Fylkir


Fylkir - 25.04.1958, Blaðsíða 1

Fylkir - 25.04.1958, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis- flokksins 10. árgangur Vestmannaeyjum 25. apríl 1958 x6. tölublað Viðhorfið í rafmagnsmálunum Fyrir skömmu síðan var tek- in til afgreiðslu á Alþingi til- laga sú til þingsályktunar, sem þeir Jóhann Þ. fósefsson og Karl Guðjónsson fluttu á Al- þingi fyrr í vetur, þess efnis, að ríkisstjórninni yrði falið að sjá um, að hraðað verði hið allra mesta rafveitulínu frá Hvols- velli til Vestmannaeyja skv. lög- um þar um, sem í gildi eru. GREINARGERÐ: I greinargcrð fyrir tillögunni er tekið fram, að þegar á árinu 1952 liafi Alþingi samþykkt heimild til ríkisstjórnarinnar til lántöku í þessu skyni. Láns- upphæðin var um 10 milljónir króna. Enn hefur ekkert orðið úr i’ramkvæmdum, þótt unnin hafi verið ýms undirbúningsstörf, svo sem rannsókn á hafsbotnin- um nreð jákvæðum árarigri. ,,í 10 ára áætlun Rafmagns- veitna ríkisins er ráð fyrir því gert, að Vestmannaeyjaveitunni verði komið á á árinu 1960. Það er að vísu að margra manna áliti nokkru lengri biðtími en æskilegt væri fyrir jafnþýðingar mikla framleiðslustöð og Vest- mannaeyjar eru að komast í samband við aðalraforkuveitu Suðurlands. En hugsanlegt er, að sú orka Sogsins.fsem þegar er virkjuð, næði skammt til að full nægja orkuþörf Vestmannaeyja eins og er í viðbót við allar aðr- ar kröfur þess svæðis og fyrir- tækja þar um raforku, sem þeg-- ar eru til hennar gerðar. Nú er talið, að hin nýja Sogs virkjun, Efra-Sogs-virkj unin, muni taka til starfa seint á ár- inu 1959, og er þá víst, að þá mun næg orka verða fyrir heridi til þess að fullnægja m. a. raf- Órkuþörf Vestmannaeyja. Mundi þar af leiðandi hagkvæmt fyrir báða aðila, raforkuveituna og \restmannaeyjar, að svo vel væri framkvæmdum komið á veg, þegar Efra-Sogs-virkjunin tæki til starfa, að tenging Vest- mannaeyja við Sogskerfið gæti þá þegar tafarlaust átt sér stað. Til þess að það geti orðið, er nauðsynlegt að afla sæstrengs ins og leggja hann milli lands og Eyja á næsta ári eða svo og að öðru leyti að koma upp þeim mannvirkjum á landi og í Eyj- um, sem nauðsýnleg eru í þessu sambandi, og tryggt geta tafar- lausa tengingu Vestmannaeyja við Sogsvirkjunina, jafnskjótt og Efra-Sogs-virkjunin tekur til starfa. A fundi bæjarstjórnar Vest- mannaeyja 15. nóv. s. 1. var þing j manni kjördæmisins og 2. lands ! kjönium þingmanni falið að ' flytja nú á Alþingi tillögu þess efnis, að raforkumálaskrifstof- unni verði falið að festa kaup á rafstreng (sæstreng) þeim, er með þarf til Sogs-orkuveitu til Vestmannaeyja, með því að ætla má, að nú liggi t'yrir hagkvæmt tilboð á slíkum rafstreng hjá ra f or k u m á 1 as tj óra. Fyrir því er þessi tillaga borin fram.