Mjölnir - 07.04.1982, Side 5

Mjölnir - 07.04.1982, Side 5
Gagnleg upprifjun Þeim áróðri hefur mjög verið haldið á lofti undanfar- ið, á gatnamótum og í skúmaskotum, að lítið hafi komist í verk og áunnist hjá núverandi bæjarstjórnar- meirihluta, á því kjörtímabili, sem nú er að Ijúka. — Einkum hefur þessi áróður beinst gegn Alþýðubanda- laginu, enda forysta þess í bæjarmálum óumdeild á þessu tímabili. — Hér mun verða leitast við að rifja upp og gera grein fyrir nokkrum þeirra verkefna og vandamála, sem við hefur verið að glíma á kjörtíma- bilinu. Bókhald og f járreiður. Eitt óviðfelldnasta og óþrifalegasta verk, sem nú- verandi meirihluti mátti byrja á, var að hreinsa til í bókhalds- og fjármálaóreiðu Siglufjarð- arbæjar. Um langt árabil (20 ár a.m.k.) höfðu borgaraflokk- amir haft þann hátt á, við uppgjör ársreikninga bæjarfé- lagsins, að fenginn var hingað norður afdankaður endur- skoðandi úr Reykjavík. Endurskoðandi þessi sauð saman einhverja reikninga, upp úr mjög mglandi og ófullkomnu bókhaldi bæjar- skrifstofunnar, en tók hins vegar alltaf skýrt fram í áritun sinni á reikningana, að hann hefði ekki endurskoðað þá. Kjömir endurskoðendur litu síðan yfir reikningana og árit- uðu þá í þeirri trú, að þeir væru yfirfamir af löggiltum endurskoðanda. Að svo komnu máli var reikningsnefna þessi borin upp á næsta fundi bæjar- stjómar Siglufjarðar og sam- þykkt af bæjarfulltrúum borgaraflokkanna, en ávallt gegn atkvæðum bæjarfulltrúa AB. Allan þennan tíma fluttu bæjarfulltrúar AB., í endur- tekin skipti, um það tillögur að reikningar bæjarfélagsins yrðu látnir í endurskoðun til ábyrgs löggilts endurskoð- anda, en þær tillögur voru ávallt felldar og þessari árlegu endurskoðunartragedíu, sem jafnan setti nokkum svip á bæinn, haldið áfram svo lengi sem stætt var. Það að ársreikningar sveit- arfélags sem Siglufjarðar skyldu í 20 ár fá slíka meðferð og vera bornir upp og sam- þykktir, í raun óendurskoðað- ir. allan þann tíma, sem hér er um að ræða, er örugglega ís- landsmet í fjármálalegri óreiðu og slóðahætti. Þegar núverandi bæjar- stjómarmeirihluti tók við var, að tillögu AB., ákveðið að ársreikningar Siglufjarðar- bæjar skyldu eftirleiðis end- urskoðaðir af ábyrgum lög- giltum endurskoðanda og var það verk falið einum þekkt- asta endurskoðanda landsins, Ólafi Nílssyni. Fljótlega kom í ljós að óreiðan á bókhaldi og fjár- reiðum Siglufjarðarbæjar var meiri en nokkum hafði grun- að. Bókhald Hitaveitu Siglu- fjarðar, en stofnkostnaður hennar einn var þá þegar upp á milljarða gamalla króna, var 5 ekkert til, og þær skýringar, sem gefnar voru á þessu ástandi, frá fyrrverandi meiri- hluta, voru helstar þær, að þetta bókhald væri í höfðinu á þáverandi bæjarstjóra, Bjarna Þ. Jónssyni. Bókhald svokallaðs Olíu- sjóðs, en úr honum hafði bær- inn um árabil greitt styrki rík- issjóðs til allra bæjarbúa, sem þá kyntu hús sín með olíu, var heldur ekkert til, utan ein ófullkomin kassabók og höfðu fylgisskjöl með færslum, fyrir áralöng tímabil, annað hvort glatast