Fylkir


Fylkir - 06.05.1960, Blaðsíða 1

Fylkir - 06.05.1960, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis- flokksins -V' ■ Á 12. árgangur Vestmannaeyjum, 6. maí 1960. 17. tölublað. SSiS5í5SÍ5JÍSSSSÍSSSSSiSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS5SSii5iiSiiSSSiiS5iSiiSjíSSÍSJiSíiSiiSiáSSÍSSSSSSíSSiSiíSSSiiSSíSSSSSSÍSS55iSSíSSSSSSS8SSSSíSSí5ÍÍSSSSíSSSiíSSi5Si5SiSS5i<5S5SSS5SSS5W51iSiiSiíSiiSSSSíSiíSSÍ5SÍSSÍ5Í6SÍSS5iíSii5ii5SSSÍSS8SSSSS5SiSS<SiíSJÍSSSSi5SSÍSS M I N N I N G. Guðjón Jónsson, smiður, ODDSSTÖÐUM Og nú fer sól að nólgast æginn, og nú var gotf að hvíla sig, og vakna upp ungur einhvern daginn með eilífð glaða í kringum sig. Þ. E. Vestmannaeyjar hafa frá fornu fari alið upp ágæta menn og konur, sem með dugnaði og skörungsskap liafa gert þar garð inn frægan. Kynslóðir, sem liafa sameinað áhættusamt atvinnu- líf og þrotlausa lífsbaráttu frá fornu fari þeim stórstígu fram- förum, sem á síðari áratiigum liafa markað djúp spor í allt at- vinnuíf Eyjanna. Bera þær glöggt merki, livert sem litið er, dugnaðar íbúanna. Má segja að áræði manndóms og framfara krýni brúnir þeirra fögru fjalla. Það má' segja að þessi kveðju- orð til vinar míns Guðjóns á Oddsstöðum, komi með seinni skipunum. En vina sinna minn- ist maður síðar sem fyrr. ,, Guðjón jónsson var fæddur 27. desember 1874 í Túni hér. Foreldrar hans voru Guðrún Þórðardóttir og Jón Vigfússon, búendur þar. Hann átti fjögur systkini, sem öll urðu þekktir borgarar hér í bæ, sökum dugn- aðar og óvenjulegra vinsælda hjá öllum, sem kynni höfðu af þeim. Átta ára gamall var Guðjón tekinn í fóstur að Oddsstöðum, næsta bæ við Tún, og átti hann heimili sitt síðan þar alla tíð til æfiloka eða samfleytt í 77 ár. Við þetta heimili sitt batt hann órofa tryggð, enda lifði hann þar langa og viðburðaríka æfi, og þar andaðist hann 25. okt. s. 1. Eins og venja var á uppvaxt- arárum Guðjóns, var börnum haldið mikið að vinnu eins fljótt og þau gátu eitthvað lijálpað til, og fór Guðjón ekki var- liluta af því. Snemma fór hann að stunda sjó. Varð hann for- maður á áraskipum fyrir og eft- ir aldamót, og var bæði feng- sæll og farsæll í því starfi. Ung- ur að árum hóf Guðjón lunda- veiði í Elliðaey og stundaði þann veiðiskap á sjöunda ára- tug, sem mun algert einsdæmi. Guðjóni þótti, eins og reyndar okkur öllum, sem stundað höf- um lundaveiðar í úteyjum hér, ■gaman að rifja upp ýmsa at- burði og ævintýri frá þeim árum og var ógleyminn á þau ævintýri, sem hann liafði lent í við veið- arnar. Árið 1899 giftist Guðjón Guð laugu Pétursdóttur frá Þorlaug- argerði, hér. Og eins og líkum lætur voru efnin smá til að byrja með, því brátt stækkaði fjölskyldan, en þau eignuðust 12 börn og komust 8 þeii'ra til fullorðinsára. Tókst þeim með einstakri prýði að komast áfram með sinn stóra barnahóp. Árið 1921 dró ský fyrir sólu, er Guð- laug andaðist, og Guðjón stóð einn uppi með börn sín ung að árum . Ári síðar kvæntist Guðjón eftirlifandi konu sinni Guð- rúnu Grímsdóttur, ættaðri af Austurlandi. Jafnan hefur ver- Framsóknarblaðið hefur held- ur en ekki tekið upp hanzkann fyrir samvinnuna, þar sem það birtir tvær greinar um þessi mál og nokkur atriði, sem drep- ið hefur verið á í Fylki. Sumt af því, sem blaðið telur fram, er orðið svo margþvælt, að ekki er ástæða til að eyða orðum að. Á hinn bóginn er vert að leggja á það áherzlu, að blaðið gerir enga tilraun til að svara þeim spurningum, sem varpað hefur verið fram hér í blaðinu, og nægir að vísa um það til síðasta tölublaðs. Um Mjólkurbú Flómanna er það að segja, að ekki er ánægj- unni með skilin til bændanna þar fyrir að fara, þar sem talið er, að rekstur búsins hafi af bændum allt að 9 þús. kr. ár- lega, svo sem komið hefur fram í blaðaskrifum og umræðum um búið og rekstur þess, eftir að síðasti aðalfundur var hald- inn. Vantar ekki eitthvað á sannvirði til bændanna, ef þessi er raunin. ið talið vandasamt fyrir konu að taka að sér svo stóran barna- hóp, og reynast þeim svo vel, sem hér varð. Því Guðrún var þeim kostum búin, að henni tókst að verða börnum Guðjóns sem bezta móðir og manni sín- um sannur lífsförunautur. Mun líka óhætt að fullyrða, að leitun sé á jafnstórri fjölskyldu sem Oddsstaðafjölskyldunni, er haldi jafn vel saman, og sýnir það bezt þann anda, sem jafnan hef ur ríkt á heimilinu. Með Guðrúnu eignaðist Guð jón 4 börn, sem öll eru upp- komin og auk þess ólu þau upp 2 fósturbörn. Guðjóns á Oddsstöðum mun Framhald á 4. síðu Fyrr og nú: Upphaf þeirra orðaskipta, er átt hafa sér stað um hríð milli Fylkis og Framsóknarblaðsins, var grein, sem birtist í hinu síð- arnefnda og fjallaði um efna- hagsmál, þar sem miklu lofi var hlaðið á stjórnarferil Framsókn armanna allt frá árinu 1930 til ársloka 1958. í Fylki var bent á nokkur atriði, sem eru áþreifan- leg dæmi um máttleysi Fram- sóknarmanna til að ráða fram úr þeim vanda, sem við var að stríða á áratugunum 1930 til 1940. Engu af þessu liefur blað þeirra treyst sér til að neita, og verður það því að standa ó- haggað, sem Fylkir sagði. Þess- um áratug lauk með gengisfell- ingu árið 1939 til að bjarga því, sem bjargað vaið. Síðan kom stríðið og allt, sem því fylgdi. Eg vona að Framsóknarmenn fari ekki að þakka sér það!! Árið 1947 komust Framsókn- armenn aftur í stjórn, og lauk síðara stjórnartímabili þeirra Framh. á 2. síðu. Um hvað er að velja?

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.