Fylkir


Fylkir - 21.02.1958, Blaðsíða 2

Fylkir - 21.02.1958, Blaðsíða 2
2 FYLRIR MÁLGAGN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSIÍNS ÚTGEFANDl: SJÁLFSTÆÐISFÉLAG VESTMANNAI.YJ A RITSTJÓRI og ABVRGÐARM.; EINAR H. EIRÍKSSON Sími: 308. — l’óstlu'iif: iot. Prentsmiðjau EYRÚN h. f. Viðbrögðin. Nokkuð er nú umliðíð, síð- an kosningarnar fóru fram, og því ætti að vera hægt á hlutlæg- an hátt að gera sér grein fyrir því viðhorfi, sem skapaðst við úrslit þeirra. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur hlotið hreinan meiri- hluta, og mun hann því auðvit- að samkvæmt því bera ábyrgð á rekstri bæjarins næsta kjör- tímabil. Tvö blöð, Eyjablaðið og Fram sóknarblaðið hefur gert grein fyrir viðhorfí sinna flokka, og kennir þar ýmissa furðulegra grasa. Að þessu sinni verður ekki rætt um Framsóknarflokk- inn eða það afskiptaleysi, sem hann virðist ætla að taka upp. Hinsvegar hafa kommúnistar tekið upp þann kostinn, að á- saka Vestmannaeyinga fyrir, að „reykvískir braskarar“ hafi haft áhrif á þá. Þeir fjölyrða um það, að einhver meint annarleg sjónarmið en bæjarmál in ein hafi ráðið gerðum bæjar- búa, er þeir greiddu atkvæði. Telur blaðið upp ýmislegt, sem bæjarmenn hefðu mótt muna eftir ákjördegi. Ekki þarf að elta ólar við „sambandið við reykvíska brask ara“, svo fáránlegt sem slíkt er. Þær svara fyrir sig sjálfar, og sá flokkur er aumlega stadd- ur, sem setur slíkar fullyrðing- ar fram, en horfir fram hjá því, sem er aðalatriði málsins. Og það er, að Alþýðubanda- lagið er — og hefur talið sig vera — forystuflokkinn í ríkis- stjórninni, sem fræg er orðin um allar jarðir fyrir svik og aftur svik við fyrirheit sín. Þá kemur það líka til, að uppbótar þingmaður Alþýðubandalagsins, Karl Guðjónsson,, ætlaði að efla flokkinn tií mikilla áhrifa í bæjarstjórn á sínum persónu- legu vinsældum. En þær dugðu ekki, enda hefur maður- inn reynszt til fárra verka nýt- ur á Alþingi, allra sízt þeirra að ráða fram úr fjármálavandræð- um þjóðarinnar, en til þess hef ur hann verið kjörinn sem for maður íjárveitingarnefndar. Kjarni málsins er sá, að ef Alþýðubandalagið ætlar sér að eflast til aukinna áhrifa á þjóð- og bæjarmálin, þá verður það að byrja upp á nýtt, byrja á því að standa við eitthvað af gefn- um loforðum, framkvæma eitt- hvað. Það er ekki einhlítt flokki sem hingað til hefur verið höf- uðmálsvari alþýðunnar í- eigin munni, að hann hrósi sér af því að hafa eflt hag þeirra, sem til skamms tíma voru svörnustu féndur og höfuðandstæðingar íslenzkrar ,alþýðu. Vonbrigði Eyjablaðsmanna koma greinilcga fram í grein á 4. síðu síðasta F.yjablaðs, þar sem rætt er um fyrsta bæjar- stjórnarfundinn. Kom þar líka fram á Jæim fundi, að enginn þarf að vænta andstöðu í bæjar stjórn á Jressu kjörtímabili, fremur en á því fyrra. Hér verður ekki farið að elt- ast við allt, sem blaðið segir, heldur skal á það eitt minnzt, að blaðið tilkynnir þegar í upp hafi hreina uppgjöf flokksins til að bera fram tillögur við af- gjreiðslu fjárhagsáætlunár. Þar ségir: „Fulitrúar Aljiýðubandalagsins fluttu engar tillögúr ti! breyt- inga á fjárhagsáætluninni að Jressu sinni. í fyrsta lagi hafði fulltrúum minnihlutans ekki borizt í hendur neitt bráða- birgðayfirlit yfir fjárhagsafkomu liðins árs.... en í öðru lagi var í tillögu meirihlutans áætl- að í ýmsar nauðsynlegar bygg- ingaframkvæmdir...... og töldu Jieir Jjví ekki ástæðu til að lengja þennan lista að þessu sinni". Þeir, sem jæssa fjárhagsáætlun sömdu, sem fær svona dóma hjá minnihlutanum, að það sé ekki „ást.rða til að bæta Jjar við,“ inega vel víð una Jiann dóm, sem í þessu felst. Hér er um hreina uppgjafaryfirlýsingu að ræða. Um loforð um að ýta á eftir framkvæmdum er hægt að vera fárorður. Fulltrúar Al- þýðubandalagsins í bæjarstjórn hafa orðið fyrir annað frægir en að ýta á eftir, að málum yrði þokað áleiðis. Engin ástæða, nema síður sé ,er til að ætla, að nokkrar efndir verði á þessu loforði fremur en öðrum loforð urn þess flokks, sem hann hef- ur hingað til öll þverbrotið. Loks eru Jrað sparisjóðsbæk- urnar. Þessi hugmynd virðist vera eitthvert óskabarn vinstri 1 Heimaklettur Framhald af 1. síöu. hún er mikils virði að söguleg- um heimildum og mun, eftir að búið er að skeyta hana inn í aðalfilmu félagsins, sýna, hve gífurlegar framfarir hér hafa átt sér stað á.