÐBJARNARSON: Don Kíkóte og Sankó Pansa Sömu laun fyrir sömu vinnu. Að undanförnu hefur það óréttiæti verið mikið í sviðs- Ijósinu að fólk, sem vinnur sömu störf, skuli hafa mishá laun og búa á ýmsan hátt við misjöfn kjör að öðru leyti. Sérstaklega hefur verið á það bent að óhæft sé, með öllu, að það eitt ráði í þessum mál- um í hvaða stéttarfélagi hver og einn er. Deilur starfsfólks Klepps- spítalans og Kópavogshælis í Rvík, við stjórnir þessara stofnana og verkföll þar, eru skýrasta dæmi um það,hvað öldur hafa risið hátt vegna þessa óréttlætis nú undanfarið. Hér í Siglufirði hefur þetta vandamál fyrst og fremst snert félagsfólk í Verkalýðsfélaginu Vöku, sem starfar hjá Siglu- fjarðarbæ eða stofnunum hans. Á kjörum þessa fólks var allnokkur munur miðað við það sem verið hefði, ef það hefði tekið laun samkvæmt samningum opinberra starfs- manna. Hinn 8. febrúar sl. var að mestu ráðin bót á þessu órétt- læti hér í Siglufirði, en þá var undirritaður nýr kjarasamn- ingur á milli Verkalýðsfélags- ins Vöku og Sigluf jarðarbæjar, þar sem þessum kjaramismun var að mestu eytt. Það verður ekki með sann- girni annað sagt en að með þessum samningum hafi vel til tekist, ekki síst þegar það er haft í huga að mjög víða á landinu eru þessi vandamál óleyst ennþá. Morgunblaðsrógur Á meðan að unnið var að lausn þessa vandamáls hér birtist í Morgunblaðinu grein eftir Axel Axelsson aðalbók- ara Siglufjarðarbæjar, þar sem ég, sem þessar línur rita, og annað stjórnar- og trúnaðar- mannaráðsfólk í Verkalýðsfé- laginu Vöku er ausið skömm- um og svívirðingum vegna af- skifta okkar af þessu vanda- máli hér í bæ. I síðasta tölublaði Einherja er svo þessi skammaþula end- urtekin í viðtali, sem Bogi Sigurbjömsson, skattstjóri á Norðurlandi-vestra, á þar við aðalbókarann. Ekki mun ég kveinka mér undan skömmum og illmælgi af þessu tagi í Morgunblaðinu, þvert á móti veitir það manni verulega uppörvun í starfi, þá sjaldan að slíkt skeður. Slíkar skammir í Morgun- blaðinu eru alla jafnan stað- festing þess, að þeir, sem fyrir þeim verða, hafi bæði lagt góðum málum lið og náð nokkrum árangri. í skrifum þessum er stjórn Vöku efnislega borin þeim sökum, að hún hafi lagt bæj- arstjóm Siglufjarðar undir sig, nánast tekið í sínar hendur allt vald bæjaryfirvalda og síðan misnotað það vald til þess að hindra starfsfólk bæjarstofn-1 MJÖLNIR ana í því að njóta félagafrelsis. Þá er stjórn Vöku borin þeim sökum, að hafa haldið félagsfólki nauðugu í félaginu, og sé það gert vegna fégræðgi stjórnarfólks í Vöku. Ástæðan sé sú að verið sé að gína yfir félagsgjöldum viðkomandi verkafólks og fleira mætti upp telja í sama dúr, þó það verði ekki gert hér. Allar eru ásakanir þessar svo fáránlegar að manni kem- ur helst til hugar að þeir, sem setja þær fram, á opinberum vettvangi, séu andlega skyldir riddaranum sjónumhrygga, Don Kikóte frá ía Manca. En eins og fólki mun kunn- ugt, frá sjónvarpsþáttum nú í vetur, sjá þeir, sem slíkum andlegum sjúkdómi eru haldnir, illmenni mikil og óvætti í hinu besta og dag- farsprúðasta fólki. Og auðvit- að rennur þeim blóðið til skyldunnar og