eða þeim verið hent. Stórfelld sjóðþurrð var í Olíu- sjóði, í hann vantaði g.kr. 6.629.850.00 og var sú upphæð lengi færð sem viðskiptaskuld í reikningum bæjarins, en loksins afskrifuð fyrir fullt og allt á sl. ári. Bókhald bæjarsjóðs sjálfs var svo ruglingslega fært, að aldrei tókst til fulls að finna fram úr þeim hrærigraut, en þó var ljóst, að einnig vantaði í hann stórfé þó ekki væri ljóst hvernig á því stæði. í bæjar- sjóð vantaði g.kr. 4.039.716.00 og var sú upphæð lengi færð meðal viðskiptaskulda í reikningum bæjarsjóðs undir heitinu „Sjóður aðalgjaldkera, óskýrður mismunur“ Sjóðs- vöntun þessi í bæjarsjóði var svo líka endanlega afskrifuð á síðasta ári. Þessi fjármálalega óreiða var slík, að þar varð að koma til gagnger breyting, og sú breyting var framkvæmd Bæjarbókara var sagt upp störfum án fyrirvara og litlu síðar var gjaldkera gefinn kostur á að segja upp störfum af heilsufarsástæðum. Nokkru síðar völdu bæjarstjóri og bæjarritari þann kost sjálfir að flýja af hólmi, en varð á að skilja eftir sig skuldir vegna oftekinna launa. Á yfirstandandi kjörtíma- bili hefur svo verið gengið í það að koma bókhaldi og fjárreiðum bæjarfélagsins í það horf sem best gerist hjá öðrum sveitarfélögum og það hefur tekist, þó það raunar hafi kostað bæði mikla vinnu, mikinn tíma og mikla pen-' inga. Ársreikningar Siglufjarðar- bæjar og stofnana hans eru nú endurskoðaðir af Endurskoð- un h/f, endurskoðunarskrif- stofu Ólafs Nilssonar, og eru þeir reikningar til fyrirmyndar í hvívetna. Þegar þeir framsóknar- menn og sumir þeirra sjálf- stæðismanna sem ábyrgð báru á þeirri fjármálaóreiðu, sem hér ríkti, ganga nú fyrir bæj- arstjómarkosningar um á gangstéttum og gatnmótum og reyna að halda því fram að Htið hafi áunnist í hagsmuna- málum bæjarfélagsins á síð- asta kjörtímabili undir forystu A.B., þá gleyma þeir því vilj- andi, að búið er að moka upp eftir þá skítinn í þessum efn- um. Ráðhús Það atriði sem hér að fram- an er fjallað um, sést ekki á götum úti og því hefur af til- hliðrunarsemi við aðra lítið verið á lofti haldið, en önnur atriði vel sjáanleg um góðan árangur í bæjarmálum á síð- asta kjörtímabili blasa sem betur fer víða við, án þess að eftir þeim þurfi að leita. Ráðhús Siglufjarðarkaup- staðar er eitt þeirra mörgu dæma og má minna sjá. Fram kvæmdasaga Ráðhússins er orðin löng og verður ekki rak- in hér þó að verðugt væri, svo táknræn er hún fyrir það dug- leysi og ræfilskap sem hér ríkti löngum, á hinum gömlu og góðu íhalds og framsóknar- dögum. Tvær efri hæðir hússins stóðu í fjölda ára óinnréttaðar og ófrágengnar með öllu og voru bænum því aðeins arð- laus og kostnaðarsöm fjárfest- ing. Allan þann tíma, sem þetta ástand varði, voru skrif- stofur Siglufjarðarbæjar og stofnana hans á víð og dreif um bæinn og sumar í leigu- húsnæði. Öll vinnuaðstaða starfsfólks á þessum skrifstof- um var með öllu ófullnægj- andi og engin skilyrði til neinnar skipulagningar á stjómun og vinnu. Árum saman fluttu bæjar- fulltrúar A.B. um það tillögur, fyrir daufum