Fylkir


Fylkir - 26.09.1958, Blaðsíða 1

Fylkir - 26.09.1958, Blaðsíða 1
Mólgagn Sjólfstæðis* flokksins 10. argangur Vestmannaeyjum, 26. sept. 1958 25. tölublað. Kosningar til Alþýðu sambandsþings Kært yfir kosningu í Verkakvennafélaginu Snót. Um þessar mundir fer fram úm all-t land kosning fulltrúa ;i 26. þing Alþýðusambands ís- Iands, sem háð verður í Reykja \'ík í nóvember 11. k. Hér í Vest rriannaeyjum hafa kosningar íuiltrúa farið fram í tveim fé- lögum, Sjómannafélaginu Jötni og Verkakvennafélaginu Snót. Ólögleg kosning: Hér skal sérstaklega rrætt um kosninguna í Snót, en kæra hefur verið send stjórn A. S. í. vegna hennar. Málavextir eru þeir, að laugardaginn 20. sept. auglýsti stjórn Snótar félags- fund, þar sem fram skyldi fara kosning „þriggja fulltrúa" á Al- þýðusambandsþing og jafn- margra til vara. Skömmu áður en fundur skyldi hefjast, var gengið á fund frú Dagmeyjar Einarsdótt ui" með skjal undirritað af 66 — sextíu og sex — konum, sem töldu sig hafa félagsréttindi í Snót. Af þeim höfðu verið inn- heimt gjöld, sumum um nokk- urra ára bil, og því ekki óeðli- legt að álykta, að svo 'væri, enda sú ályktun þeirra studd rökum, sem hér verða ekki greind að sinni. Frú Dagmey tók við skjali þessu og gaf út kvittun fyrir móttöku þess athugasemdalaust. Kvittuniii er undirrituð af henni sjálfri eigin hendi. Skjal það, er hér um ræðir, hafði að geyma áskorun á stjórn Snótar um, að hún léti fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa á þing A. S. í. Talið var, að þessi 66 nöfn mundu nægja, en samkvæmt lög- um og reglum A. S. I. getur 1/5 hluti fullgildra félagsmanna í verkalýðsfélagi innan A S í krafizt slíkrar atkvæðagreiðslu. Að morgni laugardagsins hafði frú Dagmey sem sé upplýst, að í Snót væru 324 — þrjú hundruð tuttugu og fjórir — félagar. Samtímis því sem áskorunar- skjalið var afhent formanni Snótar, var stjórn A. S. í. sent hraðskeyti, þar sem henni er til- kynnt, að þessi áskorun hafi komið fram og þess krafizt, að stjórnin fylgist með því, að far- ið verði að lögum um þessa kosningu. Fundurinn hefst: Eins og áður getur, skyldi fundur hefjast kl. 4 þennan laugardag. Skömmu fyrir fund- artíma eða um það bil hálfri stundu, tilkynnti frú Guð- munda Gunnarsdóttir, að allur þorri þeirra kvenna, se,m rituðu nafn sitt á áskorunarskjalið um allsherjaratkvæðagreiðslu, séu ekki fullgildir félagar í Snót. Á- skorunin verði því ekki tekin til greina og fari kosning fram á fundi, svo sem áður var aug- lýst. Þá skeður það, að þær konur, sem fluttu formanni áskorunar skjalið, krefjast þess að fá að sjá nafnaskrá Snótar og bera undir- skriftirnar saman við það. Sam- kvæmt þeirri skrá reyndust fullgildar félagskonur í Snót vera 188 — eitt hundrað áttatíu og átta —, en aukafélagar 168 — hundrað :-extíu og átta — 38 þeirra kvenna, sem skrifað höfðu undir áskorunina, reynd- ust vera fullgildir félagar, 18 voru aukafélagar, en 10 ekki í félaginu. Ekki 3 fulltrúar, heldur tveir: Samkvæmt þessari skrá eiga