Fylkir


Fylkir - 11.04.1958, Blaðsíða 4

Fylkir - 11.04.1958, Blaðsíða 4
r Neðan frá sjów ^___________________________> Afli og gceftir: Gæftir hafa verið mjög góðar að undan- förnu, og seinustu dagana hafa verið beztu sjóveðrin, sem kom ið liafa á vertíðinni. Afli liefur yfirleitt. verið mjög góður, og bezta afladaginn komu á land 1760 tonn af fiski, cn jiað var s. 1. þriðjudag. Þrátt fyrir þetta nrikla aflamagn voru alltaf nokkrir bátar núna um pásk- ana, sem fengu lítinn afla. Er það ólíkt því, sem var hér fyrr- um í kringum páskana, í svo- kallaðri páskahrotu, þegar hver einn og einasti bátur kom með hlaðafla í nokkra daga. Af ein- stökum bátum hefur borið mest á Ófeigi III. Fékk Ólafur frá Skuld hlaðafla í nokkra daga, kom mest með um 63 tonn og gat ekki dregið allt. Borðið brast. Þá hefur Guðjóni frá Landamótum á Ágústu gengið mjö vel að undanförnu og reyndar í allan vetur, hefur hann Iíklega mestan meðalafla í róðri. Hœstu bátar: Benóný á (iullbörgu er enn langaflahæst- ur, þótt Ólafur frá Skuld hafi dregið á hann seinustu daga. Á miðvikudagskvöldið höfðu tveir aflahæstu bátarnir hjá hverri „stöð“ afla sem hér segir: Hraðfrystistöðin: Gullborg 910 tonn. Víðir SU fi8o tonn. ísfélagið: Bergur VE 643 tonn. Hannes lóðs 628 tonn. Vinnslustöðin: Reynir 576 tonn. Erlingur TII. 515 tonn. Fiskiðjan: Ófeigur III. 751 tonn. Stígandi 661 tonn. Skipakomur: Mikið hefur verið um skipakomur í höfn- ina að undanförnu. Færeyskar skútur hafa komið hér við á út- leið, fullar af fiski, hefur afli þeirra verið mjög góður að und anförnu. Tvcir enskir (á)garar voru hér í vikunni með bilaða vél. Danskt skip, Laura Daniel- sen kom hér á laugardaginn fyr ir páska og tók 250 tonn af þunnildum. Hekla var hér á páskadag á suðurleið, en F.sja á austurleið í fyrrinótt. Herðu- breið kom í fyrradag á leið aust ur um land. Vatnajökull liggur hér, var með fullfermi af sem- enti til Vinnslustöðvarinnar og Fiskiðjunnar. Var lokið. við að afferma skipið í gær, en hér á það að taka fullfermi af freð- fiski til Rússlands. Þá liggur hér danskt skip, Frida Dan, Ávallt eitthvað nýtt! Sikibönd. Hárborðar. Skábönd. Silkitvinni. Barnasokkabönd. Bandprjónar. Heklunálar. Elauelsbönd. Góðar vörur — gott verð! Markaðurinn. Bárugötu 11 HÍKHHHbHÍKHiKHh> mjög glæsilegt skip, enda sem nýtt, aðeins fárra mánaða gam- alt. Er skipið með 1500 tonn af salri til Vinnslustöðvarinnar. Handfœraveiðarnar: — Heldur hefur lifnað yfir afla liandfærabátanna að undán- förnu, hefur einn og einn bátur fengið góða róðra að undan- förnu, aðallega ufsa. Yfirleitt er þó afli þeirra ennþá mjög lítill. Eg gat um það fyrir skemmstu, að mjög alvarlegt væri, ef afli handfærabátanna brygðist alvcg, þar sem svo marg ir Eyjasjómenn væru í skip- rúmi á handfærabátunum. Hins vegar er það staðreynd, að afli handfærabátanna í heild hefur ekki eins mikla þýðingu fyrir byggðarlagið og í fljótu bragði mætti virðast. Má í jres.su sam- bandi geta jress, að á s. 1. ári var afli handfærabátanna