grípa til vopna og berja á illþýði þessu í nafni frelsis og frjálshyggju. Ég tel persónulega rétt, og einnig húmorsins vegna, að líta beri á skrif þeirra, Axels Axelssonar og Boga Sigur- bjömssonar, um þau mál, sem hér eru til umfjöllunar, út frá því viðhorfi að þeir séu í hlut- verkum Don Kíkóte og Sankó Pansa, en þar sem ásakanir þeirra beinast að fleirum en mér tel ég rétt að svara þeim að nokkru. Róginum svarað. Viðkomandi þeirri fullyrð- ingu Axels Axelssonar, að stjórn Vöku ráði ákvörðunum bæjarstjórnar Siglufjarðar og misnoti síðan það vald til þess að níðast á bæjarbúum, þá er hvoru tveggja augljós enda- leysa. Á þessu kjörtímabli sitja í bæjarstjóm Siglufjarðar 9 að- alfulltrúar, sem kjömir voru af bæjarbúum í almennum kosningum árið 1978. Af þessum 9 bæjarfulltrú- um eru þrír atvinnurekendur, þeir Skúli Jónasson, Kári Eð- valdsson og Jón Dýrfjörð. Þrír teljast trúlega opinberir starfsmenn, þ.e. þeir séra Vig- fús Þór Árnason, Bogi Sigur- bjömsson skattstjóri og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson skólastjóri. Einn bæjarfulltrúi er sparisjóðsstjóri, þ.e. Björn Jónasson. Loks eru tveir bæj- arfulltrúar félagar í Vöku, þ.e. Jóhann G. Möller og Kol- beinn Friðbjarnarson. Við tveir Vökufélagarnir í bæjarstjórn Siglufjarðar, Jó- hann Möller og ég undirritað- ur, erum sjálfsagt hinir ötul- ustu menn en það er algert ofmat á hæfni okkar þegar við erum taldir færir um að láta verkalýðsfélagið Vöku ráða málum í bæjarstjórninni, enda get ég fullyrt það hér, að hvorugur okkar hefur nokk- um vilja til þess, né heldur höfum við nokkru sinni haft uppi nokkra tilburði í þá átt innan bæjarstjórnarinnar. Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Siglufjarðar að vilja ekki semja við Starfs- mannafélag Siglufjarðarbæjar um kaup og kjör starfsfólks bamadagheimilis og áhalda- húss, byggðist einfaldlega á sérkjarasamningi bæjaryfir- valda við Starfsmannafélagið sjálft; og kemur Verkalýðsfé- laginu Vöku ekkert við. í 3. grein þess samnings segir þetta orðrétt: „Allir þeir, sem taka laun að hálfu eða meira, samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna Siglufjarð- arkaupstaðar og stofnana hans, skulu vera meðlimir Starfsmannafélags Siglufjarð- arbæjar.“ Þar sem ekkert af því fólki, sem hér er um rætt og Starfs- mannafélagið hafði óskað eft- ir samningum fyrir, hafði nokkru sinni tekið nokkurn hluta launa sinna eftir launa- kerfi opinberra starfsmanna Siglufjarðarbæjar, töldu bæj- aryfirvöld einfaldlega með skírskotun til þessa samnings- atriðis, að starfsmannafélagið væri ekki réttur aðili til að semja fyrir viðkomandi starfs- fólk. Þessi afstaða bæjaryfirvalda var samþykkt með 7 atkvæð- um gegn 1, en ég sat hjá. Mér virðist að á því, sem hér er rakið, þá geti hverjum manni, sem heldur vill hafa það, sem sannara reynist, ver- ið það ljóst, að stjórn verka- lýðsfélagsins Vöku hefur ekk- ert vald í bæjarstjóm Siglu- fjarðar og hefur þar af leið- andi ekkert slíkt vald misnot- að. Þá er komið að þeirri full- yrðingu að stjórn Vöku beiti félagsfólk ofríki til þess að geta hirt af því félagsgjöld. Ég held