Fylkir - 17.04.1959, Page 2
2
—~tv
FYLRIR
K j ördæmaskipunin
málgagn
sjAlfstæðisflokksins
ÚTGEFANDI:
sjAlfstæðisfélag
VESTMANNAEYJ A
RITSTJÓRI og ÁBYRGÐARM.;
EINAR H. EJRÍKSSON
Síml: jo8. — Póithólt: 10*.
PrentsmiÖjan EYRÚN h. f.
„Birgðirnar"
Framsóknarblaðinu hefur að
undanförnu orðið nokkuð tíð-
rætt um „birgðir" þær, sem
'vinstri stjórnin Jét eftir sig. Seg-
ir blaðið, að núverandi stjórn
sé að éta þær upp og þá um
leið þjóðina út á gaddinn.
Nú er það svo, að öllum er
enn í fersku minni, ei Her-
mann Jónasson, forsætisráð-
herra V-stjórnarinnar, gekk
fram fyrir Alþýðusamlrandsþing
og bað það um frest til að ráða
fram úr vandamálum efnahags-
lífsins, en Sambandið neitaði,
af því að Hermann gat enga
grein gert því fyrir, hver úr-
ræði hann hefði í huga. Að
því loknu gekk hann fyrir Al-
þingi og tilkynnti, að Itann og
lians stjórn hefði gefizt upp —
„ný verðbólga væri skollin yf-
ir“. Hirði ég ekki að greina
hverjir spádómar voru uppi
Iiafðir við andlát þessarar stjórn
ar um það, sem framundan
væri, enda alþjóð kunnugt.
En nefna má nokkuð af
þeim „birgðum“, sem hún
skildi eftir sig, svo sem það, er
hér fer á eftir:
Lagðar höfðu verið á þjóð-
ina á tveim árum nýir skattar
og tollar að uppliæð um 1200
milljónir króna. Allt þetta fé
rann í verðbólguhítina, sem V-
stjórnin víkkaði freklegar en
nokkru sinni fyrr. Auk þess
höfðu verið teknar að láni sam-
tals um 600 milljónir króna —
sem verða greiddar með yfir-
færslugjöldum og þá með 900
milljónum króna. Þessi lán
fóru því miður ekki nema að
allt of litlu leyti til þarflegra
framkvæmda, en voru notuð
til að halda uppi innflutningi,
sem gaf ríkissjóði drýgstar tolla
tekjur. Samkv. áætlunum, sem
Framhald af t. síðu.
muna dreifbýlisins og hags-
muna Framsóknarflokksins, en
þetta fer ekki saman.
Tillögur
Framsóknarmanna:
í ályktun flokksþings Fram-
sóknarflokksins, sem almenn-
ingur þekkir eftir útvarpslest-
urinn forðum, voru birtar hug-
myndir þær, sem Framsóknar-
menn höfðu um hugsanlega
breytingu á kjördæmaskipun-
inni. Voru þær aðallega í því
lagðar voru fram á Alþýðusam-
bandsþingi, nema vextir og af-
borganir af erlendum lánum í
árslok 1957, sem þá höfðu verið
tekin, 160 millj. króna á ári
hverju næstu árin, miðað við
núverandi gengi og yfirfærslu-
gjöld. Séu meðtalin þau lán, er
tekin voru á árinu 1958, eykst
Jjessi skuldabyrði að sjálfsögðu.
Sönnu nær hefði verið, að Frain
sóóknarblaðið talaði um „byrð-
ar“ en hitt.
Hermann Jónasson tilkynnti
á flokksþinginu í rnarz, að liann
hefði alls ekki mátt leggja
neinar tillögur fyrir Alþingi,
það hetðu verið „svik við stjórn
arsáttmálann.“ Þannig var hann
og hans stjórn dæmd úr leik
jjegar á Alþýðusambandsþingi,
Þegar svo er komið, að samið
cr um völd með því skilyrði,
að sjálft Alþingi sé sniðgengið,
verður jiá ekki enn hæpnara að
tala um „birgðir", sem framtíð-
in getur notið góðs af. Enda
hefur Jjað komið fram, að einu
„birgðirnar", sem Framsóknar-
menn geta talað um, er greiðslu
afgangur hjá ríkissjóði, sem þó
cr talinn vera minni en í fyrstu
var látið í veðri vaka.
Ríkisstjórn ,sem skilar af sér
uppgefin, ráðlaus og stefnu-
laus, getur tæplega talað mn,
að hún skili af sér með sæmd
eða fái eftirkomendum annað í
hendur en erfiðleika — „birgð-
ir“ erfiðleika, „birgðir" van-
efnda, brigðmæla og svika við
fögur fyrirheit, „birgðir“ von-
brigða þeirra, sem trúðu, að nú
væri óskastjórnin fædd. En sjálf
fæðing hennar dæmdi hana þeg
ar úr leik, hún var frá upphafi
því marki brennd, sem að lok-
um hefur festst við liana.
fólgin, að öllu landinu yrði
skipt í einmenningskjördæmi,
og nokkrir bæir, sem vaxið
hafa á undanförnum árum.
yrðu gerðir að sérstökum kjör-
dæmum, Akureyri fengi tvo
þingmenn. Hefðu þessar breyt-
ingar komizt á, hefði ranglætið
orðið enn meira áberandi en
nokkru sinni fyrr, jjar sem svo
að segja allur hagurinn af þess
ari breytingu hefði fallið Fram-
sóknarmönnum í skaut, enda
eru Jjessar tillögur að ýmsu
leyti afturhvarf til Jjess, sem var
áður og kostað hafði mikil átök
að nema úr gildi.