ýmsum sviðum síðast- liðna áratugi. Þá standa miklar vonir til, að félagið eignist innan tíðar kvikmynd Lofts sál. Guðmunds sonar, sem hann tók hér senni- lega um 1924. Mun hún þá einnig verða send utan til end- urupptöku og skeytt inn í stór- mynd félagsins. Mun Jiar bætast við filmueign þess dýrmæt eign að sögulegum heimildum lands og athafnalífs í Eyjum. Félagið hefur vakandi auga með Ji\'í, ef til fréttist um slík- ar filniur í eigu einstaks manns og mun gera sitt ýtrasta til þess að fá þær keyptar inn í byggðar lagið. Er nú þegar vitað um nokkrar slíkar teknar af þjóð- hátíð í Eyjum, fugla og fiskveið- um o. fl. Lagðir voru fram reikningar félagsins og voru þeir samþykkt ir athugasemdalaust. Stendur liagur fléagsins vel nú um ára- mótin, og útlit fyrir að hægt muni að sinna mörgum þeim verkefnum, sem bíða úrlausnar með hækkandi sól. Fjörugar umræður urðu á fundinum um ýms úrlausnar- mál og starfsáhugi mikill hjá féiagsmönnum. Var mikið rætt um byggðarsafnið og verndun fornminja í Eyjum, sem eru manna, að leggjjá fé á bók til hinna og þessara framkvæmda, sem áætlað er á fjárhagsáætlun og geyma J>að Jiar. En þetta er vanhugsað atriði, því að bærinn þarf rekstursfé, og ef á að fara að binda fé í sparisjóðsbókum, meðan ekki eru hafnar fram- kvæmdir, í stað þess að nota það í rekstúrinn, en greiða svo til- skilin framlög, þegar frain- kvæmdir geta hafizt, svo sem tíðkazt hefur, hvar á hann að fá rekstursfé? Taka Jiað að láni hjá bönkum og greiða 7—8% vexti af því, en fá 4—5% vexti af innstæðufénu. Þetta er svo þaulrætt mál í umræðum í blöð um og útvarpi, að ekki er Jiiirf á að ræða það nánar. Vonbrigði kommúnistanna yf ir úrslitum-;. kpsninganna eru mikií, og því reyna þeir að telja sér trú um, að ástæðurn- ar fyrir þeim séu al!ar aðrar en raun er á. Hinsvc ar þarf mjög ofarlega á starfslista félags ins. Ritari las upp bréf, er stjórn in hafði sent bæjarstjórn og -ráði kaupstaðarins 20. okt. s. 1., er flutti Jiakklæti félagsins fyrir mjög lofsainleg störf, er nefnd- ir aðilar hefðu látið inna af liöndum til viðhalds fornminj- um í Eyjum, t. d. upphleðshi hinna fornu grjötvarða „Hvíld- ar" \ ið Ofanleitisveg. Sjómerkja vörðurnar í Gjábakkatúni, upp hlcðsu „Matborðsins" í Herjólfs dal, upphleðslu sjóbrúnar Korn hólslóðar austan Skansins, upp- hleðslu og endurbyggingu hins forna vatnsbóls Eyjanna „Vilpu" o. fl.Allt væru Jietta verk unnin í anda félags Vest- mannaeyinga, mjög kostnaðar- söm en unnin með þeim snilld arbrag og. hvergi til sparað að gera sem bezt úr garði, að á betra yrði ekki kosið. Þá voru og Magnúsi Jónssyni á Flötum þökkuð þau mörgu snilldar- brögð, sem hann hefur lagt í endureisn nefndra fornminja og sem geyma mun nafn hans um áraraðir. Um byggðasafnið urðu mikl ar umræður og voru Þorsteini Víglundssyni fluttar þakkir fyr ir mikil og farsæl störf safninu til framgangs. Hefur söfnun gámalla muna gengið allvel und anfarið og prýðilega upp á síð- kastið, enda fólk farið að skilja nauðsyn safnsins og gildi Jtcss fyrir byggðarlagið. Hefur Eyj- ólfur Gíslason að Bessastöðum Framhald á 4. síðu. þeirra ckki lengi að leita. F.yja blaðið segir, að Vestmannaey- ingar liafi enn ekki áttað sig á eðli íhaldsinsi F.n 'þéir hafa hins vegar áttáð sig á cðli kommúnistanna, fletf olan af Jieim Alþýðtibanda 1 agsgrímunni og séð þá þar undir jafnófrýni- lcga og áður. Kommúnistar niega harma hlutskipti sitf, að Jieir hala ekki reynzt menn til að framkvæma stefnumál sín og eru yfirlýstir meiri svikarar við stefnumál sín en nokkur annar flokkur í sögu íslenzkra stjórnmála fyrr og síðar. Sjálf- stæðisflokkurinn bar gæfu til jiess að hrinda flestum sínum stefnumálum í framkvæmd og þoka öðrum alllangt áleiðis. Það gerir gæfumuninn, í því er hið sanna - eðlv hans fólgið, að hann er fyrst og- fretnst ílökk ur allra bæjarbúá, sem setur hagsmuni bæjarfélagsins ofar öllu öðru.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.