Fylkir


Fylkir - 06.10.1950, Blaðsíða 4

Fylkir - 06.10.1950, Blaðsíða 4
4 FYLKIR Ekki er að efa það að ég þakka skeytin, ncfndu drengur stund og stað, og stattu fyrirheitin. Það væri drengilega gert af Halli gamla Hálending, sem svo mjög virðist gagntekinn af sannleiksást, nefndi stund og stað þar sem hann hafi staðið á hleri og heyrt hinn aldraða uppgjafaprest leggja hinum kristilega ritstjóra Fylkts orð Salomons á tungu. Þau eru í Gamla testamentinu og því ekki kristileg, heldur lífsspeki, sem lifa'ð var eftir fyrir Krists- burð. Geti Hallur Hálending- ur ekki sannað þetta, verður að skoða hann sem fleyprara, sem fer með orð og fullyrðing- ar, án þess að hafa nokkuð fyr- ir sér í þeim. En svo mun jafnvel bezt að skoða allt hans ritmál orði til orðs. Margt af því er skrifað, sem óbeinar frá- sagnir, og mun aðeins lýsa því sem hann mun óska að geta komið af stað sem almennum rógi um náungann. Þannig lýs- ir hann líka vel sínum innra manni með skrifum sínum og ef til vill fleirum úr hans póli- tíska flokki, þar er hann ekki óvíða þykist hafa sitt fleypur frá öðrum. Auk þessa ætlar Hallur Há- lendingur að reyna að telja fólki trú um með sínu fágaða yfirlæti að hann hafi aldrei séð slík soraorð á prenti. Þar slær liann sig í gáleysi sinn undir hvorn. Hann vekur athygli á hve illa lesinn hann er, því þessi orð Salomons sem bent var á hafa staðið í 26. orðs- kvið 11. versi, síðan löngu fyr- ir Kristsburð. En maður sem var í stúku fyrir 30 árum, er uppalinn frá þeim tíma þegar Biblían var mest lesna bókin hér á landi. í öðru lagi gefur hann í skyn, að hann eigi mjög erfittt með að skilja almennt ritmál, þar sem hann telur að Þ. Þ. V. hafi verið kallaður hundur. Eg hef engan heyrt eða séð gera það .Engum sæmi- lega lesandi manni dylst, að Orðskviðurinn er samanburður á verknaði tveggja, hunds og heimskingja og vinnur hvor sitt. En hvort eitthvað er líkt um ávinning af störfum þeirra ber hverjum af dæma um fyrir sig- í öllum orðum, sem Hallur gamlli Hálendingur skrifar til Hjartanlega þakka ég öllum sem glöddu mig ó 95 ára afmæli mínu. — Guð blessi ykkur öll. Steinunn EyjólfsdóH-ir frá Sólheimum. TILKYNNING Að gefnu tilefni vil ég lýsa því hér yfir, að Orðskviður Salo- mons, sem hafður var yfir í 14. tbl. Fylkis, var ekki lagður mér á tungu af séra Jes Á. Gíslasyni, svo sem Hallur Hálendingur álýtur og er illa farið, að hann, jafngöfugt hugsandi, kærleiks og sann- leikselskandi maður skuli ekki hafa meira fyrir sér um tilgátuna á hinum „kunna manni" en raun ber vitni, en þetta sýnir vel hve hans ályktanir eru dregnar að óathuguðu máli. Kristilegur ritstjóri Fylkis. Tek ekki njeira efni til að prjóna úr. Freyja Kristófersdóttir. þess að láta í ljós vanþóknun sína á greinarstúf í 14. tbl. Fylkis, „Þ. Þ. V. strandaði méð svörin“, er hann að reyna að upphefja Þ. Þ. V. til skýja með því, jið niðurlægja ómaklega Jes Á. Gíslason, sem hér hefur hvergi komið nærri. Þar sýnir hann vel, að ekki hefur hann, meðan hann var í stúku, getað tileinkað sér kjörokð góðtempl- ara um kærleikann. Og djúpt er Þ. Þ. V. í skugganum ef ekki er hægt að láta sólina skína á hann nema á kostnað ann- arra. Hvað viðkemur lieiðurlaun- um Jes Á. Gíslasonar, er erfitt fyrir Þorsetin að skarta af þeim velgjörðuin bæjarstjórnarinnar. Tillagan mun komin frá fyrr- verandi bæjarstjórn, sem Þor- steinn var ekki í. Hún var lögð fyrir fjárhagsnefnd af Þorvaldi Sæmundssyni