í útvarpsumræðunum, sem
fram fóru á Jjriðj udaginn var,
brá hins vegar svo við, að næst
um alger hugarfarsbreyting virð
ist hafa orðið hjá Framsóknar-
mönnum í kjördæmamáliuu.
Virðast Jjeir vera orðnir hrædd-
ir við sjálfa sig og sína fyrri af-
stöðu, eins og hún kemur fram
í ályktun flokksþingsins. Hinar
nýju tillögur þeirra eru í þvi
fólgnar, að Gullbringu- og Kjós
arsýslu verði skipt í tvö kjör-
dæmi, Keflavík, Kópavogur og
Akranes verði gerð að sérstök-
um kjördæmum og Akureyri
fái tvo þingmenn, ennfremur,
að ljölgað verði um fjóra þing-
menn í Reykjavík. Þá vilja Jjcir
fallast á, að uppbótum sé hald-
ið — Jjau sæti átti áður að af-
nema — og þingmenn verði allt
að 60.
Ilér verður öl I fjölgun Jjing-
ínaiina á hinum Jjéttbýlu svæð-
um, í Reykjavík, Suðvestur-
landi og á Akureyri, og samkv.
kenningum Framsóknarmanna
getur Jjað varla orðið til að
styrkja og tryggja áhrif dreifbýl
isins, að þingmönmnn þéttbýl-
isins sé fjölgað. Hinsvegar eru
Jxer hrein uppgjöf í málinu,
þar sem þær eru í grundvallar-
atriðum í samræmi við Jjað
sjónarmið, sem ríkir í hinu
nýja frumvarpi um breytingu á
kjördæmaskipuninni. Það vanl
ar hinsvegar á ennþá, að þeir
éru ekki farnir að tala um
stóru kjördæmin með hlutfalls-
kosningum sem samkomulagsat-
riði í kjördæmamálinu, þótt
Jjeir vilji nú halda hlutfallskosn
ingunum í tvímenningskjör-
dæmunum.
Með Jjessu hefur flokkurinn
gengið algerlega í berhögg við
Frá Loffleiðum
NÝIR ÁFANGASTAÐIR.
Rétt eftir næstu mánaðamót,
eða frá og með 2. maí n. k.
verður fyrsta breytingin á nú-
verandi flugáætlun Loftleiða,
en þá fjölgar ferðum verulega
frá því, sem nú er. Aftur verð-
ur ferðafjöldinn aukinn síðast í
maímánuði, en Jjá er ákveðið
að ferðirnar verði níu í viku
fram og aftur milli Evrópu og
Ameríku, og munu þá ílugvél-
ar Loftleiða verða hér í Reykja
tík 36 sinnum í viku hverri á
leið austur eða vestur yfir At-
lantshafið.
Auk þess sem ferðaíjöldinn
mun í sumar verða aukinn til
liinna gamalkunnu áfangastaða
Loftleiða í Ban,daríkjunum, á
meginlandi Evrópu og í Bret-
landi, verða nú eftir næstu mán
aðamót ferðir teknar upp að
nýju til Luxemborgar, en Loft
leiðir hafa ekki flogið Jjangað
síðan haustið 1957.
Félagið hefur ákveðið að
bjóða mjög hagstæð gjöld á
flugleiðum milli Luxemborgar
og Reykjavíkur. Eru þau miklu
lægri en lluggjöld IATA-félag-
anna, og nemur mismunurinn
715 krónum, þegar farið er
aðra leið, en 1287 krónum fyr-
ir báðar leiðir.
Við samanburð þennan er
ekki reiknað með farseðlaskatti,
en sé það gert verða Luxem-
burgfargjöldin talsvert hagstæð-
ari en að framan greinir.
Loftleiðir vona, að með því
að gefa farþegunum tækifæri
til þess að komast við hóflegu
verði inn til Jjess staðar í Ev-
rópu, þar sem krossgötur eru
flestar, muni farþegastrauinur-
inn milli Luxemborgar og
Reykjavíkur aukast verulega,
en það er alkunna, að frá þessu
litla en fræga landi í hjarta Ev-
rópu eru fjölfarnar og stuttar
ferðamannaleiðir til margra
vinsælla viðdvalarstaða, t. d.
Parísar, en fyrir því kjósa marg-
ir að byrja eða enda Evrópuför
sína í Luxemborg.
Þá er að geta þess nýmælis í
sumaráætlun Loftleiða, að frá
Framhald á 4. síðu
ályktanir flokksþings síns frá í
marzmánuði, og má líklegt
telja, að ekki hafi ályktanir
flokksjjinga orðið öllu skannn-
lífari en Jjessa Framsóknar-
þings.