að það sé öllum kunnugt hér í bæ að fjárhagur Verkalýðsfélagsins Vöku er traustur og hefur lengi verið það. Félagsgjöld tiltölulega fá- menns hóps skipta fjárhag fé- lagsins því afar litlu máli. Þegar af þessari ástæðu, fellur þessi ásökun um sjálfa sig og gerir í raun ekki annað en lýsa hugsunarhætti þeirra, sem bera hana fram. Þegar um úrsagnir úr félag- inu er að ræða verður hins vegar að hafa það í huga að félagsfólk í Vöku hefur for- gangsrétt til allrar þeirrar vinnu, sem félagið semur um og þannig er málum háttað um öll stéttarfélög á Islandi, hvort sem þau heita nú þetta eða hitt eða eru innan Á.S.Í. eða B.S.R.B.. Úrsögn úr einu stéttarfélagi og innganga í annað er því oft bundin því að viðkomandi fólk sé að skipta um starf. Ef að mér byðist t.d. starf á skrif- stofu Siglufjarðarbæjar og ætlaði að' taka því, þá mundi af því leiða að ég yrði að segja mig úr verkalýðsfélaginu Vöku og ganga í Starfs- mannafélag Siglufjarðarbæjar Og síðan öfugt. Ef Axel Ax- elsson aðalbókari bæjarins ætlaði að fara að vinna al- menna verkamannavinnu, þá myndi af því leiða, að hann yrði að segja sig úr S.M.S. og ganga í Vöku, þ.e.a.s. ef hann vildi vera öruggur um að halda þeirri vinnu. Það, sem skeður þegar al- mennt verkafólk segir sig úr Vöku og ætlar að ganga í stéttarfélag eins og S.M.S., sem engan samningsrétt hefur til þeirrar vinnu, sem viðkom- andi fólk gegndi, er, að það er að afsala sér forgangsrétti til þeirra starfa, sem það gegnir, án þess að geta fengið nokkra samninga í gegn um það félag, sem það hyggst ganga í. Þetta vildum við ekki í stjórn Vöku að kæmi fyrir, gagnvart því fólki á barna- dagheimili og áhaldahúsi, sem þetta ætlaði að gera, og frest- uðum því að afgreiða úrsagnir þess úr Vöku þar til að fyrir lægi að þetta fólk fengi samn- inga um sína vinnu hjá öðru stéttarfélagi. Við höfum ekkert við það að athuga þó að fólk gangi úr okkar félagi og í annað stétt- arfélag. Slíkt gerist nijög oft, t.d. að fólk fari úr Vöku og í Verslunarmannafélag Siglu- fjarðar eða öfugt, úr Verslun- armannafélaginu og í Vöku. En ef um það er að ræða að fólk ætli að flytja með sér samningsbundinn forgang annarra Vökufélaga,á heilum vinnustað, yfir í annað stétt- arfélag er málið orðið annars eðlis og það verður ekki gert nema með samþykki stjórnar Vöku. Hvað við kemur starfsfólki bamadagheimilis þá hefur þetta mál verið afgreitt af stjóm og trúnaðarmannaráði Vöku á þann veg, að sá for- gangsréttur til starfa á barna- dagheimilinu sem félagar í Vöku hafa haft, geti flust yfir til Starfsmannafélags Siglu- fjarðar, svo fremi sem Starfs- mannafélagið geti gert kjara- samning við bæjaryfirvöld um þessi störf, annars væri það tilgangslaust. Gildistími þess samnings sem Vaka gerði við Siglufjarðarbæ vegna starfa á barnadagheimilinu er m.a. þannig skilgreindur i sarnn- ingnum. „Ef gerður er á samningstímanum annar lög- mætur samningur milli bæjar- ráðs og Starfsmannafélags Sigluf jarðarbæjar, um kaup og kjör starfsfólks barnadag- heimilis er samningur þessi fallinn úr gildi.