og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, bæ'ði þar og í bæjarstjórn, en mun síðan hafa komið sem lið- ur á fjárhagsáætlun þessarar bæjarstójrnar sem nú situr, og baráttu fyrir tillögunni hefur aldrei þurft, því að öllum er Ijóst, að viðkomandi er laun- anna verður. Að lokum þetta: Þar sem þú, Hallur Hálend- ingur, hefur ómaklega bendlað Jes Á. Gíslason við orð, sem hann hefur aldrei til mín tala'ð, er skorað á þig að biðja hann afsökunar á ærumeiðandi orð- um sem þú hefur um hann haft. Kristilegur ritstjóri Fylkis. Kvöldvaka Félag ungra sjálfstæðis- manna efndi til Kvöldvöku laugardagskvöldið 23. f. m. Enda þótt allir bátar væru á sjó og landvinna óvenju mik- í 1, var skemmunin afar fjöl- menn og gengu 60 nýir með- limir í félagið. Formaður F. U. S., Jóhann Friðfinnsson, setti skemmtun- ina, og bauð gesti velkomna. Óskar Jónsson flutti ræðu og frú Guðfinna Thorberg las upp kvæði. Einar Sturluson óperusöngvari söng með aðstoð Jóns Steingrímssonar. Var gerð- ur góður rómur a'ð ræðumönn- unum og skemmiatriðunum prýðilega tekið. Á milli atriðanna var dans- að af miklu fjöri. Hinn mikli áhugi unga fólksins fyrir samtökum sýnir enn sem fyrr undir hvaða merki það vill fylkja sér. S. í. B. S. Stjórn berklavarnarfélagsins í Vestmannaeyjum þakkar bæjar- búum innilega fyrir ágætan stuðning við S. f. B. S. með að kaupa blöð og merki á berkla- varnardaginn, og á annan hátt. Sérstaklega þakkar stjórn- in stjórn og forráðamönnum Samkomuhúss Vestmannaeyja og hljómsveit Haraldar Guð- mundssonar ágætan stuðning. Knattspyrnufélagið TÝR heldur aukafund n. k. sunnu- dag kl. 2 e. h. í K. F. U. M. DAGSKRÁ: Árshátíðin. Vetrarstarfið. Stjórnin. Hafnaríram- kvæmdirnar ... Framhald af 1. síðu. Lokaþátturinn er hinsvegar þessi: Eftir að Jóhann Þ. Jós- efsson kom heim erlendis frá nú í haust, rannsakaði hann enn á ný möguleikana fyrir láni hjá Eimskip. Taldi félagið sig ekki geta keypt neitt af 20 ára skuldabréfum hafnarinnar. Hinsvegar tilkynnti J. Þ. J. að hugsanlegt væri, að félagið féll- ist á lánveitingu til styttri tíma, og óskaði hann eftir a'ð hafnar- nefnd léti sig vita hvort hann ætti að taka upp viðræður við Eimskipafélagið á þeim grund- velli. Á fundi hafnarnefndar 28. f. m. var einróma samþykkt af hafnarnefndinni allri, að senda J. Þ. J. eftirfarandi símskeyti: „Hafnarnefnd samþykkti í dag að fara fram á við yður að reyna a'ð útvega lán hjá Eim- skipafélagi íslands, allt að kr. 250 þúsund til að fullgera og endurbæta Friðarhafnarbryggj- una, til þess tíma og með þeim kjörum, sem heppilegast fæst fyrir höfnina". Að þessari samþykkt stóð hafnarnefndin öll, eins og fyrr er sagt, einnig fulltrúi meiri- hluta bæjarstjórnar, Þorbjörn Guðjónsson. Með þessi tilmæli nefndar- innar mætti J. Þ. J. á sjórnar- fundi hjá Eimskipafélaginu og fékk vilyiði fyrir 250 þúsund króna láni til handa hafnar- sjóði. Það kann vel að vera, að Guðbrandur Magnússon hafi verið að hoppa einhvers staðar í kringum Eimskipafélagshúsið, meðan á fundinum stóð, en hafnarnefnd hefur ekkert ann- að frá honum heyrt, en skila- boð sem bæjarstjórinn flutti, að Einrskip vildi ekki kaupa neitt af skuldabréfum hafnarinnar, ekki lána út á væntanleg hafn- argjöld fossanna, en lántaka til styttri tíma væri hugsanleg. Guðl. Gislason. Tökum upp um helgina: fjölbreytt úrval af LOFTSKERMUM STRAUJÁRN nýkomin Raftækjaverzlun Har. Eiríksson h. f.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.