Fylkir - 08.12.1961, Síða 3
F Y L K I R
Bókfellsbækur 1961
Bókfellsútgáfan sendir sjald-
an frá sér margar bækur ár
Iivert, en oft forvitnilegar. —
Nú eru komnar út fjórar bæk-
ur frá forlaginu og skal þeirra
nú getið með fáum orðum.
FRÁ GRÆNLANDI,
‘ eftir Sigurð Breiðfjörð (1798
--1846), er nú komin í þriðju
útgáfu. Fyrsta útgáfa kom árið
1836, en 4 ljóðabækur Breið-
fjörðs voru gefnar út sama ár.
Önnur útgáfa var prentuð fyrir
tæpum 50 árum, nú löngu ófá-
anleg. Eiríkur H. Finnbogason
hefur haft veg og vanda af þess-
ari útgáfu og ritað æviágrip
skáldsins framan við Grænlands
lýsinguna. Það er mikill kostur
við þessa útgáfu, að hún er
prentuð eftir handriti Sigurðar
óbreyttu, en svo var ekki um
hinar fyrri. — Aldamótafólkið
lás Grænlandsbókina með mik-
illi ánægju; þá var líka meiri
bjámi fjarlægðar yfir Græn-
landsjöklum í hugum alþýðu
manna en nú er. En aftur hef-
úr aukizt áhugi fyrir þessu
hrikafagra landi. Má því ætla,
að þessi litla bók Breiðijjörðs
komi á réttum tíma; hún ér
skemmtilega skrifuð og fróðleg.
/ Sigurður Breiðfjörð bjó í Vest
mannaeyjum um fjögurra ára
skeið (1824—28). Hann var
beykir í Garðsverzlun og bjó
fyrst í Kornhól, síðar í eigin
húsi, sem var kallað Beykishús.
Líklega hefur honum vegnað
einna skárst hér, en ekki festi
hann hér yndi til frambúðar.
Hér kvæntist Sigurður, en eigi
fjutti hann frúna með sér héð-
an, og sá hana aldrei síðan. Var
skilnaður þeirra hjóna ekki tal-
ínn samkvæmur laganna para-
gröffum og hlutust af mikil
málaferli síðar og Sigurði ærið
þungt í skauti. Skæðar tungur
sögðu, að Sigurður hefði selt
konu sína fyrir danskan hund,
sem auðvitað var uppspuni
einn. — Sigurður var gleðimað-
ur, djarftækur til víns og
kvenna. Hann var dáður af al-
þýðu og þótti skáld gott. Jón
Austmann, sá frómi klerkur,
sagði um Sigurð, að hann væri
„fluggáfaður, fjölhæfur og ferð
ugur Ijóðasmiður . . . og sel-
skapar hans sakna ég mikil-
lega.“---
LOGINN HVÍTI,
er þriðja bindi ævisögu Krist-
manns Guðmundssonar. Þessi
hluti sögu skáldsins nær yfir tíu
ára skeið, er 308 síður. Mun
ekki ofmælt, að hvers bindis sé
beðið með óþreyju — ekki sízt
af hinu fagra kyni. Og ekki
verður það af Kristmanni skaf-
ið, að hann kann vel að segja
sögu. Minningabækur eru næst-
um legió, en höfundar sumra
glopra góðum efnivið úr hönd-
um sér; öðrum verður mikið úr
litlu efni. Efniviðurinn í sögu
Kristmanns er misgóður, en
hann fer högum höndum um
hann allan. — Mér þykir þessi
bók veigameiri en Dægrin blá.
Sagan gerist í Noregi, Dan-
mörku og síðast á íslandi; marg
ir nafnkunnir menn koma við
sögu, utan lands og innan og
höf. ræðir um ýmsa strauma í
þjóðlífinu. En einna skemmti-
legastur fannst mér samt kafi-
inn, er segir frá því, er skáldið
gerist hænsnabóndi á litlu býli
fyrir innan Elliðaár; þar segir
Kristmann lystilega frá búskap-
arbasli sínu og sínum kyndugu
hjúum. — Ástin skipar stórt
rúm í Loganum hvíta og sýnist
sitt hverjum, sumir hrifnir, aðr-
ir argir. En hverjar svo sem skoð
anir manna eru á sögu skálds-
ins og verkum hans, þá er eitt
víst: Árlöng bið eftir næsta
bindi um Hveragerðisár skálds-
ins verður mörgum leið. —
SÉRA FRIÐRIK SEGIR FRÁ,
eru nokkrir viðtalsþættir við
séra Friðrik Friðriksson, sem
Valtýr Stefánsson hefur skráð.
Séra Bjarni ritar inngangsorð,
en Gylfi Þ. Gíslason ráðherra
segir frá kynnum sínum við séra
Friðrik í bókarlokin. Þetta er
geðþekk bók. Fáir hafa verið
einlægari í sinni kenningu en
séra Friðrik og hann var jafnan
rnikils metinn æskulýðsleiðtogi.
Það var vel til fundið, að safna
þessum þáttum í bók, sem grein
ir einkum frá starfi séra Frið-
riks meðal æskulýðsins. Þetta er
því kjörin bók fyrir stálpaða og
sæmilega þroskaða drengi, ekki
síður en fullorðna; nóg er af
léttmetinu, sem krefst engrar
hugsunar.
