Mjölnir - 07.04.1982, Qupperneq 4
MJÖLNIR
Kjördæmisblað Alþýðubandalagsins
í Norðurlandskjördæmi vestra
Ábyrgðarmaður: Hannes Baldvinsson
Flutningur ríkisstofn-
ana til Reykjavíkur
Fyrir nokkrum árum samdi stjórnskipuð nefnd álitsgerð um
staðarval ríkisstofnana. í álitsgerð þessari er lagt til að 20—30
ríkisstofnanir verði fluttar í heild frá Reykjavík út á lands-
byggðina, og að auki sett upp útibú eða efld útibú frá nokkrum
tugum stofnana í viðbót.
Ekkert hefur þó orðið úr framkvæmdum. Þvert á móti. Að því
er stefnt að flytja höfuðstöðvar þeirra örfáu ríkisstofnana, sem
eftir voru á landsbyggðinni til Reykjavíkur.
Síldarverksmiðjur ríkisins hafa frá upphafi, eða í rúmlega
hálfa öld, haft aðalskrifstofu sína á Siglufirði, svo sem bundið
er í lögum. Nú er verið að flytja aðalskrifstofuna til Reykja-
víkur.
í augum embættismannanna í Reykjavík, sem fyrir flutn-
ingnum standa, er það ekki stórt mál hvort fjölgar um einn tug
starfsfólks eða svo á skrifstofum þar. En fyrir lítið bæjarfélag
með fábreytta atvinnumöguleika skiptir það talsverðu máli.
Síldarverksmiðjur ríkisins hafa engan rekstur í Reykjavík né
þeim tveim landsfjórðungum, sem liggja næst henni. Ef átti að
flytja aðalskrifstofu S.R. frá Siglufirði, hefði verið nær að
flytja hana til Raufarhafnar, Seyðisfjarðar eða Reyðarfjarðar.
Flutningur hennar til Reykjavíkur er, þegar á allt er litið,
samskonar fjarstæða og ef aðalskrifstofa Hitaveitu Reykja-
víkur væri flutt til Siglufjarðar.
Þingmenn kjördæmisins hafa haft orð um að þennan flutning
verði að stöðva. Aðrir landsbyggðarþingmenn hafa viðhaft
svipuð orð. Og menn eru varla farnir að trúa því, að formaður
Framsóknarflokksins, sem lengi hefur þóst vera landsbyggðar-
flokkur nr. 1, en undir hann heyrir þetta mál, ætli að horfa út
um greipar sér á þennan flutning.
Hér er um allstórt hagsmunamál Siglufjarðar að ræða, en
það er jafnframt prófmál fyrir alla landsbyggðina, því auðveld-
ur er eftirleikurinn.
Steinullarverksmiöjan
Almenn ánægja er hér norðanlands með þá tillögu Hjörleifs
Guttormssonar iðnaðarráðherra að margumrædd steinullar-
verksmiðja verði byggð á Sauðárkróki. Hér verða ekki tíund-
aðar þær röksemdir, sem mest hafa verið nefndar til stuðnings
þessari ákvörðun; þær eru á hvers manns vörum og allar rétt-
mætar. í þess stað skal bætt við smávegis fróðleik um mann-
fjöldaþróun á Norðurlandi vestra og á Suðurlandi.
Árið 1940 voru íbúar núverandi Suðurlandskjördæmis 13596,
en í árslok 1979 voru þeir 19489. Fjölgun 5893 manns.
Árið 1940 voru íbúar Norðurlands vestra 10496, en í árslok
1979 10595. Fjölgun 99 manns.
Þessar tölur segja sina sögu um atvinnumöguleikana á Suð-
urlandi annarsvegar og Norðurlandi vestra hinsvegar.
Til viðbótar má geta þess, að hinn mikli og ört vaxandi bær
Þorlákshöfn, sem liggur fyrir miðjum bestu fiskimiðum á
Norður-Atlantshafi, komst ekki á blað sem þéttbýlisstaður fyrr
en 1960. Þá voru þar 170 íbúar. Nú mun íbúatalan vera komin
eitthvað á annað þúsundið og heldur áfram að hækka jafnt og
þétt, eins og undanfarin ár, síðan höfnin komst í gagnið.
Ástæða er til að ætla, að sá hávaði, sem hafður hefur verið
uppi á Suðurlandi út af tillögu iðnaðarráðherra, sé fyrst og
fremst upprunninn í raddfærum nokkurra hluthafa í félagi þvi,
sem stóð að Þorlákshafnarhugmyndinni. Með hliðsjón af öll-
um þeim margvíslegu möguleikum, sem eru til iðnþróunar og
annarar atvinnusköpunar á Suðurlandi, virðist það óþarfa
kurteisi af þingmönnum og fleiri ábyrgum aðilum að taka undir
þennan söng.