“ Frá hendi Vöku er það opið, og hefur verið frá því þetta mál kom upp, að starfsfólk barnadagheimilisins gangi í Starfsmannafélag Siglufjarð- arbæjar og flytji með sér for- gangsréttinn til starfa á barnadagheimilinu, jafnvel þó það augljóslega kosti það að starfsmöguleikar annarra Vökufélaga eru með því veru- lega skertir. Hitt er svo annað mál hversu langt er hægt að ganga í þessu efni, og þar er komið að kjama alls þess sem þetta mál snýst um, en um það hefur verið þagað, og sjálfsagt viljandi, af þeim sjónum- hryggu riddurum sem um þetta mál hafa fjallað fram til þessa. Hernaðaráætlun afturhaldsins Verkalýðshreyfingin hefur um áratugi verið slíkt afl í þjóðfélaginu, að stjórnvöld hver sem þau hafa verið, hafa orðið að taka fullt tillit til hennar. Hafi ríkisstjórnir reynt að þrengja kjör verka- fólks í trássi við verkalýðs- hreyfinguna, og á þann veg sem ekki varð unað við, eru dærni þess að slíkar stjórnir hafi beinlínis verið settar af fyrir atbeina verkalýðshreyf- ingarinnatÁrin 1978 og 1979 eru glöggt dæmi um þessa sögu og mönnum það svo kunnugt, að ekki þarf að rekja það frekar hér. Þessi styrkur verkalýðs- hreyfingarinnar hefur lengi verið afturhaldinu í landinu þyrnir í augum, enda hafa ýmsar hugmyndir verið upp hjá því um að ganga þannig frá verkalýðshreyfingunni, að við hana verði eftirleiðis alls- kostar ráðið. I endurlekin skipti hefur verið gælt við þá húgmynd að breyta þannig vinnulöggjöfinni, að þetta markmið náist með skerðing- um á verkfallsrétti, en fyrir þessari leið hefur skort fylgi á Alþingi fram til þessa. Nýjustu hugmyndirnar virðast hinsvegar vera þær, að kljúfa hin almennu verkalýðs- félög niður í þrjár litlar og vanmegandi einingar, sem hver um sig yrðu, sökum smæðar og fámennis, ófær um að standa upp í hárinu á stjórnvöldum. I nokkuð hat- römmuin áróðri fyrir slíkum klofningi, hefur afturhaldið að undanförnu reynt að fiska í óhreinu vatni og sagt sem svo: Með því að ganga úr hinum almennu verkalýðsfélögum og í B.S.R.B. eða í hin ýmsu starfsmannafélög sveitarfél- aganna er auðvelt að hindra það, að fólk vinni sömu störf fyrir misjöfn kjör. „Félagar í hinum almennu verkalýðsfél- ögum, þið sem vinnið hjá riki eða bæ, farið úr þessum gömlu fötum ykkar og í önnur ný og ykkar bíða alsnægtir að eilífu af borðum B.S.R.B." Þannig hefur söngurinn hljóðað. Á hitt hefur minna verið minnst, að auðvitað er ein- , faldasta og réttasta leiðin til að leiðrétta þetta kjaramisrétti sú, sem farin var hér í Siglu- firði, að semja við viðkomandi verkalýðsfélag um að eyða þessum kjaramismun, og þögn um þá leið er vel skiljanleg, vegna þess að eftir henni næst ekki fram sá klofningur, sem afturhaldið stefnir að. Hin al- mennu félög verkafólks hafa á langri ævi staðið af sér ýmsa storma og jafnvel gjörninga- veður. Sú hernaðaráætlun sem nú er uppi um að kljúfa félögin til þess að afvopna þau í baráttunni fyrir hagsmunum félagsmanna mun ekki takast frekar en svo margar aðrar tilraunir afturhaldsins í þá átt í gegn um árin. Hér í bæ á mjög margt almennt verkafólk að baki langa og dýrmæta reynslu um gildi samtaka Framhald á 4. síðu 2

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.