eyrum, við af- greiðslu fjárhagsáætlana, að ætlað væri fé til að fullgera efstu hæð ráðhússins til þess að hægt væri að taka hana í notkun og sameina skrifstofuhaldið. Á þessu yfirstandandi kjör- tímabili hefur þetta verið gert. Fullnaðarbygging og frágang- ur á Ráðhúsi Siglufjarðarbæj- ar var mikið fjárhagslegt átak fyrir bæjarfélagið. Til þessara framkvæmda mun hafa verið varið um það bil 125 millj. g.kr. á árumum 1978—1980. Framkvæmdir við höfnina Strax á fyrstu áratugum þessarar aldar má segja að Siglufjarðarhöfn hafi verið fullbyggð. Timburbryggjur og önnur mannvirki úr timbri fylltu höfnina alla og vantaði þó ávallt viðlegupláss og at- hafnasvæði vegna þeirra miklu umsvifa sem hér fóru fram á þeim velgengistímum, sem síldinni fylgdu. Mannvirki þessi voru flest í eigu aðkominna sildarspekúl- anta og þegar síldin hvarf og þeir höfðu flúið af hólmi, þá grotnuðu þessar eigur þeirra niður i höfninni og hindruðu um tíma nánast alla starfsemi í höfninni og gerðu umferð um hana hættulega. Á tímabili var um að litast í Siglufjarðarhöfn eins og í stórborgum Evrópu eftir lofthemað síðustu heim- styrjaldar. Niðurrif þessara ónýtu og hættulegu mannvirkja og endurbygging hafnarinnar frá grunni er svo risavaxið verk- efni, að ekki er að undra þó lítið hafi miðað í því efni fyrir ekki stærra byggðarlag en Siglufjörður er. Enda fór svo, að um langan aldur var lítið hægt að gera í endurbyggingu lafnarinnar. Á kjörtímabilinu 1974—1978 var byrjað á byggingu nýrrar togara- bryggju og á þeim tíma var ritthvað reynt að rífa af ónýt- am mannvirkjum, en gekk illa vegna fornaldarlegra vinnu- bragða. Á síðasta kjörtímabili var hinsvegar í fyrsta skipti gert nokkurt átak í þessum efnum. Togarabryggjan var full- kláruð og tekin í notkun og hefur það gjörbreytt allri að- stöðu skipaflotans í höfninni. Þá var af nokkrum krafti farið í niðurrif á ónýtum bryggjumpg öðrum ónýtum mannvirkjum, rifnar bæði bryggjur og hús austan og sunnan til á eyrinni. Þá er ekki síður ástæða til að nefna það, að á kjörtímabilinu var tekin ákvörðun um mikilvæg skipu- lagsatriði, sem óhjákvæmileg voru vegna uppbyggingar hafnarinnar. Ákveðin var staðsetning nýrrar smábátahafnar í Innri-Höfn og byrjuðu fram- kvæmdir þar á sl. hausti og verður þeim haldið áfram af fullum krafti strax í vor. Þá var einnig tekin ákvörðun um staðsetningu nýs svæðis fyrir fiskverkunarhús við nýju smábátahöfnina í Innri-Höfn. Bygging fiskverk- unarhúsa getur hafist á þessu svæði strax í vor, enda er allri skipulagsvinnu vegna þessara atriða lokið og á fjárhagsáætl- un bæjarins fyrir 1982 er gert ráð fyrir fé til þeirra fram- kvæmda, sem ólokið er af bæjarins hendi, til að þarna geti risið upp nýtt athafna- svæði við höfnina. Hér er um að ræða áþreif- anlegar framkvæmdir, sem skifta munu sköpum fyrir út- gerð og fiskvinnslu í Siglufirði á næstu árum, fyrstu áþreif- anlegu og umtalsverðu fram- kvæmdir í þessum efnum frá því niðurlæging hafnarinnar var sem mest. Varanleg gatnagerð. 