lið- lega 5% af heildar fiskmagn- inu, sem hér barst á land. Fœreyingar: Á vetrarvertíð í fyrra voru 1450 Færeyingar starfandi á fiskiflotanum. í ár eru þeir alveg um helmingi færri eða 750. Af þesum 750 mönnum er um þriðjungur hér í Vestmannaeyjum, eða 215, í fyrravetur voru þeir 190, svo að heldur hefur þeim fjölgað hér, þótt þeim hafi annars fækkað um nær helming í heild. Bj. Guðm. Ávallf eilthvað nýll Stakir flauels-drengjajakkar, Poplin kvenfrakkar — nýjar gerðir — Prjónakjólar, Köflóttar dömubuxur, Drengja- og telpu-poplinúlpur. HERRANÆRFÖT, stutt, síð. DRENGJANÆRFÖT, stutt, — síð. SPORTBÖLIR. (iABERDINSKYRTUR. MANCHETTSKYRTUR, (’)II númer, hvítar, svartar einlitar, röndóttar. FERMINGARFÖT frá Faco. HERRAFÖT frá Föt h. f. HERRAFRAKKAR, nýjar, skemmtilegar gerðir. Léreft, hvítt og mislitt. Sængurveradamask, Millifóðurstrigi. Loðkragaefni, Fóðursilki, Blússupoplín, Sirs, Léreft, fiðurhelt. Léreft fiðurhelt og dúnheit. Flonel, Iivítt, mislitt. Góðai vörur — gott verð! Markaðurinn Bárugötu 1 1. ÍBÚÐ Oska eftir einu herbergi og eldhúsi um næstu mánaðamót. Upplýsingar hjá ritstjóra blaðsins. r~--------------------s Bæjarfréttir. ------ y Landakirkja: Guðsþjónusta n. k. sunnu- dag kl. 2. Séra Jóhann Hlíðar prédikar. K. F. U. M. og K.: Drengjafundir á mánudög- um kl. 6 fyrir drengi 7—9 ára, kl. 8 fyrir 10 ára og cldri. Barnaguðsþjónusta n. k. sunnudag kl. 11, á sama tíma í kirkjunni. Betel: Samkoma n. k. sunnudag kl. 4.30. Aðventkirk jan: Barnasamkoma n. k. sunnu- dag kl. 2. Almenn samkoma kl. 8.30. Lœknavaktir: Föstudagur 11. apr.: Bj. Júl. Laugardagur 12. B. J. Sunnudagur 13. B. J. Mánudagur 14. F.. G. Þriðjudagur 15. B. j. Miðvikudagur 16. Bj. Júl. Fimmtudagur 17. E. G. Hjónaefni: Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Eygló Óskars- dóttir frá Siglufirði og Berg- mann Júlíuson, Uppsölum. Frá Iðnskólanum: Iðnskólanum í Vestntannaeyj um cr nýlokið. Nemendur voru 57. Burtfararprófi ltiku 22 nem endur, j)ar al voru 7 lnisasmíða-, 3 vélvirkja-, 3 málara- og 3 raf- virkjanemar. í 4. bekk hlutu hæstar einkunnir Jóhann Sig- fússon og Karl Jónsson, 9,3 og Ingólfur Arnarson 9 í meðal- einkunn. í 3. bekk Jóhannes P. Sigmarsson og Olgeir Jóhanns- son 9, og Kristinn Sigurðsson 8,8 í meðaleinkunn. Kennarar við skólann voru (). Iðnnemar í Eyjum eru nú 50 og munu aldrei liafa verið fleiri. Félagið Berklavörn sendir sínar innilegustu jiakk ir til allra þeirra, sem gáfu til hlutaveltu félagsins 27. marz s. 1. — Stjórnin. Nýr logari: Hinn nýi togari Bæjarútgerð ar Reykjavíkur, Þormóður goði, konr til Reykjavíkur á dög unum. Skipsijóri á Þormóði goða er ráðinn Haris Sigurjónsson, sem er Vestrnannaeyingur að ætt og uppruna, sonur hjonanna Önnu Scheving og Sigurjóns Hansson- ar. Hann er kornungur maður, liðlega þrítugur að aldri. ORÐSENDING Sá, sem fékk lánaða hjá okkur handdælu (tunuudælu) í vetur er vinsamlegast beðinn að skila henni strax. ÖLÍUSAMLAG VESTMANNAEYJA.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.