Fylkir


Fylkir - 07.10.1949, Blaðsíða 3

Fylkir - 07.10.1949, Blaðsíða 3
F Y L K I R l Nr. 24/1949 TILKYNNING Viðskiptanefndin hefur ákveðið hámarksálagningu á eftir- taldar vörur, sem hér segir: Útgerðarvörur: 1. Fiskilínur, öngultaumar, þorskanetaslöngur, reknet og rek- netaslöngur: í heildsölu .......................................... -9% I smásölu: a. Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum .. 17% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum ................ 25% 2. Dragnætur, dragnótatóg, lóðabelgir, stálvír, manilla, sísal, botnvörpugarn og fiskbindigarn: í heildsölu ............................................ 10% í smásölu: a. Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum .. 21% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum ................ 30% Sé um bútun að ræða á köðlum og vírum, má smásölu- álagningin vera 10% hærri. 3. Alls konar útgerðar- og skipavörur, ekki taldar annarsstaðar: í heildsölu ............................................ 10% a. Þegar keypt ér af innlendum heildsölubirgðum . . 30% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum ................ 42% Þegar innflytjandi selur vörur þær, sem um ræðir í 1.—3. lið, beint til notenda, er honum heimilt að nota smásöluálagningu þá, sem leyfð er flokkum þessum, þegar keypt er af innlendum birgð- um. Strigapokar, hessían................. ...................... 15% Ef heildsali selur smásala má samanlögð álagning vera 18% Reykjavík, 30. sept. 1949. Verðlagsstjórinn. Síðasti endurnýjunardagur er á morgun — laugardag. — Þá verður opið til afgreiðslu frá kl. 2—4, en í dag svo sem venja er frá kl. 5—7. Endunýið strax í dag. Happdrætti Háskóla íslands umboðið i Vest.mannaeyjum. TILKYNNING til útsvarsgreiðenda. Athygli útsvarsgreiðenda er hérmeð vakin á því, að samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar, fá menn útsvör sín dregin frá við næstu álagningu, ef þau eru að fullu greidd fyrir áramót. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Landsímahús- inu. Opin daglega frá kl. 1 til 7. Sjálfstæðismenn! Vinsamlegast gefið skrifstofunni upp- lýsingar um flokksmenn, sem eru utan- bæjar og ekki verða komnir heim fyrir kosningaro. Auglýsing nr. 20/1949 frá skömmtunarstjóra Samkvæmf heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildir frá 1. okt. 1949. Nefnist hann ,,Fjórði skömmtunarseðill 1949", prentaður á hvítan pappír í bláum og rauðum lit o,g gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: Reitirnir: Sykur 31—40 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af sykri hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 31. des. 1949. Reitirnir: Smjörlíki 12—16 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af smjörlíki hvor reitur. Reitir þessir gilda til og með 31. des. 1949. Reitirnir: Smjör nr. 2 og nr. 3 gildi fyrir 500 grömmum af smjöri hvor reitur, þó þannig, að óheimilt er að afhenda smjör út á reit nr. 3 fyrr en eftir 15. nóv. n.k. Reitir þessir gilda til og með 31. des. 1949. „Fjórði skömmtunarseðill 1949", afhendist aðeins gegn.því að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „Þriðja skömmtunar- seðli 1949", með árituðu nafni og heimilisfangi svo og fæðingar- degi og ári, eins og form hans segir til um. Neðantaldir skömmtunarreitir halda gildi sínu til ársloka 1949. Af „Fyrsta skömmtunarseðli 1949". Vefnaðarvörureitirnir 1 — 400. Skómiðar 1 —15 og skammtar nr. 2 og nr. 3. (Sokkamiðar). Af „Öðrum skömmtunarseðli 1949". Vefnaðarvörureitirnir 401 —1000 og sokkamiðarnir nr. 1 og nr. 2. Af „Þriðja skömmtunarseðli 1949". Vefnaðarvörureitirnir 1001 —1600 og sokkamiðarnir nr. 3 og nr. 4. Bæjargjaldkeri. U P P B O Ð Uppboð fer fram á Brekastíg 31, hér, mánudaginn 10. októ- ber 1949, og hefst kl. 1 e. h. Verða þar seldir ýmsir innan- stokksmunir, dívanar, rúm, borð og stólar o. fl. Auk þess smíða- áhöld ýmiskonar. GreiðsSa fari fram við hamars högg. BÆJARFÓGETI 30000000000« Ákveðið hefir verið að „YTRIFATASEÐILL" (í stað stofn- auka nr. 13) skuli enn halda gildi sínu til 31. des. 1949. Einnig hefur verið ákveðið að vinnufataseðill nr.. 5 skuli halda gildi sínu til 1. nóv. n.k. Fólki skal bent á, að geyma vandlega skammta nr. 12—17 á „Þriðja skömmtunarseðli 1949", ef til kæmi, að þeim yrði gefið gildi síðar. Reykjavík, 30. sept. 1949. Skömmtunarstjóri. Ostur 45% Harðfiskur. nýkomið Neytendafélagið

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.