1 framkvæmdum við gerð varanlegs slitlags á götur var einnig um að ræða verulega stefnumörkun og stefnubreyt- ingu á kjörtímabilinu. Sú stefna hafði verið ríkjandi hér á Siglufirði fram að því að núverandi bæjarstjórnar- meirihluti tók við, að hér skyldi steypa allar götur. Slík steyping gatnakerfisins í bæn- um var þó ákaflega dýr og ákaflega seinvirk, enda engir möguleikar hér til þess að nýta nútíma tækni við þær fram- kvæmdir. Enda hafði á daginn komið, að töluvert af þeim götum sem steyptar höfðu verið voru mjög illa farnar og jafnvel ónýtar vegna fornaldarlegra vinnubragða sem viðhöfð voru við steypinguna. Til dæmis um það hversu seinvirk þessi aðferð hefði verið við að fullgera varanlegt slitlag á gatnakerfi bæjarins má nefna það, að byrjað var á steypingu gatna hér á Siglu- firði með steypingu Tjarnar- götu 1942 og miðað við þá lengd gatnakerfisins sem steypt hafði verið 1978 þá hefði það með sama hraða tekið 120 ár til viðbótar að fullgera með varanlegu slitlagi þann hluta gatnakerfis bæjar- ins sem þá var eftir. Sú vitleysisstefna að miða hér allar gatnaframkvæmdir við steypingu var lögð til hlið- ar af núverandi bæjarstjórn- armeirihluta og í þess stað ákveðið að nota malbik til varanlegrar gatnagerðar í íbúðarhverfum bæjarins, enda er það a.m.k. 40% ódýrari framkvæmdamáti. Þessari ákvörðun var fylgt eftir með því, að á s.l. ári var í fyrsta sinn hafist handa um malbikun gatna á Siglufirði, malbikað var samstætt gatna- kerfi í suðurhluta bæjarins og er það langstærsta átak, sem nokkru sinni hefur verið fram- kvæmt í varanlegri gatnagerð á Siglufirði. Með mótun þessarar stefnu í gatnagerðarmálum hefur núverandi meirihluti í bæjar- stjóm Siglufjarðar farið inn á nýjar leiðir í þessum efnum, leiðir, sem munu gera það mögulegt að koma varanlegu slitlagi á allt gatnakerfi bæjar- ins á mun skemmri tíma og fyrir mun minna fé en ef fyrri framsóknar- og íhaldsstefnu hefði verið fylgt. Hér hefur verið drepið á sum þeirra mikilvægu hags- munamála bæjarbúa sem verulega hefur miðað í áttina með á kjörtímabilinu. Mörg önnur eru þó ónefnd og verða að bíða betri tíma, m. a. má þar nefna framkvæmdir til öflunar ómengaðs drykkjar- vatns og það sem gert hefur verið til björgunar fjármála bæði Hitaveitu og Rafveitu. Aðalfundur Vöku Aðalfundur verkalýðsfé- lagsins Vöku á Siglufirði var haldinn laugardaginn 27. mars. Listi uppstillingar- nefndar var sjálfkjörinn og er aðalstjórnin nú þannig skip- uð: Kolbeinn Friðbjarnarson formaður, Öskar Garibalda- son varaformaður, Jóhann G. Möller ritari, Flóra Baldvins- dóttir gjaldkeri. Meðstjórn- endur: Vilhelm Friðriksson, Erna Rósmundsdóttir og Þor- leifur Halldórsson. Varamenn í stjórn eru: Þór- unn Guðmundsdóttir, Hrefna Hermannsdóttir, Signý Jó- hannesdóttir, Sigurður Guð- mundsson og Arndís Krist- jánsdóttir. Fjárhagur félagsins er traustur. Eigið fé félagsins og stofnana hans var í árslok 1981 kr. 2.588.439,1 l,og hafði aukist á árinu um kr. 894.387,32. Bæjarmál 1978-1982 MJÖLNIR

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.