Tilraunir sunnlenskra aðila, með alla þá möguleika sem þar
eru til atvinnuþróunar, til að hrifsa til sín þennan möguleika frá
Sauðkrækingum, sem höfðu gert áætlanir og athuganir um |
málið af mikilli kostgæfni áður en Jarðefnaiðnaður hf. kom til
sögunnar, minnir óþægilega mikið á söguna af rika manninum,
sem gerði sér veislu af eina lambi fátæka mannsins.
MINNINGARORÐ
Sigríður Halldóra Guðmundsdóttir
f. 18. ágúst 1900 — d. 8. janúar 1982
Sigríður Halldóra Guð-
mundsdóttir lést í Sjúkrahúsi
Siglufjarðar þann 8. janúar
1982 og var jarðsungin frá
Siglufjarðarkirkju 15. janúar.
Hún var fædd á Fallands-
stöðum í Hrútafirði 18. ágúst
árið 1900. Foreldrar hennar
voru Guðbjörg Þórðardóttir
og Guðmundur Bjömsson,
vélsmiður, bæði ættuð úr
Strandasýslu. Þegar hún var á
öðru ári flytjast þau til Akur-
eyrar og búa þar til ársins
1913, er þau flytjast til Siglu-
fjarðar, og upp frá því er að-
setur fjölskyldunnar þar.
Þau Guðmundur og Guð-
björg eignuðust 5 börn, Mar-
íu, Sigríði Halldóru, Hallgrím
(dó í bernsku,) Sigurð og Þórð.
Eru þau nú öll látin. Auk þess
átti Guðmundur son, Karl
Bergmann,viðskiptafræðing í
Reykjavík, og lifir hann einn
barna Guðmundar.
Við árslok 1918 tóku þau
Guðmundur og Guðbjörg í
fóstur stúlkubarn, Höllu Jó-
hannsdóttur, f. 18. ág. 1918, og
ólst hún upp hjá þeim til 11
ára aldurs, eða þar til Guð-
björg dó. Eftir það ólst hún
upp hjá Sigríði sem yngri
systir.
Árið 1925, 17. desember,
gengur Sigríður að eiga Óskar
Tander Berg Elefsen, og hófu
þau búskap á Akureyri, en
1926 flytjast þau til Siglu-
fjarðar og setjast að í Gránu-
götu 20 og búa þar upp frá því.
Öskar Berg, eins og hann var
jafnan nefndur, var af norsk-
um ættum, fæddur á eynni
Senju við Norður-Noreg 25.
apríl 1896. Óskar Berg hafði
numið vél fræði í Bolinder-
verksmiðjunum sænsku, en
kom sem vélamaður á norsku
skipi til íslands 1921 og varð
þá hér eftir, og fór ekki frá ís-
landi eftir það. Hann hóf vél-
smíðanám hjá Guðmundi
Björnssyni, vélsmíðameistara,
föður Sigríðar, lauk því 1925,
og gengu þau í hjónaband,
eins og áður segir. Hann var
vélstjóri á sjó fyrsta hjúskap-
arárið, en síðan í landi í
frystihúsum aðallega, og vann
síðar við vélsmíði á eigin
verkstæði og síðast hjá Síldar-
verksmiðjum ríkisins. Hann
var orðlagður hagleiks- og
hugvitsmaður, og honum lék
allt í höndum, vélar og áhöld.
Þeim Sigríði og Óskari varð
fjögurra bama auðið: Eberg,
Sigurður, Anetta Svanhildur
og^Sverrir Jakob. Þau tvö síð-
asttöldu dóu í æsku
Eins og fyrr er sagt kom
Halla Jóhannsdóttir í fóstur til
þeirra Óskars og Sigríðar og
ólst þar upp til fullorðinsára.
Hún hóf síðar búskap með
eiginmanni sínum Birni
Tryggvasyni og var heimili
þeirra að Gránugötu 20 með-
an bæði lifðu. Halla lést 18.
maí 1975, en Björri dó all-
mörgum árum áður. Sigríðui
lét sér ávallt mjög annt um
Höllu og böm hennar, og voru
þau henni sem systurbörn.
Börn Höllu og Bjöms urðu 6,
eitt dó nýfætt, einn sonur býr í
Kópavogi, en hin 4 eru búsetí
á Siglufirði. Bamabörnin eru
nú orðin 16.
