Fylkir


Fylkir - 25.04.1958, Qupperneq 3

Fylkir - 25.04.1958, Qupperneq 3
FYLKIR 3 Um útgerð Þjóðverja (í 7. liefti tímaritsins Ægis er birt grein, sem tekin er saman og send ritinu af sendiráði ís- lands í Bonn í Vestur-Þízka- landi. Fjallar greinin um fisk- veiðar og útgerð Þjóðverja, en með því ætla má, að margan kunni að fýsa að heyra, livern- ig þessum málum er komið hjá Þjóðverjum, leyfir Fylkir sér að birta stuttan útdrátt úr þessari grein). SLÆM y\FKOMA ÚTGERÐARINNAR: Þýzkir fiskimenn og útgerðar rnenn láta illa af árinu 1957, ekki síður en íslendingar og leita að ráðum til úrbóta, en gengur erfiðlega að finna þau. Raunar hefur aflinn, þ. e. togara og annarra skipa, ekki tninnkað mjög mikið. Hann nam alls 708.500 lestum (1956 710.900 lestum), og er verðmæti lians áætlað 263,2 millj. DM (1956 270,3 millj. DM). Verð- mætið hefur því lækkað um 7 millj. DM eða um 2,8%. En allur kostnaður hefur hækkað verulega á árinu, og sumir segja að hækkunin nemi 25%. NÝBYGGINGAR: Togarflotanum hafa bætzt 8 skip á árinu, en 6 hættu að sigla. Eiga Þjóðverjar nú 209 togara, samtals 113,913 Brt. Af nýju togurunum brenndu allir olíu, en einn het'ur gastúrbínu og 3 gufutúrbínur. Vegna þess, hve togarútgerðin ber sig illa, var ekki samið um neinar ný- byggingar á árinu 1957, en ver- ið er að byggja 6 togara, sem samið var um 1956. Tveir af togurunum eru með skutvörpu, en annar þeirra, ,,Sagitta‘', kom til Reykjavíkur ekki alls fyrir löngu. FISKAFLINN: Afli togaranna, sem landað var í Þýzkalandi, nam 446.900 1. og verðmæti lians var uin 174,7 millj. DM. En auk þess lönduðu togararnir aðallega í Bretlandi afla að verðmæti 11,7 millj. DM. Af aflanum, sem landað var í Þýzkalandi var síldin um 147.900 1. að verðmæti um 50 millj. DM. Síldaraflinn jókst um 4% frá því árið áður, en verðmæti hans hækkaði um 15%. Það, sem einkum varð til að auka síldaraflann, var, að fiskifræðingur einn rakst á það í 50 ára gömlum skýrslum, að Bretar höfðu veitt mikla síld við suð-austurströnd írlands. Voru þessi mið gleymd, en nú sóttu þýzkir togarar og annarra þjóða einnig þangað. Þetta þótti írum slæmt og fyrir bragðið munu þeir hafa í hyggju að færa út. landhelgi sína. Síldveiðiflotinn hefur verið endurnýjaður smám saman, eins og togararnir. Bættust við 8 skip, en 5 gömlum var lagt upp. Meðalstærð skipanna hækkaði við þetta úr 222 í 231 BRT, en meðalaldur lækkaði úr 18,8 í 18,2 ár. Aflinn -á Norðursjó hefur nú aukizt aftur að verulegu leyti, en hann féll mjög á árinu 1956. En nú er helmingur síldaraflans seiddur þar. Aflinn á íslandsmiðum, sem löngum var drjúgur, hefur enn lækkað og var 1957 helmingur af því, sem hann var 1954, en þá var aflinn þar um 181,360 lestir, en 1957 92,059 lestir. Afl- inn við Noreg liefur lækkað um þriðjung 'frá árinu áður, og afl- inn við Grænland niður í rúm- lega helming. Hinsvegar hefur aflinn við Færeyjar og Bjarnar- ey aukizt um 11 þús. lestir á hvorum stað. GJALDÞROT OG VERÐFALL: Svo sem áður er getið, hefur útgerðin illa svarað kostnaði á liðnu ári. Eitt lítið útgerðarfé- lag, Cranzer Fischdampfer, varð gjaldþrota á árinu, en hafði þó afskrifað 