Snótarkonur engan rétt á þrem fulltrúum til þings A. S. í., heldur aðéins tveim, enda segir um það í lógum Sambandsins: . . . Fyrir allt að 100 félaga 1 fulltrúi og síðan 1 fulltrúi fyrir hvert hundrað félagsmanna eða brot úr hundraði, ef það nemur hálfu hundraði eða meira . . . Þetta er skýrt tekið fram í 30. grein laganna, enda er það ítrek að í bréfi tíl allra sambandsfé- laga, dags 27. ágúst 1958. Áskorunin lögmæt •— ekki hægt að sniðganga hana: Samkvæmt þeirri félagaskrá, sem lá frammi á nefndum Snót- arfundi, eru félagskonur fullgild ar taldar 188, og við fullgilda félaga skal miða tölu fulltrúa. Nú höfðu 38 fullgildar fciags konur léð nöfn sín undir áskor- unina um allsherjaratkvæða- greiðslu, en það er meira en 1/5 hluti fullgildra félaga. Svo segir í 28. gr. Sambands- laganna: . . Sambandsstjórn getur fyr- irskipið, oð allsherjaratkvæða- greiðsla. skuli fara fram í sér- hverju félagi innan sambands- ins, sem telur yfir 50 félags- menn, og skylt er henni áS fyr- irskipa ailherjaratkvæðagreiðslu ef: 5. Minnst 1/5 hluti fullgildra félagsmanna krefst þess skrif- lega. Þess má einnig geta, að í söinu grein stendur, að kosning á fundi skuli vera skrifleg. Lögin hundsuð: Af ofanskráðu má öllum vera ljóst, að stjórn Verkakvennafé- lagsins Snótar hefur þverbrotið lög Alþýðusambands fslands. Framhald á 2. síðu. Rafmagnið Það hagsmunamál Vest- mannaeyinga, sem er brýn þörf á, að leysist sem fyrst, er raf- magnið. Hugmyndin um streng inn úr landi og raforku frá Sogs virkjuninni er vissulega ekki úr sögunni, þótt tafsamt hafi reynzt að koma þessu verki fram. Blaðið innti nýlega fregna af þessu máli, hvernig viðhorfið væri í dag og við hverju mætti búast í framtíðinni. Á síðasta þingi var málið flutt að tilhlut- an meirihluta bæjarstjórnar, en fjárveitinganefnd Alþingis vildi ekki binda framkvæmd verks- ins við ár, en sæstrengurinn er einn liðurinn í 10 ára áætlun- inrii. Engum blöðum er um það að fletta, að Vestmannaeyingar hafa verið settir hjá. Lánsheim- ild til að framkvæma þetta verk var samþykkt á Alþingi 1952, en framkvæmdir þess hljóta fyrst og fremst að vera í hönd- um Raforkumálastjórnarinnar. Enn hefur ekkert orðið úr fram kvæmdum. Rafmagnsnefnd hef- ur jafnan lagt mikla áherzlu á þetta mál ásamt bæjarstjórn og ekkert tækifæri látið ónotað til að minna á þörfina, bæði á. af- mennum málþingum og í einka viðtölum. Þingmaður kjördæm- isins hefur átt ásamt bæjarstjóra miklar viðræður við ráðherra off aðra forráðamenn Raforku- málanná, en árangurslaust til þessa. Sjálfsagt er að geta þess, að þá er Samband ísl. rafveitna liélt ársþing sitt hér í Eyjum haustið 1954, var sú hugmynd mjög á lofti, að hingað mundi verða lagður strengur á árinu 1956. Af því gat þó ekki orðið, þá var ennfremur látið í veðri vaka, að allir sæstrengir, sem þurfti við þá rafvæðingu, er ráð in var með myndun ríkisstjórn- ar Ólafs Thors á árinu 1954, yrðu keyptar samtímis. Það hef- Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.