Fylkir


Fylkir - 23.05.1958, Blaðsíða 2

Fylkir - 23.05.1958, Blaðsíða 2
s .waass FYLfcíR 'im Börnin og sumarið Framhald af 1. síðu. senda börnin út á götuna í um- ferðarhættuna, sem hér í Vest- mannaeyjum hefur aukizt í- skyggilega mikið í seinni tíð vegna aukins bílafjölda, svo að ekki sé nú annað nefnt. Það er rétt, að benda á það, að svona barnagæzla er óhugsandi, ef leiksvæðið er ekki vandlega girt. Fyrir eldri börn og ungling- ana hefur þegar verið mikið gert. Má í því efni benda á nýja íþróttasvæðið og sundlaug- ina. Það eru staðir, sem ung- „Bjargráðin” Framhald af i. sfðu. synjar alennings, eins og nú er háttað um lífskjör og kröfur fólksins til þess, sem kallað er mannsæmandi kjör. Lögin gera ráð fyrir 5% hækkun kaupgjalds, og á það að vera einhver huggun hrjáð- um lýð, sem fær á sig stórfelld- ari skatthækkun og meiri álög- ur en dæmi eru til, jafnvel þótt miðað sé við fyrri ráðstafanir vinstri stjórnarinnar, sem þá sættu almennri andúð, þótt látið væri kyrrt liggja. Hitt sýn- ist nú augljóst, hver hin raun- verulegu samráð við verkalýðs- hreyfinguna hafa verið, þar sem Iivert félagið á fætur öðru rís upp og mótmælir, og öll hin stærstu félög hafa lausa samn- inga nú um næstu mánaðamót. Hvort stjórninni tekst að af- stýra verkföllum, skal ósagt lát- ið. En nú gildir ekki lengur sú staðleysufullyrðing, að Sjálf- stæðismenn egni til verkfalla. Núverandi ríkisstjórn hittir engan fyrir nerna sjálfan sig, sitt eigið úrræðaleysi, svik við gefin fyrirheit, sundrung og neyðaróp til Sjálfstæðismanna um að leggja fram tillögur. MÁLGAGN SJ ALFST æðisflokksin s ÚTGEFANDl: sjAlfstæðisfélag VESTMANNAEYJA RITSTJÓRI og ÁBYRGBARM.; F.INAR H. EIRÍKSSON Sími: 308. — Pósthólf: 101. I’rentsmiðjan EVRÚN h. f. lingarnir ættu að nota. Um þess ar mundir er mikill fjöldi ung linga við knattspyrnuæfingar hvern dag á íþróttavellinum undir leiðsögn ágæts þjálfara, Ellerts Sölvasonar, sem er lands þekktur knattspyrnumaður. Að vísu er mikil þörf á því að bæta aðstöðu hér til sund- iðkana, ef svara á kröfum tím- ans, enda muriu forráðamenn bæjarins hafa haft á slefnuskrá sinni byggingu sundhallar um margra ára skeið. Á meðan hún er ekki komin mætti ef til vill reyna að færa böðin o. fl. í sund lauginni í betra horf . Það er mörgum ljóst, að á kvöldin og um helgar leita ung- lingarnir mikið út af heimilum sínum. Það eitt væri efni í heila blaðagrein. Eg mun því ekki að sinni fara mörgum orðum um það atriði. En ég get. ekki var- izt Jjví að bcra fram þessa spurn ingu: Er ekki óheppilegt, að uhg- lingarnir skuli ekki eiga kost einhverra hollra viðjangsejna i tómstundunum? Gæti Jrað ekki verið til bóta að hafa sundlaugina opna á kvöldin til kl. 10, og um helgar lengur en verið hefur? Margir fullorðnir hafa lítinn tíma til þess að koma’st í sundlaugina nema um helgar. Þá kæmi einn ig til athugunar, hvort ekki er framkvæmanlegt að hreinsa laug ina í miðri viku. Þá ætti hún að geta verið hrein og skemmti leg um helgar. Leikvallagerð og ýmislegt annað, sem æskilegt er að gert sé fyrir börnin og unglingana, kostar fé. Þrautalendingin er yf- irleitt sú, að leitað er til hins opinbera eftir fjárframlögum. Yfirleitt munu þeir, sem opin- beriun málum stjórna, ekki telja fært að ganga fram hjá ósk- um almennings í þeim efnum, er varða leikvallagerð. En Jiað eru líka mörg félög, sem vilja vinna að