500 þús. DM af liluta- fé sínu á árinu og fengið nýtt hlutafé sem því svaraði. Þetta félág átti 4 togara og var elzta togarafélagið í Hamborg. Hér um bil öll hlutabréf, sem skráð eru í Þýzkalandi, hafa liækkað, en útgerðarfélögin voru eini flokkurinn, sem lækkaði. Hlutabréf Norddeutsche Hoc.h- seefischerei féllu úr 172 í 126 DM. Hlutabréf Nordstern féllu úr 190 í 130 DM, en hinsvegar félln hlutabréf Nordsee úr 215 í 210 DM, en það risafyrirtæki stendur víða fótum. Það gerir út 56 togara, 46 eigin skip, en 10 leiguskip. Þá rekur það nokkrar fiskimjölsverksmiðjur og einnig frystihús. Það á um 300 búðir og nokkra matsölu- staði. NÝTÍZKU ÞURRKHÚS: t bofginni Kiel er nýlega tekið til starfa þurrkhús fyrir saltfisk, hið fyrsta, sem byggt hefur verið þar í landi. Er það sameign tveggja fyrirtækja, Katzenstein í Hamborg og Un- itecl Fish í Kaupmannahöfn. Er ráðgert, að það taki danskan blautsaltaðan fisk og þurrki, af- kcist þess eru um 50 lestir á inánuði. Húsið hefur olíukyndingu, og fer fiskurinn gegnurn 8 metra löng þurkgöng í nokkur skipti. Er ráðgert að fiskurinn verði seldur til Brasilíu. AFSKITI HINS OPINBERA: Hið opinbera hefur nokkuð reynt að hjálpa útgerðinni, en sú stefna ríkir þar í landi, að menn verði að, hjálpa sér sjálf- ir. Sambandsstjórnin hefur á undanförnum árum lánað 80% af verði fiskiskipa, og eru lán Húsgcsgnavinnusi'ofa Kristjáns Kristóferssonar þessi ýmist vaxtarlaus eða með lágum vöxtum. Auk þess fá skip in olíuna tollfrjálsa og niður- greidda og einhver fleiri hlunn- indi munu þau liafa auk þess sem ríkið lieldur úti rannsókn- arskipum og verndarskipum fyrir fiskiflotann og styður hafnarbyggingar. Einstök sam- bandslönd hafa einnig stutt út- gerðina með ábyrgðum. HKHHHKKHKKH Dagl. nýjar vörur Gardínuefni, Storesar, Sumarkjólaefni, Stór baðhandklœði, Köflótt efni í telpubuxur, Drengjapeysur, Dömu- og telputöskur, í miklu úrvali. Poplinkápur, Dömukápur, vœntanlegar á morgun. Karlmanna- og drengjaföt, Ljós sumarföt í miklu úrváli. Verzl. Sóívangur. Sími 104. Strandveg 47. Sími 501. o«o*o*o*S£o« 8SSSS8gSSSSsSiSS8S8g8S8S828S8SS8888S8SSS8S8288S88S8S»i8S88888SSS8SSS8S888888S88S88í TILKYNNING FRÁ FJALLSKILANEFND Reglugerð um fjallskil, fjármörk o. fl. í Vestmannaeyjum hefur verið staðfest af Landbúnaðarráðuneytinu 16/1 s. 1. Sér- prentun reglugerðarinnar hefur borizt fjallskilanefnd í hendur. Fjáreigendur í Vestmannaeyjum geta fengið eitt eintak hjá Bergi Elíasi Guðjónssyni. Skráning rnarka er þegar hafin, samkvæmt reglugerð. Skulu íjáreigendur skila mörkum sínum skriflega til Guðjóns Jónssonar í Dölum eða Elíasar B. Guðjónssonar. Markagjald kr. 25,00 skal greiðast um leið. Fjallskilanefnd vill vekja athygii fjáreigenda á 12. og 13. gr. regiugerðarinnar, þar segir svo: 12. gr.: Enginn má sleppa fé lausu á Heimaey á tímabilinu frá 20/4 til 15/10 ár hvert. Gildir það jafnt um fullorðið fé sem lambfé. 13. gr.: Brot gegn reglugerð þessari varða sektum allt að 2500 kr. og renna þær í bæjarsjóð. Með mál út af brotum gegn reglugerð þessari fer að hætti opinberra mála. FJALLSKILANEFND.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.