Eberg, starfsmaður hjá
Orkustofnun, kvæntist Ingu
Magnúsdóttur úr Reykjavík.
Eru þau búsett í Kópavogi og
eiga 6 börn. Sigurður, verk-
Sigríður Guðmundsdóttir
stjóri á vélaverkstæði S.R. á
Siglufirði, kvæntist Ingibjörgu
Thorarensen frá Dalvík og eru
þau búsett á Siglufirði og eiga
4 böm.
Bamaböm Sigríðar eru .nú
10 talsins.
Sigríður, Sigga Berg eða
Stóa eins og bömin kölluðu
hana, var fjarska hæglát og
yfirlætislaus kona, en dugleg
til allra verka. Hún var hús-
móðir, og í heimili voru oftast
talsvert fleiri en skráðir voru.
Hún stundaði einnig algenga
vinnu, sem til féll, fiskverkun,
síldarsöltun o.fl. o.fl. Hún tók
virkan þátt í verkalýðshreyf-
ingunni og starfaði í Verka-
kvennafélaginu Brynju og átti
lengi sæti í trúnaðarmanna-
ráði þess.
Þau hjónin, Óskar og Sig-
ríður, urðu snemma liðsmenn
hins róttæka hluta verkalýðs-
hreyfingarinnar og störfuðu
bæði í pólitískum samtökum
Don Kíkote og Sankó Pansa
Framhald af 2. síðu
siinia. Því fólki verður ekki
villt svo sýn að það snúist gegn
sínum eigin samtakamætti. Sú
tíkargjóla, sem blásið hefur
verið upp nú í vetur gegn
sósíalista, Kommúnista-
flokknum og Sósíalistaflokkn-
um. Heimili þeirra stóð ávallt
opið þeim, sem vildu ræða
áhugamálin á pólitíska vísu,
og var viðbrugðið hvað Óskar
var vel lesinn og orðheppinn,
og hafði alltaf eitthvað til
málanna að leggja.
Sigríður var miklum gáfum
gædd, var bókhneigð og ljóð-
elsk, hún var kærleiksrík og
umhyggjusöm, barnelsk og
dýravinur. Það þarf því engan
að undra þó að baki lægi ein-
læg trú. Hún trúði á kærleik-
ann, vildi að hann gerði
mennina betri hver í annars
garð. Hún átti hugsjón, sem
hún trúði að gæti fært mönn-
um jafnrétti og bræðralag, en
til þess þyrfti baráttu og
fræðslu. Hún trúði á guð, öllu
æðri, og var þess fullviss, að
þegar voru jarðlífi lyki, væri
þó líf fyrir höndum á æðra og
betra sviði.
Þótt margar vonir hafi
brostið og óskir ekki ræst, þá
óskum við þess, sem þekktum
hana og virtum, að henni hafi
orðið að von sinni og trú, að
gista nú heim kærleika og
bræðralags, því þar mun
einnig frelsið og jafnréttið
ríkja.
Um leið og ég votta bræðr-
unum, og öðru skylduliði
hennar, samuð mína, vil ég
segja að minningin frá þeim
góðu og gömlu dögum, þegar
málin voru rædd í Gránugötu
20, yljar um hjartarætur. í
þeim yl á húsmóðirin, sem nú
er kvödd, stóran skerf.
Blessuð sé minning hennar;
verkalýðsfélaginu Yöku og
forystufólki þess mun því ekki
hafa önnur áhrif hér en þau,
að fólk brosi að þeim sjónum-
hryggu riddurum, sem þar
hafa verið að verki.
Kolbeinn Friðbjarnarson.
Einar M. A Ibertsson
ÞÖKKUM auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Sigríðar H. Guðmundsdóttur,
Gránugötu 20, Siglufirði.
Synir, tengdadætur og barnabörn
ÞÖKKUM ÖLLUM þeim fjölmörgu, sem auðsýndu
okkur samúð og hiýhug við andlát og útför mannsins míns,
föður og tengdaföður,
PÁLS JÓNSSONAR,
Hverfisgötu 13, Sigiufirði.
Sigurláug Sveinsdóttir frá Steinaflötum
Rannveig Pálsdóttir
Sigurður Fanndal
INNILEGA þökkum við öllum vinum okkar samúð og
hlýju við andlát og útför
Jóhönnu Sigvaldadóttur,
Laugarvegi 8.
Böm og tengdabörn
Baraaböm og bamabarnabörn.
4
MJÖLNIR