bættri aðstöðu ung- linga og barna til þess að finna Iioll viðfangsefni í tómstundum. Nyíega hefur t. d. slysavarnafé- lagið Eykyndill lagt fram kr. 5000,—, sem verja skal til Jjess að enclurbæta leiktæki á leik- velli bæjarins. Ýmis fleiri félög eru fús til þess að ljá svona mál- um lið. Slíkur stuðningur er hinu opinbera mikils virði, þótt ekki sé alltaf um bein fjár- framlög að ræða af þeirra hendi. Siðferðilegur stuðningur er engu síður mikils virði. Þessi félög þurfa að taka hönd- uin saman og vinna markvisst að sameiginlegu áhugamáli og settu marki. 1-Iið opinbera mun vart láta sitt eftir liggja, ef nógu margir sýna ákveðinn stuðning. Þess verður að vænta, að skipuleggjendur bæjarins í bygg ingarmálum gæti þess að gera ráð fyrir nægilegum leikvöll- um í íramtíðirini og sjái um, að nægilega stór svæði séu ætluð til þeirra. Sigurður Finnsson. ÍÞRÓTTIR Vormótin: Þann 18. þ. m. keppti II. fl. Týs og Þórs. Týr sigraði með 5:1. A Jniðjudaginn keppti 5. fl. í A-liði 5. fl. sigraði Týr með 1:0, en í B-liði sigraði Þór með 4:0. Á miðvikudaginn keppti 4. ílokkur. í A-liði 4. fl. sigraði Þór með 2:1, í B-liði sigraði Týr með 2:0. Gagnfræðaskól- anum var slitið á þriðjudaginn var. Flutti skólastjórinn skólaslita- ræðu, en lúðrasveit skólans lék nokkur lög á undan og eftir. Stjórnandi sveitarinnar er Odd- geir Kristjánsson. í skólanum voru, þegar flest var í vetur, 202 nemendur, 20 í gagnfræðadeild, sem lauk prófi í janúarlok í vetur, en eftir það voru nemendur 182. Eftirtaldir nemendur fengu hæstu einkunnir í hverjum bekk: í 3. bekk, bóknámsdeild: Óli Þór Ólafsson, 7,74. Þráinn Einarsson, 7,68. Sigurgeir Jónsson, 7,61. t 3. bekk verknámsdeild: Sigurbjörg Jónasdóttir, 8,13, sem jafnframt er hæsta einkunn í 3. bekk, F.lín Þorvaldsdóttir, 7,24, Benedikt Ragnarsson, 7,02. í 2. bekk, bóknámsdeild: F.dda Hermannsdóttir, 8,80, sem jafnframt er hæsta einkunn í skólanum, Guðrún Jakobsdóttir, 8,54. Sigríður Jensdóttir, 8,43. í 2. bekk, verknámsdeild: í.ilja Óskarsdóttir, 7,76, Guðni Ólafsson, 7,20, Matthías Sveinsson, 6,92. í 1. bekk C: Ágústa Högnadóttir, 8,40, Margrét Scheving, 8,31, Jóhanna Bogadóttir, 8,26. í 1. bekk B: Hallgr. Hallgrímsson, 7,76, Baldur Jónsson, 7,11, Katrín Sigfúsdóttir, 6,97. í 1. bekk A: Anna Þorvaldsdóttir, 7,81, Gunnþóra Sigfúsdóttir, 7,29, Valgerður Andersen, 7,02. Landspróf stendur enn yfir. Undir það ganga 9 nemendur. Ákveðið mun ,vera, að 3. bekkur fari í skennntiferðalag til Skotlands. Mun lagt af stað um mánaðamótin. Fararstjóri verður Sigfús J. Johnsen. Knattspyrnukappleikur á 2. í hvítasunnu: Eleiri leikir liafa nú verið á- kveðnir í 1. fl. en undanfarin ár. A annan í hvítasunnu verð- ur fyrsti leikur sumarsins í 1. flokki. Vafalaust munu Vest- mannaeyingar fjölmenna á í- þróttavöllinn til þess að sjá Týr og Þór þreyta þessa keppni. Leikurinn hefst kl. 4. K>4KHKHKHXHIhHÍK Skellinaðra til sölu, í fyrsta flokks standi. Jón Waagf jörö. Nýkomið! ÞRÍHJÓL, Jjýzk, Verð kr. 680,00 og 755-00. Ennfremur straujárn með hita- stilli. S2S2S2S2S2S2S2S282S«82SiSÍSÍSi?ÍS2SiSÍ82S2SiSÍS2S^i Barnavagn Vil nú Jjegar kaupa notaðan barnavagn. fnga Huld Hákonardóttir Sími 282. í?2S2S»?i!2?í8íS2S«S2S2S2SíS2SíS28SS2SíS2SíS2SSSíS» T apazt héfur víravirkiseyrnalokkur með svörtum steini, s. 1, sunnudag: Skilist að Urðavegi. 20.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.