HUNDAÞÚFAN OG HAFIÐ,
er minningabók Páls ísólfs-
sonar tónskálds í viðtalsþáttum.
Eg held, að þetta sé ein allra
kostulegasta bókin á jólamark-
aði í ár. Hér hafa þeir lagt sam-
an og efnt í væna bók, einn
mesti húmoristi landsins og sá
slyngi spyrill, Matthías Jóhann-
essen, sem ræðir við tónskáldið,
en það er á flestra vitorði, að
fáir skrifa líflegri samtöl en
hann. Matthías mun vera upp
hafsmaður þessarar tegundar
söguritunar; fyrsta samtalsbókin
var Kompaníið við allífið, þar
sem Þórbergur Þórðarson leysir
jfrá skjóðunni, bráðskemmtileg
bók. Þetta er sú þriðja í röð-
inni, fróðleg bók, en um leið
hinn girnilegasti skemmtilestur
frá upphafi til síðustu blaðsíðu.
: Páll segir m. a. frá æskuárun-
um á Stokkseyri, sjósókninni í
þorpinu, námsárunum, starfi
að tónlistarmálum og kynnum
við fjölmarga landskunna
menn. Stíllinn er hressilegur
og hispurslaus eins og við mátti
búast af þeim Páli og Matthí-
asi. Um Ragnar í Smára segir
m. a.:
„Hann kemur eins og hvirfil-
bylur inn í stofu manns, tekur
blað, sem liggur á skrifborðinu
og étur það til hálfs. Þess vegna
gæti ég þess að láta aldrei verð-
bréf eða önnur verðmæt skjöl
liggja á glámbekk, þegar ég á
yon á honum. Hann hefur étið
þó nokkur bréf frá merkum
mönnum, áður en ég hef getað
bjargað þeim. Og svo biður
hann um molasopa með, en
stekkur oft út frá hálfum bolla
og fer eitthvað annað, þar sem
hann getur drukkið hinn helm-
inginn." í ekki ósvipuðum dúr
segir Páll frá mörgum þjóð-
kunnum mönnum lífs og liðn-
úm t. d. Árna Pálssyni, Hall-
dóri Laxness, Einar Benedikts-
syni, Þorsteini úr Bæ o. fl.. —
Bókin er 230 bls. í stóru broti.
Atli Már hefur teiknað í hana
allmargar myndir og er að þeim
bókarprýði.
Þess er vert að geta, að bækur
Bókfellsútgáfunnar eru mjög
vandaðar að allri gerð, en það
er því miður ekki hægt að segja »
um bækur allra forlaga á voru
landi. Hroðvirkni er allt of á-
berandi í íslenzkri bókagerð, >
ekki sízt í því æsilega kapp-
hlaupi útgefenda, áð koma bók-
um sínum sem fyrst á jólamark
aðinn. Eg las t. d. merka minn-1
ingabók nýútkomna, svo mor-.
andi í prentvillum, að móðgun
má kallast við höfundinn, kaup
endur og lesendur alla. Þetta
verður að breytast til betri veg-
ar. Og vel sé þeim, sem gæta
sóma síns í þessu efni.
Haraldur Guðnason.
T APAZT
hefur snjókeðja af fólksbifreið.
Finnandi er vinsamlegast beð-
inn að skila henni til Hreggviðs
Jónssonar, gegn fundarlaunum.
3í2a2S2S2^’SS2S2S2S2S2^l(2S2S2S»2S2í2S2*2S2S '
NÝKOMIÐ
Skíðasleðar.
H AR.E| R ÍKSS ON^
Belti, spennur, hnappar
Þær, sem ætla að fá saumað
belti og slegnar spennur eða
hnappa, fyrir jól, komi í síðasta
lagi föstudaginn 15. des. Afgr.
þriðjud. og föstud. kl. 17—19.
Gerður E. Tómasdóttir
Höfn — Sími 4
ST Ú L K A ÓSK AST
í vist strax, um tveggja mánaða tíma. — Til greina kemur að
hafa herbergi áfram í vetur. — Upplýsingar í síma 7 eftir kl. 8
á kvöldin.
AÐALFUNDUR!
Golfklúbbs Vestmannaeyja verður haldinn í Akóges-húsinu
sunnudaginn 10. þ. m. og hefst kl. 2 e. h.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður sýnd golfkennslu-
mynd. — Fjölmennið. STJÓRNIN.
STÚ LK U R
Tvcer stúlkur vantar d Sjúkrahús Vestmannaeyja. Upplýsingar
gefur yfirhjúkrunarkonan. BÆJARSTJÓRI.
W######»####»###»##############################################»^»##<
Breytingar á lokun sölubúða í desember 1961.
Laugardaginn 16. desember, opið til kl. 22; miðvikudaginn 20.
desember opið til kl. 22; laugardaginn 23. desember (á Þorláks-
messu) opið til kl. 24.. — Aðrir dagar að venju.
Félag Kaupsýslumanna, — Kaupfél. Vestrn innaeyja.
f######################################################^a< ###############