“ AFGREIÐLA FJÁRVEITINGANEFNDAR: Tillögti jressari var \ísað til fjárveitinganefndar Alþingis til athugunar.. Skilaði nefndin fyrir skömmu síðan áliti um tillög- una. En þá höfðu komið fram allmargar tillögur til breytinga, aðallega viðbótartillögur frá ein stökum þingmönnum, svo sem þirigmanni Barðstrendinga um Króksfjarðarnesveitu, ennfrem- ur um veitu í N-Þingeyjarsýslu og enn í Dalasýslu. Virtist í fyrstu sem svo, að þessi tillögu- flutningur, sem gerði hina upp- haflegu tillögu allmiklu um- svifameiri, gæti stefnt henni í hættu. Fjárveitinganefnd leitaði til raíorkumálastjóra og fékk hjá honum uplýsingar um þau mál, sem hér að ofan er drepið á. Segir svo í áliti hans: „Samkvæmt þeirri álætlun, sem við. höfum unnið eftir und- anfarið, hinni svonefndu „10 ársrit Gagnfræðaskólans, er senn fuilbúið til sölu. Verður jsað v'æntanlega selt í bænum laugardaginn, 3. maí n. k. Efni ritsins er að vanda fjölbreytt og vei til þess vandað á allan hátt. Margar myndir prýða það, og sumar gamlar og allmerkileg ar. Af efni ritsins má nefna eft- iriarandi: Birt er Irugvekja eftir skóla- stjórann, þá er Ijóð eftir séra Halldór Kolbeins, ort í tilefni al’ því, að útskrifaðir voru fyrstu gagnfræðingarnir skv. fræðslu- lögum frá 1946 og sungið var í hófi, sem efnt var til í því tilefni. Frú Ingibjörg Ólafsdóttir, Bólstaðáfhlíð, hefur skráð sögu, sem nefnd er Við ísskörina. Þetta ,er gömul sögn. Þorsteinn Þ. Víglundsson hefur ritað þátt um Irú Sigríði Einarsdóttur í Stakagerði, ömmu Guðjóns á Oddsstöðum. F.r þar getið fleiri rnanna, svo sem afa Guðjóns og langafa, svo og um foreldra hans. Einar Sigurfinnsson ritar þátt er hann nefnir Kröggur á vetr- arferðum. F.inar er Skaftfelling ur og kann frá mörgu að segja. Þá er gféin eftir séra Jes A. Gíslason um Tyrkjaránið með ára áætlun um rafvæðingu," eru umrædd verk fyrirhuguð sem hér segir: 1. Vestmannaeyjaveita árið 1960. 2. Veita um N-Þingeyjarsýslu árin 1962—1963. 3. Króksfjarðarnesveita 1959 - 1960. 4. Dalasýsla. (Um hana er nán ari lýsing í álitinu, sem ég hirði ekki að tilgreina). teiknimynd af minnisvarða séra Jóns píslarvotts á Kirkjubæ. I þættinum Gömul skjöl er birtur samningurinn um smíði Landakirkju. Plagg þetta er frá árinu 1774. Jón í. Sigurðsson, hafnsögu- maður, ritar þátt um síðasta seglskipið, og loks er þáttur um blaðútgáfu í Vestmannaeyjum í 40 ár. í þessum þætti er skrá um velflest þau blöð eða rit, setn gefin hafa verið út í Vest- mannaeyjum á þessu tímabili. Er þetta framhaldsgrein og kem ur viðbótin á næsta ári. Auk þesa efnis, sem hér er getið, er svo þáttur nemenda, fjölbreyttur að efni. Koma þar fram uiri 20 höfundar. Með grein um Engilbert Gíslason, málara, áttræðan, eru birtar myndir af þrem málverk- um eftir hann með skýringum. Þá er birt mynd af Sveinsstöð- um, og er þar m. a. Ársæll Sveinsson á móðurkné, þá fárra mánaða gamall. Sitthvað fleira er í ritinu, sem fróðleikur er í. Eins og fyr greinir, verður ritið selt í bænum laugardaginn 444. maí. Er þess að vænta, að bæjarbúar bregðist vel við og kaupi ritið, því að eins og sjá má af efnisútdrætti hér að frain- an, kennir þar margra mérki- legra grasa.. Framhald á 2. síðu. -BLIK-

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.